Bensínverð hefur lækkað þrjá mánuði í röð

Samkvæmt bensínvakt Kjarnans er bensínverð 8,4 prósent hærra en fyrir ári síðan. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað mikið frá því í haust og gengi krónu gagnvart Bandaríkjadal lækkaði um 10,2 prósent í fyrra.

Að fylla tankinn er einn af helstu útgjaldaliðum flestra heimila á Íslandi.
Að fylla tankinn er einn af helstu útgjaldaliðum flestra heimila á Íslandi.
Auglýsing

Við­mið­un­ar­verð á bens­íni á Íslandi var 215,5 krónur á lítra um miðjan jan­úar og lækk­aði um 1,3 krónur milli mán­aða. Það hefur nú lækkað þrjá mán­uði í röð eftir að hafa náð hæstu hæðum sem það hafði verið í í þrjú ár í októ­ber 2018, þegar lítr­inn kost­aði 224,3 krón­ur. Verðið hafði síð­ast náð þeirri krónu­tölu í júní 2015.

Þetta kemur fram í nýlega birtri Bens­ín­vakt Kjarn­ans sem unnin er í sam­vinnu við Bens­ín­verð.­is.

Bens­ín­verð var 8,4 pró­sent hærra um miðjan jan­úar en það var á sama tíma fyrir ári, þegar bens­ín­lítr­inn kost­aði að jafn­aði 198,8 krón­ur. Gengi krónu gagn­vart Banda­ríkja­dal lækk­aði um 10,2 pró­sent á árinu 2018 og heims­­mark­aðs­verð á olíu hefur lækkað um tæp 12 pró­sent frá því um miðjan jan­úar 2018.Af bensínvakt Kjarnans.

Heims­mark­aðs­verð á olíu var í hæstu hæðum í októ­ber 2018. Þá var verð á hrá­olíu 84,16 dalir á tunnu. Það hafði ekki verið svo hátt frá því í októ­ber 2014. Verðið hrundi hins vegar næstu vik­urnar á eftir og á aðfanga­dag jóla var 53,21 dalir á tunnu. Verðið hafði því lækkað um tæp 37 pró­sent á innan við þremur mán­uð­um.

Auglýsing
Síðan þá hefur það hækkað örlítið og var 62,8 dalir á tunnu í lok síð­ustu viku. Það er samt sem áður 25,3 pró­sent lægra verð en greiða þurfti fyrir tunnu í byrjun októ­ber í fyrra.

Á sama tíma hefur við­mið­un­ar­verð á eld­neyti hér­lendis lækkað um fjögur pró­sent. Vert er að taka fram að gengi krónu hefur einnig áhrif á útsölu­verð á elds­neyti hér­lend­is, enda inn­kaupin á því í döl­um. Gengi krón­unnar er nú um sjö pró­sentum lægra en það var í októ­ber.

Hlutur rík­is­ins í hverjum lítra 56 pró­sent

Íslenska ríkið tekur til sín stóran hluta af hverjum seldum lítra af bens­íni. Þannig fór 20,46 pró­­sent af verði hans um miðjan jan­úar í sér­­stakt bens­ín­gjald, 12,69 pró­­sent í almennt bens­ín­­gjald og 3,83 pró­­sent í kolefn­is­­gjald. Þá er ótalið að 19,35 pró­­sent sölu­verðs er virð­is­auka­skatt­­ur.

Sam­an­lagt fór því 121,39 krónur af hverjum seldum lítra til rík­­is­ins, eða 56,33 pró­­sent. Hæstur fór hlutur rík­­is­ins í 60,26 pró­­sent í júlí 2017.

Bens­ín­vakt Kjarn­ans reiknar einnig út lík­­­legt inn­­­kaups­verð á bens­íni út frá verði á lítra til afhend­ingar í New York í upp­­hafi hvers mán­aðar frá banda­rísku orku­­stofn­un­inni EIA og mið­gengi doll­­ars gagn­vart íslenskri krónu í yfir­­stand­andi mán­uði frá Seðla­­banka Íslands.

Auglýsing
Í þessum útreikn­ingum kann að skeika nokkru á hverjum tíma­­punkti vegna lag­er­­stöðu, skamm­­tíma­­sveiflna á mark­aði o.s.frv. Nákvæmara væri að miða við verð á bens­íni til afhend­ingar í Rott­er­dam, en verð­­upp­­lýs­ingar þaðan liggja ekki fyrir á opnum gagna­veit­­um. Mis­­munur á verði í New York og Rott­er­dam er þó yfir­­­leitt mjög lít­ill.

Lík­­­legt inn­­­kaups­verð í síð­­­ustu birtu Bens­ín­vakt var 52,8 krónur á lítra.

Hlut­fall olíu­fé­laga fer hækk­andi

Bens­ín­vaktin reiknar loks út hlut olíu­­­fé­lags í hverjum seldum lítra sem afgangs­­stærð þegar búið er að greina aðra kostn­að­­ar­liði, líkt og farið er yfir hér að ofan. Hlutur olíu­­­fé­laga, þ.e. álagn­ingin sem fer í þeirra vasa, er nú að minnsta kosti 41,25 krónur á hvern seldan bens­ín­lítra. Í maí 2017 fengu olíu­­­fé­lögin 41,74 krónur í sinn hlut af hverjum seldum lítra, eða nán­ast  sömu upp­hæð og þau fá í krónum talið í dag.

Olíu­­­fé­lögin taka nú að minnsta kosti 19,14 pró­­sent af hverjum seldum olíu­­lítra. Það hlut­­fall hefur ekki verið hærra frá því í maí 2017 þegar það nam 21,3 pró­sent­um. Það náði lægsta punkti sínum í sept­­em­ber 2017 þegar olíu­­­fé­lögin fengu 11,38 pró­­sent í sinn hlut.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent