Laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 140 prósent á fjórum árum

Mánaðarlaun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, voru hækkuð í 3,8 milljónir króna í apríl í fyrra.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans
Auglýsing

Banka­ráð Lands­bank­ans hækk­aði mán­að­ar­laun banka­stjór­ans í 3,8 millj­ónir króna í apríl í fyrra. Með því hafa laun hans hækkað um 140 pró­sent á fjórum árum, sem er fjórum sinnum meiri hækkun en hjá almennri launa­vísi­tölu.

Sam­kvæmt frétt Frétta­blaðs­ins í morgun voru mán­að­ar­laun Lilju Bjarkar Ein­ars­dótt­ur, banka­stjóra Lands­bank­ans, hækkuð um 17 pró­sent þann fyrsta apríl í fyrra, úr 3,25 millj­ónum í 3,8 millj­ón­ir. Þannig hafa laun hennar auk bif­reiða­hlunn­inda hækkað um tæp 82 pró­sent því að ákvörðun um þau færð­ust undan kjara­ráði þann 1. júlí 2017. 

Kjarn­inn hefur áður fjallað um mikla launa­hækkun for­stjóra rík­is­fyr­ir­tækja eftir að kjör þeirra voru ekki lengur í höndum kjara­ráðs. Í kjöl­farið fengu for­stjórar rík­is­fyr­ir­tækja mikla kaup­hækk­un, til að mynda hækk­uðu mán­að­ar­laun for­stjóra Lands­virkj­unar úr 2 millj­ónum í 3,3 millj­ónir og mán­að­ar­laun for­stjóra Isa­vi­a úr 1,7 millj­ónum í 2,4 millj­ónir

Auglýsing

Sam­kvæmt frétt Frétta­blaðs­ins segir banka­ráð Lands­bank­ans að laun banka­stjór­ans hafi nú verið færð nær þeim kjörum sem almennt gilda fyrir æðstu stjórn­end­ur  fjár­mála­fyr­ir­tækja.

Launahækkun forstjóra ríkisfyrirtækja miðað við launavísitölu 2014-2018. Heimildir: Fréttablaðið, Alþingi og Hagstofan.Á mynd hér að ofan sést þó að laun for­stjóra rík­is­fyr­ir­tækja hafa hækkað umtals­vert borið saman við almenna launa­þróun í land­inu. Á árunum 2014-2018 hækk­aði launa­vísi­tala Hag­stof­unnar um 36 pró­sent, en sú hækkun er um það bil fjórð­ungur af 140 pró­sent hækkun banka­stjóra Lands­bank­ans á sama tíma.

Guðni Karl Harðarson
Í krafti fjöldans
Kjarninn 20. apríl 2019
Skoða skattalegt umhverfi þriðja geirans
Starfshópur á að skoða hvort að skattalegar ívilnanir geti hvatt einstaklinga og fyrirtæki til að styrkja félög sem falla undir þriðja geirann. Dæmi um félög sem gætu notið góðs af mögulegum breytingum eru björgunarsveitir, íþróttafélög og mannúðarsamtök.
Kjarninn 20. apríl 2019
Það helsta hingað til: WOW air fer á hausinn með látum
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Ein stærsta frétt ársins hingað til er án efa gjaldþrot WOW air eftir langvinnt dauðastríð sem fór fram fyrir opnum tjöldum.
Kjarninn 20. apríl 2019
Koma svo!
Koma svo!
Koma svo - Salt og ... paprika
Kjarninn 20. apríl 2019
Advania
Ríkið greiddi Advania rúman milljarð vegna tölvukerfa í fyrra
Upplýsingatæknifyrirtækið Advania fékk greiddan rúman milljarð fyrir rekstur og hýsingu tölvukerfa ríkisins árið 2018. Þar af greiddi ríkið 635 milljónir vegna tölvukerfisins Orra.
Kjarninn 20. apríl 2019
Búinn að bíða lengi eftir aðgerðum
Mikil vakning hefur orðið meðal landans á síðustu misserum varðandi umhverfismál og má með sanni segja að sjaldan hafi starf umhverfis- og auðlindaráðherra verið eins mikilvægt.
Kjarninn 20. apríl 2019
Sistkynin Sansa, Arya og Bran Stark úr sjónvarpsþáttunum Game of Thrones.
Game of Thrones vinsælasti þátturinn til niðurhals
Fyrsta þætti áttundu þáttaraðar Game of Thrones, sem sýndir eru á Stöð 2, hafði verið hlaðið niður tæplega sjö þúsund sinnum á deildu.net í gær. Íslendingar eru þannig enn að notfæra sér slíkan máta til að sækja sér efni til afþreyingar.
Kjarninn 20. apríl 2019
Lán lífeyrissjóða jukust um fjórðung að raunvirði milli ára
Heildareignir lífeyrissjóða nema yfir 4.400 milljörðum króna.
Kjarninn 19. apríl 2019
Meira úr sama flokkiInnlent