Útspili stjórnvalda inn í kjaraviðræður, þar sem horft til þess að lækka skattbyrði hjá lágtekjufólki, var ekki vel tekið hjá verkalýðshreyfingunni. Líkur á verkföllum hafa aukist eftir útspilið, samkvæmt viðmælendum Kjarnans innan verkalýðshreyfingarinnar, en töluverðar vondir voru bundnar við að útspil stjórnvalda myndi liðka fyrir viðræðum og setja þær í það minnsta nær sáttafarvegi.
Drífa Snædal, forseti ASÍ, sagði eftir að útspil stjórnvalda hafði verið kynnt, að niðurstaðan væri vonbrigði, og hún liðkaði ekki fyrir kjaraviðræðum.
1/4 Kynntum þriggja þrepa skattkerfi í dag sem mun létta https://t.co/3ivPNnrA7J. skattbyrði af lægstu tekjuhópum á ári. Þegar aukning í barnabótum er talin með munu tekjulágar barnafjölskyldur hafa allt að https://t.co/zuEo2fcKcE. meira úr að spila á ári.
— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) February 19, 2019
Samkvæmt aðgerðunum lækkar skattbyrði lágtekjufólks um 2 prósentustig verði fyrirætlanir stjórnvalda um breytingar á skattkerfinu samþykktar, og verður til 32,94 prósent skattþrep. „Breytingarnar eru í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í febrúar 2018. Þær munu sérstaklega bæta stöðu kvenna, fólks á aldrinum 18-24 ára, 25-34 ára, öryrkja, eldri borgara, þeim sem ekki eiga húsnæði og þeim sem þiggja húsnæðisstuðning. Bætt verður við nýju neðsta skattþrepi og fjárhæðum til lækkunar skatta beint til lægri millitekju- og lágtekjuhópa samkvæmt fyrirætlunum um breytingar í skattamálum sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í dag. Gert er ráð fyrir að tekjuáhrif skattkerfisbreytinganna nemi um 14,7 milljörðum króna. Hækkun barnabóta 2019 nemur 1,6 ma.kr. og hækkun persónuafsláttar umfram verðlag 1,7 milljarðar króna. Alls nema því tillögur stjórnvalda í tekjuskatti og barnabótum 18 milljörðum króna,“ sagði í tilkynningu frá stjórnvöldum, þegar aðgerðirnar voru kynntar.
2/4 Nýtt neðra þrep er ekki eina breytingin heldur afnemum við líka samnýtingu þrepa sem er mikilvæg jafnréttisaðgerð. Breytingarnar í dag eru bæði jafnaðar- og jafnréttisbreytingar og færa skattkerfið í rétta átt.
— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) February 19, 2019
Það sem helst veldur vonbrigðum innan verkalýðshreyfingarinnar er að í aðgerðum stjórnvalda skuli birtast skattalækkanir fyrir fólk með hærri tekjur einnig, en að mati verkalýðshreyfingarinnar hefði átt að einblína á tekjulægri hópa eingöngu, og hafa tillögurnar meira afgerandi - fá fram meiri ráðstöfunartekjur hjá tekjulægstu hópunum.
Á fundi samninganefndar ASÍ var einhugur í gær, um að tillögur stjórnvalda væru ekki til þess fallnar að liðka fyrir kjaraviðræðunum, en nokkuð langt ber á milli aðila ennþá, þrátt fyrir mikla vinnu og viðræður undanfarnar vikur.
Næstu daga munu stéttarfélögin, VR og Efling þar á meðal, undirbúa næstu skref, meðal annars með fundum með félagsmönnum.