Ragnar gefur Kviku frest til að „rifta“ kaupunum

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir stjórn félagsins standa þétt saman og hún sætti sig ekki við það hvernig Almenna leigufélagið starfar.

Ragnar Þór Ingólfsson
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, segir að Kvika banki hafi nú frest til að rifta kaupum sínum á GAMMA, sem rekur Almenna leigu­fé­lag­ið. 

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá Ragn­ari Þór á Face­book síðu hans

„VR er frjálst að færa sína sjóði og kostar það félagið ekki neitt. Ef rétt reyn­ist að Kvika banki hefur ekk­ert með ákvarð­anir Gamma/Al­menna að gera, sem ég reyndar efast stór­lega um, hefur bank­inn sama frest til að rifta fyr­ir­hug­uðum kaupum á fyr­ir­tæki sem svífst einskis þegar kemur að sið­lausum gróða­sjón­ar­miðum gagn­vart almenn­ingi. Stjórn VR stendur fast á sínu. Við höfum nú þegar gert ráð­staf­anir um það hvert fjár­munir félags­ins verða flutt­ir, komi til þess, og mun það ekki hafa nokkur áhrif á ávöxtun fjár­muna félags­ins sé til­lit tekið til árang­urs bank­ans síð­ustu ár,“ segir Ragnar Þór. 

Auglýsing

Í opnu bréf á vef VR, sem birt var fyrr í dag, er Kviku gef­inn kostur á að bregð­ast við hegðun Almenna leigu­fé­lags­ins, sem komi fram við leigj­endur af „grimmd“. Sjóðir VR í stýr­ingu, 4,2 millj­arðar króna, verði færðir út stýr­ingu ef bank­inn myndi ekki bregð­ast við hátt­erni Almenna leigu­fé­lags­ins. 

Ármann Þor­valds­son, for­stjóri Kviku, sagði í sam­tali við Kjarn­ann að Kvika kæmi ekk­ert að ákvörð­unum GAMMA enda væri bank­inn ekki búinn að eign­ast félag­ið, og mætti ekki koma að starf­semi félags­ins. „Við von­umst auð­vitað eftir því að SKE sam­­þykki kaupin en það geta liðið vikur eða mán­uðir þar til það ger­ist.Þar til kaupin ganga í gegn höfum við ekk­ert með stjórn GAMMA að gera og er óheim­ilt að reyna að hafa ein­hver áhrif á rekstur félags­­ins og sjóða­­stýr­ingu þess,“ sagði Ármann.

Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Nýliðunarbrestur veldur Hafró áhyggjum
Hlýnun sjávar í íslenskri lögsögu er einn áhrifaþátturinn sem Hafró fylgist grannt með.
Kjarninn 14. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent