Vilja að hlutfall efnis verði lækkað svo Fréttablaðið teljist styrkhæft

Fréttablaðið uppfyllir ekki skilyrði fyrir endurgreiðslu á kostnaði við ritstjórn, samkvæmt „lauslegri“ talningu.

Fréttablaðið
Auglýsing

Torg ehf., útgef­andi Frétta­blaðs­ins, legg­ur til, í umsögn sinni um frum­varp um íviln­anir fyrir einka­rekna fjöl­miðla, að skil­yrð­i til end­ur­greiðslu kostn­aðar verð­i breytt þannig að ­rit­stjórn­ar­efn­i skuli að lág­marki ver­a 30 pró­sent í stað 40 pró­sent hjá miðl­in­um. „Ástæða þess er sú að við ­laus­lega taln­ing­u á þessu hlut­fall­i í Frétta­blað­in­u er ­ljóst að ­blað­ið er á ­mörk­um þess að ­upp­fylla skil­yrð­ið. Ef slík­ lög væru ­sett og ­stærsti ­prent­mið­ill lands­ins ­gæt­i ekki ­feng­ið ­styrk ­vegna þess að hann ­upp­fyllt­i ekki skil­yrð­in er ­ljóst að lög­in væru að eng­u ­leyt­i að ­ná til­gang­i sín­um,“ segir í umsögn Torgs, sem birt hefur veri í sam­ráðs­gátt­inn­i. 

Þá vill Torg gera miklar breyt­ingar á starf­semi RÚV, og flytja millj­arð frá RÚV til Torgs, Árvak­urs og Sýn­ar, þriggja stærstu fyr­ir­tækj­anna sem reka rit­stjórn­ir, og minni miðla.

Til­lögur Torgs eru á þá leið, að Torg - ásamt Árvakri og Sýn - eigi að fá 600 millj­ónir frá rík­inu á meðan minni miðlar fái minna, sam­tals 400 millj­ónir fyrir þá alla.

Auglýsing

Þá vill Torg að þakið á end­ur­greiðsl­un­um, sem er miðað við 50 millj­ónir í frum­varpi Lilju Daggar Alfreðs­dótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, verði hækk­að, svo að frum­varpið geti náð til­gangi sín­um, og að þannig geti farið meiri fjár­munir til Torgs, Árvak­urs og Sýn­ar.

Í umsögn Torgs, þar sem til­lögur eru gerðar að breyt­ing­um, segir meðal ann­ars:

„Tek­inn verð­i einn millj­arð­ur­ af ­nef­skatt­i RÚ­V og hon­um ­deilt út­ til einka­rek­inna miðla. Mið­að verð­i við að þær ­þrjár frétta­stof­ur, ­sem ­sinna al­manna­þjón­ust­u hér­ á land­i, þ.e. frétta­stof­ur Árvak­ur­s, Sýn­ar og Torgs, fái u.þ.b. 200 millj­ón­ir hver á ári. Sam­tals ­fjög­ur­hund­ruð millj­ón­um verð­i veitt til­ ­starf­sem­i ann­arra miðla, ­sem er þá hægt að hlú­a að og ­styrkja og auka ­fjöl­breytn­i, þannig að um muni. Mið­að við það frum­varp ­sem ligg­ur ­fyr­ir­ er ­ljóst að ekk­ert svig­rúm er til þess. Með­ þessu eru ­út­gjöld ­rík­is­ins ekki ­auk­in og RÚ­V ­gert að ­sýna ­meira að­hald í ­rekstri en ver­ið hefur og þar ­með­ auka súr­efn­i á ­mark­aðn­um til einka­rek­inna miðla. Þessi fjár­hæð er ekki nema tæp­lega 2/3 þeirr­ar fjár­hæð­ar­sem bein fram­lög til RÚ­V hafa ­aukist um ­síðust­u fimm ár. Hér­ er því veru­leg­t svig­rúm að flytja fjár­mun­i til í ­kerf­in­u, án þess að auka á ­sama ­tíma ­út­gjöld ­rík­is­ins,“ segir í umsögninn­i. 

Þá leggur Torg einnig til að aug­lýs­inga­sala RÚV verði tak­mörkuð við 1.000 millj­ónir á ári, í stað 2.300 millj­ón­um, eins og nú er, að því er segir í umsögn Torgs. 

„RÚV selji ein­ung­is aug­lýs­ing­ar fyr­ir kr. 1.000 millj­ón­ir á ári, í stað kr. 2.300 millj­óna eins og ­staðan er í dag. RÚV verð­i ó­heim­ilt að ­selja ­kost­an­ir. Aug­lýs­inga­deild RÚ­V verð­i lögð ­nið­ur­ og ein­hverju birt­ing­ar­hús­anna falið að ­sjá um söl­una að und­an­gengnu útboð­i. Að mati Torgs er kostn­að­ur við rekst­ur aug­lýs­inga­deild­ar­ RÚ­V u.þ.b. 300 til 400 millj­ón­ir króna á ári, ­sem er sú fjár­hæð ­sem ­mynd­i ­sparast í ­rekstri RÚ­V við þessa breyt­ing­u,“ segir í umsögn Torgs.

Frétta­blaðið og Sýn hafa átt í víð­tæku sam­starfi um birt­ingu á efni Frétta­blaðs­ins, þar sem fréttir hafa birst á bæði Vísi.is og fretta­bla­did.is, á grund­velli samn­ings sem rekja má til kaupa Sýnar á miðlum sem áður til­heyrðu 365 miðl­u­m. 

Upp­haf­lega var samn­ing­ur­inn til 44 mán­uða en hann var styttur vegna krafna frá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­in­u. 

Alls hafa 22 umsagnir við frum­varp ráð­herra birst inn á sam­ráðs­gátt­inni, en frestur til að skila umsögnum rann út í dag.

Hitamet í heiminum í júlí – enn á ný
Júlímánuður var sá heitasti frá því að mælingar hófust, fyrir 140 árum. Því fylgja fleiri jakkalausir dagar fyrir Íslendinga, en líka sýnilegar hamfarir víða um heim.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Út fer Boris með Breta – hvað sem það kostar!
Kjarninn 24. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent