Stjórn Heimavalla barst í dag erindi frá þremur hluthöfum þar sem farið er fram á við stjórn félagsins að hún boði til hluthafafundar þar sem tillaga verður gerð um töku hlutabréfa félagsins úr viðskiptum hjá NASDAQ Iceland hf. eða að slík tillaga verði sett á dagskrá aðalfundar þann 14.mars 2019.
Að auki komu fram upplýsingar um valfrjálst tilboð í hlutabréf Heimavalla hf. sem lagt verður fram í samræmi við ákvæði X. kafla laga um verðbréfaviðskipti.
Stjórn Heimavalla mun taka ofangeint erindi til afgreiðslu á næstu dögum í samræmi við 85. gr. l. nr. 2/1995 um hlutafélög.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Erlendi Magnússyni, stjórnarformanni Heimavalla.
Nýlega var tilkynnt um það, að Guðbrandur Sigurðsson hefði hætt sem forstjóri félagsins, en það var skráð á markað fyrir aðeins átta mánuðum, en fyrsti dagur á markaði var 24. maí 2018.
Gengi bréfa Heimavelli hækkaði í dag um 3,93 prósent, en heildareignir fasteignafélagsins námu í lok þriðja ársfjórðungs 58 milljörðum króna, og var eigið fé félagsins 18,7 milljarðar.