Viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins, SGS, hefur verið falið að meta hvort vísa eigi kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á næstu dögum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá sambandinu.
Í tilkynningunni segir enn fremur að væntingar séu um að fram komi annað hvort hugmyndir eða tillögur í framhaldi af viðræðum stjórnvalda og Alþýðusambands Ísland á morgun, þriðjudag. Viðræðunefnd SGS hefur verið boðuð til fundar síðdegis þann dag.
Samþykkt einróma umboð til viðræðunefndar sambandsins
Samninganefnd SGS fundaði síðastliðinn fimmtudag, 14. febrúar, um stöðuna í kjaraviðræðum og næstu skref. Í tilkynningu frá SGS kemur fram að á fundinum hafi verið samþykkt einróma umboð til viðræðunefndar SGS um að hún ætti að meta hvort vísa ætti kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Það verður gert á næstu dögum telji nefndin ástæðu til.