Segir endurkomu Klausturmanna ekki boðlega

Sitjandi þingmaður Samfylkingarinnar segir að endurkoma Klaustursmanna á Alþingi geri þingmönnum og ráðherrum erfitt að sinna starfi sínu.

Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Auglýsing

Jóhanna Vig­dís Guð­munds­dótt­ir, vara­þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar sem situr nú á þingi í fjar­veru Ágústar Ólafs Ágústs­son­ar, segir að þing­menn og ráð­herrar hafi orðið fyrir því í morgun að hefja þing­fund með fyr­ir­sát Klaust­urs­manna, sem hafi til­kynnt þing­heimi um end­ur­komu sína í fjöl­miðlun í morg­un. Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu sem hún hefur birt á Face­book.

Klaust­urs­menn­irnir sem hún talar um eru Gunnar Bragi Sveins­son, vara­for­maður Mið­flokks­ins, og Berg­þór Óla­son, þing­maður sama flokks, sem snéru aftur á þing í dag.

Þar segir Jóhanna Vig­dís að fyr­ir­sátin sýni enga iðrun í garð fórn­ar­lamba þeirra, sem þurftu sum hver að sitja þarna í þing­sal undir nær­veru þeirra, og þaðan af síður sjálf­skiln­ing téðra Klaust­ur­manna.„Ég hef starfað á ýmsum vinnu­stöðum þar sem vinnu­staða­menn­ing hefur verið með ýmsum hætti, en það and­rúms­loft sem er á Alþingi í dag er eitt­hvað sem ég hef aldrei kynnst áður. End­ur­koma Klaust­ur­manna, án þess að nokkrum hafi verið til­kynnt um það fyr­ir­fram, gerir þing­mönnum og ráð­herrum erfitt um að sinna starfi sínu. Þetta er ekki boð­leg­t.“

Auglýsing

Jóhanna Vig­dís tók sæti Ágústar Ólafs á þingi 15. jan­úar síð­ast­lið­inn. Ágúst Ólafur er í leyfi rá þing­­störfum eftir að hafa verið áminntur af trún­­að­­ar­­nefnd flokks­ins vegna kyn­­ferð­is­­legrar áreitni gegn blaða­­manni. Sam­­kvæmt til­­kynn­ingu sem Ágúst Ólafur sendi frá sér 7. des­em­ber ætl­­aði hann að taka sér tveggja mán­aða leyfi.

Gunnar Bragi greindi frá end­ur­komu sinni í til­­kynn­ingu til fjöl­miðla í morg­un. Hann segir að stundum sé ákvarð­­anir teknar fyrir menn. „Fremur óvænt – en samt ekki - blasir svarið við því hvenær rétt sé að snúa til baka. Fyrstu dagar þing­funda á nýju ári, og fram­­ganga for­­seta Alþingis að und­an­­förnu, er með þeim hætti að annað er óhjá­­kvæmi­­legt en að nýta sér allan rétt til þess að vera inni á þeim leik­velli þar sem að mér er sótt og svara fyrir mig á þeim vett­vangi en ekki utan hans. Þess vegna mæti ég á nýjan leik til starfa minna á Alþingi í dag.“

Berg­þór Óla­­­son greindi einnig frá því í morgun að hann ætli að halda áfram að starfa sem þing­­­mað­­­ur. Það kom fram í grein sem hann skrif­aði í Morg­un­­­blaðið í dag.

Þar fór hann yfir Klaust­­­ur­­­málið svo­­­kall­aða og eft­ir­­­mála þess. Berg­þór sagði margt hafa komið illi­­­lega við sig í mál­inu. „Mér fannst vond þróun að legið væri á hleri þegar annað fólk talar saman á veit­inga­hús­­­um. Mér fannst vont að fjöl­miðlar teldu sjálf­­­sagt að birta slíkt drykkju­raus opin­ber­­­lega og eig­in­­­lega enn verra hversu margir voru ánægðir með hvorttveggja. En verst af öllu fannst mér að heyra í sjálfum mér.“

Í dag urðu þing­menn og ráð­herrar fyrir því að þurfa að hefja þing­fund með fyr­ir­sát Klaust­ur­manna, sem til­kynnt­u...

Posted by Jóhanna Vig­dís Guð­munds­dóttir on Thurs­day, Janu­ary 24, 2019


Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ögmundur Jónasson
Segir að allir þurfi aðhald – líka dómarar í Strassborg
Fyrrverandi innanríkisráðherra segir að fjöldi augljósra mannréttindabrota sé látinn sitja á hakanum hjá MDE. Hins vegar sé legið yfir því að koma höggi á íslensk stjórnvöld vegna máls sem sé svo smávægilegt í hinu stærra samhengi að undrum sæti.
Kjarninn 3. desember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 28. þáttur: Hlaupið fyrir Búdda
Kjarninn 3. desember 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.
Kjarninn 3. desember 2020
Halldór Gunnarsson
Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum
Kjarninn 3. desember 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“
Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.
Kjarninn 3. desember 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Öryrkjabandalagið fagnar hugmynd Brynjars um rannsókn á bótasvikum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill láta rannsaka hvor öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. ÖBÍ fagnar þeirri hugmynd en segja rannsókn ekki nauðsynlega til að staðfesta ríkjandi fordóma og andúð gegn fötluðu fólki í samfélaginu.
Kjarninn 3. desember 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Stjórnvöld vona að hjarðónæmi verði náð á fyrsta ársfjórðungi
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að vonir standi til þess að markmiðum bólusetningar verði náð á fyrsta ársfjórðungi. Búið er að ná samkomulagi um bóluefni fyrir 200.000 manns, en ólíklegt er að það komi allt til landsins á sama tíma.
Kjarninn 3. desember 2020
Þórólfur: Ekki hægt að ganga að því vísu að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót
Sóttvarnalæknir hvetur til raunhæfrar bjartsýni þegar kemur að tímasetningu bólusetningar við COVID-19 á Íslandi. Það megi ekki láta jákvæðar fréttir leiða til þess að landsmenn passi sig ekki í sóttvörnum.
Kjarninn 3. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent