Píratar mótmæla ofbeldi með táknrænum hætti

Björn Leví Gunnarsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmenn Pírata, mótmæltu ofbeldi í þingsal í dag.

mótmælaofbeldi.jpg
Auglýsing

Björn Leví Gunn­ars­son og Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­menn Pírata, stilltu sér upp með „Fokk ofbeldi“ húf­ur, við hlið Berg­þórs Óla­son­ar, þing­manni Mið­flokks­ins, á Alþingi í dag. Berg­þór er einn sex þing­manna sem sat á Klaustri, og tal­aði þar með niðr­andi hætti um sam­starfs­fólk á þingi, ekki síst kon­ur. 

Berg­þór hafði sig einna mest í frammi, og hefur hann opin­ber­lega beðist afsök­unar á fram­komu sinni. Hann og Gunnar Bragi Sveins­son, sem einnig hafði sig einna mest frammi á Klaustur bar, snéru aftur á þing, og ætla sér að halda áfram þing­störf­um. 

Þeir sex þing­menn sem sátu á Klaustur bar voru auk Berg­þórs og Gunn­ars Braga, Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, og síðan Ólafur Ísleifs­son og Karl Gauti Hjalta­son, en Berg­þór og Gunnar Bragi voru þeir sem létu ljót­ustu orðin falla. Meðal ann­ars var Lilja Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, kölluð „hel­vítis tík“ en hún sagð­ist líta á fram­göngu Klaust­urs­þing­manna sem ofbeldi.

Auglýsing

Fokk ofbeldi húf­urnar eru hann­aðar og fram­leiddar fyrir UN Women, til að vekja á athygli á ofbeldi gagn­vart stúlkum og kon­um.

Börn eiga alltaf rétt á stuðningi og heildstæðu mati
Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingar á útlendingalögum.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Orð Ragnars Þórs „ómakleg árás“ á leigufélag sem rutt hefur brautina
Almenna leigufélagið hafnar því alfarið að félagið hafi hagað sér með óábyrgum hætti á markaði.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ragnar gefur Kviku frest til að „rifta“ kaupunum
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir stjórn félagsins standa þétt saman og hún sætti sig ekki við það hvernig Almenna leigufélagið starfar.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Guðlaugur ræddi við Guaidó og lýsti yfir formlegum stuðningi ríkisstjórnarinnar
Utanríkisráðherra hefur ákveðið að auka við fjárstuðning við flóttamenn frá Venesúela.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ármann: Höfum ekkert með stjórn GAMMA að gera
Kvika er ekki orðinn eigandi Gamma. Forstjóri Kviku segir að misskilningur birtist í opnu bréfi VR.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ólafur Kristófersson
Er árið 2007 komið á ný?
Kjarninn 18. febrúar 2019
Segja hækkun á leigu vera grimmd, taumlausa græðgi og mannvonsku
VR gefur Kviku banka 4 daga frest til þess að láta Almenna leigufélagið hætta því sem VR kallar grimmdarverk. VR mun taka allt sitt fé úr eignastýringu hjá þeim ef leiga félagsins hækkar umfram verðlag og ef leigjendum verður ekki tryggt húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Leifsstöð
Áætla að sætaframboð WOW air dragist saman um 44 prósent
Samkvæmt ferðaáætlunum flugfélaganna sem fljúga um Keflavíkurflugvöll á komandi sumri mun framboð sæta hjá WOW air dragast saman um 44%. Icelandair áformar að auka sætaframboð sitt yfir sumartímann um 14%.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent