Virði Icelandair hrundi niður um 16 prósent - Marel komið með 300 milljarða verðmiða

Fjárfestar tóku illa í uppgjör Icelandar, sem sýndi mikið tap í fyrra. Markaðsvirði Marel heldur áfram að hækka.

Icelandair vél feb 2008
Auglýsing

Mark­aðsvirði Icelandair hrundi niður um 16 pró­sent í dag, eftir að upp­gjör félags­ins var birt, en fjár­festar tóku tíð­indum í því illa. Félagið tap­aði 6,7 millj­örðum á árinu 2018, og mun­aði þar ekki síst um 6,9 millj­arða tap á síð­asta árs­fjórð­ungi árs­ins. 

Mark­aðsvirði Icelandair nemur nú 43 millj­örðum króna.

Bogi Nils Boga­son for­stjóri Icelandair segir að fjár­hags­staða Icelandair sé eftir sem áður sterk, og félagið sé nú í þeirri stöðu að geta brugð­ist við breyt­ingum og sveiflum í rekstr­ar­um­hverf­inu. Eigið fé félags­ins var 471 millj­ónir Banda­ríkja­dala í lok árs, eða sem nemur um 56,5 millj­örðum króna.

Auglýsing

Eins og kunn­ugt er, hafa verið miklar sveiflur á mark­aðsvirði félags­ins á und­an­förnum mán­uð­um, þar sem óvissa um stöðu WOW air hefur haft mikil áhrif á gang mála. Icelandair féll frá kaupum á félag­inu, en enn standa yfir við­ræður WOW air og Indigo Partners, um fyr­ir­hug­aða fjár­fest­ingu Indigo í félag­inu.

Öll félög á mark­aðnum lækk­uðu í við­skiptum dags­ins, nema Sjóvá og Mar­el. Mark­aðsvirði Marel hækk­aði um 1,97 pró­sent og nemur mark­aðsvirði félags­ins nú tæp­lega 300 millj­örðum króna. Það er lang­sam­lega verð­mætasta félagið í kaup­höll­inni, en það und­ir­býr nú skrán­ingu félags­ins í erlenda kaup­höll, þar sem til greina koma kaup­hall­irnar í Amster­dam og Kaup­manna­höfn.

Skiptastjóri segir að forsvarsmenn Primera hafi mögulega valdið félaginu tjóni
Í skýrslu skiptastjóra þrotabúsins kemur fram að forsvarsmenn flugfélagsins Primera air kunni að hafa bakað félaginu tjóni í tveimur tilvika. Skiptastjóri hyggst höfða riftunarmál og reyna að endurheimta um 520 milljónir króna.
Kjarninn 20. febrúar 2019
FEB: Sú óréttláta skerðing sem viðgengst í dag stuðlar að fátækt meðal eldri borgara
Félag eldri borgara fagnar kröfu stéttarfélaga og sambanda innan ASÍ um að stigið verði ákveðið skref til lækkunar á skerðingu almannatrygginga úr 45 prósent í 30 prósent vegna lífeyris frá lífeyrissjóðum.
Kjarninn 20. febrúar 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það hafa legið fyrir að ríkisstjórnin myndi ekki setja á hátekjuskatt
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að skattkerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar hafi verið kynntar og að það hafi jafnframt legið fyrir, frá því að núverandi ríkisstjórn var mynduð, að hún væri ekki að „fara í hátekjuskatt“.
Kjarninn 20. febrúar 2019
Stál í stál - Líkur á verkföllum hafa aukist
Útspili stjórnvalda í kjaraviðræðunum var illa tekið hjá verkalýðshreyfingunni. Eru verkföll í kortunum?
Kjarninn 20. febrúar 2019
Bakkavararbræður vilja rannsókn á Klakka
Lýstar kröfur í nauðasamningum Exista námu upphaflega tæplega 300 milljörðum króna og aðeins hluti þeirra hefur fengist greiddur.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Hvalveiðar heimilaðar næstu fimm árin
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, studdist við ráðgjöf Hafró.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Forseti ASÍ: Dagur „vonbrigða“ sem liðkar ekki fyrir kjarasamningum
Forseti ASÍ segir útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum ekki til þess fallið að liðka fyrir kjarasamningum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Útspil stjórnvalda - Vilja minnka skattbyrði á lágtekjufólk
Verkalýðshreyfingin er ósátt við útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent