Þórhildur Sunna: Verið að refsa stjórnarandstöðunni fyrir gjörðir Miðflokksmanna

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður, Pírata segir í færslu á Facebook að stjórnarmeirihlutinn sé að refsa stjórnarandstöðunni.

Þórhildur Sunna og Alþingi
Auglýsing

Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, segir að meiri­hluti Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Vinstri grænna og Fram­sókn­ar­flokks, sé að láta stjórn­ar­and­stöð­una gjalda fyrir Klaust­urs­málið og sér­stak­lega fram­ferði Mið­flokks­manna, með því taka yfir for­mennsku í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd, sem Berg­þór Óla­son hefur gengt.

Í færslu á Face­book, í til­efni af mót­mælum Þór­hildar Sunnu og Björns Levís Gunn­ars­son­ar, félaga hennar í þing­flokki Pírata, segir hún að henni hafi ofboðið fram­ganga þing­meiri­hlut­ans. Hún og Björn Léví voru gagn­rýnd af sitj­andi for­seta Alþing­is, fyrir að standa með „Fokk ofbeldi“ húfur við hlið Berg­þórs þegar hann flutti ræðu á Alþingi í gær. 

Hin táknrænu mótmæli.

Auglýsing

Færsla Þór­hildar Sunnu fer hér á eftir í heild sinn­i: 

„Í þrjár vikur hafa störf umhverfis og sam­göngu­nefndar verið í upp­námi vegna afstöðu­leysis meiri­hlut­ans gagn­vart for­mennsku Berg­þórs Ólafs­sonar í nefnd­inni. Stjórn­ar­meiri­hlut­inn hefur ekki þorað að taka afstöðu í mál­inu í allan þennan tíma þrátt fyrir ítrek­aðar til­raunir minni­hlut­ans til þess að finna ásætt­an­lega lausn í mál­inu. Nú hefur meiri­hlut­inn tekið ákvörðun um að hirða eitt þriggja for­mannemb­ætta minni­hlut­ans af honum til sín, í hendur skugga­sam­göngu­mála­ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Jóns Gunn­ars­son­ar. Hér er verið að refsa stjórn­ar­and­stöð­unni fyrir gjörðir Mið­flokks­manna.

Á sama tíma fær Brynjar Níels­son að spúa kvenn­fyr­ir­litn­ing­ar­tali um víðan völl án við­náms frá stjórn­ar­meiri­hlut­an­um. Katrín Jak­obs­dótt­ir, jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, sam­þykkir með þögn sinni að það sé í lagi að Brynjar Níels­son væni kon­urnar sem hafa sakað Jón Bald­vin Hanni­bals­son um kyn­ferð­is­brot, um opin­bera smán­un. Að þær vilji bara meiða hann. Að þær fari offorsi. Brynjar smættar brotin gegn þessum hug­rökku kon­um, gerir lítið úr þeim með þöglu sam­þykki stjórn­ar­meiri­hlut­ans.

Eins fær Brynjar Níels­son að ráð­ast gegn þol­anda vændis í við­tölum við fjöl­miðla og reynir að kenna henni lex­íur í sjálfs­á­byrgð.

Við skulum ekki gleyma því að þetta er sami maður og sagði sem for­maður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar að til væru verri brot gegn börnun en þau sem Róbert Dow­ney framdi gegn Nínu Rún Bergs­dótt­ur, Höllu Ólöfu Jóns­dótt­ur, Gló­dísi Töru og Önnu Katrínu Snorra­dótt­ur.

Þetta er sami maður og hneyksl­að­ist opin­ber­lega á því að Hjalti Sig­ur­jón Hauks­son hefði misst vinnu sem rútu­bíl­stjóri þegar upp komst að hann hefði fengið lengsta dóm sem dæmdur hefur verið á Íslandi fyrir kyn­ferð­is­brot gegn barni.

Þetta er sami maður og sá sem for­maður stjórn­skip­un­ar- og efitr­lits­nefnd­ar, hélt því fram að þau sem kröfð­ust upp­lýs­inga um upp­reist æru, þ.á.m. Bergur Þór Ing­ólfs­son, vildu bara berja á þeim sem veitt höfðu barn­a­níð­ing­unum Róberti Dow­ney og Hjalta Sig­ur­jóni Hauks­syni með­mæli.

Þetta þykir stjórn­ar­meiri­hlut­anum í lagi. Þetta þykir þing­mönnum VG, sem að eigin sögn hafa femín­isma sem eina af sínum grunn­stoðum í lagi.

Menn sem tala ógeðs­lega um kon­ur. Tala um þær sem skrokka, sem hluti, sem húrrr­andi klikk­aðar kunt­ur, sem apa­k­etti, sem vænd­is­konur sem þurfi bara að bera ábyrgð á sjálfum sér, sem konur sem vilja bara meiða karla sem brutu á þeim kyn­ferð­is­lega, fá að gera það óáreittir og án afleið­inga frá stjórn­ar­meiri­hlut­an­um. ­

Þriggja vikna umræður um hvort Berg­þór ætti að víkja úr for­manns­stóli höfðu engu skilað í gær vegna þess að stjórn­ar­meiri­hlut­inn var ekki til­bú­inn að fella hann úr stóli. Var ekki til­bú­inn að taka afstöðu gegn fram­komu Berg­þórs.

Í gær hafði sú staða ekki breyst. Ég fyrir mitt leyti, hafði reynt mitt besta til að fá stjórn­ar­meiri­hlut­ann í lið með okkur en fékk nóg af þess­ari við­var­andi með­virkni með ofbeld­is­seggjum á Alþingi.

Á sama tíma beita þeir Mið­flokks­menn fyrir sig Per­sónu­vernd og dóm­stólum í víga­leik sínum gegn upp­ljóstr­ar­anum Báru, sem opin­ber­aði inn­ræti þeirra fyrir alþjóð. Á sama tíma lætur rík­is­sak­sókn­ari það eiga sig að rann­saka spill­ing­argort þeirra Gunn­ars Braga og Sig­mundar Dav­íðs.

Nú er komið í ljós að næst­besta staðan fyrir Mið­flokk­inn var valin af stjórn­ar­meiri­hluta­naum sem ákveður að refsa okkur í stjórn­ar­and­stöð­unni með því að setja sinn mann í for­mann­stól nefnd­ar­inn­ar. Meiri­hlut­inn not­færar sér óþol okkar fyrir Berg­þóri Ólafs­syni í for­manns­stóli með því að taka til sín stól­inn og setur þangað Jón Gunn­ars­son, skugga­sam­göngu­mála­ráð­herra Íslands.

Þannig græðir stjórn­ar­meiri­hlut­inn á Klaust­urs­mál­inu. Þeim finnst líka ekk­ert mál að Berg­þór sitji áfram í stjórn nefnd­ar­innar og geti þannig stýrt fundum nefnd­ar­innar for­fall­ist Jón eða Ari Traust­i. Ekk­ert mál.

Mér ofbauð og við Björn gripum til okkar ráða. Lái okkur hver sem vill.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent