Karl Gauti og Ólafur gagnrýna forseta Alþingis

Þingmennirnir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson mótmæltu því á fyrsta þingfundi ársins að hafa ekki fengið úthlutað ræðutíma. Karl Gauti sagði vinnubrögð þingforseta óboðleg.

Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson
Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson
Auglýsing

Þing­menn­irnir Karl Gauti Hjalta­son og Ólafur Ísleifs­son, sem báðir standa utan flokka eftir Klaust­ur­mál­ið, mót­mæltu því á fyrsta þing­fundi árs­ins að hafa ekki fengið úthlutað ræðu­tíma. Karl Gauti sagði vinnu­brögð þing­for­seta óboð­leg.

Báðir töl­uðu þeir um fund­ar­stjórn for­seta við upp­haf þing­fundar en Karl Gauti kvart­aði undan því að hvorki hann né Ólafur hefðu fengið að tala við umræðu á Alþingi í dag. Hann sagði þá Ólaf hafa til­­kynnt þing­­for­­seta í des­em­ber­­byrj­­un að þeir hygð­ust starfa utan flokka og hafa með sér sam­­starf, og ósk­uðu þeir eft­ir því að til­­lit yrði tekið til sam­­starfs þeirra.

Ólafur tók einnig til máls en hann sagði vinnu­brögð for­seta Alþingis vekja furðu og valda von­brigðum því hann hefði staðið í þeirri trú þar til rétt áður en umræðan hófst að hann myndi vera meðal ræðu­manna. „Af hálfu skrif­­stofu Alþing­is var okk­ur boðið að halda fimm mín­útna ræðu en svo bregður við skömmu áður en umræður hefj­ast og að full­­trúi okk­ar yrði ekki á mæl­enda­­skrá,“ sagði Ólaf­­ur.

Auglýsing

Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, svar­aði þing­mönn­unum með því að engar óskir um þátt­töku þeirra hefðu borist inn á hans borð. Ekki hefði verið hægt að hverfa frá því sam­komu­lagi sem lægi fyrir um fund­inn en hann sagði að réttur þeirra sem þing­menn utan flokka, eins og kemur fram í þing­sköp­um, verði virt­ur.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Stefánsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir
Davíð og Sunna Karen hætta sem ritstjórar hjá Torgi
Skipu­lags­breytingar hafa verið gerðar hjá Torgi, út­gáfu­fé­lagi Frétta­blaðsins og fleiri miðla.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Úr Er ég mamma mín?
„Sláðu hann, Sólveig! Kýld‘ann, Kristbjörg!“
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót
Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent