Bjarni Ármannsson nýr forstjóri Iceland Seafood International

Stjórn Iceland Seafood International ákvað í dag að ráða Bjarna Ármannsson sem forstjóra félagsins en hann tekur við starfi Helga Antons Eiríkssonar.

Bjarni Ármannsson
Bjarni Ármannsson
Auglýsing

Stjórn Iceland Seafood International ákvað í dag að ráða Bjarna Ármanns­son sem for­stjóra félags­ins. Bjarni sem stígur nú úr stjórn félags­ins hefur verið stjórn­ar­for­maður ISI frá sept­em­ber 2018 og tekur við starfi Helga Ant­ons Eiríks­sonar sem hefur óskað eftir að stíga til hliðar eftir níu ár í stóli for­stjóra. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá­ Iceland Seafood International í dag. 

Þá hefur Lee Cam­fi­eld, COO einnig óskað eftir að láta af störfum hjá félag­inu. Bæði, Helgi og Lee, munu starfa náið með nýjum for­stjóra næstu mán­uði.

Auglýsing

„Helgi hefur verið for­stjóri félags­ins frá 2010 og hefur leitt upp­bygg­ingu félags­ins sem alþjóð­legs fram­leið­anda á sjáv­ar­af­urð­um, byggða á hinum sterka íslenska grunni félags­ins og í sam­starfi við íslenska fram­leið­end­ur. Félagið stendur eftir fjár­hags­lega sterkt og er til­búið fyrir enn frek­ari vöxt,“ segir Bjarni við til­efn­ið. Hann seg­ist jafn­framt vilja þakka Helga fyrir það mikla starf sem hann hafi innt af hendi við upp­bygg­ingu félags­ins. 

„Það hefur leitt af sér mik­inn og eft­ir­tekt­ar­verðan árangur und­an­farin ár. Framundan eru spenn­andi tímar hjá Iceland Seafood International. Félagið hyggur á skrán­ingu á aðal­markað Kaup­hallar Íslands á þessu ári. Hjá félag­inu starfa 630 starfs­menn í níu dótt­ur­fé­lög­um, mest­megnis í Evr­ópu. Sú mikla þekk­ing og reynsla sem teymi ISI búa yfir, víðs­vegar um heim, er það sem gerir fyr­ir­tækið vel í stakk búið til áfram­hald­andi vaxt­ar. Það er spenn­andi að leiða þennan góða hóp inn í þau mik­il­vægu verk­efni sem framundan eru og hlakka ég til þess,“ segir Bjarni.

Helgi seg­ist hreyk­inn og þakk­látur fyrir ár sín sem for­stjóri ISI. „Eftir tæpan ára­tug hjá félag­inu tel ég þetta réttan tíma­punkt til að stíga til hliðar og horfa til nýrra tæki­færa. ­Fé­lag­inu hefur vegnað vel und­an­farin ár og ber að þakka árang­ur­inn okkar frá­bæra starfs­fólki víða um heim og sterkum og traustum við­skipta­vinum okkar á Íslandi og erlend­is. Iceland Seafood starfar í krefj­andi umhverfi alþjóð­legs sjáv­ar­út­vegs og félagið er vel í stakk búið til að halda áfram sínum kröft­uga vexti á næstu árum.“

Persónuvernd segir Báru hafa brotið gegn lögum með upptöku
Stjórn Persónuverndar hefur komist að því að Bára Halldórsdóttir hafi brotið gegn lögum um persónuvernd, með upptöku sinni á spjalli Alþingismanna á Klaustur bar.
Kjarninn 22. maí 2019
Kærkomin vaxtalækkun - Frekari vaxtalækkun í pípunum?
Það kom ekki á óvart að meginvextir Seðlabanka Íslands hafi lækkað í morgun. Nú er spurningin: verður gengið enn lengra?
Kjarninn 22. maí 2019
Tveir landsréttardómarar sækja um embætti landsréttardómara
Þrír þeirra sem sækja um stöðu Landsréttardómara eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen fjarlægði af lista sem hæfisnefnd hafði lagt fyrir. Tveir aðrir umsækjendur eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður bætti á listann.
Kjarninn 22. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur beita kennara ofbeldi
Kjarninn 22. maí 2019
Aðsókn í listkennsludeild LHÍ eykst um ríflega 120 prósent
Aðsókn í listkennsludeild Listaháskóla Íslands jókst um ríflega 120 prósent á milli áranna 2018 og 2019 en nú standa yfir inntökuviðtöl við deildina.
Kjarninn 22. maí 2019
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling kallar eftir ábendingum um vanefndir
Efling hefur fengið ábendingar um að fyrirtæki hafi brugðist við launahækkunum í nýjum kjarasamningi með því að taka af starfsfólki bónusa, aukagreiðslur og ýmis konar hlunnindi. Félagið kallar eftir frekari ábendingum frá félagsmönnum um slíkar aðgerðir.
Kjarninn 22. maí 2019
Katrín Jakobsdóttir
„Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Forsætisráðherra segir að líkamar kvenna séu dregnir inn í pólitíska umræðu með hætti sem ætti að heyra sögunni til og grafið sé undan fyrri sigrum í baráttu kvenna fyrir yfirráðum yfir sínum eigin líkama.
Kjarninn 22. maí 2019
Ástráður Haraldsson
Ástráður meðal umsækjenda um stöðu landsréttardómara
Ástráður Haraldsson, héraðsdómari, er á meðal þeirra sem sóttu um lausa stöðu landsréttardómara, en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn mánudag.
Kjarninn 22. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent