Ætla að hjálpa íslenskum sprotum að vaxa og dafna

Aðstandendur Iceland Venture Studio ætla sér vinna með íslenskum og erlendum frumkvöðlum á sviði tækni.

572A9973.jpg
Auglýsing

Hið nýstofn­aða fjár­fest­inga­fyr­ir­tæki Iceland Venture Studio hefur stofn­að 500 millj­ón króna fjár­fest­inga­sjóð með það að mark­miði að hjálpa íslenskum nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækjum á sviði tækni með fjár­magn, ráð­gjöf og teng­ing­ar. 

Mark­miðið er að hjálpa frum­kvöðlum að byggja upp tækni­fyr­ir­tæki sín. 

Stofn­endur fjár­fest­inga­fyr­ir­tæk­is­ins, Bala Kam­allakharan og Freyr Ket­ils­son, eiga einnig sprota­fyr­ir­tækið Dattaca Labs og mun Bala verða fram­kvæmda­stjóri hins nýja fyr­ir­tækis og Freyr verður stjórn­ar­for­mað­ur. 

Auglýsing

Bala er einnig stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri Startup Iceland ráð­stefn­unnar sem hefur hjálpað frum­kvöðlum og nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækjum við fjár­mögnun í gegnum árin.

„Iceland Venture Studio mun veita nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækjum á sviði tækni og vís­inda stuðn­ing og hjálpa þeim að kom­ast á næsta stig. Mark­miðið verður að hjálpa þeim að leysa þau vanda­mál sem oft verða til á fyrstu stigum stofn­un­ar, svo sem að brúa bilið milli lausn­ar­innar og óska neyt­enda, aðstoða við tækni­lega upp­setn­ingu og síð­ast en ekki síst að tryggja að rétta fólkið sé ráðið á hverjum tíma en þetta hefur reynst mörgum nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækjum fjötur um fót í gegnum tíð­ina. Þekk­ing okkar stofn­end­anna og reynsla mun því meðal ann­ars hjálpa þeim fyr­ir­ækjum sem við fjár­festum í að lág­marka þessa áhætt­u,“ segir Bala.

Freyr segir að Iceland Venture verði virkur fjár­festir í þeim fyr­ir­tækjum sem það fjár­festir í. „Iceland Venture Studio verður ekki hlut­laus fjár­fest­ir, heldur mjög virkur þátt­tak­andi þar sem stofn­end­urnir vinna beint með teym­inu við að leysa verk­efnin sem liggja fyr­ir,“ segir Freyr.

Fyr­ir­tækið hefur nú þegar safnað um 137 millj­ónum króna og er mark­miðið að sjóð­ur­inn verði millj­arða sjóður innan þriggja ára. Iceland Venture Studio mun ekki ein­ungis fjár­festa í íslenskri nýsköpun heldur mun fyr­ir­tækið einnig skoða fjár­fest­inga­tæki­færi í nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækjum erlend­is.

Fjár­fest í Ret­ina Risk

Eitt þeirra nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækja sem Iceland Venture Studio hefur fjár­fest í er Ret­ina Risk sem stofnað var af Ein­ari Stef­áns­syni augn­lækni og pró­fessor við HÍ, Örnu Guð­munds­dóttur lyf­lækni og Thor Aspelund, far­alds­fræð­ingi og pró­fessor við HÍ. 

Fyr­ir­tækið hefur sett á markað smá­forrit­ið Ret­ina Risk sem er áhættu­reiknir sem gerir fólki með syk­ur­sýki kleift að fylgj­ast með ein­stak­lings­bund­inni áhættu á að þróa með sér augn­sjúk­dóma sem leitt geta til sjón­skerð­ingar og jafn­vel blind­u. 

Smá­forritið hefur að geyma ítar­legar leið­bein­ingar og gagn­legar upp­lýs­ingar um syk­ur­sýki, syk­ur­sýkis­augn­sjúk­dóma sem og leið­bein­ingar um sjálfsu­m­önn­un. Ret­ina Risk gerir þannig fólki með syk­ur­sýki betur kleift að skilja ástand sitt, auka heilsu­læsi sitt og verða virkir þátt­tak­endur í eigin heilsu­gæslu.

„Við fengum tæki­færi til að vinna með fjöl­mörgum fjár­festum en á end­anum varð Iceland Venture Studio fyrir val­inu, þá sér­stak­lega vegna góðrar blöndu af fjár­magni, teng­ingum og vilja þeirra til að koma til móts við okkar þarf­ir,“ segir Einar Stef­áns­son, pró­fessor og með­stofn­andi Ret­ina Risk. „Við erum spennt fyrir þessu sam­starfi og vitum að það mun verða til þess að Ret­ina Risk nái að vaxa til fram­tíðar og hjálpa þeim sjúk­lingum sem lausnin leit­ast við að aðstoða.“

Stöðnun á fasteignamarkaðnum
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,2 prósent milli maí og júní. Verð á fjölbýli hækkaði um 0,3 prósent og verð á sérbýli lækkaði um 0,5 prósent.
Kjarninn 23. júlí 2019
Gestur Pétursson
Nýr framkvæmdastjóri hjá Veitum
Stjórn Veitna hefur ráðið Gest Pétursson forstjóra Elkem Ísland sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júlí 2019
Indversk geimflaug á leið til tunglsins
Hið fjögurra tonna geimfar hefur upp á alla nýjustu tækni að bjóða, til að mynda lendingarbúnað, könnunarfar fyrir tunglið, auk rannsóknartækis sem mun fara um sporbraut tunglsins.
Kjarninn 22. júlí 2019
Þingmennirnir sex á Klaustur bar
Siðanefnd Alþingis hefur sent álit sitt um Klausturmálið til forsætisnefndar
Siðanefnd Alþingis hefur klárað álit sitt um Klausturmálið svokallaða og sent forsætisnefnd. Þeir sex þingmenn sem náðust á upptöku hafa fengið álitið til umfjöllunar og hafa frest fram í lok þessarar viku til að skila andsvörum.
Kjarninn 22. júlí 2019
Halldór Auðar Svansson
„Hinn svokallaði flati strúktúr verður að byggjast á einhvers konar strúktúr“
Fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata segir að tilgangur með strúktúr innan flokks eigi meðal annars að vera sá að gefa fólki lágmarksvinnufrið. Annars vinni þeir frekustu hverju sinni og frekju sé mætt með enn meiri frekju þar til allt sýður upp úr.
Kjarninn 22. júlí 2019
Andri Snær Magnason
Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga
Andri Snær Magnason, ásamt hópi vísindamanna, mun afhjúpa minningarskjöld um Okjökul í ágúst. Skjöldurinn er hugsaður sem áminning og ákall um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum en Okjökull var afskráður sem jökull árið 2014.
Kjarninn 22. júlí 2019
Hægrisinnaðir franskir þingmenn vilja sniðganga Gretu Thunberg
Heimsókn Gretu Thunberg í franska þingið hefur vakið deilur á meðal þingmanna þar í landi. Hægrisinnaðir þingmenn vilja að ávarp hennar verði sniðgengið.
Kjarninn 22. júlí 2019
Tæpar fjórar milljónir söfnuðust í Málfrelsissjóðinn
Forsvarskonur Málfrelsissjóðsins segjast vera í skýjunum með árangurinn en söfnuninni lauk í gær.
Kjarninn 22. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent