Vilja að skýrsla um hvalveiðar verði unnin upp á nýtt

Stjórn Landverndar mótmælir harðlega málflutningi sem fram kemur í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um hvalveiðar.

Hvalur 8
Hvalur 8
Auglýsing

Stjórn Land­verndar mót­mælir harð­lega mál­flutn­ingi sem fram kemur í nýrri skýrslu Hag­fræði­stofn­unar Háskóla Íslands um hval­veið­ar. Stjórn­in skorar á Hag­fræði­stofnun að draga skýrsl­una til baka og vinna hana upp á nýtt í sam­ráði við vist­fræð­inga. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá sam­tök­unum sem þau sendu frá sér í dag. 

„Í fyrsta lagi eru þær for­sendur sem skýrslu­höf­undur gefur sér í útreikn­ingum sínum af vist­fræði­legum toga og þar með langt utan hans fags­viðs. Margir vist­fræð­ingar telja þessar for­sendur úrelt­ar­,“ ­segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Í öðru lagi nefnir Land­vernd að frá­leitt sé að spyrða saman nátt­úru­vernd­ar­sam­tök og hryðju­verk almennt og ekki síst í „fag­legri“ skýrslu sem fjallar um hval­veið­ar, hvað þá að hvetja til laga­setn­ingar um hryðju­verk í sam­hengi við bar­áttu fyrir verndun umhverf­is­ins. Raun­veru­leg hryðju­verk bein­ist að því að drepa almenna borg­ara í þágu til­tek­ins mál­stað­ar. Bar­átta nátt­úru­vernd­ar­sam­taka sé frið­sam­leg.

Í þriðja lagi sé sú ógn sem að steðjar vegna rányrkju manna raun­veru­leg og þessi ógn krist­all­ist í bar­áttu nátt­úru­vernd­ar­sam­taka fyrir verndun hvala.

Auglýsing

Í skýrsl­unni segir að milli­ríkja­við­skipti og hag­kvæm nýt­ing nátt­úru­auð­linda skipti miklu máli fyrir vel­ferð íslensku þjóð­ar­inn­ar. Nýta þurfi nátt­úru­auð­lindir á ábyrgan hátt þannig að tryggt sé að nýt­ingin sé sjálf­bær. Íslend­ingar hafi stundað hval­veiðar af ábyrgð frá því að þær hófust að marki árið 1935. Stærð stofna hafi verið metin ásamt veiði­þoli þeirra. Þeir stofnar sem standa illa hafi verið frið­að­ir. Íslend­ingar hafi verið meðal fyrstu hval­veiði­þjóða í heim­inum til að banna veiðar á hnúfu­bak og steypireyði.

„Virð­is­auki af hval­veiðum og hvala­skoðun lýsir beinum áhrifum starf­sem­innar á íslenskt efna­hags­líf. Í virð­is­auk­anum eru bæði laun og arður eig­enda fyr­ir­tækj­anna. Óbein áhrif af starf­sem­inni geta komið fram með marg­vís­legum hætti. Hval­veiðar geta til dæmis haft áhrif á stærð fiski­stofna. Hval­veiðar valda öðrum hug­hrifum hjá mörgum en veiðar á öðrum dýr­um. Þær geta haft áhrif á áhuga fólks á að eiga við­skipti við hval­veiði­þjóð­ir, en and­staða við veið­arnar þarf að vera almenn ef hún á að rýra afkomu íslenskra fyr­ir­tækja, til dæmis í sjáv­ar­út­vegi. Í skýrsl­unni er meðal ann­ars rætt um áhrif hval­veiða á tekjur Íslend­inga af erlendum ferða­mönn­um,“ segir í skýrsl­unn­i. 

Jafn­framt kemur fram að þegar allt sé skoðað virð­ist hval­veiðar vera hluti af hag­kvæmri nýt­ingu nátt­úru­auð­linda lands­manna. Rök hnígi til þess að hag­kvæmt sé fyrir þjóð­ar­hag að haldið verði áfram að veiða hvali. Skyn­sam­legt gæti einnig verið að skil­greina fleiri teg­undir hvala sem nytja­stofna.

„Hvala­skoðun er nýt­ing á hvöl­um, engu síður en veið­ar. Tíma­bært kann að vera að setja reglur um starf­sem­ina til þess, til dæm­is, að tryggja að hún trufli hval­ina sem minnst og hafi ekki áhrif á fjölda þeirra á skoð­un­ar­svæð­u­m.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent