Ragnar gefur Kviku frest til að „rifta“ kaupunum

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir stjórn félagsins standa þétt saman og hún sætti sig ekki við það hvernig Almenna leigufélagið starfar.

Ragnar Þór Ingólfsson
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, segir að Kvika banki hafi nú frest til að rifta kaupum sínum á GAMMA, sem rekur Almenna leigu­fé­lag­ið. 

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá Ragn­ari Þór á Face­book síðu hans

„VR er frjálst að færa sína sjóði og kostar það félagið ekki neitt. Ef rétt reyn­ist að Kvika banki hefur ekk­ert með ákvarð­anir Gamma/Al­menna að gera, sem ég reyndar efast stór­lega um, hefur bank­inn sama frest til að rifta fyr­ir­hug­uðum kaupum á fyr­ir­tæki sem svífst einskis þegar kemur að sið­lausum gróða­sjón­ar­miðum gagn­vart almenn­ingi. Stjórn VR stendur fast á sínu. Við höfum nú þegar gert ráð­staf­anir um það hvert fjár­munir félags­ins verða flutt­ir, komi til þess, og mun það ekki hafa nokkur áhrif á ávöxtun fjár­muna félags­ins sé til­lit tekið til árang­urs bank­ans síð­ustu ár,“ segir Ragnar Þór. 

Auglýsing

Í opnu bréf á vef VR, sem birt var fyrr í dag, er Kviku gef­inn kostur á að bregð­ast við hegðun Almenna leigu­fé­lags­ins, sem komi fram við leigj­endur af „grimmd“. Sjóðir VR í stýr­ingu, 4,2 millj­arðar króna, verði færðir út stýr­ingu ef bank­inn myndi ekki bregð­ast við hátt­erni Almenna leigu­fé­lags­ins. 

Ármann Þor­valds­son, for­stjóri Kviku, sagði í sam­tali við Kjarn­ann að Kvika kæmi ekk­ert að ákvörð­unum GAMMA enda væri bank­inn ekki búinn að eign­ast félag­ið, og mætti ekki koma að starf­semi félags­ins. „Við von­umst auð­vitað eftir því að SKE sam­­þykki kaupin en það geta liðið vikur eða mán­uðir þar til það ger­ist.Þar til kaupin ganga í gegn höfum við ekk­ert með stjórn GAMMA að gera og er óheim­ilt að reyna að hafa ein­hver áhrif á rekstur félags­­ins og sjóða­­stýr­ingu þess,“ sagði Ármann.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samherji opinberaður
Sjávarútvegsrisinn Samherji er eitt stærsta og áhrifamesta fyrirtæki á Íslandi. Það teygir anga sína víða og stjórnendur þess hafa ekki farið leynt með vilja sinn til að hafa mikil áhrif í samfélaginu sem þeir búa í.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnþór Ingvarsson
Óskuðu eftir ráðum hjá Samherjamönnum til að blekkja Grænlendinga
Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar bað stjórnendur hjá Samherja að ráðleggja sér um hvernig best væri að afla velvildar heimamanna á Grænlandi og blekkja þá til að komast yfir veiðiheimildir.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Þórólfur Matthíasson
Mútur sem hefðbundnir viðskiptahættir
Kjarninn 15. nóvember 2019
Björgólfur reiknar ekki með að sitja sem forstjóri Samherja lengi
Sitjandi forstjóri Samherja kallar sjónvarpsþátt Kveiks um fyrirtækið „einhliða“. Ýjað hafi verið að því að Samherji „hefði brotið gegn lögum og sýnt slæmt siðferði í viðskiptum.“
Kjarninn 15. nóvember 2019
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent