Segir niðurstöður um verð vörukörfunnar á Íslandi sláandi

Matvörukarfa í Reykjavík er töluvert dýrari en annars staðar á Norðurlöndunum, samkvæmt nýrri verðkönnun ASí. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir niðurstöðurnar sláandi en að þær komi sér þó ekki á óvart.

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.
Auglýsing

Vöru­karfa, saman sett af algengum mat­vörum, er mun dýr­ari í Reykja­vík en í höf­uð­borgum hinna Norð­ur­land­anna, sam­kvæmt nið­ur­stöðum nýrrar verð­könn­unar Verð­lags­eft­ir­lits Alþýðu­sam­bands Íslands. Vöru­karfan í Reykja­vík er 67 ­pró­sent ­dýr­ari en vöru­karfan í Helsinki þar sem vöru­verðið var lægst. Það land sem er næst Íslandi í verð­lagi er Nor­egur en vöru­karfan í Reykja­vík er samt sem áður 40 pró­sent dýr­ari en í Osló. 

Þor­steinn Víglunds­son, þing­maður Við­reisn­ar, sagði þessar nið­ur­stöður slá­andi en að þær komi honum þó ekki óvart. Þor­steinn spurði í kjöl­farið land­bún­að­ar- og sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, í óund­ir­búnum fyr­ir­spurnum á Alþingi í dag, hvort að breyt­ing á mat­ar­verði hér á landi geti verið útspil stjórn­valda í kjara­við­ræð­u­m. 

Fjöru­tíu ­pró­sent ódýr­ara í Os­ló en hér

Verð­könn­unin var fram­kvæmd í des­em­ber í fyrra í leið­andi lág­vöru­verðs­versl­unum í höf­uð­borgum Norð­ur­land­anna. Í könn­un­inni var borið saman verð á algengum neyslu­vörum í sam­bæri­legum versl­un­um, vörur á borð við mjólk, osta, kjöt­vör­ur, græn­meti, ávexti og brauð. Vöru­karfan sem verð­lags­eft­ir­litið bar saman var dýr­ust í Reykja­vík þar sem hún kost­aði 7.878 krónur og næst dýr­ust í Nor­egi, þar sem hún kost­aði 5.631. Sam­bæri­leg vöru­karfa í Kaup­manna­höfn kostar 5.173 og 5.011 í Stokk­hólmi. Ódýrasta mat­vöru­karfan var í Helsinki þar sem hún kost­aði 4729. 

Auglýsing

Mynd:ASÍ

152 pró­sent verð­munur á brauð­osti

Verð á þeim vörum kannað var reynd­ist oft­ast hæst í Reykja­vík eða í 12 til­vikum af 18 en í 8 til­vikum af 18 var vöru­verðið lægst í Helsinki. ­Mik­ill verð­munur var á kjöt- og mjólk­ur­vörum og græn­meti í könn­un­inni. Þá kostar kílóið af brauð­osti  1.411 krónur á Íslandi en 1.235 í Nor­egi sem er með næst hæsta verð­ið. Kíló­verðið á brauð­osti kostar aðeins 556 krónur í Helsinki og er því 152 pró­sent verð­munur á kíló­verði af brauð­osti milli Reykja­víkur og Helsinki. 

Mik­ill verð­munur er einnig á kjöt­vörum en kíló af ung­nauta­hakki kostar 1.598 krónur í Reykja­vík, 1.326 í Os­lo og 946 í Helsinki ­sem gerir 69 pró­sent verð­mun á hæsta og lægsta verði. Þá er 240 pró­sent verð­munur á nið­ur­sneiddri skinku sem kostar 2.749 krónur á kíló­ið á Íslandi en 808 krónur í Finn­landi þar sem verðið er lægst. Verð­mun­ur­inn á græn­meti var sömu­leiðis mik­ill en sem dæmi má nefna að 560 pró­sent munur var á hæsta og lægsta kíló­verði á gul­rótum og 213 pró­sent munur á hæsta og lægsta verði á kart­öfl­u­m. 

Kostn­aður fjöl­skyld­unnar liggur í land­bún­að­ar­vör­unum

Þor­steinn Víglunds­son, þing­maður Við­reisn­ar, spurði Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, um verð­könnun ASÍ í óund­ir­búnum fyr­ir­spurnum á Alþingi í dag. Þor­steinn sagði nið­ur­stöð­urnar vera slá­andi en að þær komu honum þó ekki á óvart. Hann benti jafn­framt á að mikið væri af land­bún­að­ar­vörum í körf­unni sem fram­leiddar eru á Íslandi og að það hækk­aði verð körf­unn­ar. Hann sagði jafn­framt að sam­kvæmt sam­an­burði hjá OECD ­ríkj­unum er eng­inn land­bún­að­ur­ ­meira vernd­aður en sá íslenska. Því liggi kostn­aður mat­ar­körf­unnar í land­bún­að­ar­vör­un­um. „Það er auð­vitað gríð­ar­legar kostn­aður fyrir íslenskar fjöl­skyld­ur. Það má ætla að fjög­urra manna íslensk fjöl­skylda borgi að með­al­tali 60 til 70 þús­und krónur meira ­fyr­ir­ mat­ar­körf­unni á mán­uði heldur en sam­bæri­leg fjöl­skylda á hin­um Norð­ur­lönd­un­um að með­al­tali.“ 

Þor­steinn spyr því ráð­herra hvort að breyt­ingu á mat­ar­verð hér á landi geti verið inn­legg stjórn­valda í kjara­við­ræð­um. „Þar sem rík­is­stjórnin er að leita af ein­hverju útspili í kjara­við­ræð­um. Hefur hæst­virtur ráð­herra hugsað að taka jafn­vel hátt mat­ar­verð hér á landi, vegna vernd­ar­stefnu íslenskra stjórn­valda í land­bún­aði, upp og breyta því sem inn­legg í kjara­við­ræð­ur.“

Kristján Þór Júlíusson. Mynd: Bára Huld BeckKrist­ján Þór sagð­ist þá ekk­ert sér­stak­lega ætla að svara fyrir verð­könnun ASÍ en benti þing­manni á að „ það er fleira matur en feitt ket“. Krist­ján sagði jafn­framt að Íslend­ingar flytji inn mjög mikið af mat­vörum og að toll­múrar Íslend­inga séu miklu lægri í þeim efnum en til dæmis Evr­ópu­sam­band­ið. Jafn­framt væru 80 pró­sent af íslenskum mat­vælum flutt inn án tolla. 

Krist­ján sagði jafn­framt íslenskan land­búnað vera standa sig vel og fram­leiða góða vöru. „Það má alltaf deila um það við hvaða verði menn eru að kaupa nauð­synja­vör­ur. Það er alveg hár­rétt að í þess­ari könn­un, eins og hún birt­ist okk­ur, þá er mat­ar­k­arfan í þeim vörum sem bornar eru saman tölu­vert hærri hér. “ Hann bætti því að mik­il­vægt sé að taka fleiri þætti inn í útskýr­ingar en verð í búð­u­m. „Ég vænti þess að íslenskir fram­leið­endur þeirra mat­vara sem eru í þess­ari körfu muni leiða fram mis­mun í kaup­gjaldi fólks og fleiri þætti sem spila inn í verð­lagn­ingu vöru á mark­að­i.“

Enn fremur sagði Krist­ján að „það gæti vel verið að þetta sé atriði komi upp í tengslum við kjara­við­ræðum stjórn­valda. En ég veit ekki til þess að þessi mál sé komin inn á það borð, svo því sé svar­að“

Hvetja ASÍ til að gera kröfu um að dregið verði úr toll­vernd á mat­vör­u­m. 

Félag atvinnu­rek­anda sendu frá sér til­kynn­ingu í dag þar sem fram kom að þessi verð­könnun ASÍ væri þarft inn­legg í umræður um kjör launa­fólks.  „Að mati Félags atvinnu­rek­enda er nú dauða­færi í tengslum við kjara­við­ræður á almennum vinnu­mark­aði að taka toll­vernd mat­vöru til end­ur­skoð­un­ar, til hags­bóta fyrir almenn­ing á Íslandi. Lækkun og/eða afnám tolla á mat­vörum er ein skil­virkasta aðgerðin sem hægt er að grípa til í því skyni að lækka verð á nauð­synjum og bæta þannig kjör launa­fólks. Það skiptir nefni­lega ekki síður máli hversu margar krónur fara úr buddu almenn­ings en hversu margar koma í hana.“

FA hvetur því Alþýðu­sam­bandið og aðild­ar­fé­lög þess til að gera þá kröfu á hendur stjórn­völd­um, í þágu félags­manna sinna, að dregið verði úr toll­vernd á mat­vör­u­m. 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent