Bakkavararbræður vilja rannsókn á Klakka

Lýstar kröfur í nauðasamningum Exista námu upphaflega tæplega 300 milljörðum króna og aðeins hluti þeirra hefur fengist greiddur.

lýður og ágúst
Auglýsing

Stjórn eigna­um­sýslu­fé­lags­ins Klakka (áður Exista) hefur boðað til hlut­hafa­fundar að beiðni „til­tek­inna minni­hluta hlut­hafa félags­ins“ þar sem á dag­skrá eru ýmsar til­lögur umræddra hlut­hafa, þ.m.t. til­laga um að fram fari sér­stök rann­sókn, líkt og heim­ilað er í einka­hluta­fé­laga­lögum (sbr. 1. mgr. 72. gr. laga um einka­hluta­fé­lög nr. 138/1994).

Þetta segir í svari frá Klakka, áður Exista, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans, en í eigna­safni félags­ins núna er fjár­mögn­un­ar­fé­lagið Lyk­ill.

Þessir til­teknu minni­hluta hlut­hafar eru, ­sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, Bakka­var­ar­bræð­urnir Lýður og Ágúst Guð­munds­syn­ir, sem áður voru stæstur eig­endur Exista og stærstu eig­endur Bakka­var­ar, og Sig­urður Val­týs­son, sem áður var for­stjóri félags­ins.

Auglýsing

Í svari frá stjórn Klakka segir að það sé mat stjórnar að ekki séu fyrir hendi laga­skil­yrði fyrir því að láta fara fram rann­sókn­ina sem kallað er eft­ir. 

í stjórn Klakka eru í dag, sam­kvæmt vef félags­ins, Matt­hew Frank Hinds, for­maður stjórn­ar, Ant­hony Thomas Place, G­unnar Þór Þór­ar­ins­son, Joy McAdam, og ­Steinn Logi Björns­son.

Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans, seg­ir: 

„Að mati stjórnar félags­ins eru laga­skil­yrði ekki upp­fyllt fyrir því að láta fram­kvæma slíka rann­sókn, m.a. þar sem til­lagan snýr mest­megnis að atriðum sem varða ekki starf­semi félags­ins eða atriðum sem þegar hefur verið upp­lýst um.

Stjórn Klakka bendir á um er að ræða end­ur­teknar umkvart­anir sömu aðila sem áður hefur verið svar­að, meðal ann­ars á hlut­hafa­fundum félags­ins. Stjórn Klakka fær því ekki séð að til­lög­urn­ar, sem koma frá félögum í eigu fyrr­ver­andi aðal­eig­enda og stjórn­enda Exista, varði mik­il­væga hags­muni Klakka eða hlut­hafa þess. Til­lögur minni­hluta hlut­haf­anna munu fá umræðu og form­lega afgreiðslu á við­eig­andi vett­vangi, þ.e. hlut­hafa­fundi félags­ins. 

Til­gangur Klakka sem eigna­um­sýslu­fé­lags er að selja eft­ir­stand­andi eignir og slíta svo félag­inu. Aðeins tveir starfs­menn starfa hjá félag­inu og rekstr­ar­kostn­aður þess er mun minni en áður.

Lýstar kröfur í nauða­samn­ingum Exista námu upp­haf­lega tæp­lega 300 millj­örðum króna og aðeins hluti þeirra hefur feng­ist greidd­ur. Nær allar eignir félags­ins hafa verið seld­ar, svo sem vátrygg­ing­ar­fé­lagið VÍS og fjar­skipta­fyr­ir­tækið Sím­inn, svo nú er aðeins lítið brot af eignum Exista sem stendur eft­ir. Þar er fjár­mögn­un­ar­fyr­ir­tækið Lyk­ill stærsta eign­in. Félagið fór í sölu­ferli á síð­asta ári en til­boðin sem bár­ust upp­fylltu ekki verð­mat stjórnar Klakka og því hafa áform um sölu Lyk­ils nú verið sett á hill­una. Þegar allri eigna­sölu verður end­an­lega lokið verður starf­semi Klakka hætt í núver­andi mynd.“

Samninganefnd SGS
Segir að samninganefnd SGS muni aldrei taka þátt í að semja um að rýra kjör
Samninganefnd SGS segir það miður að Framsýn hafi þurft að bera félaga sína þungum sökum í tengslum við ákvörðun félagsins um að afturkalla samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu.
Kjarninn 20. mars 2019
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Meirihluta skólastjórnenda þykir leyfisheimildir foreldra of rúmar
Rúmur helmingur skólastjórnenda segir að leyfisbeiðnum vegna ferðalaga hafi fjölgað mikið á síðustu árum í nýrri könnun. Mennta- og menningarmálaráðherra segist líta það mjög alvarlegum augum að slíkar fjarvistir komi niður á námi nemenda.
Kjarninn 20. mars 2019
Már Guðmundsson
Skýrsla um neyðarlánið til Kaupþings birt í lok apríl
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að skýrsla um neyðarlánið sem veitt var Kaupþingi haustið 2008 og söluferlið á FIH bankanum verði birt opinberlega þann 30. apríl næstkomandi.
Kjarninn 20. mars 2019
Seðlabanki Íslands
Vextir Seðlabankans enn óbreyttir
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum.
Kjarninn 20. mars 2019
WOW air óskaði eftir ríkisábyrgð á láni
Skúli Mogensen hefur leitað ásjár stjórnvalda og kannað möguleika á ríkisábyrgð á láni. Lánveitandi WOW air hefur sett ríkisábyrgð sem skilyrði fyrir lánveitingu þar sem ekki er talið að nægjanleg veð sé að hafa í rekstrarfjármunum flugfélagsins sjálf.
Kjarninn 20. mars 2019
Guðbrandur Einarsson
Segir af sér sem formaður Landsambands íslenskra verslunarmanna
Guðbrandur Einarsson hefur sagt af sér sem formaður LÍV. Ástæðan sem hann gefur er meiningarmunur á milli hans og forsvarsmanna VR með hvaða hætti skuli nálgast kjarasamningsgerð.
Kjarninn 20. mars 2019
Ingrid Kuhlman
Uppskrift að hamingju frá eldri borgurum
Kjarninn 20. mars 2019
Minkaræktun í Kína
Loðdýrabú rekin með tapi síðustu ár
Loðdýrabú hafa verið rekin með tapi hér á landi undanfarin fjögur ár og minkabændum fækkað. Greinin óskaði eftir fjárhagsaðstoð frá stjórnvöldum í fyrra og sett hefur verið á laggirnar nefnd til að greina vanda greinarinnar.
Kjarninn 19. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent