Efling hafnar tillögum SA um vinnutímabreytingu

Stjórn, trúnaðarráð og samninganefnd Eflingar hafna tillögum SA um að víkka út ramma dagvinnutíma, að taka út launaða kaffitíma og að lengja uppgjörtímabil yfirvinnu. Þau telja að framkvæmd þessara tillagna yrði mikil afturför fyrir kjör almennings.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Stjórn, trún­að­ar­ráð og samn­inga­nefnd Efl­ing­ar hafna til­lögum Sam­taka atvinnu­lífs­ins í yfir­stand­andi kjara­við­ræðum um breyt­ingar á vinnu­tíma og út­reikn­ing­i ­launa. Sam­kvæmt ályktun Efl­ingar ganga til­lögur SA út á að víkka ramma dag­vinnu­tím­ans úr 10 klukku­tímum í 12, að taka kaffi­tíma út úr ­laun­uðum vinnu­tíma og að lengja upp­gjörs­tíma­bil yfir­vinnu. Í á­lykt­un­inn­i ­segir að fram­kvæmd þess­ara ­til­lag­anna yrði mik­il aft­ur­för ­fyrir kjör almenn­ings á ís­lenskum vinnu­mark­aði.

„Stjórn, trún­að­ar­ráð og samn­inga­nefnd Efl­ingar hafna því að greitt verði minna fyrir vinnu utan núver­andi marka dag­vinnu­tíma, að sala kaffi­tíma verði mis­notuð til að ná fram styttum vinnu­tíma og að atvinnu­rek­endum verði gefið aukið vald til að ákvarða hvenær vinna er gerð upp sem yfir­vinna og hvenær ekki.“

Ekki mark­mið kjara­samn­inga að efna til ómann­eskju­legra sam­fé­lags­til­rauna 

Í álykt­un­inni segir að mark­mið kjara­samn­inga sé að verka­fólk geti lifað af launum sín­um. „Það er mark­mið­ið, ekki að efna til ómann­eskju­legra sam­fé­lags­til­rauna á for­send­um at­vinnu­rek­enda og á kostnað verka­fólks.“

Auglýsing

Í álykt­un­inni er bent á að stytt­ing vinnu­vik­unnar sé krafa margra stétt­ar­fé­laga og að sú til­laga nýti vax­andi hljóm­grunns í sam­fé­lag­inu. „Stjórn, trún­að­ar­ráð og samn­inga­nefnd Efl­ingar harma að Sam­tök atvinnu­lífs­ins standi gegn þeirri fram­för og leggi þess í stað til skerð­ingar á rétt­indum verka­fólks varð­andi vinnu­tíma­tak­mark­an­ir,“ segir í álykt­un­inn­i. 

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, segir að undir hennar for­ystu muni Efl­ing aldrei fall­ast á sam­fé­lags­til­raunir sem færa vinnu­mark­að­inn aftur í tím­ann. „Það virð­ist ganga illa hjá Sam­tökum atvinnu­lífs­ins að skilja að við höfnum með öllu hug­myndum þeirra um sam­fé­lags­til­raunir sem munu færa vinnu­mark­að­inn ára­tugi ef ekki aldir aftur í tím­ann. 12 tíma vinnu­dagur er nú orð­inn raun­veru­leiki í Aust­ur­ríki. Efl­ing undir minni for­ystu mun aldrei fall­ast á slíkt,“ segir hún­.  

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það hafa legið fyrir að ríkisstjórnin myndi ekki setja á hátekjuskatt
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að skattkerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar hafi verið kynntar og að það hafi jafnframt legið fyrir, frá því að núverandi ríkisstjórn var mynduð, að hún væri ekki að „fara í hátekjuskatt“.
Kjarninn 20. febrúar 2019
Stál í stál - Líkur á verkföllum hafa aukist
Útspili stjórnvalda í kjaraviðræðunum var illa tekið hjá verkalýðshreyfingunni. Eru verkföll í kortunum?
Kjarninn 20. febrúar 2019
Bakkavararbræður vilja rannsókn á Klakka
Lýstar kröfur í nauðasamningum Exista námu upphaflega tæplega 300 milljörðum króna og aðeins hluti þeirra hefur fengist greiddur.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Hvalveiðar heimilaðar næstu fimm árin
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, studdist við ráðgjöf Hafró.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Forseti ASÍ: Dagur „vonbrigða“ sem liðkar ekki fyrir kjarasamningum
Forseti ASÍ segir útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum ekki til þess fallið að liðka fyrir kjarasamningum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Útspil stjórnvalda - Vilja minnka skattbyrði á lágtekjufólk
Verkalýðshreyfingin er ósátt við útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Ríkisstjórnin kynnti nýtt skattþrep fyrir lægstu tekjurnar
Í tillögum um breytingar á skattkerfinu sem ríkisstjórnin kynnti aðilum vinnumarkaðarins í morgun voru lagðar til jafnar skattalækkanir upp á nokkur þúsund krónur á mánuði á alla einstaklinga með tekjur upp að 900 þúsund krónum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Soffía Sigurðardóttir
Meinlegt umtal
Kjarninn 19. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent