Liv, Magnús og Jakob Valgeir ný í stjórn Iceland Seafood

Benedikt Sveinsson kveður félagið eftir áratugastarf.

Bjarni Ármannsson
Auglýsing

Þrír hafa boðið sig fram til stjórnar Iceland Seafood International og einn til vara­stjórn­ar, en fram­boðs­frestur rann út í dag. Því er sjálf­kjörið í stjórn­ina en sam­kvæmt sam­þykkt­u­m ­fé­lags­ins er kosið í 3-5 manna stjórn á hlut­hafa­fundi félags­ins. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Iceland Seafood til kaup­hall­ar. 

Félagið er skráð á First North mark­að­inn, en tekin hefur verið ákvörðun um skrán­ingu á aðal­l­ista kaup­hall­ar­inn­ar.

Auglýsing

Boðið hefur verið til­ hlut­hafa­fundar þriðju­dag­inn 5. febr­úar næst­kom­andi.

Þau sem hafa boðið sig fram til setu í stjórn eru Liv Berg­þórs­dótt­ir, stjórn­ar­for­maður Wow air og Aur app, og fyrr­ver­andi for­stjóri Nova, ­Magnús Bjarna­son, stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri MAR Advis­ors og fyr­ver­andi for­stjóri Icelandic Group, og Jakob Val­geir Flosa­son, fram­kvæmda­stjóri Jak­obs Val­geirs ehf.

Í vara­stjórn eru Ing­unn Agnes Kro, lög­fræð­ingur og fram­kvæmda­stjóri rekstrar og sam­skipta hjá Skelj­ungi, og Bene­dikt Sveins­son, sem hefur setið í stjórn ISI í níu ár og starfað hjá félag­inu í yfir 40 ár í marg­vís­legum stjórn­enda­stöð­um, en hann gefur ekki kost á sér í nýja stjórn. 

Þá mun Mark Holyoa­ke, ­sem verið hefur einn stærsti hlut­hafi ISI und­an­farin ár, ekki gefa kost á sér í áfram­hald­and­i ­stjórn­ar­setu en hann hefur setið í stjórn félags­ins frá árinu 2010.

,,Fé­lagið stefnir að skrán­ingu á aðal­l­ista Kaup­hallar Íslands á þessu ári og með kaupum ISI á Solo ­Seafood á síð­asta ári hafa orðið tölu­verðar breyt­ingar á hlut­hafa­hópi ISI. Sterk­ari teng­ing hefur orð­ið á milli upp­runa afurða og mark­aða og því spenn­andi tímar fram und­an. Það er með þakk­læti í huga ­sem við kveðjum þá Bene­dikt og Mark úr stjórn ISI en með skýrri og sterkri sýn hafa þeir byggt upp­ ISI með þeim góða árangri eins og raun ber vitn­i,“ segir Bjarni Ármanns­son, for­stjóri Iceland ­Seafood International, en hann tók nýlega við því hlut­verki.

Bene­dikt seg­ist í til­kynn­ingu kveðja félagið með nokk­urri eft­ir­sjá, en hann segir það aldrei hafa staðið sterk­ar.

,,Ég hef starfað hjá Iceland Seafood International og for­verum þess félags í fjóra ára­tugi og það er því með nokk­urri eft­ir­sjá en miklu stolti sem ég kveð félagið sem aldrei hefur stað­ið ­sterk­ar. Í dag er Iceland Seafood þekkt alþjóð­legt fyr­ir­tæki með sterku starfs­liði sem sel­ur ­gæða­vörur um allan heim. Ég óska félag­inu, starfs­fólki og sam­starfs­að­ilum alls hins besta á þessum spenn­andi tímum sem fram undan eru,” segir Bene­dikt.

Holyoake seg­ist í til­kynn­ingu hafa haft mikla ánægju af störfum sínum fyrir félag­ið, og að hann sé ánægður með að Bjarni Ármanns­son sé nú orð­inn for­stjóri. Hann þakkar Bene­dikti sér­stak­lega fyrir sam­starf­ið, og ekki síður vin­átt­una.

,,Það hefur verið ein­stak­lega ánægju­legt að starfa með Iceland Seafood International frá því ég fjár­festi í félag­inu árið 2010. Félagið hefur náð góðum árangri á þessum tíma sem er í dag eitt af leið­andi fyr­ir­tækjum á sínu sviði í Evr­ópu. Það er ekki síst því að þakka að félag­ið ­sam­anstendur af frá­bæru starfs­fólki um allan heim sem hefur verið for­rétt­indi að vinna með­. Ég er afar ánægður með að skilja við fyr­ir­tækið í höndum Bjarna Ármanns­son­ar, nýs ­for­stjóra, sem ég hef mikið álit á og veit að hann hefur þá þekk­ingu sem þarf til að kom­a ­fyr­ir­tæk­inu á næsta stig. Ég óska honum og öllu starfs­fólki félags­ins alls hins besta á þeim ­spenn­andi tímum sem framundan eru. Þá vil ég sér­stak­lega þakka Bene­dikt Sveins­syni, sem hættir nú eftir ára­tuga störf fyrir félag­ið en sam­starfið við hann hefur verið ein­stak­lega ánægju­legt. Leið­toga­hæfni hans sem ­stjórn­ar­for­manns og djúp þekk­ing hans á starf­semi félag­ins hefur reynst mjög dýr­mæt á þessum tíma, þá er ég ekki síst þakk­látur fyrir vin­áttu okk­ar,” segir Holyoa­ke.

Hagn­aður af reglu­legri starf­semi fyrir skatta 2018 (e. normalized PBT for 2018) er áætl­aður 6.8 til 7,3 millj­ónir evra, eða um 950 - 1.100 millj­ónir króna. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent