Franke: Myndi ekki fjárfesta í WOW air ef ég sæi engin tækifæri

CNBC fjallar um fyrirhugaða fjárfestingu flugrisans Indigo Partners í WOW air.

bill franke
Auglýsing

Bill Franke, stærsti eig­andi Indigo Partners og stjórn­andi félags­ins, sem á enn í við­ræðum um kaup á 49 pró­sent hlut í WOW air, segir í við­tali við CNBC að félagið sæi tæki­færi hjá WOW air, enda myndi félagið ekki fjár­festa ef svo væri ekki. 

Greint var frá því í nóv­em­ber, að ­sam­komu­lag um 75 millj­óna dala fjár­­­fest­ingu, eða sem nemur um 9 millj­örðum króna, á 49 pró­sent hlut í flug­­­fé­lag­inu WOW air, væri á borð­inu, en að upp­fylltum skil­yrð­u­m. 

Við­ræður standa enn fyrir um við­skipt­in, en Skúli Mog­en­sen er eig­andi og for­stjóri WOW air. 

Auglýsing

Nú þegar hefur verið gripið til umfangs­mik­illa hag­ræð­ing­ar­að­gerða hjá WOW air, og hefur verið haft eftir Skúla að nauð­syn­legt hafi verið að draga saman segl­in, og kom­ast aftur á þann stað þar sem WOW air gekk vel. 

WOW air sagði upp 111 starfs­mönnum í des­em­ber, og fækk­aði í flug­flota úr 20 í 11. Upp­sagn­irnar náðu til 350 starfs­manna alls, með verk­tök­um.

Í við­tali við RÚV sagði hann að WOW air hefði horfið frá fyrri stefnu, og færst of mikið í fang, og það hefði reynst honum og félag­inu dýr lexía, sem þyrfti að draga réttan lær­dóm af. 

Haft er eftir Franke í umfjöllun CNBC að lággjalda­flug­fé­lög hafi mörg hver gengið í gegnum mikla erf­ið­leika, með því að reyna að fljúga langar leið­ir. „Við munum reyna að gera það rétta í stöð­unn­i,“ segir Franke. 

Tap árs­ins 2017 hjá WOW air, eftir tekju­skatt, var 22 millj­ónir dala, eða um 2,7 millj­arðar íslenskra króna, miðað við 35,5 millj­ónir Banda­ríkja­dala, 4,5 millj­arða íslenskra króna, hagnað árið áður.

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent