Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýndi ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur harðlega í ræðu sinni á Alþingi í dag, og gerði meðal annars sérstaklega að umtalsefni hvernig hún væri að vinna gegn hag bænda.
Auk þess sagði hann að skorta framtíðarsýn frá ríkisstjórninni, og það birtist ekki síst í nýframkominni hvítbók fyrir fjármálakerfið, þar sem í henni birtist engin framtíðarsýn.
Sagði hann að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, væri í raun tilgangslaus og snérist ekki um neitt annað en valdaskipti milli þessara þriggja flokka.
Þegar kæmi að framlögum til bænda, sagði hann að ekki væri hægt að greina stöðu mála öðruvísi, en að ríkisstjórnin væri meðvitað að vinna gegn hagsmunum bænda.
Segir hann að jafnt og þétt komi betur í ljós að núverandi ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks sé í raun og veru tilgangslaus ríkisstjórn sem snúist aðeins um að halda sjó og stólum. „Framlög til þeirrar stéttar munu lækka jafnt og þétt á meðan gert er ráð fyrir stighækkandi framlögum til annarra atvinnugreina,“ sagði Sigmundur Davíð.
Hann sagði fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sýna þetta, og sagði þá óvissu sem birtist í áætluninni hafa áhrif á meðal annars byggðamál og ferðaþjónustu. „Menn leggja ekki í framkvæmdir vegna þess að stjórnvöld veita ekki sýn um hvers er að vænta,“ sagði Sigmundur Davíð.