Ólafur Ísleifsson: Við erum rólegir að takast á við breytta stöðu

Ólafur Ísleifsson Alþingismaður segir hann og Karl Gauta Hjaltason ekki hafa ákveðið að ganga til liðs við Miðflokkinn eða aðra flokka. Breytt staða á Alþingi kalli á endurmat.

Ólafur Ísleifsson Alþingi
Auglýsing

„Við erum að takast á við breytta stöðu, utan flokka, og ég segi fyrir mig, að nú endurskoðar maður stöðuna og metur hvernig sé best að leggja góðum málum lið,“ segir Ólafur Ísleifsson, þingmaður, um stöðuna sem hann og Karl Gauti Hjaltason, þingmaður, eru í á Alþingi, í samtali við Kjarnann í kvöld. 

Þeir eru utan flokka eftir að hafa verið reknir úr Flokki fólksins í kjölfar Klaustursmálsins. Þeir voru á fundinum afdrifaríka á Klausturbar ásamt Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, Bergþóri Ólasyni og Gunnari Bragasveinssyn, sem dregið hefur mikinn dilk á eftir sér, eftir að upptökur af fundinum komu fram í fjölmiðlum, einkum hjá DV og Stundinni. 

Ólafur segist líta svo á, að hann hafi ekkert gert af sér, á þessum tiltekna fundi, og það sé ekki hægt að rekja nein slæm ummæli til hans. Hann telji það sama eiga við um Karl Gauta.

Auglýsing

Hann segir að það eigi að „blasa við“ öllum að hann og Karl Gauti hafi ekkert gert af sér. Fyrir þessu finni þeir núna, og geti - og verði - að meta stöðuna sem uppi er og hvernig sé besta að vinna úr henni. 

Karl Gauti Hjaltason.

Eitt af því sem komi til greina sé að stofna nýjan flokk. „Á okkur hefur verið þrýst, að gera það, því okkur var sparkað úr Flokki fólksins í hita leiksins,“ segir Ólafur. 

Þeir voru báðir ósáttir við að fá ekki úthlutaðan ræðutíma við upphaf þings, en Ólafur segir að þingsköpin séu með ákveðna „brotalamir“ fyrir fólk utan flokka. 

Tíminn á næstu misserum muni leiða í ljós, hvað þeir geri. 

Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld var frá því greint, að þeir útiloki ekki að ganga til liðs við Miðflokkinn, en Ólafur sagði ekkert ákveðið með það, heldur væri staðan einfaldlega breytt, og nú þurfi að endurhugsa hvernig hægt sé að vinna að góðum málum. Málefnin muni ráða ferðinni, sagði Ólafur. 

Á Alþingi eru 63 þingmenn og hafa stjórnarflokkarnar, Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn og Framsóknarflokkur, 33 þingmenn, en stjórnarandstöðuflokkarnir, Flokkur fólksins, Samfylkingin, Viðreisn og Píratar, 29 þingmenn. Ólafur og Karl Gauti eru síðan tveir utan flokka. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent