ASÍ vill fjögur skattþrep og hátekjuskatt

ASÍ leggur til að hið opinbera horfi til þess að hækka fjármagnstekjuskatt, taki upp auðlegðarskatt og auki skattaeftirlit til að fjármagna tillögur sínar um breytt skattkerfi.

Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Auglýsing

Efna­hags-, skatta- og atvinnu­mála­nefnd Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ) lagði í dag fram rót­tækar til­lögur um breyt­ingar á skatt­kerfi Íslend­inga sem mið­stjórn sam­bands­ins hefur sam­þykkt.

Þar er meðal ann­ars lagt til að tekið verði upp þrepa­skipt skatt­kerfi með fjórum skatt­þrep­um, að fjórða þrepið verði hátekju­þrep, að skatt­leys­is­mörk verði hækkuð og látin fylgja launa­þróun og að breyt­ingin á skatt­kerf­inu auki ráð­stöf­un­ar­tekjur mest hjá þeim sem séu með laun undir 500 þús­und krón­ur.

Þá fela til­lög­urnar í sér að end­ur­reisa þurfi hús­næð­is­stuðn­ings­kerfin og að koma þurfi í veg fyrir að sveiflur á mark­aði hafi áhrif á hús­næð­is­stuðn­ing, og þar með afkomu launa­fólks.

Auglýsing

ASÍ vill einnig að barna­bætur verði látnar ná til þorra barna­fjöl­skyldna, að degið verði veru­lega úr tekju­skerð­ingum við úthlutun þeirra og að tekju­skerð­ing­ar­mörk verði hækkuð og látin fylgja launa­þró­un.

ASÍ leggur til að hið opin­berra horfi til þess að hækka fjár­magnstekju­skatt, taki upp auð­legð­ar­skatt og auki skatta­eft­ir­lit til að fjár­magna til­lög­urn­ar.

Í til­kynn­ingu frá ASÍ segir að rann­sókn hag­deildar ASÍ frá 2017 sýni að skatt­byrði hinna tekju­lægstu hefur hækkað mest á und­an­förnum árum og dregið hafi úr jöfn­un­ar­hlut­verki skatt­kerf­is­ins. „Munar þar mestu að skatt­leys­is­mörk hafa ekki fylgt launa­þróun og vaxta- og barn­bóta­kerfin hafa mark­visst verið veikt og eru nú í skötu­líki miðað við það sem áður var.

Hús­næð­is­stuðn­ingur hins opin­bera hefur þannig rýrnað á sama tíma fast­eigna- og leigu­verð hefur rokið upp. Á síð­ustu árum hefur barna­fjöl­skyldum sem fá stuðn­ing í gegnum barna­bóta­kerfið fækkað mikið og bæt­urnar sem hlut­fall af launum lækkað veru­lega. Stuðn­ings­kerfin nýt­ast nú aðeins fámennum hópi mjög tekju­lágra ein­stak­linga. Þau eru ekki lengur það tekju­jöfn­un­ar­tæki sem lagt var upp með vegna vax­andi tekju­skerð­inga. Þessu vill Alþýðu­sam­bandið breyta og leggur því fram hug­myndir um breyt­ingar á skatt­kerf­inu sem auka jöfnuð og ráð­stöf­un­ar­tekjur megin þorra launa­fólks.“Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Íbúðalánasjóður getur gjaldfellt lán eða breytt lánskjörum hjá þeim sem ætla að græða
Íbúðalánasjóður hefur gripið til aðgerða gagnvart félögum sem rekin eru með arðsemissjónarmiði en hafa tekið lán hjá sjóðnum sem ætluð eru fyrir óhagnaðardrifin leigufélög.
Kjarninn 6. desember 2019
Aramco með verðmiðann 205.700.000.000.000
Olíufyrirtæki Aramco verður langsamlega verðmætasta skráða hlutafélag í heiminum. Um 1,5 prósent hlutafjár í félaginu var selt, miðað við verðmiða upp á 1.700 milljarða Bandaríkjadala.
Kjarninn 6. desember 2019
Fyrirmæli gefin um ákæru á hendur Trump
Öll spjót beinast nú að Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Demókratar telja hann hafa brotið svo alvarlega af sér að hann eigi að missa réttinn til að vera forseti.
Kjarninn 5. desember 2019
Icelandair gengur frá 4,3 milljarða króna fjármögnun
Eigið fé Icelandair nam um 60 milljörðum í lok þriðja ársfjórðungs.
Kjarninn 5. desember 2019
Sameina kraftana gegn frumvarpi ráðherra
Ellefu hagsmunasamtök hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu.
Kjarninn 5. desember 2019
Kostnaður við starfslok Haraldar 57 milljónir
Það hefði kostað ríkissjóð meira að láta Harald Johannessen sitja áfram sem ríkislögreglustjóra en að gera við hann starfslokasamning, enda hefði hann þá fengið laun út skipunartíma sinn. Á móti hefði hann þurft að vinna.
Kjarninn 5. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent