Lilja sannfærð um að fjölmiðlafrumvarpið komist í gegnum ríkisstjórn

Mennta- og menningarmálaráðherra telur ekki að andstaða innan Sjálfstæðisflokksins muni koma í veg fyrir að frumvarp um endurgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla muni verða að lögum.

Lilja Alfreðsdóttir
Auglýsing

„Já, ég er sann­færð um það,“ segir Lilja D. Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, um það hvort hún sé von­góð um að ná frum­varpi sínu um end­ur­greiðslur til fjöl­miðla í gegnum rík­is­stjórn. Þetta sagði hún í við­tali í Silfr­inu á RÚV í dag.

Tölu­verð and­staða hefur birst við frum­varpið hjá sumum þing­mönnum Sjálf­stæð­is­flokks, meðal ann­ars Óla Birni Kára­syni og Ásmundi Frið­riks­syni. Óli Björn skrif­aði grein í Morg­un­blaðið í upp­hafi mán­aðar þar sem sagði m.a.: „Skil­­virk­asta leiðin til að styrkja rekstr­­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla er lækk­­un skatta. Styrkt­­ar- og milli­­­færslu­­kerfi er versta leið­in.“ Ásmundur skrif­aði grein á vef­inn Eyj­ar.­net þar sem hann líkti vænt­an­legum end­ur­greiðslum til fjöl­miðla, sem áætl­aðar eru 350 millj­ónir króna á ári, við búvöru­samn­ing­um, sem kosta að með­al­tali 13,2 millj­arða króna á tíu ára gild­is­tíma sín­um. Ásmundur sagði í grein­inni að frum­varpið geri meðal ann­ars „ráð fyrir að skoð­un­ar­bræður sem skapa sér vett­vang í fjöl­miðlun og oft eru nefndir mykju­dreifarar verði vel tryggðir og gætu fengið hlut­falls­lega hæstu fram­lög­in.“

Frum­varp Lilju gerir ráð fyrir því að einka­reknir fjöl­miðl­ar, sem upp­fylla til­tekin skil­yrði, geti fengið 25 pró­sent rit­stjórn­ar­kostn­aði sínum upp að 50 millj­ónum króna hámarki end­ur­greiddan árlega. Á meðal skil­yrða sem þarf að upp­fylla eru slík sem snúa að rekstr­ar­sögu, starfs­manna­fjölda og um hversu stórt hlut­fall birts efnis þurfi að vera rit­stjórn­ar­efni sem bygg­ist á sjálf­stæðri frétta- og heim­ilda­öfl­un.

Auglýsing

Frum­varpið var lagt fram í sam­ráðs­gátt stjórn­valda og lauk sam­ráð­inu í gær. Alls bár­ust 23 umsagn­ir, flestar frá einka­reknum fjöl­miðl­um, með marg­hátt­uðum og ólíkum athuga­semd­um. Stærstu einka­reknu miðlar lands­ins gerðu miklar athuga­semdir við veru RÚV á aug­lýs­inga­mark­aði í sínum umsögn­um. Þá vildi Torg ehf., útgef­andi Frétta­blaðs­ins, að íviln­unum yrði breytt þannig að skil­yrð­i til end­­ur­greiðslu kostn­aðar verð­i breytt þannig að ­­rit­­stjórn­­­ar­efn­i verð­i að lág­­marki ver­a 30 pró­­sent í stað 40 pró­­sent hjá mið­l­in­­um. „Ástæða þess er sú að við ­­laus­­lega taln­ing­u á þessu hlut­­fall­i í Frétta­­blað­in­u er ­­ljóst að ­­blað­ið er á ­­mörk­um þess að ­­upp­­­fylla skil­yrð­ið. Ef slík­­ lög væru ­­sett og ­­stærsti ­­prent­mið­ill lands­ins ­­gæt­i ekki ­­feng­ið ­­styrk ­­vegna þess að hann ­­upp­­­fyllt­i ekki skil­yrð­in er ­­ljóst að lög­in væru að eng­u ­­leyt­i að ­­ná til­­gang­i sín­­um.“ Torg lagði einnig til að end­ur­greiðslu myndu ná helst til rit­stjórna sem væru með fleiri en 20 starfs­menn sem myndi þýða að þrír einka­reknir aðil­ar, Torg, Árvakur og Sýn, myndu fá þorra end­ur­greiðslna.

Lilja sagði í Silfr­inu að þetta væri fyrsta skrefið af nokkrum til að rétta við stöðu einka­rek­inna fjöl­miðla á Íslandi og að það væri í anda þeirra end­ur­greiðslu­kerfa sem þegar hefur verið komið á fót varð­andi kvik­mynda­gerð, bóka­út­gáfu og nýsköpun hér­lend­is. Þetta væri í fyrsta sinn sem lagt væri fram frum­varp sem við­ur­kenndi vanda einka­rek­inna fjöl­miðla og staða þeirra væri því í fyrsta sinn komin á dag­skrá stjórn­mál­anna.

Hún sagði að það yrði tekið til­lit til athuga­semda sem fram hefðu kom­ið. Hvað varðar veru RÚV á aug­lýs­inga­mark­aði þá lagði hún áherslu á að um væri að ræða fyrsta skref í ferli. Það hafi þegar verið kynntar hug­myndir um að minnka umsvif RÚV á aug­lýs­inga­mark­aði en að það verði ekki gripið til aðgerða fyrr en að mjög vel athug­uðu máli þannig að tekj­urnar sem myndi losna um myndu ekki ein­ungis renna beint út úr land­inu til erlendra sam­fé­lags­miðla sem hafa tekið sífellt stærri sneið af íslenskum aug­lýs­inga­mark­aði.

Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Aukið flæði bankaupplýsinga það sem koma skal
Með nýrri Evróputilskipun gefst fólki tækifæri til að velja að deila fjármálagögnum sínum með fyrirtækjum sem hyggjast bjóða þeim upp á fjármálatengda þjónustu. Samkvæmt Persónuvernd er mikilvægt að fyrirtæki útskýri vel skilmála fyrir viðskiptavinunum.
Kjarninn 18. september 2019
Bandarískum ferðamönnum fækkar mest
Bandaríkjamenn þykja verðmætir ferðamenn þar sem þeir eyða hlutfallslega miklu þrátt fyrir að stoppa stutt. Þeim hefur þó fækkað verulega frá falli WOW air og voru brottfarir Bandaríkjamanna frá landinu 36 prósent færri í ágúst en í fyrra.
Kjarninn 18. september 2019
Fasteignaverð hækkað lítið eitt á undanförnu ári
Fasteignamarkurðinn hefur kólnað umtalsvert, undanfarin misseri.
Kjarninn 17. september 2019
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeidlar Amnesty.
Skipuleggjendur loftslagsverkfallanna hlutu viðurkenningu Amnesty
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeildar Amnesty International fyrir forystu hérlendis í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Allsherjarverkfallsvika fyrir loftslagið hefst núna á föstudaginn.
Kjarninn 17. september 2019
Skeljungur kaupir Basko á 30 milljónir og yfirtöku skulda
Basko, fyrirtæki sem var áður stýrt af nýráðnum forstjóra Skeljungs, hefur verið selt til Skeljungs. Hlutur í Eldum Rétt verður undanskilin kaupunum.
Kjarninn 17. september 2019
Telja Jónas hæfastan
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness en sinna störfum við alla héraðsdómstóla.
Kjarninn 17. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent