Endurgreiðslur vegna aksturs þingmanna á eigin bílum dragast verulega saman

Á fyrstu sjö mánuðum ársins 2018 nema endurgreiðslur vegna aksturs eigin bifreiða 701 þúsund krónum að meðaltali. Heildarkostnaður þeirra á tímabilinu er nálægt því sá sami og einn þingmaður fékk í slíkar endurgreiðslur í fyrra.

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, komst í kastljósið snemma árs þegar opinberað var að hann fékk hæstar endurgreiðslur vegna aksturs á síðasta ári.
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, komst í kastljósið snemma árs þegar opinberað var að hann fékk hæstar endurgreiðslur vegna aksturs á síðasta ári.
Auglýsing

Þing­menn Íslend­inga fengu sam­tals um 4,9 millj­ónir króna end­ur­greiddar frá Alþingi vegna akst­urs eigin bif­reiða á fyrstu sjö mán­uðum árs­ins 2018, eða um 701 þús­und krónur á mán­uði sam­tals.

Ef end­ur­greiðslur verða sam­bæri­legar síð­ustu fimm mán­uði árs­ins munu heild­ar­greiðslur vegna akst­urs eigin bif­reiða nema um 8,4 millj­ónum króna. Í fyrra, á árinu 2017, fengu þing­menn sam­tals 29,2 millj­ónir króna end­ur­greiddar vegna akst­urs­kostn­að­ar, eða 2,4 millj­ónir króna á mán­uði. Þar af fékk einn þing­mað­ur, Ásmundur Frið­riks­son úr Sjálf­stæð­is­flokkn­um, rúm­lega 4,6 millj­ónir króna. Það þýddi að hann fékk um 385 þús­und krónur end­ur­greiddar á mán­uði.

Alls hafa þing­menn síðan til við­bótar leigt sér bíla­leigu­bíla fyrir 11,3 millj­ónir króna á fyrstu sjö mán­uðum árs­ins.

Því er ljóst að í kjöl­far mik­illar umfjöll­unar fjöl­miðla um akst­urs­kostnað Alþing­is­manna, sem var opin­ber­aður í fyrsta sinn í byrjun þessa árs, þá hefur end­ur­greiðslu­beiðnum þing­manna vegna notk­unar á eigin bílum fækkað veru­lega. Þetta má sjá í upp­lýs­ingum um laun og kostn­að­ar­greiðslur þing­manna sem birtar eru á vef Alþing­is.

Leynd hvíldi yfir árum saman

Fjöl­miðlar hafa árum saman reynt að fá upp­­lýs­ingar um hvaða þing­­menn fái end­­ur­greiðslu vegna akst­­urs, en án árang­­urs. Kjarn­inn fjall­aði til að mynda um málið í frétta­­skýr­ingu árið 2015 þar sem fram kom að alls 28 þing­­menn hefðu fengið end­­ur­greiðslu á árinu 2014, þar af 18 yfir eina milljón króna. Ekki var hins vegar hægt að fá upp­­lýs­ingar um hvaða þing­­menn var að ræða. Þær upp­­lýs­ingar þóttu þá of per­­són­u­­leg­­ar.

Auglýsing
Í byrjun febr­úar 2018 svar­aði for­seti Alþingis fyr­ir­­spurn Björns Leví Gunn­­ar­s­­sonar, þing­­manns Pírat­­ar, um akst­­ur­s­­kostn­að. Í svari for­­seta var greint frá því hversu háar greiðslur þeir tíu þing­­menn sem fengu hæstu skatt­lausu end­­ur­greiðsl­­urnar þáðu á síð­­­ustu fimm árum. Ekki var hins vegar greint frá nafni þeirra. Í töl­unum mátti þó sjá að fjórir þing­menn sem þáðu hæstu end­ur­greiðsl­urnar fengu sam­tals 14 millj­ónir króna, eða tæp­lega helm­ing allra end­ur­greiðslna vegna akst­urs.

Skömmu síðar opin­ber­aði Ásmundur í við­tali að hann væri sá sem hefði þegið hæstu greiðsl­urn­ar.

Ákveðið að breyta reglum og birta upp­lýs­ingar

Upp­lýs­ing­arnar vöktu upp mikla reiði og ásak­anir um mögu­lega sjálftöku þing­manna. Aug­ljóst væri að það stæð­ist illa skoðun að Ásmundur væri að keyra 47.644 kíló­metra á einu ári, líkt og hann sagð­ist vera að gera, ein­ungis vegna vinnu sinnar sem þing­mað­ur. Þess utan var sýnt fram á það með útreikn­ingum frá Félagi íslenskra bif­reið­ar­eig­enda að rekstr­ar­kostn­aður bif­reiðar sem keyrð er þá vega­lengd er ein­ungis um tvær millj­ónir króna, ekki 4,6 millj­ónir króna. Af þeim tölum var ljóst að þing­menn gátu hagn­ast umtals­vert umfram kostnað af því að fá end­ur­greiðslur vegna akst­urs.

Í kjöl­farið varð það krafa þings, þjóðar og fjöl­miðla að allar greiðslur vegna akst­urs yrðu gerðar opin­berar og að þær yrðu per­sónu­grein­an­leg­ar. Þá varð það einnig krafa að allar aðrar greiðslur sem þing­menn fá vegna starfa sinna yrðu gerðar opin­ber­ar, sund­ur­lið­aðar og mörg ár aftur í tím­ann. Hvort sem um væri að ræða hús­næð­is­styrk, greiðslur vegna flugs eða kostn­aður vegna bíla­leigu­bíla. Allt ætti að koma upp á borð­ið.

Auglýsing
Forsætisnefnd ákvað að bregð­ast við og allar upp­lýs­ingar um kostnað sem fylgir störfum þing­manna er nú birtur mán­að­ar­lega. Auk þess var ákvæði í reglum um þing­fara­kostn­að, sem fjallar um bíla­leigu­bíla, gert skýr­ara til að tryggja að slíkir séu frekar teknir en að þing­menn séu að nota eigin bif­reið­ar. Breyt­ing­arnar náðu einkum til þing­manna sem falla undir svo­­kall­aðan heim­an­akst­­ur, þ.e. akstur til og frá heim­ili dag­­lega um þing­­tím­ann. Það eru þing­­menn sem búa í nágrenni Reykja­víkur (á Suð­­ur­­nesjum, Vest­­ur­landi, Árnes­­sýslu o.s.frv.). Akstur á eigin bif­­reið­um, sem kemur til end­­ur­greiðslu, varð eftir breyt­ing­arnar bund­inn hámarki við 15.000 km. Eftir þann kíló­metra­fjölda á skrif­stofa Alþingis láta umræddum þing­manni í té bíla­leigu­bíl.

Akst­ur­kostn­aður Ásmundar tekið stakka­skiptum

Sá þing­maður sem er með hæstan ferða­kostnað inn­an­lands það sem af er ári er Þór­unn Egils­dótt­ir, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks í Norð­aust­ur­kjör­dæmi. Alls hefur ferða­kostn­aður henn­ar, sem sam­anstendur af leigu á bíla­leigu­bíl­um, flug­ferð­um, gisti- og fæð­is­kostn­aði og elds­neytis­kaup­um, numið tæp­lega 2,3  millj­ónum króna.

Sá þing­maður sem hefur hlotið hæstar end­ur­greiðslur vegna notk­unar á eigin bif­reið á fyrstu sjö mán­uðum árs­ins er Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, líka úr Fram­sókn­ar­flokkn­um. Sam­tals hefur hún fengið 869 þús­und krónur end­ur­greidd­ar, en vert er að taka fram að hún hefur ekki eytt einni krónu í bíla­leigu­bíla og fjöl­margir þing­menn eru með hærri heild­ar­endu­greiðslur vegna ferða­kostn­aðar en hún.

Ásmundur Frið­riks­son hefur fengið 694.090 krónur end­ur­greiddar vegna notk­unar á bif­reið sinni á fyrstu sjö mán­uðum árs­ins, eða um 99.156 krónur að með­al­tali á mán­uði. Þegar kostn­aður hans vegar bíla­leigu­bíla er lagður saman við þá tölu kemur í ljós að heild­arakst­urs­kostn­aður hans er tæp­lega 1,2 millj­ónir króna á árinu, eða 168.133 krón­ur, eða um 44 pró­sent af þeirri upp­hæð sem hann fékk mán­að­ar­lega end­ur­greidda að með­al­tali á síð­asta ári vegna notk­unar á eigin bif­reið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar