„Þessar eilífu hækkanir forstjóra ríkisfyrirtækja eru óþolandi. Ríkisbankinn fremstur í flokki að hækka laun á sama tíma og aðrir eru varaðir við vegna kjarasamninga. Bankasýsla ríkisins og bankaráð Landsbankans verða að sýna það í verki að þeim sé treystandi til að stýra fyrirtækjum í almannaeign. Ef ekki þá verða stjórnvöld að grípa inní með lagabreytingum. Í hreinskilni sagt þá fer þolinmæði mín þverrandi gagnvart þessu rugli.“
Þetta segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, í stöðuuppfærslu á Facebook þar sem hann hlekkjar við frétt um launahækkun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans.
Bankaráð Landsbankans hækkaði mánaðarlaun bankastjórans í 3,8 milljónir króna í apríl í fyrra. Með því hafa laun hans hækkað um 140 prósent á fjórum árum, sem er fjórum sinnum meiri hækkun en hjá almennri launavísitölu.
Mánaðarlaun Lilju Bjarkar voru hækkuð um 17 prósent þann fyrsta apríl í fyrra, úr 3,25 milljónum í 3,8 milljónir. Þannig hafa laun hennar auk bifreiðahlunninda hækkað um tæp 82 prósent því að ákvörðun um þau færðust undan kjararáði þann 1. júlí 2017. Bankaráð Landsbankans gaf þær skýringar við Fréttablaðið að laun Lilju Bjarkar hefðu verið hækkuð til að færa þau nær þeim kjörum sem almennt gilda fyrir æðstu stjórnendur fjármálafyrirtækja.
Þessar eilífu hækkanir forstjóra ríkisfyrirtækja eru óþolandi. Ríkisbankinn fremstur í flokki að hækka laun á sama tíma...
Posted by Ásmundur Einar Daðason on Monday, February 11, 2019