Stál í stál - Líkur á verkföllum hafa aukist

Útspili stjórnvalda í kjaraviðræðunum var illa tekið hjá verkalýðshreyfingunni. Eru verkföll í kortunum?

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra,  og Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Auglýsing

Útspili stjórn­valda inn í kjara­við­ræð­ur, þar sem horft til þess að lækka skatt­byrði hjá lág­tekju­fólki, var ekki vel tekið hjá verka­lýðs­hreyf­ing­unni. Líkur á verk­föllum hafa auk­ist eftir útspil­ið, sam­kvæmt við­mæl­endum Kjarn­ans innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar, en tölu­verðar vondir voru bundnar við að útspil stjórn­valda myndi liðka fyrir við­ræðum og setja þær í það minnsta nær sáttaf­ar­veg­i. 

Drífa Snædal, for­seti ASÍ, sagði eftir að útspil stjórn­valda hafði verið kynnt, að nið­ur­staðan væri von­brigði, og hún liðk­aði ekki fyrir kjara­við­ræð­u­m. 

Auglýsing


Sam­kvæmt aðgerð­unum lækkar skatt­byrði lág­­tekju­­fólks um 2 pró­­sent­u­­stig verði fyr­ir­ætl­­­anir stjórn­­­valda um breyt­ingar á skatt­­kerf­inu sam­­þykkt­­ar, og verður til 32,94 pró­sent skatt­þrep. „Breyt­ing­­arnar eru í sam­ræmi við yfir­­lýs­ingu rík­­is­­stjórn­­­ar­innar frá því í febr­­úar 2018. Þær munu sér­­stak­­lega bæta stöðu kvenna, fólks á aldr­inum 18-24 ára, 25-34 ára, öryrkja, eldri borg­­ara, þeim sem ekki eiga hús­næði og þeim sem þiggja hús­næð­is­­stuðn­­ing. Bætt verður við nýju neðsta skatt­­þrepi og fjár­­hæðum til lækk­­unar skatta beint til lægri milli­­­tekju- og lág­­tekju­hópa sam­­kvæmt fyr­ir­ætl­­unum um breyt­ingar í skatta­­málum sem Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra kynnti í dag. Gert er ráð fyrir að tekju­á­hrif skatt­­kerf­is­breyt­ing­anna nemi um 14,7 millj­­örðum króna. Hækkun barna­­bóta 2019 nemur 1,6 ma.kr. og hækkun per­­són­u­af­­sláttar umfram verð­lag 1,7 millj­arðar króna. Alls nema því til­­lögur stjórn­­­valda í tekju­skatti og barna­­bótum 18 millj­­örðum króna,“ sagði í til­­kynn­ingu frá stjórn­­völd­um, þegar aðgerð­irnar voru kynnt­ar. Það sem helst veldur von­brigðum innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar er að í aðgerðum stjórn­valda skuli birt­ast skatta­lækk­anir fyrir fólk með hærri tekjur einnig, en að mati verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar hefði átt að ein­blína á tekju­lægri hópa ein­göngu, og hafa til­lög­urnar meira afger­andi - fá fram meiri ráð­stöf­un­ar­tekjur hjá tekju­lægstu hóp­un­um.

Á fundi samn­inga­nefndar ASÍ var ein­hugur í gær, um að til­lögur stjórn­valda væru ekki til þess fallnar að liðka fyrir kjara­við­ræð­un­um, en nokkuð langt ber á milli aðila enn­þá, þrátt fyrir mikla vinnu og við­ræður und­an­farnar vik­ur.

Næstu daga munu stétt­ar­fé­lög­in, VR og Efl­ing þar á með­al, und­ir­búa næstu skref, meðal ann­ars með fundum með félags­mönn­um. 

Telur að sjálvirknivæðingin verði góð fyrir Ísland
Lilja Alfreðsdóttir segir að þjóð eins og Ísland, sem skorti oftast vinnuafl, muni njóta góðs af því þegar tækniframfarir stuðli að aukinni sjálfvirkni.
Kjarninn 23. mars 2019
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Fæðingarorlof verði lengt í 12 mánuði
Félags- og barnamálaráðherra stefnir að því að lengja fæðingarorlof í 12 mánuði á næstu tveimur árum.
Kjarninn 23. mars 2019
Árni Már Jensson
Þjónslundin
Kjarninn 23. mars 2019
Vinsæl heilsusmáforrit deila persónuupplýsingum
Í nýlegri rannsókn voru skoðuð 24 heilsutengd smáforrit. Af þeim deildu 19 af 24 upplýsingum um notendur til alls 55 fyrirtækja sem fengu upplýsingarnar og meðhöndluðu gögnin á einhvern hátt.
Kjarninn 23. mars 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Sölva Tryggvason
Kjarninn 23. mars 2019
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Gerir ráð fyrir dýrum aðgerðum til að ná sátt á vinnumarkaði
Ríkisstjórnin hyggst fara í „kostnaðarsamar ráðstafanir“ til að stuðla að því að sátt náist í yfirstandandi kjaradeilum. Einnig býst hún við „myndarlegri aukningu“ í ríkisútgjöldum til að komast til móts við kólnandi hagkerfi.
Kjarninn 23. mars 2019
Lilja segir afsögn Sigríðar hafa verið rétta ákvörðun
Varaformaður Framsóknarflokksins ætlar ekki að taka endanlega afstöðu til þess hvort að það eigi að áfrýja niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu fyrr en að búið sé að framkvæma og fara yfir hagsmunamat.
Kjarninn 23. mars 2019
Már Guðmundsson Seðlabankastjóri við losun gjaldeyrishaftanna árið 2017.
Haftalosun til bjargar
Fjármagnshöftin eru svo gott sem úr sögunni með afléttingu bindiskyldunnar fyrr í mánuðinum. Aukið frelsi krónunnar eru góðar fréttir fyrir neytendur, en nú þegar hefur það stoppað af frekari vaxtahækkanir í bili.
Kjarninn 23. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent