Bjarni Ármannsson nýr forstjóri Iceland Seafood International

Stjórn Iceland Seafood International ákvað í dag að ráða Bjarna Ármannsson sem forstjóra félagsins en hann tekur við starfi Helga Antons Eiríkssonar.

Bjarni Ármannsson
Bjarni Ármannsson
Auglýsing

Stjórn Iceland Seafood International ákvað í dag að ráða Bjarna Ármanns­son sem for­stjóra félags­ins. Bjarni sem stígur nú úr stjórn félags­ins hefur verið stjórn­ar­for­maður ISI frá sept­em­ber 2018 og tekur við starfi Helga Ant­ons Eiríks­sonar sem hefur óskað eftir að stíga til hliðar eftir níu ár í stóli for­stjóra. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá­ Iceland Seafood International í dag. 

Þá hefur Lee Cam­fi­eld, COO einnig óskað eftir að láta af störfum hjá félag­inu. Bæði, Helgi og Lee, munu starfa náið með nýjum for­stjóra næstu mán­uði.

Auglýsing

„Helgi hefur verið for­stjóri félags­ins frá 2010 og hefur leitt upp­bygg­ingu félags­ins sem alþjóð­legs fram­leið­anda á sjáv­ar­af­urð­um, byggða á hinum sterka íslenska grunni félags­ins og í sam­starfi við íslenska fram­leið­end­ur. Félagið stendur eftir fjár­hags­lega sterkt og er til­búið fyrir enn frek­ari vöxt,“ segir Bjarni við til­efn­ið. Hann seg­ist jafn­framt vilja þakka Helga fyrir það mikla starf sem hann hafi innt af hendi við upp­bygg­ingu félags­ins. 

„Það hefur leitt af sér mik­inn og eft­ir­tekt­ar­verðan árangur und­an­farin ár. Framundan eru spenn­andi tímar hjá Iceland Seafood International. Félagið hyggur á skrán­ingu á aðal­markað Kaup­hallar Íslands á þessu ári. Hjá félag­inu starfa 630 starfs­menn í níu dótt­ur­fé­lög­um, mest­megnis í Evr­ópu. Sú mikla þekk­ing og reynsla sem teymi ISI búa yfir, víðs­vegar um heim, er það sem gerir fyr­ir­tækið vel í stakk búið til áfram­hald­andi vaxt­ar. Það er spenn­andi að leiða þennan góða hóp inn í þau mik­il­vægu verk­efni sem framundan eru og hlakka ég til þess,“ segir Bjarni.

Helgi seg­ist hreyk­inn og þakk­látur fyrir ár sín sem for­stjóri ISI. „Eftir tæpan ára­tug hjá félag­inu tel ég þetta réttan tíma­punkt til að stíga til hliðar og horfa til nýrra tæki­færa. ­Fé­lag­inu hefur vegnað vel und­an­farin ár og ber að þakka árang­ur­inn okkar frá­bæra starfs­fólki víða um heim og sterkum og traustum við­skipta­vinum okkar á Íslandi og erlend­is. Iceland Seafood starfar í krefj­andi umhverfi alþjóð­legs sjáv­ar­út­vegs og félagið er vel í stakk búið til að halda áfram sínum kröft­uga vexti á næstu árum.“

Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent