Hið opinbera verður að nýta svigrúmið

Samtök iðnaðarins segja að nú sé tíminn til að fara í umfangsmikla innviðauppbyggingu.

Sigurður Hannesson.
Auglýsing

Sam­tök iðn­að­ar­ins segja að nú séu kjörað­stæður að skap­ast í hag­kerf­inu fyrir hið opin­bera til að fara í frek­ari inn­viða­upp­bygg­ing­u. 

Þetta kemur fram í umfjöllun á vef SI en þar er ný þjóð­hags­spá Seðla­banka Íslands gerð að umtals­efni. Sam­kvæmt henni er gert ráð fyrir að það hægi veru­lega á gangi mála í efna­hags­málum þjóð­ar­innar á þessu ári, og að hag­vöxtur verið 1,8 pró­sent sem 0,9 pró­sentu­stigum lægra en fyrri spá gerði ráð fyr­ir. 

Í umfjöllun SI segir að upp­söfnuð þörf á fjár­fest­ingu í vega­kerf­inu sé á bil­inu 350 til 400 millj­arðar króna. Vitnað er til umfjöll­unar meiri­hluta í sam­göngu- og umhverf­is­nefnd Alþing­is, þar sem segir að upp­safn­aður vandi sé mik­ill.

Auglýsing

„Rétti­lega er bent á í álit­inu að upp­safn­aður vandi er mik­ill og brýnt að fram­kvæmda­hraði yrði meiri en áætlað er í sam­göngu­á­ætl­un. Bent hefur verið á að Ísland er strjál­býlt og vega­kerfið umfangs­mikið miðað við fólks­fjölda, og upp­bygg­ing þess hefur alla tíð verið á eftir nágranna­lönd­un­um. Fjár­fest­ing­ar­þörfin í heild er á milli 350–400 millj­arðar kr.,“ segir í umfjöllun SI.

Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðn­að­ar­ins, benti á fyrir skömmu að hið opin­bera verði að nýta það svig­rúm sem skap­ist „þegar fjár­fest­ing atvinnu­veg­anna drag­ist saman og hægist á gangi hag­kerf­is­ins og hafa beri í huga að mikil upp­söfnuð þörf sé fyrir fjár­fest­ingu í innviðum eftir fjársvelti síð­ustu tíu ár.“ 

Hann segir að spáin sé heldur var­færin og ætla megi að fjár­fest­ingin á árunum 2020-2022 verði jafn­vel umfram þá áætlun sem kom fram á þing­inu.

FEB: Sú óréttláta skerðing sem viðgengst í dag stuðlar að fátækt meðal eldri borgara
Félag eldri borgara fagnar kröfu stéttarfélaga og sambanda innan ASÍ um að stigið verði ákveðið skref til lækkunar á skerðingu almannatrygginga úr 45 prósent í 30 prósent vegna lífeyris frá lífeyrissjóðum.
Kjarninn 20. febrúar 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það hafa legið fyrir að ríkisstjórnin myndi ekki setja á hátekjuskatt
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að skattkerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar hafi verið kynntar og að það hafi jafnframt legið fyrir, frá því að núverandi ríkisstjórn var mynduð, að hún væri ekki að „fara í hátekjuskatt“.
Kjarninn 20. febrúar 2019
Stál í stál - Líkur á verkföllum hafa aukist
Útspili stjórnvalda í kjaraviðræðunum var illa tekið hjá verkalýðshreyfingunni. Eru verkföll í kortunum?
Kjarninn 20. febrúar 2019
Bakkavararbræður vilja rannsókn á Klakka
Lýstar kröfur í nauðasamningum Exista námu upphaflega tæplega 300 milljörðum króna og aðeins hluti þeirra hefur fengist greiddur.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Hvalveiðar heimilaðar næstu fimm árin
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, studdist við ráðgjöf Hafró.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Forseti ASÍ: Dagur „vonbrigða“ sem liðkar ekki fyrir kjarasamningum
Forseti ASÍ segir útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum ekki til þess fallið að liðka fyrir kjarasamningum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Útspil stjórnvalda - Vilja minnka skattbyrði á lágtekjufólk
Verkalýðshreyfingin er ósátt við útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Ríkisstjórnin kynnti nýtt skattþrep fyrir lægstu tekjurnar
Í tillögum um breytingar á skattkerfinu sem ríkisstjórnin kynnti aðilum vinnumarkaðarins í morgun voru lagðar til jafnar skattalækkanir upp á nokkur þúsund krónur á mánuði á alla einstaklinga með tekjur upp að 900 þúsund krónum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent