Þórhildur Sunna segir Sighvat fara með staðlausa stafi

Formaður þingflokks Pírata svarar Sighvati Björgvinssyni, fyrrverandi ráðherra og formanni Alþýðuflokksins. Hún segir að lögin hér á landi um nauðungarvistun inni­haldi ekki full­nægj­andi varnir til að hindra mis­notkun.

Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi ráðherra, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi ráðherra, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Auglýsing

Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Pírata, for­maður laga-og mann­rétt­inda­nefndar Evr­ópu­ráðs og sér­fræð­ingur í mann­rétt­inda­lögum segir Sig­hvat Björg­vins­son, fyrr­ver­andi ráð­herra og for­mann Alþýðu­flokks­ins, fara með rang­færslur í grein sinni sem birt­ist í Morg­un­blað­inu þann 23. jan­úar síð­ast­lið­inn. Þetta kemur fram í skrifum hennar á Vísi.is í dag. 

Þór­hildur Sunna birti pistil í Stund­inni þann 18. jan­úar síð­ast­lið­inn þar sem hún lýsti þeirri afstöðu að lag­ara­mm­inn um nauð­ung­ar­vistun á geð­deildum sjúkra­húsa á Íslandi væri of veikur til að varna mis­notk­un.

Hélt því fram að hún færi með rangt mál

Þór­hildur Sunna tók sem dæmi sögu Aldísar Schram sem hefur haldið því fram að faðir henn­ar, Jón Bald­vin Hanni­bals­son, hafi mis­notað valda­stöðu sína og tengsla­net – ávallt í kjöl­far þess að hún sak­aði hann um kyn­ferð­is­brot – til að fá hana nauð­ung­ar­vi­staða sex sinn­um. Inn­tak pistils­ins var að lög­ræð­is­lögin komi ekki í veg fyrir slíkar aðfarir og að hvetja þing­menn á Alþingi til að styrkja rétt­ar­stöðu nauð­ung­ar­vi­staðra ein­stak­linga.

­Sig­hvatur gagn­rýndi pistil Þór­hildar Sunnu harð­lega og hélt því fram að hún færi með rangt mál um lagaum­hverfi nauð­ung­ar­vistana. Hann sagð­i ­meðal ann­ars að for­maður þing­flokks á Alþingi Íslend­inga – og vísar þar í Þór­hildi Sunnu – sem kýs að gefa af sam­fé­lagi sínu þá mynd að valds­menn geti lokað hvern og einn inni á geð­deild sem þeir telja sig eiga sakir við væri ekki bara vert alvar­legra athuga­semda heldur alvar­legs ámæl­is.

„Hins vegar er það svo, að Sig­hvatur fer fram með fjölda stað­reynd­ar­villna í grein sinni um lög­ræð­is­lög, jafnt fyrri tíma laga sem núgild­andi. Alvar­leg­asta villan er sú að Sig­hvatur ruglar saman nauð­ung­ar­vistun og lög­ræð­is­svipt­ingu og lögum þar um,“ segir Þór­hildur Sunna í pistli sínum á Vísi. 

Auglýsing

Þór­hildur Sunna seg­ist hafa rann­sakað íslensku lög­ræð­is­lögin tölu­vert í störfum sínum fyrir Lands­sam­tökin Geð­hjálp og geti því frætt Sig­hvat um að lög­ræð­is­svipt mann­eskja hafi orðið fyrir því að dóm­ari hafi svipt hana rétt­inum til að taka sjálf­stæðar ákvarð­anir í eigin lífi og skipað lög­ráða­mann til að taka ákvarð­anir fyrir hana. Sá geti meðal ann­ars ákveðið að vista við­kom­andi ein­stak­ling á stofnun gegn vilja sín­um.

„Nauð­ung­ar­vistun þýðir hins vegar að sjálf­ráða mann­eskja er vistuð á stofnun gegn vilja sínum til að fá með­ferð við alvar­legum geð­sjúk­dómi. Dóm­ari þarf ekki og hefur aldrei þurft að koma að slíkum beiðn­um, sam­kvæmt íslenskum lög­um,“ segir hún.

Yfir­völd í flestum lýð­ræð­is­ríkjum nýta nauð­ung­ar­vistun sem neyð­ar­úr­ræði

Þór­hildur Sunna bendir á að yfir­völd í flestum lýð­ræð­is­ríkjum nýti nauð­ung­ar­vistun sem neyð­ar­úr­ræði fyrir mann­eskjur sem vegna veik­inda sinna eru hættu­legar sjálfum sér eða öðr­um. Í lög­ræð­is­lögum Dan­merk­ur, Skotlands og Nor­egs sé það enda tryggt að nauð­ung­ar­vistun megi ein­ungis beita í neyð­ar­til­fellum þegar önnur úrræði hafa verið reynd eða eru ómögu­leg.

Hún segir jafn­framt að þessi lönd geri einnig þá grund­vall­ar­kröfu að beiðni um nauð­ung­ar­vistun fylgi lækn­is­vott­orð tveggja óháðra lækna með sér­þekk­ingu í geð­heil­brigði, sem eru sam­mála um að líf við­kom­andi og heilsa sé í húfi. Þessar laga­kröfur lág­marki hætt­una á að sjálf­ráða fólk sé nauð­ung­ar­vi­stað, nema það sé bráð­nauð­syn­legt af lækn­is­fræði­legum ástæðum og síð­asta úrræði.

Þór­hildur Sunna telur að lög­ræð­is­lögin á Íslandi geri ekki þessar lág­marks­kröfur og að þau hafi verið verri í ráð­herra­tíð Sig­hvats. Þá, og reyndar allt til 2015, hafi það verið dóms­mála­ráðu­neytið sem tók ákvarð­anir um áfram­hald­andi nauð­ung­ar­vist­an­ir, og til 1. jan­úar 1998 hafi ráðu­neytið getað lagt fram slíka beiðni að eigin frum­kvæði.

„Eins og umboðs­maður Alþingis hefur bent á þá var víð­tekin venja að halda ein­stak­lingum lengur en þá 15 sól­ar­hringa sem lög um nauð­ung­ar­vist­anir heim­il­uðu. Tíðk­að­ist þá jafnan sú fram­kvæmd að sótt var um sjálf­ræð­is­svipt­ingu við­kom­andi og þeim haldið innan stofn­un­ar, án dóms og laga, á meðan slík umsókn velkt­ist um í kerf­in­u,“ segir hún í grein sinni.

Lögin inni­halda ekki full­nægj­andi varnir til að hindra mis­notkun

Þór­hildur Sunna segir Sig­hvat leggja sér orð í munn þegar hann segir hana stað­hæfa „að valds­­menn geti lokað hvern og einn inni á geð­deild, sem þeir telja sig eiga sak­ir við.“

Hún segir að auð­vitað sé það ekki svo að hvaða ráða­maður sem er geti látið nauð­ung­ar­vista fólk án til­efnis og jafn­vel til að koma höggi á póli­tíska and­stæð­inga sína. „En að valda­maður eins og Jón Bald­vin Hanni­bals­son hafi getað fengið dóttur sína nauð­ung­ar­vi­staða að ósekju í þeim til­gangi að þagga niður í henni, og það margoft, er alls ekki úti­lokað miðað við þágild­andi og núgild­andi lög um nauð­ung­ar­vist­un.“

Þing­flokks­for­maður Pírata telur einn þol­andi vera of mik­ið, sem án nokk­urs til­efnis ann­ars en að hafa greint frá ofbeldi eða kúgun verði fyrir því að áhrifa­mik­ill ein­stak­lingur sem braut á henni beiti þessu kerfi gegn henni og ræni hana ærunni. Þór­hildur Sunna segir að þetta valdi því að mann­eskjan sem brotið er á sé sprautuð nið­ur, deyfð og bæld.

„Lögin okkar kom­ast ekki nálægt því að inni­halda full­nægj­andi varnir til að hindra mis­notkun á þessu ferli. Ósk­andi væri að Sig­hvatur Björg­vins­son ein­beitti sér að því að hvetja okkur til dáða sem viljum breyta þessum ólög­um, frekar en að ráð­ast að mér með ómerki­legri varn­ar­ræðu fyrir gamlan flokks­fé­laga og vin,“ segir hún að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent