Vilja að hlutfall efnis verði lækkað svo Fréttablaðið teljist styrkhæft

Fréttablaðið uppfyllir ekki skilyrði fyrir endurgreiðslu á kostnaði við ritstjórn, samkvæmt „lauslegri“ talningu.

Fréttablaðið
Auglýsing

Torg ehf., útgef­andi Frétta­blaðs­ins, legg­ur til, í umsögn sinni um frum­varp um íviln­anir fyrir einka­rekna fjöl­miðla, að skil­yrð­i til end­ur­greiðslu kostn­aðar verð­i breytt þannig að ­rit­stjórn­ar­efn­i skuli að lág­marki ver­a 30 pró­sent í stað 40 pró­sent hjá miðl­in­um. „Ástæða þess er sú að við ­laus­lega taln­ing­u á þessu hlut­fall­i í Frétta­blað­in­u er ­ljóst að ­blað­ið er á ­mörk­um þess að ­upp­fylla skil­yrð­ið. Ef slík­ lög væru ­sett og ­stærsti ­prent­mið­ill lands­ins ­gæt­i ekki ­feng­ið ­styrk ­vegna þess að hann ­upp­fyllt­i ekki skil­yrð­in er ­ljóst að lög­in væru að eng­u ­leyt­i að ­ná til­gang­i sín­um,“ segir í umsögn Torgs, sem birt hefur veri í sam­ráðs­gátt­inn­i. 

Þá vill Torg gera miklar breyt­ingar á starf­semi RÚV, og flytja millj­arð frá RÚV til Torgs, Árvak­urs og Sýn­ar, þriggja stærstu fyr­ir­tækj­anna sem reka rit­stjórn­ir, og minni miðla.

Til­lögur Torgs eru á þá leið, að Torg - ásamt Árvakri og Sýn - eigi að fá 600 millj­ónir frá rík­inu á meðan minni miðlar fái minna, sam­tals 400 millj­ónir fyrir þá alla.

Auglýsing

Þá vill Torg að þakið á end­ur­greiðsl­un­um, sem er miðað við 50 millj­ónir í frum­varpi Lilju Daggar Alfreðs­dótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, verði hækk­að, svo að frum­varpið geti náð til­gangi sín­um, og að þannig geti farið meiri fjár­munir til Torgs, Árvak­urs og Sýn­ar.

Í umsögn Torgs, þar sem til­lögur eru gerðar að breyt­ing­um, segir meðal ann­ars:

„Tek­inn verð­i einn millj­arð­ur­ af ­nef­skatt­i RÚ­V og hon­um ­deilt út­ til einka­rek­inna miðla. Mið­að verð­i við að þær ­þrjár frétta­stof­ur, ­sem ­sinna al­manna­þjón­ust­u hér­ á land­i, þ.e. frétta­stof­ur Árvak­ur­s, Sýn­ar og Torgs, fái u.þ.b. 200 millj­ón­ir hver á ári. Sam­tals ­fjög­ur­hund­ruð millj­ón­um verð­i veitt til­ ­starf­sem­i ann­arra miðla, ­sem er þá hægt að hlú­a að og ­styrkja og auka ­fjöl­breytn­i, þannig að um muni. Mið­að við það frum­varp ­sem ligg­ur ­fyr­ir­ er ­ljóst að ekk­ert svig­rúm er til þess. Með­ þessu eru ­út­gjöld ­rík­is­ins ekki ­auk­in og RÚ­V ­gert að ­sýna ­meira að­hald í ­rekstri en ver­ið hefur og þar ­með­ auka súr­efn­i á ­mark­aðn­um til einka­rek­inna miðla. Þessi fjár­hæð er ekki nema tæp­lega 2/3 þeirr­ar fjár­hæð­ar­sem bein fram­lög til RÚ­V hafa ­aukist um ­síðust­u fimm ár. Hér­ er því veru­leg­t svig­rúm að flytja fjár­mun­i til í ­kerf­in­u, án þess að auka á ­sama ­tíma ­út­gjöld ­rík­is­ins,“ segir í umsögninn­i. 

Þá leggur Torg einnig til að aug­lýs­inga­sala RÚV verði tak­mörkuð við 1.000 millj­ónir á ári, í stað 2.300 millj­ón­um, eins og nú er, að því er segir í umsögn Torgs. 

„RÚV selji ein­ung­is aug­lýs­ing­ar fyr­ir kr. 1.000 millj­ón­ir á ári, í stað kr. 2.300 millj­óna eins og ­staðan er í dag. RÚV verð­i ó­heim­ilt að ­selja ­kost­an­ir. Aug­lýs­inga­deild RÚ­V verð­i lögð ­nið­ur­ og ein­hverju birt­ing­ar­hús­anna falið að ­sjá um söl­una að und­an­gengnu útboð­i. Að mati Torgs er kostn­að­ur við rekst­ur aug­lýs­inga­deild­ar­ RÚ­V u.þ.b. 300 til 400 millj­ón­ir króna á ári, ­sem er sú fjár­hæð ­sem ­mynd­i ­sparast í ­rekstri RÚ­V við þessa breyt­ing­u,“ segir í umsögn Torgs.

Frétta­blaðið og Sýn hafa átt í víð­tæku sam­starfi um birt­ingu á efni Frétta­blaðs­ins, þar sem fréttir hafa birst á bæði Vísi.is og fretta­bla­did.is, á grund­velli samn­ings sem rekja má til kaupa Sýnar á miðlum sem áður til­heyrðu 365 miðl­u­m. 

Upp­haf­lega var samn­ing­ur­inn til 44 mán­uða en hann var styttur vegna krafna frá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­in­u. 

Alls hafa 22 umsagnir við frum­varp ráð­herra birst inn á sam­ráðs­gátt­inni, en frestur til að skila umsögnum rann út í dag.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Átta milljarða niðurfærsla á eignum Arion banka þurrkar upp hagnaðinn
Arion banki niðurfærir eignir, sem hefur mikil áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins í fyrra.
Kjarninn 24. janúar 2020
Útilokar ekki að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja
Samherji einbeitir sér nú að því kanna ásakanir um mútugreiðslur í Namibíu en fyrirtækið telur sig hafa útilokað að ásakanir um peningaþvætti eigi við rök að styðjast. Enn er þó verið að rannsaka þær ásakanir.
Kjarninn 23. janúar 2020
Guðlaugur Þór Þórðarson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Spyr hver afstaða íslenskra stjórnvalda sé til aftaka án dóms og laga
Þingmaður VG hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra þar sem hún spyr hver afstaða íslenskra stjórnvalda sé til þess þegar ríki beiti aftökum án dóms og laga. Hún telur svör ráðherra hafa verið óskýr hingað til.
Kjarninn 23. janúar 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Braskað í brimi
Kjarninn 23. janúar 2020
Kolbrún Baldursdóttir
Vill að Líf víki sem stjórnarmaður borgarinnar í Sorpu
Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu þess efnis að Líf Magneudóttir, stjórnarmaður Reykjavíkurborgar í Sorpu og borgarfulltrúi VG, víki úr stjórninni og í reynd að öll stjórnin segi af sér.
Kjarninn 23. janúar 2020
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Leggja til stofnun launasjóðs afreksíþróttafólks
Samfylkingin leggur til að lagt verði fram frumvarp til laga um launasjóð fyrir afreksíþróttafólk. Tilgangur sjóðsins verði að auka fjárhagslegt öryggi íþróttamannanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent