ASÍ vill fjögur skattþrep og hátekjuskatt

ASÍ leggur til að hið opinbera horfi til þess að hækka fjármagnstekjuskatt, taki upp auðlegðarskatt og auki skattaeftirlit til að fjármagna tillögur sínar um breytt skattkerfi.

Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Auglýsing

Efna­hags-, skatta- og atvinnu­mála­nefnd Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ) lagði í dag fram rót­tækar til­lögur um breyt­ingar á skatt­kerfi Íslend­inga sem mið­stjórn sam­bands­ins hefur sam­þykkt.

Þar er meðal ann­ars lagt til að tekið verði upp þrepa­skipt skatt­kerfi með fjórum skatt­þrep­um, að fjórða þrepið verði hátekju­þrep, að skatt­leys­is­mörk verði hækkuð og látin fylgja launa­þróun og að breyt­ingin á skatt­kerf­inu auki ráð­stöf­un­ar­tekjur mest hjá þeim sem séu með laun undir 500 þús­und krón­ur.

Þá fela til­lög­urnar í sér að end­ur­reisa þurfi hús­næð­is­stuðn­ings­kerfin og að koma þurfi í veg fyrir að sveiflur á mark­aði hafi áhrif á hús­næð­is­stuðn­ing, og þar með afkomu launa­fólks.

Auglýsing

ASÍ vill einnig að barna­bætur verði látnar ná til þorra barna­fjöl­skyldna, að degið verði veru­lega úr tekju­skerð­ingum við úthlutun þeirra og að tekju­skerð­ing­ar­mörk verði hækkuð og látin fylgja launa­þró­un.

ASÍ leggur til að hið opin­berra horfi til þess að hækka fjár­magnstekju­skatt, taki upp auð­legð­ar­skatt og auki skatta­eft­ir­lit til að fjár­magna til­lög­urn­ar.

Í til­kynn­ingu frá ASÍ segir að rann­sókn hag­deildar ASÍ frá 2017 sýni að skatt­byrði hinna tekju­lægstu hefur hækkað mest á und­an­förnum árum og dregið hafi úr jöfn­un­ar­hlut­verki skatt­kerf­is­ins. „Munar þar mestu að skatt­leys­is­mörk hafa ekki fylgt launa­þróun og vaxta- og barn­bóta­kerfin hafa mark­visst verið veikt og eru nú í skötu­líki miðað við það sem áður var.

Hús­næð­is­stuðn­ingur hins opin­bera hefur þannig rýrnað á sama tíma fast­eigna- og leigu­verð hefur rokið upp. Á síð­ustu árum hefur barna­fjöl­skyldum sem fá stuðn­ing í gegnum barna­bóta­kerfið fækkað mikið og bæt­urnar sem hlut­fall af launum lækkað veru­lega. Stuðn­ings­kerfin nýt­ast nú aðeins fámennum hópi mjög tekju­lágra ein­stak­linga. Þau eru ekki lengur það tekju­jöfn­un­ar­tæki sem lagt var upp með vegna vax­andi tekju­skerð­inga. Þessu vill Alþýðu­sam­bandið breyta og leggur því fram hug­myndir um breyt­ingar á skatt­kerf­inu sem auka jöfnuð og ráð­stöf­un­ar­tekjur megin þorra launa­fólks.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
80 milljarða skattsvik á ári
Leslistinn 6. júlí 2020
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent