Ísland styður Juan Guadió sem forseta Venesúela, en ekki Maduro. Þetta kemur fram í Twitter færslu hjá Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra.
Iceland supports @jguaido as the Interim President of Venezuela. Free and fair elections should now be called and the will of the people respected.
— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) February 4, 2019Auglýsing
Frá árinu 2013 hefur samdráttur í landsframleiðslu verið um 50 prósent, segir í umfjöllun AGS.
Maduro hefur verið forseti í Venesúela síðan 2013, en hann var þar á undan utanríkisráðherra frá árinu 2006. Hann tók við af Hugo Chavez þegar hann lést, 5. mars 2013.
Fleiri þjóðir hafa sett fram opinberan stuðning við Guadió, þar á meðal Bandaríkin, sem hafa lýst því yfir að þau telji ekki forsvaranlegt að vera í pólitísku sambandi við Maduro, á meðan hann er með valdaþræðina í hendi sér sem forseti. Bandaríkin hafa þegar gripið til efnahagsþvingana gagnvart Venesúela.
Margar stærstu þjóðir Evrópu hafa einnig gripið til þess, að lýsa yfir stuðningi við Guadió. Maduro hefur hins vegar enn stuðning frá ríkjum eins og Rússlandi, Kína, Kúbu, Tyrklandi, N-Kóreu, Sýrlandi, Íran og Bólivíu.
„Frjálsar og sanngjarnar kosningar ættu nú að fara fram og vilji fólksins á að ráða för,“ segir í færslu Guðlaugs Þórs á Twitter.
Engin yfirlýsing hefur komið frá ríkisstjórn Íslands vegna þessa máls, fyrir utan yfirlýsingu Guðlaugs Þórs utanríkisráðherra á Twitter.