Vilja að ríkið eignist Landssímahúsið við Austurvöll

Fjórir þingmenn vilja að ríkið eignist Landssímahúsið með því að leita samninga um kaup ríkisins á húsinu en að öðrum kosti hefja undirbúning þess að ríkið taki eignarnámi þann hluta byggingarlóðar sem tilheyrir Víkurkirkjugarði.

Landssímareiturinn
Landssímareiturinn
Auglýsing

Fjórir þing­menn hafa lagt fram til­lögu til þings­á­lykt­unar um að ríkið eign­ist Lands­síma­húsið við Aust­ur­völl. Þing­menn­irnir vilja að fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra beiti sér fyrir því að ríkið eign­ist Lands­síma­húsið með því að leita samn­inga um kaup rík­is­ins á hús­inu en að öðrum kosti hefja und­ir­bún­ing þess að ríkið taki eign­ar­námi þann hluta bygg­ing­ar­lóðar sem til­heyrir Vík­ur­kirkju­garði.

Fyrsti flutn­ings­maður er Ólafur Ísleifs­son, þing­maður utan flokka, en með honum eru Ásmundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Karl Gauti Hjalta­son, þing­maður utan flokka, og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, þing­maður og for­maður Mið­flokks­ins.

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni segir að sam­kvæmt stjórn­ar­skránni sé Alþingi frið­heil­agt og megi eng­inn raska friði né frelsi þess. Fyr­ir­hug­aðar fram­kvæmdir og starf­semi á Lands­símareitnum við Aust­ur­völl – þar sem rísa eiga stórt og mikið hótel og veit­inga­staðir með til­heyr­andi umferð ferða­manna og hóp­ferða­bíla – megi telj­ast fela í sér röskun á þing­friði í and­stöðu við umrætt ákvæði.

Auglýsing

„Áður hefur verið bent á að frið­helgi Alþingis sé virt að vettugi með áformunum og kærði for­sætis­nefnd Alþingis m.a. deiliskipu­lag svæð­is­ins til úrskurð­ar­nefndar umhverf­is- og auð­linda­mála á sínum tíma,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Jafn­framt kemur fram að fleiri rök séu fyrir því að ríkið eign­ist Lands­síma­húsið eða eftir atvikum umráða­rétt yfir Lands­símareitn­um. Sem dæmi er nefnt að á Lands­símareitnum hafi á tíma­bili verið kirkju­garður Reyk­vík­inga. Í grein Helga Þor­láks­son­ar, pró­fess­ors emeritus, „Gef dánum ró en hinum líkn sem lifa“, sem birt­ist í Frétta­blað­inu þann 14. apríl árið 2016, segir að upp­haf kirkju­garðs Vík­ur­kirkju megi rekja hátt í 1000 ár aftur í tím­ann og að þar hafi verið jarðað fólk á seinni hluta 19. ald­ar. Í grein­inni segir enn frem­ur: „En leg­steinar molna og minn­ingar hverfa. Þegar svo stendur á er gam­all og góður siður að sýna kirkju­görðum virð­ingu, setja upp minn­ing­ar­mark um hina fram­liðnu og leyfa lif­endum að njóta þess friðar sem hinum fram­liðnu er veitt­ur.“

Sam­kvæmt grein­ar­gerð­inni með til­lög­unni er í tölvu­pósti Helga Þor­láks­sonar til fyrsta flutn­ings­manns lýst hvernig rík­is­stjórnin hafi á árunum 1965 til 66 gripið inn í rás atburða sem ógn­aði gamla kirkju­garð­inum og komið í veg fyrir að mikil bygg­ing, en álíka stór og sem næst alveg á sama stað og sú sem nú er áformað að þar hýsi hót­el, risi sunnan við Lands­síma­hús­ið.

Skipu­lags­nefnd kirkju­garða, undir for­ystu Sig­ur­bjarnar Ein­ars­sonar bisk­ups og Krist­jáns Eld­járn þjóð­minja­varð­ar, hefði í mars 1965 vakið athygli borg­ar­lög­manns á því að lög heim­il­uðu ekki að þarna yrði reist mann­virki nema sam­kvæmt sér­stakri und­an­þágu ráð­herra, að fengnu sam­þykki skipu­lags­nefndar kirkju­garða sem var fyr­ir­renn­ari núver­andi kirkju­garða­ráðs. Sam­bæri­legt ákvæði er enn í lög­um, sam­kvæmt grein­ar­gerð til­lög­unn­ar.

Í bréfi Helga kom fram að rík­is­stjórnin hefði á fundi sínum þann 9. sept­em­ber 1965 fjallað um nauð­syn þess að ekki yrði leyfð bygg­ing norðan Kirkju­stræt­is, milli Aðal­strætis og Thor­vald­sens­stræt­is. Í bréfi til dóms- og kirkju­mála­ráðu­neytis frá 16. nóv­em­ber 1966, sem Jón Skúla­son rit­aði fyrir hönd póst- og síma­mála­stjóra, nefnir hann Vík­ur­kirkju­garð og segir að hann sé ástæða þess að rík­is­stjórnin hefði „bann­að“ hina umræddu bygg­ingu. Loks hefði verið sæst á um helm­ingi minni bygg­ingu, þ.e. við­bygg­ing­una við Lands­síma­húsið sem var brotin niður nýlega.

Í grein­ar­gerð­inni kemur jafn­framt fram að sam­komu­lag milli Alþingis og Lind­ar­vatns, nýs eig­anda Lands­síma­húss, hafi legið fyrir þann 15. maí árið 2015. „Fram hefur komið í fjöl­miðlum að eig­and­inn sé til­bú­inn til að beita sér fyrir að inn­gangur hót­els­ins valdi sem minnstu ónæði fyrir húsin næst Alþing­is­hús­inu. Í við­tölum hefur komið fram að nið­ur­staðan hafi orðið sú að inn­gangur hót­els­ins yrði ekki frá Kirkju­stræti. Það þýði að aðal­að­koma verði að vera frá Thor­vald­sens­stræti eða um Fógeta­garð­inn. Í bréfi dags. 22. mars 2016 til Alþingis var því heitið fyrir hönd Lind­ar­vatns að aðal­inn­gangur yrði ekki frá Aust­ur­velli, aðeins auka­inn­gang­ur. Aðal­inn­gangur yrði úr Vík­ur­garði. Stefnt hefði verið að hinu síð­ar­nefnda en fram hefði komið að Minja­stofnun væri því and­víg. Minja­stofnun vill ekki að aðal­inn­gangur verði um Fógeta­garð (Vík­ur­garð).

Bent er á að hafa verður hug­fast að auk aðkomu gesta þarf að huga að aðflutn­ingi ýmissa vara og vista og ann­arra nauð­synja til hót­el­rekstrar og því fylgir bíla­um­ferð. Fram hafi komið í fjöl­miðlum að slökkvi­lið þurfi einnig aðkomu­braut um Fógeta­garð­inn fyrir slökkvi­tæki sem kosta muni mikið rask í garð­in­um. Fram kemur á upp­drætti að fyr­ir­huguð braut fyrir tæki slökkvi­liðs er í Fógeta­garði. Kemur fram að þetta hafi ýtt við Minja­stofnun að óska frið­lýs­ingar Fógeta­garðs­ins. Til­kynnt var 8. jan­úar 2019 að mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra hefði fall­ist á til­lögu Minja­stofn­unar um frið­lýs­ingu Vík­ur­garðs. Gerir það örð­ugt um vik að finna lausnir á inn­gangs­vand­anum og braut fyrir slökkvi­lið­ið. Allt sýnir þetta að hót­elið er of stórt og á of við­kvæmum stað þótt ekki væri einnig kirkju­garði til að dreifa.“

Flutn­ings­menn telja ein­sýnt að sam­eina verði virð­ingu við graf­reit­inn og virð­ingu við frið­helgi Alþingis með öðrum hætti en að breyta reitnum í ferða­manna­mið­stöð. Fyr­ir­hug­uðu hót­eli sé ofaukið í hjarta höf­uð­stað­ar­ins og auk grófra helgi­spjalla sé mik­il­vægu og sögu­frægu svæði fórnað fyrir einka­hags­muni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent