Efling hafnar tillögum SA um vinnutímabreytingu

Stjórn, trúnaðarráð og samninganefnd Eflingar hafna tillögum SA um að víkka út ramma dagvinnutíma, að taka út launaða kaffitíma og að lengja uppgjörtímabil yfirvinnu. Þau telja að framkvæmd þessara tillagna yrði mikil afturför fyrir kjör almennings.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Stjórn, trún­að­ar­ráð og samn­inga­nefnd Efl­ing­ar hafna til­lögum Sam­taka atvinnu­lífs­ins í yfir­stand­andi kjara­við­ræðum um breyt­ingar á vinnu­tíma og út­reikn­ing­i ­launa. Sam­kvæmt ályktun Efl­ingar ganga til­lögur SA út á að víkka ramma dag­vinnu­tím­ans úr 10 klukku­tímum í 12, að taka kaffi­tíma út úr ­laun­uðum vinnu­tíma og að lengja upp­gjörs­tíma­bil yfir­vinnu. Í á­lykt­un­inn­i ­segir að fram­kvæmd þess­ara ­til­lag­anna yrði mik­il aft­ur­för ­fyrir kjör almenn­ings á ís­lenskum vinnu­mark­aði.

„Stjórn, trún­að­ar­ráð og samn­inga­nefnd Efl­ingar hafna því að greitt verði minna fyrir vinnu utan núver­andi marka dag­vinnu­tíma, að sala kaffi­tíma verði mis­notuð til að ná fram styttum vinnu­tíma og að atvinnu­rek­endum verði gefið aukið vald til að ákvarða hvenær vinna er gerð upp sem yfir­vinna og hvenær ekki.“

Ekki mark­mið kjara­samn­inga að efna til ómann­eskju­legra sam­fé­lags­til­rauna 

Í álykt­un­inni segir að mark­mið kjara­samn­inga sé að verka­fólk geti lifað af launum sín­um. „Það er mark­mið­ið, ekki að efna til ómann­eskju­legra sam­fé­lags­til­rauna á for­send­um at­vinnu­rek­enda og á kostnað verka­fólks.“

Auglýsing

Í álykt­un­inni er bent á að stytt­ing vinnu­vik­unnar sé krafa margra stétt­ar­fé­laga og að sú til­laga nýti vax­andi hljóm­grunns í sam­fé­lag­inu. „Stjórn, trún­að­ar­ráð og samn­inga­nefnd Efl­ingar harma að Sam­tök atvinnu­lífs­ins standi gegn þeirri fram­för og leggi þess í stað til skerð­ingar á rétt­indum verka­fólks varð­andi vinnu­tíma­tak­mark­an­ir,“ segir í álykt­un­inn­i. 

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, segir að undir hennar for­ystu muni Efl­ing aldrei fall­ast á sam­fé­lags­til­raunir sem færa vinnu­mark­að­inn aftur í tím­ann. „Það virð­ist ganga illa hjá Sam­tökum atvinnu­lífs­ins að skilja að við höfnum með öllu hug­myndum þeirra um sam­fé­lags­til­raunir sem munu færa vinnu­mark­að­inn ára­tugi ef ekki aldir aftur í tím­ann. 12 tíma vinnu­dagur er nú orð­inn raun­veru­leiki í Aust­ur­ríki. Efl­ing undir minni for­ystu mun aldrei fall­ast á slíkt,“ segir hún­.  

Guðni Karl Harðarson
Í krafti fjöldans
Kjarninn 20. apríl 2019
Skoða skattalegt umhverfi þriðja geirans
Starfshópur á að skoða hvort að skattalegar ívilnanir geti hvatt einstaklinga og fyrirtæki til að styrkja félög sem falla undir þriðja geirann. Dæmi um félög sem gætu notið góðs af mögulegum breytingum eru björgunarsveitir, íþróttafélög og mannúðarsamtök.
Kjarninn 20. apríl 2019
Það helsta hingað til: WOW air fer á hausinn með látum
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Ein stærsta frétt ársins hingað til er án efa gjaldþrot WOW air eftir langvinnt dauðastríð sem fór fram fyrir opnum tjöldum.
Kjarninn 20. apríl 2019
Koma svo!
Koma svo!
Koma svo - Salt og ... paprika
Kjarninn 20. apríl 2019
Advania
Ríkið greiddi Advania rúman milljarð vegna tölvukerfa í fyrra
Upplýsingatæknifyrirtækið Advania fékk greiddan rúman milljarð fyrir rekstur og hýsingu tölvukerfa ríkisins árið 2018. Þar af greiddi ríkið 635 milljónir vegna tölvukerfisins Orra.
Kjarninn 20. apríl 2019
Búinn að bíða lengi eftir aðgerðum
Mikil vakning hefur orðið meðal landans á síðustu misserum varðandi umhverfismál og má með sanni segja að sjaldan hafi starf umhverfis- og auðlindaráðherra verið eins mikilvægt.
Kjarninn 20. apríl 2019
Sistkynin Sansa, Arya og Bran Stark úr sjónvarpsþáttunum Game of Thrones.
Game of Thrones vinsælasti þátturinn til niðurhals
Fyrsta þætti áttundu þáttaraðar Game of Thrones, sem sýndir eru á Stöð 2, hafði verið hlaðið niður tæplega sjö þúsund sinnum á deildu.net í gær. Íslendingar eru þannig enn að notfæra sér slíkan máta til að sækja sér efni til afþreyingar.
Kjarninn 20. apríl 2019
Lán lífeyrissjóða jukust um fjórðung að raunvirði milli ára
Heildareignir lífeyrissjóða nema yfir 4.400 milljörðum króna.
Kjarninn 19. apríl 2019
Meira úr sama flokkiInnlent