Ætla að hjálpa íslenskum sprotum að vaxa og dafna

Aðstandendur Iceland Venture Studio ætla sér vinna með íslenskum og erlendum frumkvöðlum á sviði tækni.

572A9973.jpg
Auglýsing

Hið nýstofn­aða fjár­fest­inga­fyr­ir­tæki Iceland Venture Studio hefur stofn­að 500 millj­ón króna fjár­fest­inga­sjóð með það að mark­miði að hjálpa íslenskum nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækjum á sviði tækni með fjár­magn, ráð­gjöf og teng­ing­ar. 

Mark­miðið er að hjálpa frum­kvöðlum að byggja upp tækni­fyr­ir­tæki sín. 

Stofn­endur fjár­fest­inga­fyr­ir­tæk­is­ins, Bala Kam­allakharan og Freyr Ket­ils­son, eiga einnig sprota­fyr­ir­tækið Dattaca Labs og mun Bala verða fram­kvæmda­stjóri hins nýja fyr­ir­tækis og Freyr verður stjórn­ar­for­mað­ur. 

Auglýsing

Bala er einnig stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri Startup Iceland ráð­stefn­unnar sem hefur hjálpað frum­kvöðlum og nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækjum við fjár­mögnun í gegnum árin.

„Iceland Venture Studio mun veita nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækjum á sviði tækni og vís­inda stuðn­ing og hjálpa þeim að kom­ast á næsta stig. Mark­miðið verður að hjálpa þeim að leysa þau vanda­mál sem oft verða til á fyrstu stigum stofn­un­ar, svo sem að brúa bilið milli lausn­ar­innar og óska neyt­enda, aðstoða við tækni­lega upp­setn­ingu og síð­ast en ekki síst að tryggja að rétta fólkið sé ráðið á hverjum tíma en þetta hefur reynst mörgum nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækjum fjötur um fót í gegnum tíð­ina. Þekk­ing okkar stofn­end­anna og reynsla mun því meðal ann­ars hjálpa þeim fyr­ir­ækjum sem við fjár­festum í að lág­marka þessa áhætt­u,“ segir Bala.

Freyr segir að Iceland Venture verði virkur fjár­festir í þeim fyr­ir­tækjum sem það fjár­festir í. „Iceland Venture Studio verður ekki hlut­laus fjár­fest­ir, heldur mjög virkur þátt­tak­andi þar sem stofn­end­urnir vinna beint með teym­inu við að leysa verk­efnin sem liggja fyr­ir,“ segir Freyr.

Fyr­ir­tækið hefur nú þegar safnað um 137 millj­ónum króna og er mark­miðið að sjóð­ur­inn verði millj­arða sjóður innan þriggja ára. Iceland Venture Studio mun ekki ein­ungis fjár­festa í íslenskri nýsköpun heldur mun fyr­ir­tækið einnig skoða fjár­fest­inga­tæki­færi í nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækjum erlend­is.

Fjár­fest í Ret­ina Risk

Eitt þeirra nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækja sem Iceland Venture Studio hefur fjár­fest í er Ret­ina Risk sem stofnað var af Ein­ari Stef­áns­syni augn­lækni og pró­fessor við HÍ, Örnu Guð­munds­dóttur lyf­lækni og Thor Aspelund, far­alds­fræð­ingi og pró­fessor við HÍ. 

Fyr­ir­tækið hefur sett á markað smá­forrit­ið Ret­ina Risk sem er áhættu­reiknir sem gerir fólki með syk­ur­sýki kleift að fylgj­ast með ein­stak­lings­bund­inni áhættu á að þróa með sér augn­sjúk­dóma sem leitt geta til sjón­skerð­ingar og jafn­vel blind­u. 

Smá­forritið hefur að geyma ítar­legar leið­bein­ingar og gagn­legar upp­lýs­ingar um syk­ur­sýki, syk­ur­sýkis­augn­sjúk­dóma sem og leið­bein­ingar um sjálfsu­m­önn­un. Ret­ina Risk gerir þannig fólki með syk­ur­sýki betur kleift að skilja ástand sitt, auka heilsu­læsi sitt og verða virkir þátt­tak­endur í eigin heilsu­gæslu.

„Við fengum tæki­færi til að vinna með fjöl­mörgum fjár­festum en á end­anum varð Iceland Venture Studio fyrir val­inu, þá sér­stak­lega vegna góðrar blöndu af fjár­magni, teng­ingum og vilja þeirra til að koma til móts við okkar þarf­ir,“ segir Einar Stef­áns­son, pró­fessor og með­stofn­andi Ret­ina Risk. „Við erum spennt fyrir þessu sam­starfi og vitum að það mun verða til þess að Ret­ina Risk nái að vaxa til fram­tíðar og hjálpa þeim sjúk­lingum sem lausnin leit­ast við að aðstoða.“

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Hitaspá á hádegi á laugardag: Fjólublái liturinn táknar frost á bilinu 12-20 stig.
Hrollvekjandi viðvaranir veðurfræðinga: „Stórhríð“ og „hörkufrost“
Ekkert nema norðan stormur í kortunum. Fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins. Hreinræktað heimskautaloft mun steypast yfir okkur. Dúða ætti leikskólabörn og spara heita vatnið. Viðvaranir vegna kuldakastsins næstu daga eru allt annað en blíðlegar.
Kjarninn 2. desember 2020
Angel Gurría, aðalritari OECD
OECD hvetur til fjárfestingar í menntun á Íslandi
Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni ættu stjórnvöld hér á landi að ráðast í samkeppniseflandi aðgerðir, auk fjárfestingar í menntun, rannsókn og þróun og aðgerðum sem miðla að grænum hagvexti.
Kjarninn 2. desember 2020
Jónas Atli Gunnarsson
Misskilningur um laun
Kjarninn 2. desember 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur enga ástæðu til að hafa uppi stór orð um „svartan dag í réttarsögunni“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ekki þurfi að hafa áhyggjur af orðspori Íslands vegna niðurstöðu yfir­­­­­deildar Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls Evr­­­ópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent