Endurgreiðslur vegna aksturs þingmanna á eigin bílum dragast verulega saman

Á fyrstu sjö mánuðum ársins 2018 nema endurgreiðslur vegna aksturs eigin bifreiða 701 þúsund krónum að meðaltali. Heildarkostnaður þeirra á tímabilinu er nálægt því sá sami og einn þingmaður fékk í slíkar endurgreiðslur í fyrra.

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, komst í kastljósið snemma árs þegar opinberað var að hann fékk hæstar endurgreiðslur vegna aksturs á síðasta ári.
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, komst í kastljósið snemma árs þegar opinberað var að hann fékk hæstar endurgreiðslur vegna aksturs á síðasta ári.
Auglýsing

Þing­menn Íslend­inga fengu sam­tals um 4,9 millj­ónir króna end­ur­greiddar frá Alþingi vegna akst­urs eigin bif­reiða á fyrstu sjö mán­uðum árs­ins 2018, eða um 701 þús­und krónur á mán­uði sam­tals.

Ef end­ur­greiðslur verða sam­bæri­legar síð­ustu fimm mán­uði árs­ins munu heild­ar­greiðslur vegna akst­urs eigin bif­reiða nema um 8,4 millj­ónum króna. Í fyrra, á árinu 2017, fengu þing­menn sam­tals 29,2 millj­ónir króna end­ur­greiddar vegna akst­urs­kostn­að­ar, eða 2,4 millj­ónir króna á mán­uði. Þar af fékk einn þing­mað­ur, Ásmundur Frið­riks­son úr Sjálf­stæð­is­flokkn­um, rúm­lega 4,6 millj­ónir króna. Það þýddi að hann fékk um 385 þús­und krónur end­ur­greiddar á mán­uði.

Alls hafa þing­menn síðan til við­bótar leigt sér bíla­leigu­bíla fyrir 11,3 millj­ónir króna á fyrstu sjö mán­uðum árs­ins.

Því er ljóst að í kjöl­far mik­illar umfjöll­unar fjöl­miðla um akst­urs­kostnað Alþing­is­manna, sem var opin­ber­aður í fyrsta sinn í byrjun þessa árs, þá hefur end­ur­greiðslu­beiðnum þing­manna vegna notk­unar á eigin bílum fækkað veru­lega. Þetta má sjá í upp­lýs­ingum um laun og kostn­að­ar­greiðslur þing­manna sem birtar eru á vef Alþing­is.

Leynd hvíldi yfir árum saman

Fjöl­miðlar hafa árum saman reynt að fá upp­­lýs­ingar um hvaða þing­­menn fái end­­ur­greiðslu vegna akst­­urs, en án árang­­urs. Kjarn­inn fjall­aði til að mynda um málið í frétta­­skýr­ingu árið 2015 þar sem fram kom að alls 28 þing­­menn hefðu fengið end­­ur­greiðslu á árinu 2014, þar af 18 yfir eina milljón króna. Ekki var hins vegar hægt að fá upp­­lýs­ingar um hvaða þing­­menn var að ræða. Þær upp­­lýs­ingar þóttu þá of per­­són­u­­leg­­ar.

Auglýsing
Í byrjun febr­úar 2018 svar­aði for­seti Alþingis fyr­ir­­spurn Björns Leví Gunn­­ar­s­­sonar, þing­­manns Pírat­­ar, um akst­­ur­s­­kostn­að. Í svari for­­seta var greint frá því hversu háar greiðslur þeir tíu þing­­menn sem fengu hæstu skatt­lausu end­­ur­greiðsl­­urnar þáðu á síð­­­ustu fimm árum. Ekki var hins vegar greint frá nafni þeirra. Í töl­unum mátti þó sjá að fjórir þing­menn sem þáðu hæstu end­ur­greiðsl­urnar fengu sam­tals 14 millj­ónir króna, eða tæp­lega helm­ing allra end­ur­greiðslna vegna akst­urs.

Skömmu síðar opin­ber­aði Ásmundur í við­tali að hann væri sá sem hefði þegið hæstu greiðsl­urn­ar.

Ákveðið að breyta reglum og birta upp­lýs­ingar

Upp­lýs­ing­arnar vöktu upp mikla reiði og ásak­anir um mögu­lega sjálftöku þing­manna. Aug­ljóst væri að það stæð­ist illa skoðun að Ásmundur væri að keyra 47.644 kíló­metra á einu ári, líkt og hann sagð­ist vera að gera, ein­ungis vegna vinnu sinnar sem þing­mað­ur. Þess utan var sýnt fram á það með útreikn­ingum frá Félagi íslenskra bif­reið­ar­eig­enda að rekstr­ar­kostn­aður bif­reiðar sem keyrð er þá vega­lengd er ein­ungis um tvær millj­ónir króna, ekki 4,6 millj­ónir króna. Af þeim tölum var ljóst að þing­menn gátu hagn­ast umtals­vert umfram kostnað af því að fá end­ur­greiðslur vegna akst­urs.

Í kjöl­farið varð það krafa þings, þjóðar og fjöl­miðla að allar greiðslur vegna akst­urs yrðu gerðar opin­berar og að þær yrðu per­sónu­grein­an­leg­ar. Þá varð það einnig krafa að allar aðrar greiðslur sem þing­menn fá vegna starfa sinna yrðu gerðar opin­ber­ar, sund­ur­lið­aðar og mörg ár aftur í tím­ann. Hvort sem um væri að ræða hús­næð­is­styrk, greiðslur vegna flugs eða kostn­aður vegna bíla­leigu­bíla. Allt ætti að koma upp á borð­ið.

Auglýsing
Forsætisnefnd ákvað að bregð­ast við og allar upp­lýs­ingar um kostnað sem fylgir störfum þing­manna er nú birtur mán­að­ar­lega. Auk þess var ákvæði í reglum um þing­fara­kostn­að, sem fjallar um bíla­leigu­bíla, gert skýr­ara til að tryggja að slíkir séu frekar teknir en að þing­menn séu að nota eigin bif­reið­ar. Breyt­ing­arnar náðu einkum til þing­manna sem falla undir svo­­kall­aðan heim­an­akst­­ur, þ.e. akstur til og frá heim­ili dag­­lega um þing­­tím­ann. Það eru þing­­menn sem búa í nágrenni Reykja­víkur (á Suð­­ur­­nesjum, Vest­­ur­landi, Árnes­­sýslu o.s.frv.). Akstur á eigin bif­­reið­um, sem kemur til end­­ur­greiðslu, varð eftir breyt­ing­arnar bund­inn hámarki við 15.000 km. Eftir þann kíló­metra­fjölda á skrif­stofa Alþingis láta umræddum þing­manni í té bíla­leigu­bíl.

Akst­ur­kostn­aður Ásmundar tekið stakka­skiptum

Sá þing­maður sem er með hæstan ferða­kostnað inn­an­lands það sem af er ári er Þór­unn Egils­dótt­ir, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks í Norð­aust­ur­kjör­dæmi. Alls hefur ferða­kostn­aður henn­ar, sem sam­anstendur af leigu á bíla­leigu­bíl­um, flug­ferð­um, gisti- og fæð­is­kostn­aði og elds­neytis­kaup­um, numið tæp­lega 2,3  millj­ónum króna.

Sá þing­maður sem hefur hlotið hæstar end­ur­greiðslur vegna notk­unar á eigin bif­reið á fyrstu sjö mán­uðum árs­ins er Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, líka úr Fram­sókn­ar­flokkn­um. Sam­tals hefur hún fengið 869 þús­und krónur end­ur­greidd­ar, en vert er að taka fram að hún hefur ekki eytt einni krónu í bíla­leigu­bíla og fjöl­margir þing­menn eru með hærri heild­ar­endu­greiðslur vegna ferða­kostn­aðar en hún.

Ásmundur Frið­riks­son hefur fengið 694.090 krónur end­ur­greiddar vegna notk­unar á bif­reið sinni á fyrstu sjö mán­uðum árs­ins, eða um 99.156 krónur að með­al­tali á mán­uði. Þegar kostn­aður hans vegar bíla­leigu­bíla er lagður saman við þá tölu kemur í ljós að heild­arakst­urs­kostn­aður hans er tæp­lega 1,2 millj­ónir króna á árinu, eða 168.133 krón­ur, eða um 44 pró­sent af þeirri upp­hæð sem hann fékk mán­að­ar­lega end­ur­greidda að með­al­tali á síð­asta ári vegna notk­unar á eigin bif­reið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.
Kjarninn 4. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
Kjarninn 4. mars 2021
Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega Iðnþing í dag. Myndin er af svonefndu Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Auka þurfi gjaldeyristekjur um 1,4 milljarða á viku næstu fjögur ár
Samtök iðnaðarins telja að til þess að skapa „góð efnahagsleg lífsgæði“ á Íslandi þurfi landsframleiðsla að aukast um 545 milljarða króna á næstu fjórum árum. Þau kalla eftir því að ríkisfjármálum verði beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu.
Kjarninn 4. mars 2021
Guðmundur Ragnarsson
Hvar eru störfin?
Kjarninn 4. mars 2021
Spútnik V bóluefnið er komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu.
Spútnik V komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu
Rússneska bóluefnið Spútnik V er komið í áfangamat hjá sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu. Nýlegar niðurstöður sem voru birtar í Lancet gefa til kynna að bóluefnið veiti 91,6 prósent vörn gegn COVID-19 og sé laust við alvarlegar aukaverkanir.
Kjarninn 4. mars 2021
Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Félag flugmanna telur hugmyndir Miðflokks um varaflugvöll í Skagafirði óraunhæfar
Það er „með öllu óraunhæft“ að byggja upp Alexandersflugvöll í Skagafirði eins og þingflokkur Miðflokksins telur vert að kanna, að mati Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Bent er á að aðrir flugvellir, sem séu í reglulegri notkun, þurfi viðhald.
Kjarninn 4. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.
„Góðar líkur“ á að veiran hafi verið upprætt innanlands
Sóttvarnalæknir segir að þó að góðar líkur séu á því að veiran hafi verið upprætt innanlands sé nauðsynlegt að halda vöku sinni því aðeins eitt afbrigði, einn einstaklingur, getur sett faraldur af stað. 90 hafa greinst með breska afbrigðið hér á landi.
Kjarninn 4. mars 2021
Kynnti vísbendingar um ferðavilja fyrir ríkisstjórn
Ráðherra ferðamála fór á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag yfir þær vísbendingar sem eru til staðar um ferðavilja erlendra og innlendra ferðamanna næstu misserin. Kjarninn fékk samantekt á minnisblaði sem ráðherra kynnti frá ráðuneytinu.
Kjarninn 4. mars 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar