Stál í stál - Líkur á verkföllum hafa aukist

Útspili stjórnvalda í kjaraviðræðunum var illa tekið hjá verkalýðshreyfingunni. Eru verkföll í kortunum?

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra,  og Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Auglýsing

Útspili stjórn­valda inn í kjara­við­ræð­ur, þar sem horft til þess að lækka skatt­byrði hjá lág­tekju­fólki, var ekki vel tekið hjá verka­lýðs­hreyf­ing­unni. Líkur á verk­föllum hafa auk­ist eftir útspil­ið, sam­kvæmt við­mæl­endum Kjarn­ans innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar, en tölu­verðar vondir voru bundnar við að útspil stjórn­valda myndi liðka fyrir við­ræðum og setja þær í það minnsta nær sáttaf­ar­veg­i. 

Drífa Snædal, for­seti ASÍ, sagði eftir að útspil stjórn­valda hafði verið kynnt, að nið­ur­staðan væri von­brigði, og hún liðk­aði ekki fyrir kjara­við­ræð­u­m. 

Auglýsing


Sam­kvæmt aðgerð­unum lækkar skatt­byrði lág­­tekju­­fólks um 2 pró­­sent­u­­stig verði fyr­ir­ætl­­­anir stjórn­­­valda um breyt­ingar á skatt­­kerf­inu sam­­þykkt­­ar, og verður til 32,94 pró­sent skatt­þrep. „Breyt­ing­­arnar eru í sam­ræmi við yfir­­lýs­ingu rík­­is­­stjórn­­­ar­innar frá því í febr­­úar 2018. Þær munu sér­­stak­­lega bæta stöðu kvenna, fólks á aldr­inum 18-24 ára, 25-34 ára, öryrkja, eldri borg­­ara, þeim sem ekki eiga hús­næði og þeim sem þiggja hús­næð­is­­stuðn­­ing. Bætt verður við nýju neðsta skatt­­þrepi og fjár­­hæðum til lækk­­unar skatta beint til lægri milli­­­tekju- og lág­­tekju­hópa sam­­kvæmt fyr­ir­ætl­­unum um breyt­ingar í skatta­­málum sem Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra kynnti í dag. Gert er ráð fyrir að tekju­á­hrif skatt­­kerf­is­breyt­ing­anna nemi um 14,7 millj­­örðum króna. Hækkun barna­­bóta 2019 nemur 1,6 ma.kr. og hækkun per­­són­u­af­­sláttar umfram verð­lag 1,7 millj­arðar króna. Alls nema því til­­lögur stjórn­­­valda í tekju­skatti og barna­­bótum 18 millj­­örðum króna,“ sagði í til­­kynn­ingu frá stjórn­­völd­um, þegar aðgerð­irnar voru kynnt­ar. Það sem helst veldur von­brigðum innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar er að í aðgerðum stjórn­valda skuli birt­ast skatta­lækk­anir fyrir fólk með hærri tekjur einnig, en að mati verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar hefði átt að ein­blína á tekju­lægri hópa ein­göngu, og hafa til­lög­urnar meira afger­andi - fá fram meiri ráð­stöf­un­ar­tekjur hjá tekju­lægstu hóp­un­um.

Á fundi samn­inga­nefndar ASÍ var ein­hugur í gær, um að til­lögur stjórn­valda væru ekki til þess fallnar að liðka fyrir kjara­við­ræð­un­um, en nokkuð langt ber á milli aðila enn­þá, þrátt fyrir mikla vinnu og við­ræður und­an­farnar vik­ur.

Næstu daga munu stétt­ar­fé­lög­in, VR og Efl­ing þar á með­al, und­ir­búa næstu skref, meðal ann­ars með fundum með félags­mönn­um. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Enn ein tilraun gerð til að semja um verndun úthafanna
Stjórnvöld á Íslandi, í Rússlandi og Kína vilja að fiskveiðar verði ekki settar inn í samning þjóðríkja um verndun hafsins. Stærstur hluti úthafanna er alþjóðlegt hafsvæði. Innan við 2 prósent þess nýtur verndar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Hafnfirðingar stefna að því að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins á næstunni.
Hafnarfjörður ætlar að hefja vinnu við hjólreiðaáætlun
Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar hefur ákveðið að fela starfshópi með fulltrúum allra flokka að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins. Örfá sveitarfélög hafa til þessa gert sérstakar áætlanir um hjólreiðar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Umhverfismat stækkunar Sigöldustöðvar er hafið. Landsvirkjun áformar að stækka tvær virkjanir til viðbótar á svæðinu
Landsvirkjun geri skýra grein fyrir forsendum stækkunar Sigöldustöðvar
Skipulagsstofnun vill að Landsvirkjun geri skýrari grein fyrir tilgangi og forsendum fyrirhugaðrar stækkunar Sigölduvirkjunar. Stækkunin myndi aðeins auka orkuframleiðslu lítillega. Meira vatn þurfi til að meira rafmagn verði framleitt.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Bensínlítrinn lækkaði í fyrsta sinn á þessu ári en hlutdeild olíufélaganna í hverjum seldum lítra eykst
Framan af ári voru olíufélögin ekki að velta miklum hækkunum á bensíni út í verðið sem neytendum var boðið upp á. Nú þegar heimsmarkaðsverð hefur lækkað umtalsvert eru félögin að samak skapi að velta lækkunum hægar út í verðlagið en tilefni er til.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent