Segja að 2019 verði árið sem íslensk heimili og fyrirtæki pakki í vörn

Eftir myndarlegan hagvöxt síðustu ár er útlit fyrir mun hægari vöxt á árinu 2019 samkvæmt þjóðhagsspá Íslandsbanka. Talið er að hægja muni talsvert á einkaneyslu á árinu ásamt samdrætti í fjárfestingu atvinnuvega og litlum vexti í þjónustuútflutning.

Kranar
Auglýsing

Útlit er fyrir mun hæg­ari hag­vöxt á árinu 2019 en hefur verið und­an­farin ár, sam­kvæmt upp­færðri þjóð­hags­spá Íslands­banka fyrir árin 2018 til 2020. Íslands­banki spáir 1,1 pró­sent hag­vexti á þessu ári en hag­vöxtur var 3,7 pró­sent á árinu 2018 í heild. Í spánni segir að í ár muni einka­neysla, fjár­fest­ing atvinnu­vega og ­þjón­ustu­út­flutn­ing­ur vera í hvíld­ar­stöðu. Þó telur Íslands­banki að áfram verði við­skipta­af­gangur en bank­inn spáir að hann muni nema 2,8 pró­sent af VFL í ár. Í spánni segir að búast megi við tals­verðri verð­bólgu á næst­unni, spáð er að verð­bólgan nái hámarki í þriðja árs­fjórð­ungi þessa árs í 3,8 pró­sentum en verði í lok árs 3,6 pró­sent. Bank­inn telur aftur á móti að ný upp­sveifla muni hefj­ast á nýjum ára­tugi með 3,1 pró­sent hag­vexti á næsta ári.

Nýr ára­tug­ur, ný hag­sveifla? 

Í spánni segir að núver­andi hag­sveifla hafi reynst lífseig­ari en margir hafi talið. Árin 2013 til 2017 var hag­vöxtur að jafn­aði 4,4 pró­sent ár hvert. Þar eigi upp­gangur í ferða­þjón­ust­u ­drjúgan hluta að máli ásamt fleiri hag­felldum þáttum sem ýtt hafi undir mynd­ar­legan vöxt einka­neyslu og fjár­fest­ing­ar. 

Tölur fyrir fyrstu níu mán­uði árs­ins 2018 sýna áfram­hald þess­arar þró­un­ar. Hag­vöxtur mæld­ist 5 pró­sent á tíma­bil­inu og segir í spánni að hann hafi ekki síst skýrst af all­hröðum vexti einka­neyslu og hag­stæðu fram­lagi utan­rík­is­við­skipta til vaxt­ar. Ýmis merki eru hins vegar um að hægt hafi tals­vert á vext­inum á loka­fjórð­ungi árs­ins og gerir bank­inn ráð fyrir að vöxtur hafi verið 3,7 pró­sent á árinu 2018 í heild. 

Mynd: Íslandsbanki

Eftir mik­inn vöxt und­an­far­inna ára er útlit fyrir mun hæg­ari vexti á þessu ári, sam­kvæmt spánni. Drif­kraftar vaxtar und­an­far­inna miss­era munu allir verða í ein­hvers konar hvíld­ar­stöðu á árinu. Einka­neyslu­vöxtur verður hæg­ur, vöxtur þjón­ustu­út­flutn­ings lít­ill og sam­dráttur verður í fjár­fest­ingu atvinnu­vega frá fyrra ári. Íslands­banki segir því að „2019 verður árið sem íslensk heim­ili og fyr­ir­tæki pökk­uðu í vörn.“

Aftur á móti eru horfur á að vöxtur glæð­ist með líf­legum vexti einka­neyslu, end­ur­koma vaxtar í atvinnu­vega­fjár­fest­ingu og áfram­hald­andi vöxtur ann­arrar fjár­fest­ingar sem og vöru- og þjón­ustu­út­flutn­ings strax á næsta ári.

Auglýsing

Heim­ilin herða beltin

Í spánni segir að leið­andi hag­vísar benda til minni vaxtar á næst­unni bæði hér­lendis sem og er­lend­is. Efna­hags­horfur séu erlendis nokkuð dekkri en verið hefur síð­ustu ár. Í spánni segir að meðal orsaka er óvissa tengd við­skipta­erjum Banda­ríkj­anna við önnur helstu hag­kerfi heims, auk þess valdi Brexit áhyggj­um, áhrif hækk­andi vaxta í Banda­ríkj­unum og víð­ar, sem og miklar skuldir á heims­vís­u. 

Sam­kvæmt spánni gefa vænt­ingar heim­ila og ­fyr­ir­tækja býsna ­góða vís­bend­ingu um hvert stefnir með inn­lenda eft­ir­spurn í íslensku hag­kerfi á hverjum tíma. Í spánni segir að vænt­ingar þess­ara aðila hafi náð hámarki á árinu 2016 en á liðnu ári hafi þær hins vegar lækkað veru­lega og gefi það sterka vís­bend­ingu um hæg­ari vöxt á kom­andi fjórð­ung­um. Bank­inn bendir jafn­framt á að lækk­andi vænt­ingar hér­lendis séu þegar farnar að hafa áhrif á neyslu­hegðun heim­ila og fjár­fest­ing­ar­á­form fyr­ir­tækja. Áhrifin koma fram með nokk­urri töf, en að bank­inn telji að þau verði komin fram af fullum þunga þegar kemur fram á þetta ár.

Enn­frem­ur ­segir í spánni að mik­ill gangur hafi verið á ís­lenskum vinnu­mark­að­i und­an­far­in ár, hækkun launa hafi verið hröð og atvinnu­leys­is­hlut­fallið lækkað jafnt og þétt. Árið 2016 hafi þenslan á vinnu­mark­aði náð hámarki og launa­vísi­talan hækkað um 9,1 pró­sent, ásamt því hafi atvinnu­leysi náð lág­marki í 2,8 pró­sentum árið 2017. Í ár muni aftur á móti hægja á einka­neyslu­vexti að mati Íslands­banka. Áætlað er að einka­neyslu­vöxt­ur­inn hafi verið 4,4 pró­sent á síð­asta ári en lækki niður í 2,7 pró­sent á þessu ári. Bank­inn spáir því hins vegar að vöxt­ur­inn hækki í 3,4 pró­sent árið 2020. Auk þess muni atvinnu­leysi aukast ­lít­il­lega á næstu árum. 

Spá 1,6 pró­sent hækkun á íbúð­ar­verði á þessu ári

Fjár­fest­ing­ar­stigið í íslensku hag­kerfi hækk­aði umtals­vert um miðjan ára­tug eftir tíma­bil lít­illar fjár­fest­ingar árin 2009 til 2013, sam­kvæmt spánni. Þessi þróun var að stórum hluta knúin af veru­legum vexti í atvinnu­vega­fjár­fest­ingu. Nam fjár­fest­ing ríf­lega 22 pró­sent af VLF á árinu 2017, en þetta hlut­fall fór lægst í rúm 14 pró­sent árið 2010. Í spánni segir að síð­ustu árin hafi vaxt­ar­brodd­ur­inn í fjár­fest­ingu hins vegar færst yfir í íbúða­fjár­fest­ingu og fjár­fest­ingu hins opin­ber­a. 

Íslands­banki telur að fjár­fest­ing muni standa í stað á árinu 2019 þar sem áfram­hald­andi sam­dráttur atvinnu­vega­fjár­fest­ingar vegur upp vöxt í annarri fjár­fest­ingu. Hins vegar munu allir helstu und­ir­flokkar vaxa árið 2020 og skila í heild 6,7 pró­sent vexti fjár­fest­ingar það ár. 

Mynd: ÍslandsbankiJafn­framt segir í spánni að mun betra sam­ræmi hafi verið upp á síðkastið í þróun íbúða­verðs og kaup­mátt­ar, enda hafi fram­boð íbúða auk­ist jafnt og þétt og heldur hafi dregið úr eft­ir­spurn. Á árinu 2017 hækk­aði raun­verð íbúð­ar­hús­næðis marg­falt umfram aukn­ingu kaup­máttar launa, en til lengri tíma er vöxtur þess­ara stærða að jafn­aði svip­að­ur, sam­kvæmt ­spánn­i. 

Íbúða­verð hækk­aði um 5,2 pró­sent að jafn­aði að raun­virði á nýloknu ári frá árinu á und­an. Á þessu ári spáir Íslands­banki aftur á móti aðeins 1,6 pró­sent hækkun raun­verðs íbúð­ar­hús­næðis og 1,2 pró­sent raun­verðs­hækkun árið 2020. Hæg­ari kaup­mátt­ar­aukn­ing, minni fólks­fjölgun og áfram­hald­andi aukn­ing á fram­boði nýrra íbúða eru meðal helstu­skýr­inga á hæg­ari hækkun íbúða­verð í spánni.

Hæg­ari vaxt­ar­taktur í ferða­þjón­ustu 

Íslands­banki segir að enn sé vöxtur í ferða­þjón­ustu þótt veru­lega hafi hægt á vext­inum frá því hann var hvað hrað­astur árin 2015 til 2016 þegar fjölgun ferða­manna milli ára nam 39 pró­sent. Árið 2018 var fyrsta árið sem gengi krón­unn­ar ­styrkt­ist ekki á milli ára frá því að vöxt­ur ­ferða­þjón­ust­unn­ar hófst fyrir alvöru. Í spánni segir að krónan hafi farið að veikj­ast nokkuð síð­ast­liðið haust eftir mik­inn styrk­ing­arfasa und­an­farin ár sem þýði að Ís­land sé orðið heldur ódýr­ara fyrir ferða­mann­inn en það var um mitt síð­asta ár. 

Að mati Íslands­banka er ferða­þjón­ustan að fær­ast í átt að auknu jafn­vægi og telur bank­inn að þetta ár verði próf­steinn á hversu vel ferða­þjón­ust­unni tekst að takast á við „full­orð­ins­ár­in“. Bank­inn spáir þó jafn­framt vexti í ferða­þjón­ustu á næstu miss­erum en tölu­vert hæg­ari en verið hef­ur.

Mynd: Íslandsbanki

Spá að verð­bólga nái hámarki í 3,8 pró­sentum

Yfir árið 2018 var verð­bólga 3,7 pró­sent og hefur ekki mælst meiri í fimm ár og í spá Íslands­banki segir að útlit sé fyrir að verð­bólga verði áfram tals­verð á árinu 2019 og nái hámarki á 3. árs­fjórð­ungi í 3,8 pró­sent, en hjaðni síðan jafnt og þétt. Bank­inn spáir því að verð­bólgan mælist 3,6 pró­sent í árs­lok 2019 en verði að jafn­aði 3,2 pró­sent á næsta ári.

Íslands­banki spáir þessu á þeim for­sendum að laun hækki til­tölu­lega hóf­lega sem og hús­næð­is­verð þegar fram í sækir ásamt for­sendum um lítið breytt gengi krónu. Í spánni segir að ef laun hækki meira en spáð hafi verið þá gæti það leitt til meiri verð­bólgu­þrýst­ings þegar frá líður en sam­kvæmt spánni er kjara­samn­ingar stærsti ó­vissu­þáttur næst­u ­mán­uð­i. 

Spá að við­skipta­af­gangur verði í jafn­mörg ár á þessum ára­tug og var frá stríðslokum að efna­hag­skreppu

Bank­inn spáir að raun­gengi krón­unnar verði áfram frekar hátt vegna þess að hrein ­eigna­staða hag­kerf­is­ins er betri en hún hefur verið ára­tugum sam­an. Gengi krón­unnar lækk­aði um nærri 7 pró­sent á sein­asta þriðj­ungi árs­ins 2018 eftir tíma­bil nokkuð stöðugrar krónu þá tólf mán­uði á und­an. Að mati bank­ans var þessi geng­is­hreyf­ing fremur af hinu góða og til þess fallin að minnka hættu á vax­andi ytra ójafn­vægi hag­kerf­is­ins til skemmri tíma lit­ið.

Í spánni segir að við­skipta­jöfn­uður hafi aldrei á lýð­veld­is­tím­anum verið hag­stæð­ari en und­an­farin ár og ef spá bank­ans gangi eftir muni tals­verður afgangur verða af við­skipta­jöfn­uði út ára­tug­inn. Sam­kvæmt spánni eru stoðir hag­kerf­is­ins í flestum skiln­ingi traustar og horfur eru um ágætan vöxt til lengri tíma. Því ætti áhugi erlendra fjár­festa á Íslandi að vera nægur til að vega upp það útflæði vegna vilja líf­eyr­is­sjóð­anna til að fjár­festa út fyrir land­stein­ana sem ekki verður fjár­magnað með við­skipta­af­gangi. Allt þetta ætti að vega til til­tölu­lega hás raun­gengis út ára­tug­inn, sam­kvæmt bank­an­um.

Gangi spáin eftir verður 2020 níunda árið í röð þar sem afgangur reyn­ist af við­skiptum við útlönd. Útlit er fyrir að við­skipta­af­gangur hafi numið 3,2 pró­sent af VLF á síð­asta ári. Bank­inn spáir því  að við­skipta­af­gangur muni nema 2,8 pró­sent af VLF í ár og 2,0 ­pró­sent af VLF árið 2020. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent