Mun meiri kostnaður vegna aksturs þingmanna í kringum kosningar

Forseti Alþingis gat ekki svarað því nákvæmlega hver aksturskostnaður þingmanna hefur verið í kringum kosningar. En í svari hans kemur sýnilega fram að kostnaður eykst í kringum slíkar. Skattgreiðendur borga fyrir kosningabaráttu sitjandi þingmanna.

Björn leví og Steingrímur J.
Auglýsing

Alþing­is­menn fá mun hærri end­ur­greiðslur vegna akst­urs­kostn­aðar á þeim tíma­bilum þar sem kosn­ingar fara fram en öðr­um. Þetta má lesa út úr svari Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, for­seta Alþing­is, við fyr­ir­spurn Björns Leví Gunn­ars­son­ar, þing­manns Pírata, um akst­urs­kostnað þing­manna fyrir kosn­ing­ar.

­Björn Leví vildi fá upp­lýs­ingar um akstur þing­manna í hverri viku í apríl og maí ann­ars vegar og sept­em­ber og októ­ber hins vegar frá árinu 2013 og þar til nú. For­seti gat ekki tekið saman slíkar upp­lýs­ingar innan gef­ins tíma­frests en birti þess í stað hver end­ur­greiddur kostn­aður vegna akst­urs þing­manna var frá jan­úar og út júní ár hvert ann­ars vegar og frá júlí og út des­em­ber hins veg­ar. Þær upp­lýs­ingar gefa, að mati for­seta, „sæmi­lega mynd af því sem spurt er um“.

Nið­ur­staðan er nokkuð afger­andi. Í einu vor­kosn­ing­unum sem fram fóru á þeim árum sem spurt var um fengu þing­menn mun hærri end­ur­greiðslur en á öðrum sam­bæri­legum tíma­bilum þegar slíkar áttu sér ekki stað. Það varð aug­ljós aukn­ing á kröfum um end­ur­greiðslur kostn­aðar á þeim haust­mán­uðum þar sem próf­kjör og kosn­ingar hafa farið fram.

Miklu meiri kostn­aður í kringum kosn­ing­arnar 2013

Kosið var til Alþingis í apríl 2013. Á fyrri hluta þess árs voru end­ur­greiðslur 5,8 millj­ónir króna að með­al­tali á mán­uði eða alls 35 millj­ónir króna yfir hálfs árs tíma­bil.

Auglýsing
Til sam­an­burðar var kostn­aður vegna end­ur­greiðslu á sama tíma­bili fyrri hluta árs 2014 23,8 millj­ónir króna, árið 2015 22,8 millj­ónir króna, árið 2016 20,2 millj­ónir króna, árið 2017 17,3 millj­ónir króna og 12,1 milljón króna á fyrstu sex mán­uðum árs­ins í fyrra. Því liggur fyrir að síð­ast þegar kosn­ingar fóru fram að vori til á Íslandi fengu þing­menn 23 millj­ónum krónum meira í end­ur­greiðslu akst­urs­kostn­aðar á fyrri hluta árs en þeir fengu á sama tíma­bili í fyrra. Það þýðir að þing­menn­irnir keyrðu næstum þrisvar sinnum meira, og fengu næstum þrisvar sinnum hærri end­ur­greiðslu af skattfé fyrir akstur sinn, á fyrri hluta árs þegar kosn­ingar voru en þegar slíkar voru ekki.

Ólíkar haust­kosn­ingar

Síð­ustu tvær þing­kosn­ingar hafa farið fram að hausti til, þ.e. í októ­ber 2016 og 2017.

Árið 2013 fengu þing­menn 24 millj­ónir króna í end­ur­greiðslur vegna akst­urs­kostn­aðar á síð­ari hluta árs og ári síðar var sú tala afar svip­uð, eða 24,7 millj­ónir króna. Árið 2015 lækk­aði hún í 21,1 milljón króna en 2016, þegar kosn­ingar voru haldn­ar, hækk­aði hún í 24,1 milljón króna, eða um þrjár millj­ónir króna. Það var aukn­ing um 14,2 pró­sent milli árs þar sem kosn­ingar áttu sér ekki stað og árs þar sem slíkar voru haldn­ar.Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, komst í kastljósið snemma árs þegar opinberað var að hann fékk hæstar endurgreiðslur vegna aksturs á árinu 2017. MYND: Birgir Þór Harðason.

Árið 2017 var svo boðað til kosn­inga með rúm­lega mán­aðar fyr­ir­vara. Flestir flokkar slepptu því að halda pró­kjör fyrir þær kosn­ingar og kosn­inga­bar­áttan var mjög knöpp. End­ur­greiddur kostn­aður þing­manna vegna akst­urs lækk­aði því umtals­vert milli ára og var 17.6 millj­ónir króna. Athygl­is­vert er þó að bera saman end­ur­greiddan akst­urs­kostnað á seinni hluta árs­ins 2018 og árs­ins á und­an, en á síð­ustu fimm mán­uðum síð­asta árs nam end­ur­greiðslan 11,6 millj­ónum króna. Hlé var gert á þing­fundum 14. des­em­ber, sem er mjög snemmt í öllum sam­an­burði, og því má ætla að kostn­aður vegna rétt­mætra end­ur­greiðslna ætti ein­ungis að eiga við um hálfan þann mán­uð. Ef miðað er við með­al­tal­send­ur­greiðslur fyrstu fimm mán­aða tíma­bils­ins þá má því ætla að heild­ar­end­ur­greiðslu fyrir síð­ari hluta árs 2018 væru um 14 millj­ónir króna. Það þýðir að kostn­aður vegna end­ur­greiðslu dróst saman um 20 pró­sent frá síðari hluta kosn­inga­árs­ins 2017 og sama tíma­bils ári síð­ar.

Leynd hvíldi yfir árum saman

Fjöl­miðlar hafa árum saman reynt að fá upp­­­lýs­ingar um hvaða þing­­­menn fái end­­­ur­greiðslu vegna akst­­­urs, en án árang­­­urs. Kjarn­inn fjall­aði til að mynda um málið í frétta­­­skýr­ingu árið 2015 þar sem fram kom að alls 28 þing­­­menn hefðu fengið end­­­ur­greiðslu á árinu 2014, þar af 18 yfir eina milljón króna. Ekki var hins vegar hægt að fá upp­­­lýs­ingar um hvaða þing­­­menn var að ræða. Þær upp­­­lýs­ingar þóttu þá of per­­­són­u­­­leg­­­ar.

Auglýsing
Í byrjun febr­­úar 2018 svar­aði for­­seti Alþing­is fyr­ir­­­spurn Björns Leví Gunn­­­ar­s­­­sonar, þing­­­manns Pírat­­­ar, um akst­­­ur­s­­­kostn­að. Í svari for­­­seta var greint frá því hversu háar greiðslur þeir tíu þing­­­menn sem fengu hæstu skatt­­lausu end­­­ur­greiðsl­­­urnar þáðu á síð­­­­­ustu fimm árum. Ekki var hins vegar greint frá nafni þeirra. Í töl­unum mátti þó sjá að fjórir þing­­menn sem þáðu hæstu end­­ur­greiðsl­­urnar fengu sam­tals 14 millj­­ónir króna, eða tæp­­lega helm­ing allra end­­ur­greiðslna vegna akst­­urs.

Skömmu síðar opin­ber­aði Ásmundur í við­tali að hann væri sá sem hefði þegið hæstu greiðsl­­urn­­ar.

Ákveðið að breyta reglum og birta upp­­lýs­ingar

Upp­­lýs­ing­­arnar vöktu upp mikla reiði og ásak­­anir um mög­u­­lega sjálftöku þing­­manna. Aug­­ljóst væri að það stæð­ist illa skoðun að Ásmundur væri að keyra 47.644 kíló­­metra á einu ári, líkt og hann sagð­ist vera að gera, ein­ungis vegna vinnu sinnar sem þing­­mað­­ur. Þess utan var sýnt fram á það með útreikn­ingum frá Félagi íslenskra bif­­reið­­ar­eig­enda að rekstr­­ar­­kostn­aður bif­­reiðar sem keyrð er þá vega­­lengd er ein­ungis um tvær millj­­ónir króna, ekki 4,6 millj­­ónir króna. Af þeim tölum var ljóst að þing­­menn gátu hagn­­ast umtals­vert umfram kostnað af því að fá end­­ur­greiðslur vegna akst­­urs.

Í kjöl­farið varð það krafa þings, þjóðar og fjöl­miðla að allar greiðslur vegna akst­­urs yrðu gerðar opin­berar og að þær yrðu per­­són­u­­grein­an­­leg­­ar. Þá varð það einnig krafa að allar aðrar greiðslur sem þing­­menn fá vegna starfa sinna yrðu gerðar opin­ber­­ar, sund­­ur­lið­aðar og mörg ár aftur í tím­ann. Hvort sem um væri að ræða hús­næð­is­­styrk, greiðslur vegna flugs eða kostn­aður vegna bíla­­leig­u­bíla. Allt ætti að koma upp á borð­ið.

For­sætis­nefnd ákvað að bregð­­ast við og allar upp­­lýs­ingar um kostnað sem fylgir störfum þing­­manna er nú birtur mán­að­­ar­­lega. Auk þess var ákvæði í reglum um þing­fara­­kostn­að, sem fjallar um bíla­­leig­u­bíla, gert skýr­­ara til að tryggja að slíkir séu frekar teknir en að þing­­menn séu að nota eigin bif­­reið­­ar. Breyt­ing­­arnar náðu einkum til þing­­manna sem falla undir svo­­­kall­aðan heim­an­akst­­­ur, þ.e. akstur til og frá heim­ili dag­­­lega um þing­­­tím­ann. Það eru þing­­­menn sem búa í nágrenni Reykja­víkur (á Suð­­­ur­­­nesjum, Vest­­­ur­landi, Árnes­­­sýslu o.s.frv.). Akstur á eigin bif­­­reið­um, sem kemur til end­­­ur­greiðslu, varð eftir breyt­ing­­arnar bund­inn hámarki við 15.000 km. Eftir þann kíló­­metra­­fjölda á skrif­­stofa Alþingis láta umræddum þing­­manni í té bíla­­leig­u­bíl.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Svanhildur Nanna og Guðmundur selja allan hlutinn sinn í VÍS
Þriðji stærsti eigandinn í VÍS hefur selt allan hlut sinn á tæplega 1,6 milljarða króna. Er líka á meðal stærstu eigenda í Kviku. Eigendurnir eru til rannsóknar hjá héraðssaksóknara.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Uppskipting Samherja veitti skjól gegn víðtækri upplýsingagjöf
Velta Samherja eins og hún var á árinu 2018 var það há að samstæðan var við það að þurfa að veita skattayfirvöldum víðtækar upplýsingar um tekjur og skatta allra félaga innan hennar í þeim löndum sem þau starfa.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent