Bakkavararbræður vilja rannsókn á Klakka

Lýstar kröfur í nauðasamningum Exista námu upphaflega tæplega 300 milljörðum króna og aðeins hluti þeirra hefur fengist greiddur.

lýður og ágúst
Auglýsing

Stjórn eigna­um­sýslu­fé­lags­ins Klakka (áður Exista) hefur boðað til hlut­hafa­fundar að beiðni „til­tek­inna minni­hluta hlut­hafa félags­ins“ þar sem á dag­skrá eru ýmsar til­lögur umræddra hlut­hafa, þ.m.t. til­laga um að fram fari sér­stök rann­sókn, líkt og heim­ilað er í einka­hluta­fé­laga­lögum (sbr. 1. mgr. 72. gr. laga um einka­hluta­fé­lög nr. 138/1994).

Þetta segir í svari frá Klakka, áður Exista, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans, en í eigna­safni félags­ins núna er fjár­mögn­un­ar­fé­lagið Lyk­ill.

Þessir til­teknu minni­hluta hlut­hafar eru, ­sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, Bakka­var­ar­bræð­urnir Lýður og Ágúst Guð­munds­syn­ir, sem áður voru stæstur eig­endur Exista og stærstu eig­endur Bakka­var­ar, og Sig­urður Val­týs­son, sem áður var for­stjóri félags­ins.

Auglýsing

Í svari frá stjórn Klakka segir að það sé mat stjórnar að ekki séu fyrir hendi laga­skil­yrði fyrir því að láta fara fram rann­sókn­ina sem kallað er eft­ir. 

í stjórn Klakka eru í dag, sam­kvæmt vef félags­ins, Matt­hew Frank Hinds, for­maður stjórn­ar, Ant­hony Thomas Place, G­unnar Þór Þór­ar­ins­son, Joy McAdam, og ­Steinn Logi Björns­son.

Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans, seg­ir: 

„Að mati stjórnar félags­ins eru laga­skil­yrði ekki upp­fyllt fyrir því að láta fram­kvæma slíka rann­sókn, m.a. þar sem til­lagan snýr mest­megnis að atriðum sem varða ekki starf­semi félags­ins eða atriðum sem þegar hefur verið upp­lýst um.

Stjórn Klakka bendir á um er að ræða end­ur­teknar umkvart­anir sömu aðila sem áður hefur verið svar­að, meðal ann­ars á hlut­hafa­fundum félags­ins. Stjórn Klakka fær því ekki séð að til­lög­urn­ar, sem koma frá félögum í eigu fyrr­ver­andi aðal­eig­enda og stjórn­enda Exista, varði mik­il­væga hags­muni Klakka eða hlut­hafa þess. Til­lögur minni­hluta hlut­haf­anna munu fá umræðu og form­lega afgreiðslu á við­eig­andi vett­vangi, þ.e. hlut­hafa­fundi félags­ins. 

Til­gangur Klakka sem eigna­um­sýslu­fé­lags er að selja eft­ir­stand­andi eignir og slíta svo félag­inu. Aðeins tveir starfs­menn starfa hjá félag­inu og rekstr­ar­kostn­aður þess er mun minni en áður.

Lýstar kröfur í nauða­samn­ingum Exista námu upp­haf­lega tæp­lega 300 millj­örðum króna og aðeins hluti þeirra hefur feng­ist greidd­ur. Nær allar eignir félags­ins hafa verið seld­ar, svo sem vátrygg­ing­ar­fé­lagið VÍS og fjar­skipta­fyr­ir­tækið Sím­inn, svo nú er aðeins lítið brot af eignum Exista sem stendur eft­ir. Þar er fjár­mögn­un­ar­fyr­ir­tækið Lyk­ill stærsta eign­in. Félagið fór í sölu­ferli á síð­asta ári en til­boðin sem bár­ust upp­fylltu ekki verð­mat stjórnar Klakka og því hafa áform um sölu Lyk­ils nú verið sett á hill­una. Þegar allri eigna­sölu verður end­an­lega lokið verður starf­semi Klakka hætt í núver­andi mynd.“

Kyrrsetningu Max-véla verður aflétt en spurningin er hvenær
Mikilvægur fundur fer fram í Texas í dag, þar sem fulltrúar flugmálayfirvalda í heiminum fá upplýsingar frá Boeing um uppfærslu á hugbúnaði í 737 Max vélum félagsins. Þær hrannast upp á framleiðslusvæði félagsins í Renton vegna alþjóðlegrar kyrrsetningar.
Kjarninn 23. maí 2019
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Framkvæmdastjórn Evrópuráðsþingsins hafnar öfga-hægri flokki
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir leiddu andstöðu við að viðurkenna stjórnmálahóp sem gefur sig út fyrir að vera á móti innflytjendum og hælisleitendum.
Kjarninn 23. maí 2019
Örn Bárður Jónsson
Réttilega að málum staðið
Kjarninn 23. maí 2019
3.839 íbúðir í byggingu á Íslandi
Þjóðskrá Íslands hefur hafið birtingu á nýjum gögnum um fjölda íbúða í byggingu.
Kjarninn 23. maí 2019
Búið að vísa Klausturmálinu til siðanefndar Alþingis
Tveir tímabundnir varaforsetar forsætisnefndar hafa vísað Klausturmálinu, sem snýst um drykkjutal sex þingmanna Miðflokksins, til siðanefndar Alþingis.
Kjarninn 23. maí 2019
Ólafur Páll Jónsson
Yfir strikið
Leslistinn 23. maí 2019
Selja helming í HS Orku til Ancala Partners og færa hlut í Bláa lóninu út
Félag í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða keypti í dag öll hlutabréf í HS Orku sem það átti ekki fyrir, seldi helming þeirra síðan til bresks sjóðsstýringarfyrirtækis en seldi nýju félagi lífeyrissjóða fyrst 30 prósent hlut í Bláa lóninu á 15 milljarða.
Kjarninn 23. maí 2019
Aðkomu Ross Beaty, sem verið hefur stjórnarformaður HS Orku undanfarin ár, að fyrirtækinu fer senn að ljúka.
Lífeyrissjóðirnir búnir að kaupa Innergex út úr HS Orku
Félag í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða hefur keypt 53,9 prósent hlut í HS Orku á 37,3 milljarða króna. Það mun að öllum líkindum eignast allt hlutafé í HS Orku. Að minnsta kosti um stund.
Kjarninn 23. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent