Ásmundur Einar segir launahækkun bankastjóra „óþolandi“

Félags- og barnamálaráðherra segir að ef Bankasýsla ríkisins og bankaráð Landsbankans geti ekki sýnt það í verki að þeim sé treystandi til að stýra ríkisfyrirtækjum þurfi að grípa inn í með lagabreytingum.

Ásmundur Einar Daðason
Auglýsing

„Þessar eilífu hækkanir forstjóra ríkisfyrirtækja eru óþolandi. Ríkisbankinn fremstur í flokki að hækka laun á sama tíma og aðrir eru varaðir við vegna kjarasamninga. Bankasýsla ríkisins og bankaráð Landsbankans verða að sýna það í verki að þeim sé treystandi til að stýra fyrirtækjum í almannaeign. Ef ekki þá verða stjórnvöld að grípa inní með lagabreytingum. Í hreinskilni sagt þá fer þolinmæði mín þverrandi gagnvart þessu rugli.“

Þetta segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, í stöðuuppfærslu á Facebook þar sem hann hlekkjar við frétt um launahækkun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans. 

Banka­ráð Lands­bank­ans hækk­aði mán­að­ar­laun banka­stjór­ans í 3,8 millj­ónir króna í apríl í fyrra. Með því hafa laun hans hækkað um 140 pró­sent á fjórum árum, sem er fjórum sinnum meiri hækkun en hjá almennri launa­vísi­tölu.

Mánaðarlaun Lilju Bjarkar voru hækkuð um 17 prósent þann fyrsta apríl í fyrra, úr 3,25 millj­ónum í 3,8 millj­ón­ir. Þannig hafa laun hennar auk bif­reiða­hlunn­inda hækkað um tæp 82 pró­sent því að ákvörðun um þau færð­ust undan kjara­ráði þann 1. júlí 2017. Bankaráð Landsbankans gaf þær skýringar við Fréttablaðið að laun Lilju Bjarkar hefðu verið hækkuð til að færa þau nær þeim kjörum sem almennt gilda fyrir æðstu stjórn­end­ur  fjár­mála­fyr­ir­tækja.

Auglýsing
Kjarn­inn hefur áður fjallað um mikla launa­hækkun for­stjóra rík­is­fyr­ir­tækja eftir að kjör þeirra voru ekki lengur í höndum kjara­ráðs. Í kjöl­farið fengu for­stjórar rík­is­fyr­ir­tækja mikla kaup­hækk­un, til að mynda hækk­uðu mán­að­ar­laun for­stjóra Lands­virkj­unar úr 2 millj­ónum í 3,3 millj­ónir og mán­að­ar­laun for­stjóra Isa­vi­a úr 1,7 millj­ónum í 2,4 millj­ónir.

Þessar eilífu hækkanir forstjóra ríkisfyrirtækja eru óþolandi. Ríkisbankinn fremstur í flokki að hækka laun á sama tíma...

Posted by Ásmundur Einar Daðason on Monday, February 11, 2019
Fleiri hafa gagnrýnt ákvörðun bankaráðsins eftir að hún var opinberuð. Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins, sakaði banka­ráðið um takt­leysi í Frétta­blað­inu í dag. „Að þetta ger­ist hjá banka í eigu rík­is­ins gengur þvert á vilja eig­anda bank­ans og er í senn óskyn­sam­leg og óverj­andi ákvörðun að mínu mati. Hækk­un­ar­takt­ur­inn stenst enga skoðun eða við­mið á vinnu­mark­aði. Til allrar ham­ingju er þetta und­an­tekn­ing frekar en regla hjá stærstu fyr­ir­tækjum lands­ins. Það gerir hins vegar hvorki lítið úr alvar­leika máls­ins né þeim dóm­greind­ar­bresti sem birt­ist í þess­ari ákvörð­un.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
Kjarninn 20. september 2021
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent