Segir endurkomu Klausturmanna ekki boðlega

Sitjandi þingmaður Samfylkingarinnar segir að endurkoma Klaustursmanna á Alþingi geri þingmönnum og ráðherrum erfitt að sinna starfi sínu.

Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Auglýsing

Jóhanna Vig­dís Guð­munds­dótt­ir, vara­þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar sem situr nú á þingi í fjar­veru Ágústar Ólafs Ágústs­son­ar, segir að þing­menn og ráð­herrar hafi orðið fyrir því í morgun að hefja þing­fund með fyr­ir­sát Klaust­urs­manna, sem hafi til­kynnt þing­heimi um end­ur­komu sína í fjöl­miðlun í morg­un. Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu sem hún hefur birt á Face­book.

Klaust­urs­menn­irnir sem hún talar um eru Gunnar Bragi Sveins­son, vara­for­maður Mið­flokks­ins, og Berg­þór Óla­son, þing­maður sama flokks, sem snéru aftur á þing í dag.

Þar segir Jóhanna Vig­dís að fyr­ir­sátin sýni enga iðrun í garð fórn­ar­lamba þeirra, sem þurftu sum hver að sitja þarna í þing­sal undir nær­veru þeirra, og þaðan af síður sjálf­skiln­ing téðra Klaust­ur­manna.„Ég hef starfað á ýmsum vinnu­stöðum þar sem vinnu­staða­menn­ing hefur verið með ýmsum hætti, en það and­rúms­loft sem er á Alþingi í dag er eitt­hvað sem ég hef aldrei kynnst áður. End­ur­koma Klaust­ur­manna, án þess að nokkrum hafi verið til­kynnt um það fyr­ir­fram, gerir þing­mönnum og ráð­herrum erfitt um að sinna starfi sínu. Þetta er ekki boð­leg­t.“

Auglýsing

Jóhanna Vig­dís tók sæti Ágústar Ólafs á þingi 15. jan­úar síð­ast­lið­inn. Ágúst Ólafur er í leyfi rá þing­­störfum eftir að hafa verið áminntur af trún­­að­­ar­­nefnd flokks­ins vegna kyn­­ferð­is­­legrar áreitni gegn blaða­­manni. Sam­­kvæmt til­­kynn­ingu sem Ágúst Ólafur sendi frá sér 7. des­em­ber ætl­­aði hann að taka sér tveggja mán­aða leyfi.

Gunnar Bragi greindi frá end­ur­komu sinni í til­­kynn­ingu til fjöl­miðla í morg­un. Hann segir að stundum sé ákvarð­­anir teknar fyrir menn. „Fremur óvænt – en samt ekki - blasir svarið við því hvenær rétt sé að snúa til baka. Fyrstu dagar þing­funda á nýju ári, og fram­­ganga for­­seta Alþingis að und­an­­förnu, er með þeim hætti að annað er óhjá­­kvæmi­­legt en að nýta sér allan rétt til þess að vera inni á þeim leik­velli þar sem að mér er sótt og svara fyrir mig á þeim vett­vangi en ekki utan hans. Þess vegna mæti ég á nýjan leik til starfa minna á Alþingi í dag.“

Berg­þór Óla­­­son greindi einnig frá því í morgun að hann ætli að halda áfram að starfa sem þing­­­mað­­­ur. Það kom fram í grein sem hann skrif­aði í Morg­un­­­blaðið í dag.

Þar fór hann yfir Klaust­­­ur­­­málið svo­­­kall­aða og eft­ir­­­mála þess. Berg­þór sagði margt hafa komið illi­­­lega við sig í mál­inu. „Mér fannst vond þróun að legið væri á hleri þegar annað fólk talar saman á veit­inga­hús­­­um. Mér fannst vont að fjöl­miðlar teldu sjálf­­­sagt að birta slíkt drykkju­raus opin­ber­­­lega og eig­in­­­lega enn verra hversu margir voru ánægðir með hvorttveggja. En verst af öllu fannst mér að heyra í sjálfum mér.“

Í dag urðu þing­menn og ráð­herrar fyrir því að þurfa að hefja þing­fund með fyr­ir­sát Klaust­ur­manna, sem til­kynnt­u...

Posted by Jóhanna Vig­dís Guð­munds­dóttir on Thurs­day, Janu­ary 24, 2019


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eyrún Magnúsdóttir
Af fréttum og klósettpappír – má lýðræðið bíða?
Kjarninn 7. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Viðtal við Héðinn Unnsteinsson
Kjarninn 7. apríl 2020
Snjólaug Ólafsdóttir
Hvað getum við lært af COVID-19 um sjálfbærni og loftslagslausnir?
Kjarninn 7. apríl 2020
Dagur án dauðsfalls af völdum COVID-19
Samkvæmt opinberum tölum hafa ríflega 83.600 manns greinst með veiruna í Kína og að minnsta kosti 3.330 hafa látist úr sjúkdómnum sem hún veldur.
Kjarninn 7. apríl 2020
Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins
Aukin hætta á heimilisofbeldi við aðstæður eins og nú eru
Tvö andlát kvenna undanfarna rúma viku má sennilega rekja til ofbeldis inni á heimilum. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins minnti þjóðina á að úrræði fyrir bæði gerendur og þolendur eru í boði, á daglegum upplýsingafundi almannavarna.
Kjarninn 7. apríl 2020
Aðeins eitt jákvætt sýni hjá Íslenskri erfðagreiningu
Í dag er 1.021 einstaklingur með virkt COVID-19 smit en í gær voru þeir 1.096. Alls hafa 559 náð bata.
Kjarninn 7. apríl 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hnýtir í heimildarmenn Morgunblaðsins
Landsvirkjun hefur sent út yfirlýsingu vegna fréttar Morgunblaðsins í dag, en í fréttinni var meðal annars haft eftir heimildum innan úr Rio Tinto að þar væri í athugun að höfða mál gegn Landsvirkjun vegna vörusvika tengdum sölu upprunavottorða.
Kjarninn 7. apríl 2020
Keflavíkurflugvöllur
Fjórir milljarðar úr ríkissjóði í Isavia
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að auka við hlutafé Isavia ohf. um 4 milljarða króna með því skilyrði að félagið ráðist í innviðaverkefni á Keflavíkurflugvelli strax á þessu ári.
Kjarninn 7. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent