Ragnar gefur Kviku frest til að „rifta“ kaupunum

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir stjórn félagsins standa þétt saman og hún sætti sig ekki við það hvernig Almenna leigufélagið starfar.

Ragnar Þór Ingólfsson
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, segir að Kvika banki hafi nú frest til að rifta kaupum sínum á GAMMA, sem rekur Almenna leigu­fé­lag­ið. 

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá Ragn­ari Þór á Face­book síðu hans

„VR er frjálst að færa sína sjóði og kostar það félagið ekki neitt. Ef rétt reyn­ist að Kvika banki hefur ekk­ert með ákvarð­anir Gamma/Al­menna að gera, sem ég reyndar efast stór­lega um, hefur bank­inn sama frest til að rifta fyr­ir­hug­uðum kaupum á fyr­ir­tæki sem svífst einskis þegar kemur að sið­lausum gróða­sjón­ar­miðum gagn­vart almenn­ingi. Stjórn VR stendur fast á sínu. Við höfum nú þegar gert ráð­staf­anir um það hvert fjár­munir félags­ins verða flutt­ir, komi til þess, og mun það ekki hafa nokkur áhrif á ávöxtun fjár­muna félags­ins sé til­lit tekið til árang­urs bank­ans síð­ustu ár,“ segir Ragnar Þór. 

Auglýsing

Í opnu bréf á vef VR, sem birt var fyrr í dag, er Kviku gef­inn kostur á að bregð­ast við hegðun Almenna leigu­fé­lags­ins, sem komi fram við leigj­endur af „grimmd“. Sjóðir VR í stýr­ingu, 4,2 millj­arðar króna, verði færðir út stýr­ingu ef bank­inn myndi ekki bregð­ast við hátt­erni Almenna leigu­fé­lags­ins. 

Ármann Þor­valds­son, for­stjóri Kviku, sagði í sam­tali við Kjarn­ann að Kvika kæmi ekk­ert að ákvörð­unum GAMMA enda væri bank­inn ekki búinn að eign­ast félag­ið, og mætti ekki koma að starf­semi félags­ins. „Við von­umst auð­vitað eftir því að SKE sam­­þykki kaupin en það geta liðið vikur eða mán­uðir þar til það ger­ist.Þar til kaupin ganga í gegn höfum við ekk­ert með stjórn GAMMA að gera og er óheim­ilt að reyna að hafa ein­hver áhrif á rekstur félags­­ins og sjóða­­stýr­ingu þess,“ sagði Ármann.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugleikur Dagsson.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur
Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.
Kjarninn 28. mars 2020
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Þórður Snær Júlíusson
Skammist ykkar
Kjarninn 28. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent