Ragnar gefur Kviku frest til að „rifta“ kaupunum

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir stjórn félagsins standa þétt saman og hún sætti sig ekki við það hvernig Almenna leigufélagið starfar.

Ragnar Þór Ingólfsson
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, segir að Kvika banki hafi nú frest til að rifta kaupum sínum á GAMMA, sem rekur Almenna leigu­fé­lag­ið. 

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá Ragn­ari Þór á Face­book síðu hans

„VR er frjálst að færa sína sjóði og kostar það félagið ekki neitt. Ef rétt reyn­ist að Kvika banki hefur ekk­ert með ákvarð­anir Gamma/Al­menna að gera, sem ég reyndar efast stór­lega um, hefur bank­inn sama frest til að rifta fyr­ir­hug­uðum kaupum á fyr­ir­tæki sem svífst einskis þegar kemur að sið­lausum gróða­sjón­ar­miðum gagn­vart almenn­ingi. Stjórn VR stendur fast á sínu. Við höfum nú þegar gert ráð­staf­anir um það hvert fjár­munir félags­ins verða flutt­ir, komi til þess, og mun það ekki hafa nokkur áhrif á ávöxtun fjár­muna félags­ins sé til­lit tekið til árang­urs bank­ans síð­ustu ár,“ segir Ragnar Þór. 

Auglýsing

Í opnu bréf á vef VR, sem birt var fyrr í dag, er Kviku gef­inn kostur á að bregð­ast við hegðun Almenna leigu­fé­lags­ins, sem komi fram við leigj­endur af „grimmd“. Sjóðir VR í stýr­ingu, 4,2 millj­arðar króna, verði færðir út stýr­ingu ef bank­inn myndi ekki bregð­ast við hátt­erni Almenna leigu­fé­lags­ins. 

Ármann Þor­valds­son, for­stjóri Kviku, sagði í sam­tali við Kjarn­ann að Kvika kæmi ekk­ert að ákvörð­unum GAMMA enda væri bank­inn ekki búinn að eign­ast félag­ið, og mætti ekki koma að starf­semi félags­ins. „Við von­umst auð­vitað eftir því að SKE sam­­þykki kaupin en það geta liðið vikur eða mán­uðir þar til það ger­ist.Þar til kaupin ganga í gegn höfum við ekk­ert með stjórn GAMMA að gera og er óheim­ilt að reyna að hafa ein­hver áhrif á rekstur félags­­ins og sjóða­­stýr­ingu þess,“ sagði Ármann.

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent