Mun meiri kostnaður vegna aksturs þingmanna í kringum kosningar

Forseti Alþingis gat ekki svarað því nákvæmlega hver aksturskostnaður þingmanna hefur verið í kringum kosningar. En í svari hans kemur sýnilega fram að kostnaður eykst í kringum slíkar. Skattgreiðendur borga fyrir kosningabaráttu sitjandi þingmanna.

Björn leví og Steingrímur J.
Auglýsing

Alþing­is­menn fá mun hærri end­ur­greiðslur vegna akst­urs­kostn­aðar á þeim tíma­bilum þar sem kosn­ingar fara fram en öðr­um. Þetta má lesa út úr svari Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, for­seta Alþing­is, við fyr­ir­spurn Björns Leví Gunn­ars­son­ar, þing­manns Pírata, um akst­urs­kostnað þing­manna fyrir kosn­ing­ar.

­Björn Leví vildi fá upp­lýs­ingar um akstur þing­manna í hverri viku í apríl og maí ann­ars vegar og sept­em­ber og októ­ber hins vegar frá árinu 2013 og þar til nú. For­seti gat ekki tekið saman slíkar upp­lýs­ingar innan gef­ins tíma­frests en birti þess í stað hver end­ur­greiddur kostn­aður vegna akst­urs þing­manna var frá jan­úar og út júní ár hvert ann­ars vegar og frá júlí og út des­em­ber hins veg­ar. Þær upp­lýs­ingar gefa, að mati for­seta, „sæmi­lega mynd af því sem spurt er um“.

Nið­ur­staðan er nokkuð afger­andi. Í einu vor­kosn­ing­unum sem fram fóru á þeim árum sem spurt var um fengu þing­menn mun hærri end­ur­greiðslur en á öðrum sam­bæri­legum tíma­bilum þegar slíkar áttu sér ekki stað. Það varð aug­ljós aukn­ing á kröfum um end­ur­greiðslur kostn­aðar á þeim haust­mán­uðum þar sem próf­kjör og kosn­ingar hafa farið fram.

Miklu meiri kostn­aður í kringum kosn­ing­arnar 2013

Kosið var til Alþingis í apríl 2013. Á fyrri hluta þess árs voru end­ur­greiðslur 5,8 millj­ónir króna að með­al­tali á mán­uði eða alls 35 millj­ónir króna yfir hálfs árs tíma­bil.

Auglýsing
Til sam­an­burðar var kostn­aður vegna end­ur­greiðslu á sama tíma­bili fyrri hluta árs 2014 23,8 millj­ónir króna, árið 2015 22,8 millj­ónir króna, árið 2016 20,2 millj­ónir króna, árið 2017 17,3 millj­ónir króna og 12,1 milljón króna á fyrstu sex mán­uðum árs­ins í fyrra. Því liggur fyrir að síð­ast þegar kosn­ingar fóru fram að vori til á Íslandi fengu þing­menn 23 millj­ónum krónum meira í end­ur­greiðslu akst­urs­kostn­aðar á fyrri hluta árs en þeir fengu á sama tíma­bili í fyrra. Það þýðir að þing­menn­irnir keyrðu næstum þrisvar sinnum meira, og fengu næstum þrisvar sinnum hærri end­ur­greiðslu af skattfé fyrir akstur sinn, á fyrri hluta árs þegar kosn­ingar voru en þegar slíkar voru ekki.

Ólíkar haust­kosn­ingar

Síð­ustu tvær þing­kosn­ingar hafa farið fram að hausti til, þ.e. í októ­ber 2016 og 2017.

Árið 2013 fengu þing­menn 24 millj­ónir króna í end­ur­greiðslur vegna akst­urs­kostn­aðar á síð­ari hluta árs og ári síðar var sú tala afar svip­uð, eða 24,7 millj­ónir króna. Árið 2015 lækk­aði hún í 21,1 milljón króna en 2016, þegar kosn­ingar voru haldn­ar, hækk­aði hún í 24,1 milljón króna, eða um þrjár millj­ónir króna. Það var aukn­ing um 14,2 pró­sent milli árs þar sem kosn­ingar áttu sér ekki stað og árs þar sem slíkar voru haldn­ar.Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, komst í kastljósið snemma árs þegar opinberað var að hann fékk hæstar endurgreiðslur vegna aksturs á árinu 2017. MYND: Birgir Þór Harðason.

Árið 2017 var svo boðað til kosn­inga með rúm­lega mán­aðar fyr­ir­vara. Flestir flokkar slepptu því að halda pró­kjör fyrir þær kosn­ingar og kosn­inga­bar­áttan var mjög knöpp. End­ur­greiddur kostn­aður þing­manna vegna akst­urs lækk­aði því umtals­vert milli ára og var 17.6 millj­ónir króna. Athygl­is­vert er þó að bera saman end­ur­greiddan akst­urs­kostnað á seinni hluta árs­ins 2018 og árs­ins á und­an, en á síð­ustu fimm mán­uðum síð­asta árs nam end­ur­greiðslan 11,6 millj­ónum króna. Hlé var gert á þing­fundum 14. des­em­ber, sem er mjög snemmt í öllum sam­an­burði, og því má ætla að kostn­aður vegna rétt­mætra end­ur­greiðslna ætti ein­ungis að eiga við um hálfan þann mán­uð. Ef miðað er við með­al­tal­send­ur­greiðslur fyrstu fimm mán­aða tíma­bils­ins þá má því ætla að heild­ar­end­ur­greiðslu fyrir síð­ari hluta árs 2018 væru um 14 millj­ónir króna. Það þýðir að kostn­aður vegna end­ur­greiðslu dróst saman um 20 pró­sent frá síðari hluta kosn­inga­árs­ins 2017 og sama tíma­bils ári síð­ar.

Leynd hvíldi yfir árum saman

Fjöl­miðlar hafa árum saman reynt að fá upp­­­lýs­ingar um hvaða þing­­­menn fái end­­­ur­greiðslu vegna akst­­­urs, en án árang­­­urs. Kjarn­inn fjall­aði til að mynda um málið í frétta­­­skýr­ingu árið 2015 þar sem fram kom að alls 28 þing­­­menn hefðu fengið end­­­ur­greiðslu á árinu 2014, þar af 18 yfir eina milljón króna. Ekki var hins vegar hægt að fá upp­­­lýs­ingar um hvaða þing­­­menn var að ræða. Þær upp­­­lýs­ingar þóttu þá of per­­­són­u­­­leg­­­ar.

Auglýsing
Í byrjun febr­­úar 2018 svar­aði for­­seti Alþing­is fyr­ir­­­spurn Björns Leví Gunn­­­ar­s­­­sonar, þing­­­manns Pírat­­­ar, um akst­­­ur­s­­­kostn­að. Í svari for­­­seta var greint frá því hversu háar greiðslur þeir tíu þing­­­menn sem fengu hæstu skatt­­lausu end­­­ur­greiðsl­­­urnar þáðu á síð­­­­­ustu fimm árum. Ekki var hins vegar greint frá nafni þeirra. Í töl­unum mátti þó sjá að fjórir þing­­menn sem þáðu hæstu end­­ur­greiðsl­­urnar fengu sam­tals 14 millj­­ónir króna, eða tæp­­lega helm­ing allra end­­ur­greiðslna vegna akst­­urs.

Skömmu síðar opin­ber­aði Ásmundur í við­tali að hann væri sá sem hefði þegið hæstu greiðsl­­urn­­ar.

Ákveðið að breyta reglum og birta upp­­lýs­ingar

Upp­­lýs­ing­­arnar vöktu upp mikla reiði og ásak­­anir um mög­u­­lega sjálftöku þing­­manna. Aug­­ljóst væri að það stæð­ist illa skoðun að Ásmundur væri að keyra 47.644 kíló­­metra á einu ári, líkt og hann sagð­ist vera að gera, ein­ungis vegna vinnu sinnar sem þing­­mað­­ur. Þess utan var sýnt fram á það með útreikn­ingum frá Félagi íslenskra bif­­reið­­ar­eig­enda að rekstr­­ar­­kostn­aður bif­­reiðar sem keyrð er þá vega­­lengd er ein­ungis um tvær millj­­ónir króna, ekki 4,6 millj­­ónir króna. Af þeim tölum var ljóst að þing­­menn gátu hagn­­ast umtals­vert umfram kostnað af því að fá end­­ur­greiðslur vegna akst­­urs.

Í kjöl­farið varð það krafa þings, þjóðar og fjöl­miðla að allar greiðslur vegna akst­­urs yrðu gerðar opin­berar og að þær yrðu per­­són­u­­grein­an­­leg­­ar. Þá varð það einnig krafa að allar aðrar greiðslur sem þing­­menn fá vegna starfa sinna yrðu gerðar opin­ber­­ar, sund­­ur­lið­aðar og mörg ár aftur í tím­ann. Hvort sem um væri að ræða hús­næð­is­­styrk, greiðslur vegna flugs eða kostn­aður vegna bíla­­leig­u­bíla. Allt ætti að koma upp á borð­ið.

For­sætis­nefnd ákvað að bregð­­ast við og allar upp­­lýs­ingar um kostnað sem fylgir störfum þing­­manna er nú birtur mán­að­­ar­­lega. Auk þess var ákvæði í reglum um þing­fara­­kostn­að, sem fjallar um bíla­­leig­u­bíla, gert skýr­­ara til að tryggja að slíkir séu frekar teknir en að þing­­menn séu að nota eigin bif­­reið­­ar. Breyt­ing­­arnar náðu einkum til þing­­manna sem falla undir svo­­­kall­aðan heim­an­akst­­­ur, þ.e. akstur til og frá heim­ili dag­­­lega um þing­­­tím­ann. Það eru þing­­­menn sem búa í nágrenni Reykja­víkur (á Suð­­­ur­­­nesjum, Vest­­­ur­landi, Árnes­­­sýslu o.s.frv.). Akstur á eigin bif­­­reið­um, sem kemur til end­­­ur­greiðslu, varð eftir breyt­ing­­arnar bund­inn hámarki við 15.000 km. Eftir þann kíló­­metra­­fjölda á skrif­­stofa Alþingis láta umræddum þing­­manni í té bíla­­leig­u­bíl.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Ólafur Marteinsson
Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS
Mjótt var á munum í kosningum til formanns stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent