Bensínverð hækkað um ellefu prósent á árinu

Verð á eldsneyti á Íslandi er í hæstu hæðum um þessar mundir. Hækkunarhrinan náði hámarki í júní og verðið hefur ekki verið hærra en það var þá í rúm þrjú ár.

bensínvakt ágúst 2018
Auglýsing

Við­mið­un­­ar­verð á bens­íni á Íslandi um miðjan ágúst 2018 var 217,8 krónur á lítra og hélst óbreytt frá júlí­mán­uði. Verðið hefur hækkað skarpt það sem af er ári og náði sú hækk­un­ar­hrina hámarki í júní síð­ast­liðnum þegar verðið var 219,9 krónur á lítra. Verðið hafði ekki verið í þeim hæðum frá því í júlí 2015, eða í þrjú ár. Þetta kemur fram í ný birtri Bens­ín­vakt Kjarn­ans sem unnin er í sam­vinnu við Bens­ín­verð.­is.

Frá ára­mótum hefur bens­ín­verðið hækkað um 21,9 krónur á lítra, eða um rúm ell­efu pró­sent. Á sama tíma hefur gengi íslensku krón­unnar gagn­vart Banda­­ríkja­doll­­ar, sem inn­­­kaup á bens­íni fara fram í, styrkst um rétt rúm­lega eitt pró­­sent. Heims­mark­aðs­verð á olíu hefur hins vegar hækkað um 20 pró­sent á sama tíma. Flestir sér­fræð­ingar virð­ast sam­mála um að elds­neyt­is­verð eigi eftir að halda áfram að hækka á næstu mán­uð­um.

Ríkið tekur rúm­lega helm­ing

Íslenska ríkið tekur til sín stóran hluta af hverjum seldum lítra af bens­íni. Þannig fór 20,25  pró­­sent af verði hans um miðjan ágúst í sér­­stakt bens­ín­gjald, 12,56 pró­­sent í almennt bens­ín­­gjald og 3,8 pró­­sent í kolefn­is­­gjald. Þá er ótalið að 19,35 pró­­sent sölu­verðs er virð­is­auka­skatt­­ur. Sam­an­lagt fór því 121,88 krónur af hverjum seldum lítra til rík­­is­ins, eða 55,96 pró­­sent. Hæstur fór hlutur rík­­is­ins í 60,26 pró­­sent í júlí 2017.

Bens­ín­vakt Kjarn­ans reiknar einnig út lík­­­legt inn­­­kaups­verð á bens­íni út frá verði á lítra til afhend­ingar í New York í upp­­hafi hvers mán­aðar frá banda­rísku orku­­stofn­un­inni EIA og mið­gengi doll­­ars gagn­vart íslenskri krónu í yfir­­stand­andi mán­uði frá Seðla­­banka Íslands.

Auglýsing
Í þessum útreikn­ingum kann að skeika nokkru á hverjum tíma­­punkti vegna lag­er­­stöðu, skamm­­tíma­­sveiflna á mark­aði o.s.frv. Nákvæmara væri að miða við verð á bens­íni til afhend­ingar í Rott­er­dam, en verð­­upp­­lýs­ingar þaðan liggja ekki fyrir á opnum gagna­veit­­um. Mis­­munur á verði í New York og Rott­er­dam er þó yfir­­­leitt mjög lít­ill.

Lík­­­legt inn­­­kaups­verð í síð­­­ustu birtu Bens­ín­vakt var 59,59 krónur á lítra og hefur hækkað um 21,3 pró­­sent frá því um miðjan des­em­ber 2017.

Olíu­fé­lögin fá minna en oft áður

Bens­ín­vaktin reiknar loks út hlut olíu­­­fé­lags í hverjum seldum lítra sem afgangs­­stærð þegar búið er að greina aðra kostn­að­­ar­liði, líkt og farið er yfir hér að ofan. Hlutur olíu­­­fé­laga, þ.e. álagn­ingin sem fer í þeirra vasa, er nú að minnsta kosti 36,35 krónur á hvern seldan bens­ín­lítra. Hún hefur lækkað umtals­vert á síð­­ast­liðnu ári. Í maí 2017 fengu olíu­­­fé­lögin 41,74 krónur í sinn hlut af hverjum seldum lítra, eða um 15 pró­­sent meira en þau gera í dag.

Olíu­­­fé­lögin taka nú að minnsta kosti 16,69 pró­­sent af hverjum seldum olíu­­lítra. Það hlut­­fall náði lægsta punkti sínum í sept­­em­ber 2017 þegar olíu­­­fé­lögin fengu 11,38 pró­­sent í sinn hlut.

Til sam­an­­burðar þá fengu þau 21,3 pró­­sent af hverjum seldum lítra í maí 2017.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar