Snæbjörn segir af sér sem varaþingmaður Pírata

Snæbjörn Brynjarsson, varaþingmaður Pírata, hefur ákveðið að segja af sér varaþingmennsku eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu á skemmtistað í Reykjavík um helgina og sagt óviðeigandi hluti við blaðakonu.

Snæbjörn
Auglýsing

Snæ­björn Brynjars­son, vara­þing­maður Pírata, hefur ákveðið að segja af sér vara­þing­mennsku eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu á skemmti­stað í Reykja­vík um helg­ina. Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu hans í morg­un. 

„Að­far­arnótt laug­ar­dags rakst ég á Ernu Ýr Öldu­dótt­ur, blaða­mann og fyrr­ver­andi for­mann fram­kvæmda­ráðs Pírata, á skemmti­stað í Reykja­vík. Ég missti stjórn á skapi mínu og sagði hluti við hana sem voru með öllu óvið­eig­andi.

Sú hegðun sem ég sýndi umrætt kvöld er ekki sæm­andi kjörnum full­trúa. Ég mun axla fulla ábyrgð á gjörðum mínum og bið alla hlut­að­eig­andi afsök­unar og vona að sem minnstur skaði hafi hlot­ist af,“ segir hann í færsl­unn­i. 

Auglýsing

„Í ljósi atburða lið­innar helgar hef ég því ákveðið að segja af mér sem vara­þing­maður Pírata, frekar en að láta þessa hegðun kasta rýrð á sam­starfs­fé­laga mína og Alþingi. Mér er annt um virð­ingu Alþing­is, traust fólks á kjörnum full­trú­um, en sér í lagi er mér annt um þau þús­undir manna sem kusu Pírata og öll þau hund­ruð sem lögðu á sig þrot­lausa sjálf­boða­vinnu til að tryggja mér kjör. Af virð­ingu fyrir því umboði sem allt þetta fólk veitti mér hef ég ákveðið að segja af mér taf­ar­laust sem vara­þing­maður Pírata fyrir Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður og víkja úr öllum ábyrgð­ar­stöðum sem Píratar hafa falið mér.

Ég ætla mér að læra af þessum mis­tökum og biðst inni­lega afsök­unar á hegðun minn­i,“ segir hann. 

Í athuga­semd undir færsl­unni segir Snæ­björn það ekki vera heimsendi þó að ein­hver segi af sér. „Ég varð mér til minnk­un­ar, en lífið heldur alveg áfram. Það er flott lið með mér á lista, allir sem eru á þessum lista væru frá­bærir vara­þing­menn. Eng­inn einn maður er merki­legri en hreyf­ingin sem hann bauð sig fram fyr­ir.“

Sæl, öll söm­ul. Að­far­arnótt laug­ar­dags rakst ég á Ernu Ýr Öldu­dótt­ur, blaða­mann og fyrr­ver­andi for­mann fram­kvæmda­ráðs...

Posted by Snae­bjorn Brynjars­son on Monday, Febru­ary 11, 2019


Aldrei talað við hann í eigin per­sónu

Erna Ýr segir á Facabook-­síðu sinni að hún láti nú ekki margt setja sig úr skorð­um, en að hún hafi orðið fyrir þeirri óskemmti­legu reynslu aðfara­nótt laug­ar­dags­ins 9. febr­úar síð­ast­lið­inn á Kaffi­barn­um, að Snæ­björn Brynjars­son, sem gegndi vara­þing­mennsku fyrir Pírata á Alþingi síð­ast í des­em­ber 2018, hafi veist að henni með ógn­un­um. „Það skal tekið fram að ég þekki hann ekk­ert og hef aldrei talað við hann í eigin per­són­u,“ segir hún. 

„Ég stóð á úti­svæði stað­ar­ins og átti þar ánægju­legt spjall við tvo menn, þegar Snæ­björn birt­ist fyrir aftan þá og æpti að mér: „Erna, ég hata þig, mig langar að berja þig,” og skor­aði á mig að mæta sér fyrir utan stað­inn.

Ég svar­aði honum engu en hinir ágætu menn, sem stóðu og spjöll­uðu við mig, sneru sér við, slógu um mig skjald­borg og vís­uðu honum á brott, og megi þeir eiga góðar þakkir fyr­ir. Þeir voru alveg jafn furðu lostnir og ég, því að Snæ­björn væri nú vinur þeirra,“ segir hún á Face­book. 

Finnst þetta eiga erindi við almenn­ing

Erna Ýr seg­ist hafa orðið nokkuð skelkuð eftir þessa reynslu, en eftir að hafa jafnað sig aðeins og hugsað málið í sam­hengi við þá umræðu sem átt hefur sér stað í þjóð­fé­lag­inu á und­an­förnum miss­erum, þyki henni þetta óþægi­lega atvik eiga erindi við almenn­ing, ekki síst í ljósi þeirrar stöðu sem Snæ­björn hefur gegnt á Alþingi.

„Val­kvætt minni hans um ógn­andi fram­komu sína og orð í minn garð, ásamt kjána­legum og ótrú­verð­ugum skýr­ingum sem hann gefur Frétta­blað­inu, gefa til­efni til að efast um dóm­greind hans og hug­myndir um hlut­verk fjöl­miðla í lýð­ræð­is­ríki. Afsök­un­ar­beiðni Snæ­björns, skreytt þeirri auka­skýr­ingu að hann hafi verið „í glasi” er því ekki túkalls­ins virð­i,“ segir hún. 

Ég læt nú ekki margt setja mig úr skorð­um, en ég varð fyrir þeirri óskemmti­legu reynslu aðfara­nótt laug­ar­dags­ins 9....

Posted by Erna Ýr Öldu­dóttir on Monday, Febru­ary 11, 2019


Mikið niðri fyrir

Í Frétta­blað­inu í morgun var fjallað um málið en þar var rætt við annan mann­anna sem urðu vitni að atvik­inu og er kunn­ugur Snæ­birni. Hann stað­festi að Snæ­björn hefði lýst fyr­ir­litn­ingu sinni á Ernu, verið mikið niðri fyrir en sagði hann ekki hafa hótað henni ofbeldi.

„Ég myndi aldrei hóta blaða­manni, en ég skulda henni samt afsök­un­ar­beiðni fyrir að vera að segja skoðun mína á Birni Inga. Maður á ekki að vera með leið­indi við fólk í glasi,“ sagði Snæ­björn í sam­tali við Frétta­blað­ið. 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent