Vilja að ríkið eignist Landssímahúsið við Austurvöll

Fjórir þingmenn vilja að ríkið eignist Landssímahúsið með því að leita samninga um kaup ríkisins á húsinu en að öðrum kosti hefja undirbúning þess að ríkið taki eignarnámi þann hluta byggingarlóðar sem tilheyrir Víkurkirkjugarði.

Landssímareiturinn
Landssímareiturinn
Auglýsing

Fjórir þing­menn hafa lagt fram til­lögu til þings­á­lykt­unar um að ríkið eign­ist Lands­síma­húsið við Aust­ur­völl. Þing­menn­irnir vilja að fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra beiti sér fyrir því að ríkið eign­ist Lands­síma­húsið með því að leita samn­inga um kaup rík­is­ins á hús­inu en að öðrum kosti hefja und­ir­bún­ing þess að ríkið taki eign­ar­námi þann hluta bygg­ing­ar­lóðar sem til­heyrir Vík­ur­kirkju­garði.

Fyrsti flutn­ings­maður er Ólafur Ísleifs­son, þing­maður utan flokka, en með honum eru Ásmundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Karl Gauti Hjalta­son, þing­maður utan flokka, og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, þing­maður og for­maður Mið­flokks­ins.

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni segir að sam­kvæmt stjórn­ar­skránni sé Alþingi frið­heil­agt og megi eng­inn raska friði né frelsi þess. Fyr­ir­hug­aðar fram­kvæmdir og starf­semi á Lands­símareitnum við Aust­ur­völl – þar sem rísa eiga stórt og mikið hótel og veit­inga­staðir með til­heyr­andi umferð ferða­manna og hóp­ferða­bíla – megi telj­ast fela í sér röskun á þing­friði í and­stöðu við umrætt ákvæði.

Auglýsing

„Áður hefur verið bent á að frið­helgi Alþingis sé virt að vettugi með áformunum og kærði for­sætis­nefnd Alþingis m.a. deiliskipu­lag svæð­is­ins til úrskurð­ar­nefndar umhverf­is- og auð­linda­mála á sínum tíma,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Jafn­framt kemur fram að fleiri rök séu fyrir því að ríkið eign­ist Lands­síma­húsið eða eftir atvikum umráða­rétt yfir Lands­símareitn­um. Sem dæmi er nefnt að á Lands­símareitnum hafi á tíma­bili verið kirkju­garður Reyk­vík­inga. Í grein Helga Þor­láks­son­ar, pró­fess­ors emeritus, „Gef dánum ró en hinum líkn sem lifa“, sem birt­ist í Frétta­blað­inu þann 14. apríl árið 2016, segir að upp­haf kirkju­garðs Vík­ur­kirkju megi rekja hátt í 1000 ár aftur í tím­ann og að þar hafi verið jarðað fólk á seinni hluta 19. ald­ar. Í grein­inni segir enn frem­ur: „En leg­steinar molna og minn­ingar hverfa. Þegar svo stendur á er gam­all og góður siður að sýna kirkju­görðum virð­ingu, setja upp minn­ing­ar­mark um hina fram­liðnu og leyfa lif­endum að njóta þess friðar sem hinum fram­liðnu er veitt­ur.“

Sam­kvæmt grein­ar­gerð­inni með til­lög­unni er í tölvu­pósti Helga Þor­láks­sonar til fyrsta flutn­ings­manns lýst hvernig rík­is­stjórnin hafi á árunum 1965 til 66 gripið inn í rás atburða sem ógn­aði gamla kirkju­garð­inum og komið í veg fyrir að mikil bygg­ing, en álíka stór og sem næst alveg á sama stað og sú sem nú er áformað að þar hýsi hót­el, risi sunnan við Lands­síma­hús­ið.

Skipu­lags­nefnd kirkju­garða, undir for­ystu Sig­ur­bjarnar Ein­ars­sonar bisk­ups og Krist­jáns Eld­járn þjóð­minja­varð­ar, hefði í mars 1965 vakið athygli borg­ar­lög­manns á því að lög heim­il­uðu ekki að þarna yrði reist mann­virki nema sam­kvæmt sér­stakri und­an­þágu ráð­herra, að fengnu sam­þykki skipu­lags­nefndar kirkju­garða sem var fyr­ir­renn­ari núver­andi kirkju­garða­ráðs. Sam­bæri­legt ákvæði er enn í lög­um, sam­kvæmt grein­ar­gerð til­lög­unn­ar.

Í bréfi Helga kom fram að rík­is­stjórnin hefði á fundi sínum þann 9. sept­em­ber 1965 fjallað um nauð­syn þess að ekki yrði leyfð bygg­ing norðan Kirkju­stræt­is, milli Aðal­strætis og Thor­vald­sens­stræt­is. Í bréfi til dóms- og kirkju­mála­ráðu­neytis frá 16. nóv­em­ber 1966, sem Jón Skúla­son rit­aði fyrir hönd póst- og síma­mála­stjóra, nefnir hann Vík­ur­kirkju­garð og segir að hann sé ástæða þess að rík­is­stjórnin hefði „bann­að“ hina umræddu bygg­ingu. Loks hefði verið sæst á um helm­ingi minni bygg­ingu, þ.e. við­bygg­ing­una við Lands­síma­húsið sem var brotin niður nýlega.

Í grein­ar­gerð­inni kemur jafn­framt fram að sam­komu­lag milli Alþingis og Lind­ar­vatns, nýs eig­anda Lands­síma­húss, hafi legið fyrir þann 15. maí árið 2015. „Fram hefur komið í fjöl­miðlum að eig­and­inn sé til­bú­inn til að beita sér fyrir að inn­gangur hót­els­ins valdi sem minnstu ónæði fyrir húsin næst Alþing­is­hús­inu. Í við­tölum hefur komið fram að nið­ur­staðan hafi orðið sú að inn­gangur hót­els­ins yrði ekki frá Kirkju­stræti. Það þýði að aðal­að­koma verði að vera frá Thor­vald­sens­stræti eða um Fógeta­garð­inn. Í bréfi dags. 22. mars 2016 til Alþingis var því heitið fyrir hönd Lind­ar­vatns að aðal­inn­gangur yrði ekki frá Aust­ur­velli, aðeins auka­inn­gang­ur. Aðal­inn­gangur yrði úr Vík­ur­garði. Stefnt hefði verið að hinu síð­ar­nefnda en fram hefði komið að Minja­stofnun væri því and­víg. Minja­stofnun vill ekki að aðal­inn­gangur verði um Fógeta­garð (Vík­ur­garð).

Bent er á að hafa verður hug­fast að auk aðkomu gesta þarf að huga að aðflutn­ingi ýmissa vara og vista og ann­arra nauð­synja til hót­el­rekstrar og því fylgir bíla­um­ferð. Fram hafi komið í fjöl­miðlum að slökkvi­lið þurfi einnig aðkomu­braut um Fógeta­garð­inn fyrir slökkvi­tæki sem kosta muni mikið rask í garð­in­um. Fram kemur á upp­drætti að fyr­ir­huguð braut fyrir tæki slökkvi­liðs er í Fógeta­garði. Kemur fram að þetta hafi ýtt við Minja­stofnun að óska frið­lýs­ingar Fógeta­garðs­ins. Til­kynnt var 8. jan­úar 2019 að mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra hefði fall­ist á til­lögu Minja­stofn­unar um frið­lýs­ingu Vík­ur­garðs. Gerir það örð­ugt um vik að finna lausnir á inn­gangs­vand­anum og braut fyrir slökkvi­lið­ið. Allt sýnir þetta að hót­elið er of stórt og á of við­kvæmum stað þótt ekki væri einnig kirkju­garði til að dreifa.“

Flutn­ings­menn telja ein­sýnt að sam­eina verði virð­ingu við graf­reit­inn og virð­ingu við frið­helgi Alþingis með öðrum hætti en að breyta reitnum í ferða­manna­mið­stöð. Fyr­ir­hug­uðu hót­eli sé ofaukið í hjarta höf­uð­stað­ar­ins og auk grófra helgi­spjalla sé mik­il­vægu og sögu­frægu svæði fórnað fyrir einka­hags­muni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 22. maí 2022
Kristín Ása Guðmundsdóttir
Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
Kjarninn 22. maí 2022
Einar kveðst þurfa að íhuga stöðuna sem upp er komin.
Einar ætlar að ræða við baklandið um eina möguleikann í stöðunni
Einar Þorsteinsson oddivit Framsóknarflokksins í Reykjavík segir aðeins einn meirihluta mögulegan í ljósi yfirlýsingar oddvita Viðreisnar um að ekki komi annað til greina en að virða bandalagið við Samfylkinguna og Pírata.
Kjarninn 22. maí 2022
Þórdís Lóa segir Viðreisn vilji láta á bandalagið reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviræður með Framsóknarflokknum.
Vill hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir flokkinn vera í bandalagi með Pírötum og Samfylkingu af heilum hug og vill láta á það reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum.
Kjarninn 22. maí 2022
Silja Bára var gestur í Silfrinu á RÚV þar sem hún sagði óásættanlegt að senda eigi 300 flóttamenn frá Íslandi til Grikklands á næstu misserum.
Útlendingastefnan elti þá hörðustu í hinum Norðurlöndunum
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir uppruna og að verið sé að taka upp á Íslandi útlendingastefnu sem elti hörðustu stefnur annarra Norðurlanda.
Kjarninn 22. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent