Bensínverð hefur lækkað þrjá mánuði í röð

Samkvæmt bensínvakt Kjarnans er bensínverð 8,4 prósent hærra en fyrir ári síðan. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað mikið frá því í haust og gengi krónu gagnvart Bandaríkjadal lækkaði um 10,2 prósent í fyrra.

Að fylla tankinn er einn af helstu útgjaldaliðum flestra heimila á Íslandi.
Að fylla tankinn er einn af helstu útgjaldaliðum flestra heimila á Íslandi.
Auglýsing

Við­mið­un­ar­verð á bens­íni á Íslandi var 215,5 krónur á lítra um miðjan jan­úar og lækk­aði um 1,3 krónur milli mán­aða. Það hefur nú lækkað þrjá mán­uði í röð eftir að hafa náð hæstu hæðum sem það hafði verið í í þrjú ár í októ­ber 2018, þegar lítr­inn kost­aði 224,3 krón­ur. Verðið hafði síð­ast náð þeirri krónu­tölu í júní 2015.

Þetta kemur fram í nýlega birtri Bens­ín­vakt Kjarn­ans sem unnin er í sam­vinnu við Bens­ín­verð.­is.

Bens­ín­verð var 8,4 pró­sent hærra um miðjan jan­úar en það var á sama tíma fyrir ári, þegar bens­ín­lítr­inn kost­aði að jafn­aði 198,8 krón­ur. Gengi krónu gagn­vart Banda­ríkja­dal lækk­aði um 10,2 pró­sent á árinu 2018 og heims­­mark­aðs­verð á olíu hefur lækkað um tæp 12 pró­sent frá því um miðjan jan­úar 2018.Af bensínvakt Kjarnans.

Heims­mark­aðs­verð á olíu var í hæstu hæðum í októ­ber 2018. Þá var verð á hrá­olíu 84,16 dalir á tunnu. Það hafði ekki verið svo hátt frá því í októ­ber 2014. Verðið hrundi hins vegar næstu vik­urnar á eftir og á aðfanga­dag jóla var 53,21 dalir á tunnu. Verðið hafði því lækkað um tæp 37 pró­sent á innan við þremur mán­uð­um.

Auglýsing
Síðan þá hefur það hækkað örlítið og var 62,8 dalir á tunnu í lok síð­ustu viku. Það er samt sem áður 25,3 pró­sent lægra verð en greiða þurfti fyrir tunnu í byrjun októ­ber í fyrra.

Á sama tíma hefur við­mið­un­ar­verð á eld­neyti hér­lendis lækkað um fjögur pró­sent. Vert er að taka fram að gengi krónu hefur einnig áhrif á útsölu­verð á elds­neyti hér­lend­is, enda inn­kaupin á því í döl­um. Gengi krón­unnar er nú um sjö pró­sentum lægra en það var í októ­ber.

Hlutur rík­is­ins í hverjum lítra 56 pró­sent

Íslenska ríkið tekur til sín stóran hluta af hverjum seldum lítra af bens­íni. Þannig fór 20,46 pró­­sent af verði hans um miðjan jan­úar í sér­­stakt bens­ín­gjald, 12,69 pró­­sent í almennt bens­ín­­gjald og 3,83 pró­­sent í kolefn­is­­gjald. Þá er ótalið að 19,35 pró­­sent sölu­verðs er virð­is­auka­skatt­­ur.

Sam­an­lagt fór því 121,39 krónur af hverjum seldum lítra til rík­­is­ins, eða 56,33 pró­­sent. Hæstur fór hlutur rík­­is­ins í 60,26 pró­­sent í júlí 2017.

Bens­ín­vakt Kjarn­ans reiknar einnig út lík­­­legt inn­­­kaups­verð á bens­íni út frá verði á lítra til afhend­ingar í New York í upp­­hafi hvers mán­aðar frá banda­rísku orku­­stofn­un­inni EIA og mið­gengi doll­­ars gagn­vart íslenskri krónu í yfir­­stand­andi mán­uði frá Seðla­­banka Íslands.

Auglýsing
Í þessum útreikn­ingum kann að skeika nokkru á hverjum tíma­­punkti vegna lag­er­­stöðu, skamm­­tíma­­sveiflna á mark­aði o.s.frv. Nákvæmara væri að miða við verð á bens­íni til afhend­ingar í Rott­er­dam, en verð­­upp­­lýs­ingar þaðan liggja ekki fyrir á opnum gagna­veit­­um. Mis­­munur á verði í New York og Rott­er­dam er þó yfir­­­leitt mjög lít­ill.

Lík­­­legt inn­­­kaups­verð í síð­­­ustu birtu Bens­ín­vakt var 52,8 krónur á lítra.

Hlut­fall olíu­fé­laga fer hækk­andi

Bens­ín­vaktin reiknar loks út hlut olíu­­­fé­lags í hverjum seldum lítra sem afgangs­­stærð þegar búið er að greina aðra kostn­að­­ar­liði, líkt og farið er yfir hér að ofan. Hlutur olíu­­­fé­laga, þ.e. álagn­ingin sem fer í þeirra vasa, er nú að minnsta kosti 41,25 krónur á hvern seldan bens­ín­lítra. Í maí 2017 fengu olíu­­­fé­lögin 41,74 krónur í sinn hlut af hverjum seldum lítra, eða nán­ast  sömu upp­hæð og þau fá í krónum talið í dag.

Olíu­­­fé­lögin taka nú að minnsta kosti 19,14 pró­­sent af hverjum seldum olíu­­lítra. Það hlut­­fall hefur ekki verið hærra frá því í maí 2017 þegar það nam 21,3 pró­sent­um. Það náði lægsta punkti sínum í sept­­em­ber 2017 þegar olíu­­­fé­lögin fengu 11,38 pró­­sent í sinn hlut.

Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent