Franke: Myndi ekki fjárfesta í WOW air ef ég sæi engin tækifæri

CNBC fjallar um fyrirhugaða fjárfestingu flugrisans Indigo Partners í WOW air.

bill franke
Auglýsing

Bill Franke, stærsti eig­andi Indigo Partners og stjórn­andi félags­ins, sem á enn í við­ræðum um kaup á 49 pró­sent hlut í WOW air, segir í við­tali við CNBC að félagið sæi tæki­færi hjá WOW air, enda myndi félagið ekki fjár­festa ef svo væri ekki. 

Greint var frá því í nóv­em­ber, að ­sam­komu­lag um 75 millj­óna dala fjár­­­fest­ingu, eða sem nemur um 9 millj­örðum króna, á 49 pró­sent hlut í flug­­­fé­lag­inu WOW air, væri á borð­inu, en að upp­fylltum skil­yrð­u­m. 

Við­ræður standa enn fyrir um við­skipt­in, en Skúli Mog­en­sen er eig­andi og for­stjóri WOW air. 

Auglýsing

Nú þegar hefur verið gripið til umfangs­mik­illa hag­ræð­ing­ar­að­gerða hjá WOW air, og hefur verið haft eftir Skúla að nauð­syn­legt hafi verið að draga saman segl­in, og kom­ast aftur á þann stað þar sem WOW air gekk vel. 

WOW air sagði upp 111 starfs­mönnum í des­em­ber, og fækk­aði í flug­flota úr 20 í 11. Upp­sagn­irnar náðu til 350 starfs­manna alls, með verk­tök­um.

Í við­tali við RÚV sagði hann að WOW air hefði horfið frá fyrri stefnu, og færst of mikið í fang, og það hefði reynst honum og félag­inu dýr lexía, sem þyrfti að draga réttan lær­dóm af. 

Haft er eftir Franke í umfjöllun CNBC að lággjalda­flug­fé­lög hafi mörg hver gengið í gegnum mikla erf­ið­leika, með því að reyna að fljúga langar leið­ir. „Við munum reyna að gera það rétta í stöð­unn­i,“ segir Franke. 

Tap árs­ins 2017 hjá WOW air, eftir tekju­skatt, var 22 millj­ónir dala, eða um 2,7 millj­arðar íslenskra króna, miðað við 35,5 millj­ónir Banda­ríkja­dala, 4,5 millj­arða íslenskra króna, hagnað árið áður.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn leggst ekki gegn skipun rannsóknarnefndar um fjárfestingarleiðina
Í umsögn sem nýr seðlabankastjóri skrifar undir leggst Seðlabanki Íslands ekki sérstaklega gegn því að fram fari rannsókn á fjárfestingarleiðinni sem bankinn hélt úti milli 2011 og 2015. Alls voru 206 milljarðar króna ferjaðir inn í landið í gegnum hana.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Stefán Eiríksson tekur við starfi útvarpsstjóra 1. mars næstkomandi.
Stjórnmálamenn verði að senda skilaboð um hvað ætti að skera niður hjá RÚV
Verðandi útvarpsstjóri segir að ef það eigi að setja takmarkanir á getu RÚV til að afla sér auglýsingatekna, sem eru yfir tveir milljarðar króna á ári, þá þurfi stjórnmálamenn að segja hvað eigi að láta undan í rekstrinum í staðinn.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent