Setja spurningarmerki við að Seðlabankinn safni þjóðargersemum í geymslur

Bandalag íslenskra listamanna gerir athugasemd við að Seðlabankinn hafi ákveðið að fjarlæga verk Gunnlaugs Blöndal af veggjum bankans og komið fyrir í geymslu. Jafnframt gagnrýnir bandalagið að bankinn safni myndlist í geymslur sem engum sé aðgengileg.

Stúlka með greiðu 1937, eitt verka Gunnlaugs Blöndal.
Stúlka með greiðu 1937, eitt verka Gunnlaugs Blöndal.
Auglýsing

Bandalag íslenskra listamanna hefur sent frá sér erindi þar sem bandalagið lýsir yfir furðu sinni á þeirri ákvörðun Seðlabanka Íslands að fjarlæga verk Gunnlaugs Blöndal úr almenningsrými og koma því fyrir í geymslum bankans. Í athugasemd bandalagsins segir að ef það sé skilningur Seðlabankans að hann eigi að sinna menningarlegu hlutverki þá verði það hlutverk að byggjast á faglegum grunni. Bandalagið segir að bankinn ætti þá að stofna listasafn og ef ekki þá gerir bandalagið kröfu um að verkunum verði komið í umsjá Listasafns Íslands. 

„Ef bankinn er að safna þjóðargersemum í hirslur sínar ætti það að gerast með formlegri stofnun listasafns, ráðningu fagfólks, skráningu  og aðgengi almennings. Geti bankinn ekki sinnt þeirri menningarlegu skyldu sinni hlýtur Bandalag íslenskra listamanna að gera þá kröfu að hann komi verkunum í vörslu og umsjá Listasafns íslands,“ segir í erindinu.

Seðlabankinn ákveður að fjarlæga öll nektarmálverk 

Á laugardaginn fjallaði Fréttablaðið um að Seðlabanki Íslands hafi tekið ákvörðun um að fjarlæga alfraið „nektarmálverk“ eftir Gunnlaug Blöndal af veggjum bankans. Verkin hafa verið sett í geymslu um ókomna tíð eftir að starfsmaður kvartaði um að honum var misboðið af málverkum sem innihalda nekt og fór fram á þær yrðu fjarlægðar. Kvörtunin kom í kjölfar mikillar metoo-umræðu í þjóðfélaginu og var hún tekin föstum tökum af stjórnendum bankans sem settu málið í ferli til að ákveða örlög nektarverkanna. 

Í kjölfar þessara ákvörðunar sendi Bandalag íslenskra listamanna frá sér athugasemd þar sem segir að þessi ákvörðun veki upp margar spurningar, bæði hvað varðar safneign, umgengni og vörslu listaverka stofnunarinnar og ekki síður þá segir banda­lagið að ákvörð­inin veki spurn­ingu um þá „und­ar­legu tíma­skjekkju purit­an­isma að ­rit­skoða list með þessum hætt­i“.

Í erindi bandalagsins segir að skilningur á hugmyndaheimi hvers tíma byggist að stórum hluta á verkum listamanna, skáldskap, tónlist og myndlist. „Frá upphafi menningarsögu okkar hefur nakið og berskjaldað form mannslíkamans verið eitt af helstu viðfangsefnum listamanna, hefur tjáð trúarlega, pólitíska eða tilvistarlega afstöðu. Um þetta vitna mörg stærstu og mikilvægustu verk listasögunnar.“ Bandalagið bendir jafnframt á að þetta verk Gunnlaugs Blöndal, Kona með greiðu, standi sterkt í þessari hefð listarinnar . „Mikið er það undarlegt að vera stödd á þessum stað í umræðunni í upphafi tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Að vanvirða svo þetta fallega verk með tepruskap og puritanískum viðbrögðum,“ segir í erindinu.

Auglýsing

Ef bankinn er að safna þjóðargersemum í hirslur sínar ætti það að gerast með formlegri stofnun listasafns

Bandalagið bendir á að það sé ekkert nýtt að listin takist á við valdið um hvað sé viðeigandi og hvað ekki. „Oftast hafa þessi átök speglast í baráttu listarinnar við kirkjuna og trúarlegar hugmyndir, en kannski segir það eitthvað um samtímann að þessi tiltekna ritskoðun skuli upp sprottin í Seðlabanka Íslands, sem afleiðing af nafnlausum athugasemdum.“

Að lokum gagnrýnir bandalagið að geymslur Seðlabanka Íslands skuli safna myndlist sem engum sé aðgengileg án faglegar umsóknar. „Ef það er skilningur Seðlabankans að hann eigi að sinna menningarlegu hlutverki verður það hlutverk að byggjast á faglegum grunni. Ef bankinn er að safna þjóðargersemum í hirslur sínar ætti það að gerast með formlegri stofnun listasafns, ráðningu fagfólks, skráningu  og aðgengi almennings.“ 

Jafnframt segir að ef bankinn geti ekki sinnt þeirri menningarlegri skyldu þá hljóti Bandalag íslenskra listamanna að gera þá að kröfu að bankinn komi verkunum í vörslu og umsjá Listasafnsins. Að lokum fer bandalagið fram á upplýsingar um fjölda verka í safni bankans, hverjir höfundar þeirra verka séu og hvenær þau hafi komið í eigu bankans. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lífskjarasamningurinn leiðir launaþróun en ekki opinberir starfsmenn
Kjarninn 6. maí 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent