Virði Icelandair hrundi niður um 16 prósent - Marel komið með 300 milljarða verðmiða

Fjárfestar tóku illa í uppgjör Icelandar, sem sýndi mikið tap í fyrra. Markaðsvirði Marel heldur áfram að hækka.

Icelandair vél feb 2008
Auglýsing

Mark­aðsvirði Icelandair hrundi niður um 16 pró­sent í dag, eftir að upp­gjör félags­ins var birt, en fjár­festar tóku tíð­indum í því illa. Félagið tap­aði 6,7 millj­örðum á árinu 2018, og mun­aði þar ekki síst um 6,9 millj­arða tap á síð­asta árs­fjórð­ungi árs­ins. 

Mark­aðsvirði Icelandair nemur nú 43 millj­örðum króna.

Bogi Nils Boga­son for­stjóri Icelandair segir að fjár­hags­staða Icelandair sé eftir sem áður sterk, og félagið sé nú í þeirri stöðu að geta brugð­ist við breyt­ingum og sveiflum í rekstr­ar­um­hverf­inu. Eigið fé félags­ins var 471 millj­ónir Banda­ríkja­dala í lok árs, eða sem nemur um 56,5 millj­örðum króna.

Auglýsing

Eins og kunn­ugt er, hafa verið miklar sveiflur á mark­aðsvirði félags­ins á und­an­förnum mán­uð­um, þar sem óvissa um stöðu WOW air hefur haft mikil áhrif á gang mála. Icelandair féll frá kaupum á félag­inu, en enn standa yfir við­ræður WOW air og Indigo Partners, um fyr­ir­hug­aða fjár­fest­ingu Indigo í félag­inu.

Öll félög á mark­aðnum lækk­uðu í við­skiptum dags­ins, nema Sjóvá og Mar­el. Mark­aðsvirði Marel hækk­aði um 1,97 pró­sent og nemur mark­aðsvirði félags­ins nú tæp­lega 300 millj­örðum króna. Það er lang­sam­lega verð­mætasta félagið í kaup­höll­inni, en það und­ir­býr nú skrán­ingu félags­ins í erlenda kaup­höll, þar sem til greina koma kaup­hall­irnar í Amster­dam og Kaup­manna­höfn.

Guðni Karl Harðarson
Í krafti fjöldans
Kjarninn 20. apríl 2019
Skoða skattalegt umhverfi þriðja geirans
Starfshópur á að skoða hvort að skattalegar ívilnanir geti hvatt einstaklinga og fyrirtæki til að styrkja félög sem falla undir þriðja geirann. Dæmi um félög sem gætu notið góðs af mögulegum breytingum eru björgunarsveitir, íþróttafélög og mannúðarsamtök.
Kjarninn 20. apríl 2019
Það helsta hingað til: WOW air fer á hausinn með látum
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Ein stærsta frétt ársins hingað til er án efa gjaldþrot WOW air eftir langvinnt dauðastríð sem fór fram fyrir opnum tjöldum.
Kjarninn 20. apríl 2019
Koma svo!
Koma svo!
Koma svo - Salt og ... paprika
Kjarninn 20. apríl 2019
Advania
Ríkið greiddi Advania rúman milljarð vegna tölvukerfa í fyrra
Upplýsingatæknifyrirtækið Advania fékk greiddan rúman milljarð fyrir rekstur og hýsingu tölvukerfa ríkisins árið 2018. Þar af greiddi ríkið 635 milljónir vegna tölvukerfisins Orra.
Kjarninn 20. apríl 2019
Búinn að bíða lengi eftir aðgerðum
Mikil vakning hefur orðið meðal landans á síðustu misserum varðandi umhverfismál og má með sanni segja að sjaldan hafi starf umhverfis- og auðlindaráðherra verið eins mikilvægt.
Kjarninn 20. apríl 2019
Sistkynin Sansa, Arya og Bran Stark úr sjónvarpsþáttunum Game of Thrones.
Game of Thrones vinsælasti þátturinn til niðurhals
Fyrsta þætti áttundu þáttaraðar Game of Thrones, sem sýndir eru á Stöð 2, hafði verið hlaðið niður tæplega sjö þúsund sinnum á deildu.net í gær. Íslendingar eru þannig enn að notfæra sér slíkan máta til að sækja sér efni til afþreyingar.
Kjarninn 20. apríl 2019
Lán lífeyrissjóða jukust um fjórðung að raunvirði milli ára
Heildareignir lífeyrissjóða nema yfir 4.400 milljörðum króna.
Kjarninn 19. apríl 2019
Meira úr sama flokkiInnlent