Bensínverð hefur lækkað þrjá mánuði í röð

Samkvæmt bensínvakt Kjarnans er bensínverð 8,4 prósent hærra en fyrir ári síðan. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað mikið frá því í haust og gengi krónu gagnvart Bandaríkjadal lækkaði um 10,2 prósent í fyrra.

Að fylla tankinn er einn af helstu útgjaldaliðum flestra heimila á Íslandi.
Að fylla tankinn er einn af helstu útgjaldaliðum flestra heimila á Íslandi.
Auglýsing

Við­mið­un­ar­verð á bens­íni á Íslandi var 215,5 krónur á lítra um miðjan jan­úar og lækk­aði um 1,3 krónur milli mán­aða. Það hefur nú lækkað þrjá mán­uði í röð eftir að hafa náð hæstu hæðum sem það hafði verið í í þrjú ár í októ­ber 2018, þegar lítr­inn kost­aði 224,3 krón­ur. Verðið hafði síð­ast náð þeirri krónu­tölu í júní 2015.

Þetta kemur fram í nýlega birtri Bens­ín­vakt Kjarn­ans sem unnin er í sam­vinnu við Bens­ín­verð.­is.

Bens­ín­verð var 8,4 pró­sent hærra um miðjan jan­úar en það var á sama tíma fyrir ári, þegar bens­ín­lítr­inn kost­aði að jafn­aði 198,8 krón­ur. Gengi krónu gagn­vart Banda­ríkja­dal lækk­aði um 10,2 pró­sent á árinu 2018 og heims­­mark­aðs­verð á olíu hefur lækkað um tæp 12 pró­sent frá því um miðjan jan­úar 2018.Af bensínvakt Kjarnans.

Heims­mark­aðs­verð á olíu var í hæstu hæðum í októ­ber 2018. Þá var verð á hrá­olíu 84,16 dalir á tunnu. Það hafði ekki verið svo hátt frá því í októ­ber 2014. Verðið hrundi hins vegar næstu vik­urnar á eftir og á aðfanga­dag jóla var 53,21 dalir á tunnu. Verðið hafði því lækkað um tæp 37 pró­sent á innan við þremur mán­uð­um.

Auglýsing
Síðan þá hefur það hækkað örlítið og var 62,8 dalir á tunnu í lok síð­ustu viku. Það er samt sem áður 25,3 pró­sent lægra verð en greiða þurfti fyrir tunnu í byrjun októ­ber í fyrra.

Á sama tíma hefur við­mið­un­ar­verð á eld­neyti hér­lendis lækkað um fjögur pró­sent. Vert er að taka fram að gengi krónu hefur einnig áhrif á útsölu­verð á elds­neyti hér­lend­is, enda inn­kaupin á því í döl­um. Gengi krón­unnar er nú um sjö pró­sentum lægra en það var í októ­ber.

Hlutur rík­is­ins í hverjum lítra 56 pró­sent

Íslenska ríkið tekur til sín stóran hluta af hverjum seldum lítra af bens­íni. Þannig fór 20,46 pró­­sent af verði hans um miðjan jan­úar í sér­­stakt bens­ín­gjald, 12,69 pró­­sent í almennt bens­ín­­gjald og 3,83 pró­­sent í kolefn­is­­gjald. Þá er ótalið að 19,35 pró­­sent sölu­verðs er virð­is­auka­skatt­­ur.

Sam­an­lagt fór því 121,39 krónur af hverjum seldum lítra til rík­­is­ins, eða 56,33 pró­­sent. Hæstur fór hlutur rík­­is­ins í 60,26 pró­­sent í júlí 2017.

Bens­ín­vakt Kjarn­ans reiknar einnig út lík­­­legt inn­­­kaups­verð á bens­íni út frá verði á lítra til afhend­ingar í New York í upp­­hafi hvers mán­aðar frá banda­rísku orku­­stofn­un­inni EIA og mið­gengi doll­­ars gagn­vart íslenskri krónu í yfir­­stand­andi mán­uði frá Seðla­­banka Íslands.

Auglýsing
Í þessum útreikn­ingum kann að skeika nokkru á hverjum tíma­­punkti vegna lag­er­­stöðu, skamm­­tíma­­sveiflna á mark­aði o.s.frv. Nákvæmara væri að miða við verð á bens­íni til afhend­ingar í Rott­er­dam, en verð­­upp­­lýs­ingar þaðan liggja ekki fyrir á opnum gagna­veit­­um. Mis­­munur á verði í New York og Rott­er­dam er þó yfir­­­leitt mjög lít­ill.

Lík­­­legt inn­­­kaups­verð í síð­­­ustu birtu Bens­ín­vakt var 52,8 krónur á lítra.

Hlut­fall olíu­fé­laga fer hækk­andi

Bens­ín­vaktin reiknar loks út hlut olíu­­­fé­lags í hverjum seldum lítra sem afgangs­­stærð þegar búið er að greina aðra kostn­að­­ar­liði, líkt og farið er yfir hér að ofan. Hlutur olíu­­­fé­laga, þ.e. álagn­ingin sem fer í þeirra vasa, er nú að minnsta kosti 41,25 krónur á hvern seldan bens­ín­lítra. Í maí 2017 fengu olíu­­­fé­lögin 41,74 krónur í sinn hlut af hverjum seldum lítra, eða nán­ast  sömu upp­hæð og þau fá í krónum talið í dag.

Olíu­­­fé­lögin taka nú að minnsta kosti 19,14 pró­­sent af hverjum seldum olíu­­lítra. Það hlut­­fall hefur ekki verið hærra frá því í maí 2017 þegar það nam 21,3 pró­sent­um. Það náði lægsta punkti sínum í sept­­em­ber 2017 þegar olíu­­­fé­lögin fengu 11,38 pró­­sent í sinn hlut.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tvö smit af breska afbrigðinu
Síðustu daga hafa tveir greinst innanlands utan sóttkvíar með breska afbrigðið af COVID-19. Einn hinna smituðu fór á tónleika í Hörpu á föstudagskvöldið.
Kjarninn 7. mars 2021
Starfsmaður Landspítalans með COVID-19
Upp hefur komið COVID-19 smit á Landspítalanum. Starfsmaður greindist með veiruna, en samkvæmt aðstoðarmanni forstjóra Landspítalans hafði hann ekki verið í útlöndum nýlega.
Kjarninn 7. mars 2021
Ókláruðum íbúðum fækkar ört
Fjöldi ófullbúinna íbúða í síðustu viku var fjórðungi minni en á sama tíma árið á undan. Síðustu mælingar sýna að þeim hefur fækkað enn frekar frá áramótunum, en búist er við frekari samdrætti á næstunni.
Kjarninn 7. mars 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Risastórt rafíþróttamót og Twitter útibú
Kjarninn 7. mars 2021
Aflaverðmæti útgerða jókst milli ára þrátt fyrir heimsfaraldur
Aflaverðmæti þess sjávarfangs sem íslensk fiskiskip veiddu í fyrra er rúmum 20 milljörðum krónum meira en það var árið 2018. Útgerðir landsins hafa því heilt yfir farið vel út úr heimsfaraldri kórónuveiru.
Kjarninn 7. mars 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent