Vilja að skýrsla um hvalveiðar verði unnin upp á nýtt

Stjórn Landverndar mótmælir harðlega málflutningi sem fram kemur í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um hvalveiðar.

Hvalur 8
Hvalur 8
Auglýsing

Stjórn Land­verndar mót­mælir harð­lega mál­flutn­ingi sem fram kemur í nýrri skýrslu Hag­fræði­stofn­unar Háskóla Íslands um hval­veið­ar. Stjórn­in skorar á Hag­fræði­stofnun að draga skýrsl­una til baka og vinna hana upp á nýtt í sam­ráði við vist­fræð­inga. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá sam­tök­unum sem þau sendu frá sér í dag. 

„Í fyrsta lagi eru þær for­sendur sem skýrslu­höf­undur gefur sér í útreikn­ingum sínum af vist­fræði­legum toga og þar með langt utan hans fags­viðs. Margir vist­fræð­ingar telja þessar for­sendur úrelt­ar­,“ ­segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Í öðru lagi nefnir Land­vernd að frá­leitt sé að spyrða saman nátt­úru­vernd­ar­sam­tök og hryðju­verk almennt og ekki síst í „fag­legri“ skýrslu sem fjallar um hval­veið­ar, hvað þá að hvetja til laga­setn­ingar um hryðju­verk í sam­hengi við bar­áttu fyrir verndun umhverf­is­ins. Raun­veru­leg hryðju­verk bein­ist að því að drepa almenna borg­ara í þágu til­tek­ins mál­stað­ar. Bar­átta nátt­úru­vernd­ar­sam­taka sé frið­sam­leg.

Í þriðja lagi sé sú ógn sem að steðjar vegna rányrkju manna raun­veru­leg og þessi ógn krist­all­ist í bar­áttu nátt­úru­vernd­ar­sam­taka fyrir verndun hvala.

Auglýsing

Í skýrsl­unni segir að milli­ríkja­við­skipti og hag­kvæm nýt­ing nátt­úru­auð­linda skipti miklu máli fyrir vel­ferð íslensku þjóð­ar­inn­ar. Nýta þurfi nátt­úru­auð­lindir á ábyrgan hátt þannig að tryggt sé að nýt­ingin sé sjálf­bær. Íslend­ingar hafi stundað hval­veiðar af ábyrgð frá því að þær hófust að marki árið 1935. Stærð stofna hafi verið metin ásamt veiði­þoli þeirra. Þeir stofnar sem standa illa hafi verið frið­að­ir. Íslend­ingar hafi verið meðal fyrstu hval­veiði­þjóða í heim­inum til að banna veiðar á hnúfu­bak og steypireyði.

„Virð­is­auki af hval­veiðum og hvala­skoðun lýsir beinum áhrifum starf­sem­innar á íslenskt efna­hags­líf. Í virð­is­auk­anum eru bæði laun og arður eig­enda fyr­ir­tækj­anna. Óbein áhrif af starf­sem­inni geta komið fram með marg­vís­legum hætti. Hval­veiðar geta til dæmis haft áhrif á stærð fiski­stofna. Hval­veiðar valda öðrum hug­hrifum hjá mörgum en veiðar á öðrum dýr­um. Þær geta haft áhrif á áhuga fólks á að eiga við­skipti við hval­veiði­þjóð­ir, en and­staða við veið­arnar þarf að vera almenn ef hún á að rýra afkomu íslenskra fyr­ir­tækja, til dæmis í sjáv­ar­út­vegi. Í skýrsl­unni er meðal ann­ars rætt um áhrif hval­veiða á tekjur Íslend­inga af erlendum ferða­mönn­um,“ segir í skýrsl­unn­i. 

Jafn­framt kemur fram að þegar allt sé skoðað virð­ist hval­veiðar vera hluti af hag­kvæmri nýt­ingu nátt­úru­auð­linda lands­manna. Rök hnígi til þess að hag­kvæmt sé fyrir þjóð­ar­hag að haldið verði áfram að veiða hvali. Skyn­sam­legt gæti einnig verið að skil­greina fleiri teg­undir hvala sem nytja­stofna.

„Hvala­skoðun er nýt­ing á hvöl­um, engu síður en veið­ar. Tíma­bært kann að vera að setja reglur um starf­sem­ina til þess, til dæm­is, að tryggja að hún trufli hval­ina sem minnst og hafi ekki áhrif á fjölda þeirra á skoð­un­ar­svæð­u­m.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magnús Halldórsson
Raskaði rónni
Kjarninn 18. febrúar 2020
Maní og fjölskylda
Skora á íslensk stjórnvöld að sýna mannúð
Stjórn Solaris fordæmir yfirvofandi brottvísun á Maní, 17 ára trans drengs frá Íran, og skorar á íslensk stjórnvöld að sýna mannúð og tryggja að hann fá hér skjól og vernd.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bankasýslan vill að bankaráð dragi úr fjárhagslegri áhættu Landsbankans vegna nýrra höfuðstöðva
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur svarað skriflegri fyrirspurn þingmanns Miðflokksins um byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans, sem munu kosta að minnsta kosti um tólf milljarða. Þar er staðfest að ákvörðunin hafi ekki verið borin undir hluthafafund.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Ráðherra er ekki að skoða að takmarka sölu á orkudrykkjum
Þrátt fyrir að embætti Landlæknis telji að banna eigi sölu á ákveðnum tegundum orkudrykkja er ráðherra matvælaeftirlits ekki sömu skoðunar. Til að meta neyslu ungmenna á orkudrykkjum sem innihalda koffín verður framkvæmd neyslukönnun á meðal ungmenna.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Helmingur landsmanna telur fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar réttar
Karlar halda frekar en konur að fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar séu almennt ýktar, en um þriðjungur karla telur þær vera það.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Lögðu fram tillögur að lausn kjaradeilu – Aftur fundað á morgun
Fundi vegna kjaradeilu félagsmanna Eflingar og Reykjavíkurborgar er lokið. „Samninganefnd Eflingar hefur fundað stíft síðustu daga ásamt starfsfólki og trúnaðarmönnum til að útfæra og ná sátt um tillögur,“ segir í tilkynningu Eflingar.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðuneytið leggur til breytingar á frumvarpi um stuðning við einkarekna fjölmiðla
Ef tillögur sérfræðingar mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða teknar til greina mun endurgreiðsluhlutfall á ritsjórnarkostnaði einkarekinna fjölmiðla hækka og sjónarmiðum héraðsfréttamiðla mætt til að gera þá styrkjahæfa.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Nú er háð mikilvægasta kjarabaráttan um áratugaskeið.
Leslistinn 18. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent