Bensínverð hefur lækkað þrjá mánuði í röð

Samkvæmt bensínvakt Kjarnans er bensínverð 8,4 prósent hærra en fyrir ári síðan. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað mikið frá því í haust og gengi krónu gagnvart Bandaríkjadal lækkaði um 10,2 prósent í fyrra.

Að fylla tankinn er einn af helstu útgjaldaliðum flestra heimila á Íslandi.
Að fylla tankinn er einn af helstu útgjaldaliðum flestra heimila á Íslandi.
Auglýsing

Viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi var 215,5 krónur á lítra um miðjan janúar og lækkaði um 1,3 krónur milli mánaða. Það hefur nú lækkað þrjá mánuði í röð eftir að hafa náð hæstu hæðum sem það hafði verið í í þrjú ár í október 2018, þegar lítrinn kostaði 224,3 krónur. Verðið hafði síðast náð þeirri krónutölu í júní 2015.

Þetta kemur fram í nýlega birtri Bens­ín­vakt Kjarn­ans sem unnin er í sam­vinnu við Bensínverð.is.

Bensínverð var 8,4 prósent hærra um miðjan janúar en það var á sama tíma fyrir ári, þegar bensínlítrinn kostaði að jafnaði 198,8 krónur. Gengi krónu gagnvart Bandaríkjadal lækkaði um 10,2 prósent á árinu 2018 og heims­mark­aðs­verð á olíu hefur lækkað um tæp 12 prósent frá því um miðjan janúar 2018.Af bensínvakt Kjarnans.

Heimsmarkaðsverð á olíu var í hæstu hæðum í október 2018. Þá var verð á hráolíu 84,16 dalir á tunnu. Það hafði ekki verið svo hátt frá því í október 2014. Verðið hrundi hins vegar næstu vikurnar á eftir og á aðfangadag jóla var 53,21 dalir á tunnu. Verðið hafði því lækkað um tæp 37 prósent á innan við þremur mánuðum.

Auglýsing
Síðan þá hefur það hækkað örlítið og var 62,8 dalir á tunnu í lok síðustu viku. Það er samt sem áður 25,3 prósent lægra verð en greiða þurfti fyrir tunnu í byrjun október í fyrra.

Á sama tíma hefur viðmiðunarverð á eldneyti hérlendis lækkað um fjögur prósent. Vert er að taka fram að gengi krónu hefur einnig áhrif á útsöluverð á eldsneyti hérlendis, enda innkaupin á því í dölum. Gengi krónunnar er nú um sjö prósentum lægra en það var í október.

Hlutur ríkisins í hverjum lítra 56 prósent

Íslenska ríkið tekur til sín stóran hluta af hverjum seldum lítra af bens­íni. Þannig fór 20,46 pró­sent af verði hans um miðjan janúar í sér­stakt bens­ín­gjald, 12,69 pró­sent í almennt bens­ín­gjald og 3,83 pró­sent í kolefn­is­gjald. Þá er ótalið að 19,35 pró­sent sölu­verðs er virð­is­auka­skatt­ur.

Sam­an­lagt fór því 121,39 krónur af hverjum seldum lítra til rík­is­ins, eða 56,33 pró­sent. Hæstur fór hlutur rík­is­ins í 60,26 pró­sent í júlí 2017.

Bens­ín­vakt Kjarn­ans reiknar einnig út lík­legt inn­kaups­verð á bens­íni út frá verði á lítra til afhend­ingar í New York í upp­hafi hvers mán­aðar frá banda­rísku orku­stofn­un­inni EIA og miðgengi doll­ars gagn­vart íslenskri krónu í yfir­stand­andi mán­uði frá Seðla­banka Íslands.

Auglýsing
Í þessum útreikn­ingum kann að skeika nokkru á hverjum tíma­punkti vegna lag­er­stöðu, skamm­tíma­sveiflna á mark­aði o.s.frv. Nákvæmara væri að miða við verð á bens­íni til afhend­ingar í Rotterdam, en verð­upp­lýs­ingar þaðan liggja ekki fyrir á opnum gagna­veit­um. Mis­munur á verði í New York og Rotterdam er þó yfir­leitt mjög lít­ill.

Lík­legt inn­kaups­verð í síð­ustu birtu Bens­ín­vakt var 52,8 krónur á lítra.

Hlutfall olíufélaga fer hækkandi

Bens­ín­vaktin reiknar loks út hlut olíu­fé­lags í hverjum seldum lítra sem afgangs­stærð þegar búið er að greina aðra kostn­að­ar­liði, líkt og farið er yfir hér að ofan. Hlutur olíu­fé­laga, þ.e. álagn­ingin sem fer í þeirra vasa, er nú að minnsta kosti 41,25 krónur á hvern seldan bens­ín­lítra. Í maí 2017 fengu olíu­fé­lögin 41,74 krónur í sinn hlut af hverjum seldum lítra, eða nánast  sömu upphæð og þau fá í krónum talið í dag.

Olíu­fé­lögin taka nú að minnsta kosti 19,14 pró­sent af hverjum seldum olíu­lítra. Það hlut­fall hefur ekki verið hærra frá því í maí 2017 þegar það nam 21,3 prósentum. Það náði lægsta punkti sínum í sept­em­ber 2017 þegar olíu­fé­lögin fengu 11,38 pró­sent í sinn hlut.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Benedikt hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent