Lilja sannfærð um að fjölmiðlafrumvarpið komist í gegnum ríkisstjórn

Mennta- og menningarmálaráðherra telur ekki að andstaða innan Sjálfstæðisflokksins muni koma í veg fyrir að frumvarp um endurgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla muni verða að lögum.

Lilja Alfreðsdóttir
Auglýsing

„Já, ég er sann­færð um það,“ segir Lilja D. Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, um það hvort hún sé von­góð um að ná frum­varpi sínu um end­ur­greiðslur til fjöl­miðla í gegnum rík­is­stjórn. Þetta sagði hún í við­tali í Silfr­inu á RÚV í dag.

Tölu­verð and­staða hefur birst við frum­varpið hjá sumum þing­mönnum Sjálf­stæð­is­flokks, meðal ann­ars Óla Birni Kára­syni og Ásmundi Frið­riks­syni. Óli Björn skrif­aði grein í Morg­un­blaðið í upp­hafi mán­aðar þar sem sagði m.a.: „Skil­­virk­asta leiðin til að styrkja rekstr­­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla er lækk­­un skatta. Styrkt­­ar- og milli­­­færslu­­kerfi er versta leið­in.“ Ásmundur skrif­aði grein á vef­inn Eyj­ar.­net þar sem hann líkti vænt­an­legum end­ur­greiðslum til fjöl­miðla, sem áætl­aðar eru 350 millj­ónir króna á ári, við búvöru­samn­ing­um, sem kosta að með­al­tali 13,2 millj­arða króna á tíu ára gild­is­tíma sín­um. Ásmundur sagði í grein­inni að frum­varpið geri meðal ann­ars „ráð fyrir að skoð­un­ar­bræður sem skapa sér vett­vang í fjöl­miðlun og oft eru nefndir mykju­dreifarar verði vel tryggðir og gætu fengið hlut­falls­lega hæstu fram­lög­in.“

Frum­varp Lilju gerir ráð fyrir því að einka­reknir fjöl­miðl­ar, sem upp­fylla til­tekin skil­yrði, geti fengið 25 pró­sent rit­stjórn­ar­kostn­aði sínum upp að 50 millj­ónum króna hámarki end­ur­greiddan árlega. Á meðal skil­yrða sem þarf að upp­fylla eru slík sem snúa að rekstr­ar­sögu, starfs­manna­fjölda og um hversu stórt hlut­fall birts efnis þurfi að vera rit­stjórn­ar­efni sem bygg­ist á sjálf­stæðri frétta- og heim­ilda­öfl­un.

Auglýsing

Frum­varpið var lagt fram í sam­ráðs­gátt stjórn­valda og lauk sam­ráð­inu í gær. Alls bár­ust 23 umsagn­ir, flestar frá einka­reknum fjöl­miðl­um, með marg­hátt­uðum og ólíkum athuga­semd­um. Stærstu einka­reknu miðlar lands­ins gerðu miklar athuga­semdir við veru RÚV á aug­lýs­inga­mark­aði í sínum umsögn­um. Þá vildi Torg ehf., útgef­andi Frétta­blaðs­ins, að íviln­unum yrði breytt þannig að skil­yrð­i til end­­ur­greiðslu kostn­aðar verð­i breytt þannig að ­­rit­­stjórn­­­ar­efn­i verð­i að lág­­marki ver­a 30 pró­­sent í stað 40 pró­­sent hjá mið­l­in­­um. „Ástæða þess er sú að við ­­laus­­lega taln­ing­u á þessu hlut­­fall­i í Frétta­­blað­in­u er ­­ljóst að ­­blað­ið er á ­­mörk­um þess að ­­upp­­­fylla skil­yrð­ið. Ef slík­­ lög væru ­­sett og ­­stærsti ­­prent­mið­ill lands­ins ­­gæt­i ekki ­­feng­ið ­­styrk ­­vegna þess að hann ­­upp­­­fyllt­i ekki skil­yrð­in er ­­ljóst að lög­in væru að eng­u ­­leyt­i að ­­ná til­­gang­i sín­­um.“ Torg lagði einnig til að end­ur­greiðslu myndu ná helst til rit­stjórna sem væru með fleiri en 20 starfs­menn sem myndi þýða að þrír einka­reknir aðil­ar, Torg, Árvakur og Sýn, myndu fá þorra end­ur­greiðslna.

Lilja sagði í Silfr­inu að þetta væri fyrsta skrefið af nokkrum til að rétta við stöðu einka­rek­inna fjöl­miðla á Íslandi og að það væri í anda þeirra end­ur­greiðslu­kerfa sem þegar hefur verið komið á fót varð­andi kvik­mynda­gerð, bóka­út­gáfu og nýsköpun hér­lend­is. Þetta væri í fyrsta sinn sem lagt væri fram frum­varp sem við­ur­kenndi vanda einka­rek­inna fjöl­miðla og staða þeirra væri því í fyrsta sinn komin á dag­skrá stjórn­mál­anna.

Hún sagði að það yrði tekið til­lit til athuga­semda sem fram hefðu kom­ið. Hvað varðar veru RÚV á aug­lýs­inga­mark­aði þá lagði hún áherslu á að um væri að ræða fyrsta skref í ferli. Það hafi þegar verið kynntar hug­myndir um að minnka umsvif RÚV á aug­lýs­inga­mark­aði en að það verði ekki gripið til aðgerða fyrr en að mjög vel athug­uðu máli þannig að tekj­urnar sem myndi losna um myndu ekki ein­ungis renna beint út úr land­inu til erlendra sam­fé­lags­miðla sem hafa tekið sífellt stærri sneið af íslenskum aug­lýs­inga­mark­aði.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent