Hagnaður Haga 1,8 milljarðar

Hagar högnuðust um um 1,764 millj­arða á þriðja árs­fjórðungi rekstr­ar­árs fé­lags­ins í fyrra. Söluaukning félagsins var 4 prósent á milli ára og viðskiptavinum Haga hefur fjölgað um 1,6 prósent. Hagkaup í Borgarnesi lokar í apríl eftir 12 ár í rekstri.

_abh2307_9954068084_o.jpg
Auglýsing

Hagar hf. högn­uð­ust um um 1,764 millj­­arða á þriðja árs­fjórð­ungi rekstr­­ar­árs fé­lags­ins, sem stendur frá mars til nóv­em­ber. Hagn­að­ur­inn jafn­gildir 3,1 pró­sent af veltu en hagn­aður á fyrra ári var rúmur 1,9 millj­arð­ar, eða 3,6 pró­sent af velt­u. Þetta kemur fram í árs­hluta­upp­gjöri Haga sem birt var í gær­kvöldi.

Salan jókst um fjögur pró­sent milli ára 

Þá var vöru­­sala á fyrstu níu mán­uðum rekstr­­ar­ár­s­ins 56,255 millj­­arður sam­an­­borið við 54,1 millj­­arða á sama tíma­bili árið áður. Nemur sölu­aukn­ing því 4 pró­sent.  Í upp­gjör­inu segir jafn­framt að í mat­vöru­versl­ana­hluta félags­ins hafa seld stykki auk­ist um 1,0 pró­sent og við­skipta­vinum hefur fjölgað um 1,6 pró­sent milli ára. 

Heild­ar­eignir sam­stæð­unnar námu tæpum 53 millj­örðum króna í lok tíma­bils­ins og eigið fé nam tæpum 24 millj­örð­um. Eig­in­fjár­hlut­fall Haga var 45 pró­sent í lok tíma­bils­ins. 

Auglýsing

Afhend­ing eigna Haga og Olís hefst 1. febr­úar

Í upp­gjör­inu kemur einnig fram að afhend­ing þeirra eigna sem Högum og Olís bar að selja sam­kvæmt sátt félags­ins við Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefst 1. febr­úar næst­kom­andi þegar verslun Bónus á Hall­veig­ar­stíg verður afhent. Búist er við því að afhend­ingu eigna sem Högum bar að selja verði lokið í mars en afhend­ingu eigna Olís í apr­íl.

Þá munu höf­uð­stöðv­ar Olís á sum­ar­mán­uðum flytja frá Katrín­ar­túni 2 í Skútu­vog 5. Skútu­vogur 5 er í eigu Haga. Árleg áhrif á sam­stæðu­reikn­ing félags­ins verða um 110 millj­ónir króna frá og með sept­em­ber 2019 að telja. Sölu­and­virðið er greitt við afhend­ingu fyrstu eignar og því munu þær eignir sem Hagar selja hafa áhrif á sjóðs­streymi þess rekstr­ar­árs sem nú er að ljúka en áhrifin af sölu eigna Olís koma ekki fram í sjóðs­streymi ­fyrr en á nýju rekstr­ar­ári.

Í til­kynn­ing­unni kemur einnig fram að leigu­samn­ingur Hag­kaups í Borg­ar­nesi rennur út í apríl næst­kom­andi og verður samn­ing­ur­inn ekki end­ur­nýj­að­ar. Versl­unin verður því lokað eftir 12 ár í rekstri. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skrítið ef „enginn staður á Íslandi kæmi til greina fyrir vindorku“
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að tvöfalda þurfi orkuframleiðslu á Íslandi „hið minnsta“ til að ná fram orkuskiptum. Íslendingar séu langt á eftir öðrum þegar komið að vindorkunni.
Kjarninn 2. desember 2022
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin mælist með yfir 20 prósent fylgi og hefur ekki mælst stærri í áratug
Fylgi Samfylkingarinnar hefur rúmlega tvöfaldast frá því að kosið var síðasta fyrir rúmu ári síðan. Flokkurinn mælist nú með 21,1 prósent fylgi hjá Gallup. Framsókn hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu og Vinstri græn eru í miklum öldudal.
Kjarninn 1. desember 2022
Esjan á vetrardegi. Félagið Esjuferja ehf. vill reisa kláf upp á fjallið.
Hugmyndir um kláf upp á Esjuna verða teknar til skoðunar á ný
Félagið Esjuferja hefur óskað eftir því við borgina að fá lóðir leigðar undir farþegakláf upp á Esjubrún. Borgarráð samþykkti í dag að leggja mat á raunhæfni hugmyndanna, sem eru ekki nýjar af nálinni.
Kjarninn 1. desember 2022
Jón Ólafur Ísberg
Nýr þjóðhátíðardagur
Kjarninn 1. desember 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - „Það er enginn að fara hakka mig”
Kjarninn 1. desember 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Sýndu þakklæti í verki 感恩图报
Kjarninn 1. desember 2022
Kísilverksmiðjan í Helguvík verður líklega flutt, eða fundið nýtt hlutverk, samkvæmt tilkynningu Arion banka.
„Allt útlit fyrir“ að kísilverið í Helguvík verði ekki gangsett á ný
Arion banki og PCC hafa slitið viðræðum um möguleg kaup PCC á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Einnig hefur Arion sagt upp raforkusamningi við Landsvirkjun, þar sem framleiðsla kísils var forsenda samningsins.
Kjarninn 1. desember 2022
Dagur B. Eggertsson er sem stendur borgarstjóri í Reykjavík. Einar Þorsteinsson mun taka við því embætti síðar á kjörtímabilinu.
Sá hluti Reykjavíkurborgar sem rekinn er fyrir skattfé tapaði 11,1 milljarði á níu mánuðum
Vaxtakostnaður samstæðu Reykjavíkurborgar var 12,1 milljarði króna hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir á fyrstu níu mánuðum ársins. Samstæðan skilar hagnaði, en einungis vegna þess að matsvirði félagslegs húsnæðis hækkaði um 20,5 milljarða króna.
Kjarninn 1. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent