Segir endurkomu Klausturmanna ekki boðlega

Sitjandi þingmaður Samfylkingarinnar segir að endurkoma Klaustursmanna á Alþingi geri þingmönnum og ráðherrum erfitt að sinna starfi sínu.

Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Auglýsing

Jóhanna Vig­dís Guð­munds­dótt­ir, vara­þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar sem situr nú á þingi í fjar­veru Ágústar Ólafs Ágústs­son­ar, segir að þing­menn og ráð­herrar hafi orðið fyrir því í morgun að hefja þing­fund með fyr­ir­sát Klaust­urs­manna, sem hafi til­kynnt þing­heimi um end­ur­komu sína í fjöl­miðlun í morg­un. Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu sem hún hefur birt á Face­book.

Klaust­urs­menn­irnir sem hún talar um eru Gunnar Bragi Sveins­son, vara­for­maður Mið­flokks­ins, og Berg­þór Óla­son, þing­maður sama flokks, sem snéru aftur á þing í dag.

Þar segir Jóhanna Vig­dís að fyr­ir­sátin sýni enga iðrun í garð fórn­ar­lamba þeirra, sem þurftu sum hver að sitja þarna í þing­sal undir nær­veru þeirra, og þaðan af síður sjálf­skiln­ing téðra Klaust­ur­manna.„Ég hef starfað á ýmsum vinnu­stöðum þar sem vinnu­staða­menn­ing hefur verið með ýmsum hætti, en það and­rúms­loft sem er á Alþingi í dag er eitt­hvað sem ég hef aldrei kynnst áður. End­ur­koma Klaust­ur­manna, án þess að nokkrum hafi verið til­kynnt um það fyr­ir­fram, gerir þing­mönnum og ráð­herrum erfitt um að sinna starfi sínu. Þetta er ekki boð­leg­t.“

Auglýsing

Jóhanna Vig­dís tók sæti Ágústar Ólafs á þingi 15. jan­úar síð­ast­lið­inn. Ágúst Ólafur er í leyfi rá þing­­störfum eftir að hafa verið áminntur af trún­­að­­ar­­nefnd flokks­ins vegna kyn­­ferð­is­­legrar áreitni gegn blaða­­manni. Sam­­kvæmt til­­kynn­ingu sem Ágúst Ólafur sendi frá sér 7. des­em­ber ætl­­aði hann að taka sér tveggja mán­aða leyfi.

Gunnar Bragi greindi frá end­ur­komu sinni í til­­kynn­ingu til fjöl­miðla í morg­un. Hann segir að stundum sé ákvarð­­anir teknar fyrir menn. „Fremur óvænt – en samt ekki - blasir svarið við því hvenær rétt sé að snúa til baka. Fyrstu dagar þing­funda á nýju ári, og fram­­ganga for­­seta Alþingis að und­an­­förnu, er með þeim hætti að annað er óhjá­­kvæmi­­legt en að nýta sér allan rétt til þess að vera inni á þeim leik­velli þar sem að mér er sótt og svara fyrir mig á þeim vett­vangi en ekki utan hans. Þess vegna mæti ég á nýjan leik til starfa minna á Alþingi í dag.“

Berg­þór Óla­­­son greindi einnig frá því í morgun að hann ætli að halda áfram að starfa sem þing­­­mað­­­ur. Það kom fram í grein sem hann skrif­aði í Morg­un­­­blaðið í dag.

Þar fór hann yfir Klaust­­­ur­­­málið svo­­­kall­aða og eft­ir­­­mála þess. Berg­þór sagði margt hafa komið illi­­­lega við sig í mál­inu. „Mér fannst vond þróun að legið væri á hleri þegar annað fólk talar saman á veit­inga­hús­­­um. Mér fannst vont að fjöl­miðlar teldu sjálf­­­sagt að birta slíkt drykkju­raus opin­ber­­­lega og eig­in­­­lega enn verra hversu margir voru ánægðir með hvorttveggja. En verst af öllu fannst mér að heyra í sjálfum mér.“

Í dag urðu þing­menn og ráð­herrar fyrir því að þurfa að hefja þing­fund með fyr­ir­sát Klaust­ur­manna, sem til­kynnt­u...

Posted by Jóhanna Vig­dís Guð­munds­dóttir on Thurs­day, Janu­ary 24, 2019


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent