Ætla að hjálpa íslenskum sprotum að vaxa og dafna

Aðstandendur Iceland Venture Studio ætla sér vinna með íslenskum og erlendum frumkvöðlum á sviði tækni.

572A9973.jpg
Auglýsing

Hið nýstofn­aða fjár­fest­inga­fyr­ir­tæki Iceland Venture Studio hefur stofn­að 500 millj­ón króna fjár­fest­inga­sjóð með það að mark­miði að hjálpa íslenskum nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækjum á sviði tækni með fjár­magn, ráð­gjöf og teng­ing­ar. 

Mark­miðið er að hjálpa frum­kvöðlum að byggja upp tækni­fyr­ir­tæki sín. 

Stofn­endur fjár­fest­inga­fyr­ir­tæk­is­ins, Bala Kam­allakharan og Freyr Ket­ils­son, eiga einnig sprota­fyr­ir­tækið Dattaca Labs og mun Bala verða fram­kvæmda­stjóri hins nýja fyr­ir­tækis og Freyr verður stjórn­ar­for­mað­ur. 

Auglýsing

Bala er einnig stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri Startup Iceland ráð­stefn­unnar sem hefur hjálpað frum­kvöðlum og nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækjum við fjár­mögnun í gegnum árin.

„Iceland Venture Studio mun veita nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækjum á sviði tækni og vís­inda stuðn­ing og hjálpa þeim að kom­ast á næsta stig. Mark­miðið verður að hjálpa þeim að leysa þau vanda­mál sem oft verða til á fyrstu stigum stofn­un­ar, svo sem að brúa bilið milli lausn­ar­innar og óska neyt­enda, aðstoða við tækni­lega upp­setn­ingu og síð­ast en ekki síst að tryggja að rétta fólkið sé ráðið á hverjum tíma en þetta hefur reynst mörgum nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækjum fjötur um fót í gegnum tíð­ina. Þekk­ing okkar stofn­end­anna og reynsla mun því meðal ann­ars hjálpa þeim fyr­ir­ækjum sem við fjár­festum í að lág­marka þessa áhætt­u,“ segir Bala.

Freyr segir að Iceland Venture verði virkur fjár­festir í þeim fyr­ir­tækjum sem það fjár­festir í. „Iceland Venture Studio verður ekki hlut­laus fjár­fest­ir, heldur mjög virkur þátt­tak­andi þar sem stofn­end­urnir vinna beint með teym­inu við að leysa verk­efnin sem liggja fyr­ir,“ segir Freyr.

Fyr­ir­tækið hefur nú þegar safnað um 137 millj­ónum króna og er mark­miðið að sjóð­ur­inn verði millj­arða sjóður innan þriggja ára. Iceland Venture Studio mun ekki ein­ungis fjár­festa í íslenskri nýsköpun heldur mun fyr­ir­tækið einnig skoða fjár­fest­inga­tæki­færi í nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækjum erlend­is.

Fjár­fest í Ret­ina Risk

Eitt þeirra nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækja sem Iceland Venture Studio hefur fjár­fest í er Ret­ina Risk sem stofnað var af Ein­ari Stef­áns­syni augn­lækni og pró­fessor við HÍ, Örnu Guð­munds­dóttur lyf­lækni og Thor Aspelund, far­alds­fræð­ingi og pró­fessor við HÍ. 

Fyr­ir­tækið hefur sett á markað smá­forrit­ið Ret­ina Risk sem er áhættu­reiknir sem gerir fólki með syk­ur­sýki kleift að fylgj­ast með ein­stak­lings­bund­inni áhættu á að þróa með sér augn­sjúk­dóma sem leitt geta til sjón­skerð­ingar og jafn­vel blind­u. 

Smá­forritið hefur að geyma ítar­legar leið­bein­ingar og gagn­legar upp­lýs­ingar um syk­ur­sýki, syk­ur­sýkis­augn­sjúk­dóma sem og leið­bein­ingar um sjálfsu­m­önn­un. Ret­ina Risk gerir þannig fólki með syk­ur­sýki betur kleift að skilja ástand sitt, auka heilsu­læsi sitt og verða virkir þátt­tak­endur í eigin heilsu­gæslu.

„Við fengum tæki­færi til að vinna með fjöl­mörgum fjár­festum en á end­anum varð Iceland Venture Studio fyrir val­inu, þá sér­stak­lega vegna góðrar blöndu af fjár­magni, teng­ingum og vilja þeirra til að koma til móts við okkar þarf­ir,“ segir Einar Stef­áns­son, pró­fessor og með­stofn­andi Ret­ina Risk. „Við erum spennt fyrir þessu sam­starfi og vitum að það mun verða til þess að Ret­ina Risk nái að vaxa til fram­tíðar og hjálpa þeim sjúk­lingum sem lausnin leit­ast við að aðstoða.“

Guðni Karl Harðarson
Í krafti fjöldans
Kjarninn 20. apríl 2019
Skoða skattalegt umhverfi þriðja geirans
Starfshópur á að skoða hvort að skattalegar ívilnanir geti hvatt einstaklinga og fyrirtæki til að styrkja félög sem falla undir þriðja geirann. Dæmi um félög sem gætu notið góðs af mögulegum breytingum eru björgunarsveitir, íþróttafélög og mannúðarsamtök.
Kjarninn 20. apríl 2019
Það helsta hingað til: WOW air fer á hausinn með látum
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Ein stærsta frétt ársins hingað til er án efa gjaldþrot WOW air eftir langvinnt dauðastríð sem fór fram fyrir opnum tjöldum.
Kjarninn 20. apríl 2019
Koma svo!
Koma svo!
Koma svo - Salt og ... paprika
Kjarninn 20. apríl 2019
Advania
Ríkið greiddi Advania rúman milljarð vegna tölvukerfa í fyrra
Upplýsingatæknifyrirtækið Advania fékk greiddan rúman milljarð fyrir rekstur og hýsingu tölvukerfa ríkisins árið 2018. Þar af greiddi ríkið 635 milljónir vegna tölvukerfisins Orra.
Kjarninn 20. apríl 2019
Búinn að bíða lengi eftir aðgerðum
Mikil vakning hefur orðið meðal landans á síðustu misserum varðandi umhverfismál og má með sanni segja að sjaldan hafi starf umhverfis- og auðlindaráðherra verið eins mikilvægt.
Kjarninn 20. apríl 2019
Sistkynin Sansa, Arya og Bran Stark úr sjónvarpsþáttunum Game of Thrones.
Game of Thrones vinsælasti þátturinn til niðurhals
Fyrsta þætti áttundu þáttaraðar Game of Thrones, sem sýndir eru á Stöð 2, hafði verið hlaðið niður tæplega sjö þúsund sinnum á deildu.net í gær. Íslendingar eru þannig enn að notfæra sér slíkan máta til að sækja sér efni til afþreyingar.
Kjarninn 20. apríl 2019
Lán lífeyrissjóða jukust um fjórðung að raunvirði milli ára
Heildareignir lífeyrissjóða nema yfir 4.400 milljörðum króna.
Kjarninn 19. apríl 2019
Meira úr sama flokkiInnlent