Efling hafnar tillögum SA um vinnutímabreytingu

Stjórn, trúnaðarráð og samninganefnd Eflingar hafna tillögum SA um að víkka út ramma dagvinnutíma, að taka út launaða kaffitíma og að lengja uppgjörtímabil yfirvinnu. Þau telja að framkvæmd þessara tillagna yrði mikil afturför fyrir kjör almennings.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Stjórn, trún­að­ar­ráð og samn­inga­nefnd Efl­ing­ar hafna til­lögum Sam­taka atvinnu­lífs­ins í yfir­stand­andi kjara­við­ræðum um breyt­ingar á vinnu­tíma og út­reikn­ing­i ­launa. Sam­kvæmt ályktun Efl­ingar ganga til­lögur SA út á að víkka ramma dag­vinnu­tím­ans úr 10 klukku­tímum í 12, að taka kaffi­tíma út úr ­laun­uðum vinnu­tíma og að lengja upp­gjörs­tíma­bil yfir­vinnu. Í á­lykt­un­inn­i ­segir að fram­kvæmd þess­ara ­til­lag­anna yrði mik­il aft­ur­för ­fyrir kjör almenn­ings á ís­lenskum vinnu­mark­aði.

„Stjórn, trún­að­ar­ráð og samn­inga­nefnd Efl­ingar hafna því að greitt verði minna fyrir vinnu utan núver­andi marka dag­vinnu­tíma, að sala kaffi­tíma verði mis­notuð til að ná fram styttum vinnu­tíma og að atvinnu­rek­endum verði gefið aukið vald til að ákvarða hvenær vinna er gerð upp sem yfir­vinna og hvenær ekki.“

Ekki mark­mið kjara­samn­inga að efna til ómann­eskju­legra sam­fé­lags­til­rauna 

Í álykt­un­inni segir að mark­mið kjara­samn­inga sé að verka­fólk geti lifað af launum sín­um. „Það er mark­mið­ið, ekki að efna til ómann­eskju­legra sam­fé­lags­til­rauna á for­send­um at­vinnu­rek­enda og á kostnað verka­fólks.“

Auglýsing

Í álykt­un­inni er bent á að stytt­ing vinnu­vik­unnar sé krafa margra stétt­ar­fé­laga og að sú til­laga nýti vax­andi hljóm­grunns í sam­fé­lag­inu. „Stjórn, trún­að­ar­ráð og samn­inga­nefnd Efl­ingar harma að Sam­tök atvinnu­lífs­ins standi gegn þeirri fram­för og leggi þess í stað til skerð­ingar á rétt­indum verka­fólks varð­andi vinnu­tíma­tak­mark­an­ir,“ segir í álykt­un­inn­i. 

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, segir að undir hennar for­ystu muni Efl­ing aldrei fall­ast á sam­fé­lags­til­raunir sem færa vinnu­mark­að­inn aftur í tím­ann. „Það virð­ist ganga illa hjá Sam­tökum atvinnu­lífs­ins að skilja að við höfnum með öllu hug­myndum þeirra um sam­fé­lags­til­raunir sem munu færa vinnu­mark­að­inn ára­tugi ef ekki aldir aftur í tím­ann. 12 tíma vinnu­dagur er nú orð­inn raun­veru­leiki í Aust­ur­ríki. Efl­ing undir minni for­ystu mun aldrei fall­ast á slíkt,“ segir hún­.  

Skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum
Samtök grænkera á Íslandi skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum, sjúkrahúsum og öðrum opinberum stofnunum í ljósi loftslagsbreytinga.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína
Kjarninn 21. ágúst 2019
Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial.
Átta milljarða fjármögnun Icelandic Glacial
Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial hefur lokið hlutafjáraukningu að fjárhæð tæplega 4 milljarða íslenskra króna. Jafnframt hefur fyrirtækið fengið tæplega 4,4 milljarða lán frá bandarískum skuldabréfasjóði.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum
Samkvæmt ASÍ virðist það vera forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum við að greiða sitt til samfélagsins eins og launafólki ber að gera. Á meðan bóli ekkert á skattalækkunum fyrir lágtekjufólk.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Fleiri gifta sig utan þjóðkirkjunnar
Helmingur þeirra para sem gekk í hjónaband í síðasta mánuði gifti sig innan þjóðkirkjunnar. Hlutfall kirkjunnar í hjónavígslum hefur farið minnkandi á síðustu árum en um aldarmótin var hlutur þjóðkirkjunnar rúmlega 71 prósent.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Barlómur verslunareigenda og veitingamanna fer nú með himinskautum.
Leslistinn 21. ágúst 2019
Vilhjálmur Birgisson
Vill að Landsvirkjun niðurgreiði störf í áliðnaðinum
Formaður Verkalýðsfélags Akraness óttast um starfsöryggi félagsmanna sinna vegna samninga Landsvirkjunar við Elkem Ísland á Grundartanga og Norðurál.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Réttindi Íslendinga sem flytja til Bretlands eftir Brexit skerðast
Sendiráð Íslands í London segir að réttindi Íslendinga sem búsettir eru í Bretlandi fyrir Brexit muni ekki skerðast í kjölfar útgöngu. Sendiráðið segir það hins vegar áhyggjuefni hversu fáir Íslendingar hafi sótt um svokallaðan Settled Status.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent