Stál í stál - Líkur á verkföllum hafa aukist

Útspili stjórnvalda í kjaraviðræðunum var illa tekið hjá verkalýðshreyfingunni. Eru verkföll í kortunum?

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra,  og Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Auglýsing

Útspili stjórn­valda inn í kjara­við­ræð­ur, þar sem horft til þess að lækka skatt­byrði hjá lág­tekju­fólki, var ekki vel tekið hjá verka­lýðs­hreyf­ing­unni. Líkur á verk­föllum hafa auk­ist eftir útspil­ið, sam­kvæmt við­mæl­endum Kjarn­ans innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar, en tölu­verðar vondir voru bundnar við að útspil stjórn­valda myndi liðka fyrir við­ræðum og setja þær í það minnsta nær sáttaf­ar­veg­i. 

Drífa Snædal, for­seti ASÍ, sagði eftir að útspil stjórn­valda hafði verið kynnt, að nið­ur­staðan væri von­brigði, og hún liðk­aði ekki fyrir kjara­við­ræð­u­m. 

Auglýsing


Sam­kvæmt aðgerð­unum lækkar skatt­byrði lág­­tekju­­fólks um 2 pró­­sent­u­­stig verði fyr­ir­ætl­­­anir stjórn­­­valda um breyt­ingar á skatt­­kerf­inu sam­­þykkt­­ar, og verður til 32,94 pró­sent skatt­þrep. „Breyt­ing­­arnar eru í sam­ræmi við yfir­­lýs­ingu rík­­is­­stjórn­­­ar­innar frá því í febr­­úar 2018. Þær munu sér­­stak­­lega bæta stöðu kvenna, fólks á aldr­inum 18-24 ára, 25-34 ára, öryrkja, eldri borg­­ara, þeim sem ekki eiga hús­næði og þeim sem þiggja hús­næð­is­­stuðn­­ing. Bætt verður við nýju neðsta skatt­­þrepi og fjár­­hæðum til lækk­­unar skatta beint til lægri milli­­­tekju- og lág­­tekju­hópa sam­­kvæmt fyr­ir­ætl­­unum um breyt­ingar í skatta­­málum sem Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra kynnti í dag. Gert er ráð fyrir að tekju­á­hrif skatt­­kerf­is­breyt­ing­anna nemi um 14,7 millj­­örðum króna. Hækkun barna­­bóta 2019 nemur 1,6 ma.kr. og hækkun per­­són­u­af­­sláttar umfram verð­lag 1,7 millj­arðar króna. Alls nema því til­­lögur stjórn­­­valda í tekju­skatti og barna­­bótum 18 millj­­örðum króna,“ sagði í til­­kynn­ingu frá stjórn­­völd­um, þegar aðgerð­irnar voru kynnt­ar. Það sem helst veldur von­brigðum innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar er að í aðgerðum stjórn­valda skuli birt­ast skatta­lækk­anir fyrir fólk með hærri tekjur einnig, en að mati verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar hefði átt að ein­blína á tekju­lægri hópa ein­göngu, og hafa til­lög­urnar meira afger­andi - fá fram meiri ráð­stöf­un­ar­tekjur hjá tekju­lægstu hóp­un­um.

Á fundi samn­inga­nefndar ASÍ var ein­hugur í gær, um að til­lögur stjórn­valda væru ekki til þess fallnar að liðka fyrir kjara­við­ræð­un­um, en nokkuð langt ber á milli aðila enn­þá, þrátt fyrir mikla vinnu og við­ræður und­an­farnar vik­ur.

Næstu daga munu stétt­ar­fé­lög­in, VR og Efl­ing þar á með­al, und­ir­búa næstu skref, meðal ann­ars með fundum með félags­mönn­um. 

Kyrrsetningu Max-véla verður aflétt en spurningin er hvenær
Mikilvægur fundur fer fram í Texas í dag, þar sem fulltrúar flugmálayfirvalda í heiminum fá upplýsingar frá Boeing um uppfærslu á hugbúnaði í 737 Max vélum félagsins. Þær hrannast upp á framleiðslusvæði félagsins í Renton vegna alþjóðlegrar kyrrsetningar.
Kjarninn 23. maí 2019
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Framkvæmdastjórn Evrópuráðsþingsins hafnar öfga-hægri flokki
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir leiddu andstöðu við að viðurkenna stjórnmálahóp sem gefur sig út fyrir að vera á móti innflytjendum og hælisleitendum.
Kjarninn 23. maí 2019
Örn Bárður Jónsson
Réttilega að málum staðið
Kjarninn 23. maí 2019
3.839 íbúðir í byggingu á Íslandi
Þjóðskrá Íslands hefur hafið birtingu á nýjum gögnum um fjölda íbúða í byggingu.
Kjarninn 23. maí 2019
Búið að vísa Klausturmálinu til siðanefndar Alþingis
Tveir tímabundnir varaforsetar forsætisnefndar hafa vísað Klausturmálinu, sem snýst um drykkjutal sex þingmanna Miðflokksins, til siðanefndar Alþingis.
Kjarninn 23. maí 2019
Ólafur Páll Jónsson
Yfir strikið
Leslistinn 23. maí 2019
Selja helming í HS Orku til Ancala Partners og færa hlut í Bláa lóninu út
Félag í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða keypti í dag öll hlutabréf í HS Orku sem það átti ekki fyrir, seldi helming þeirra síðan til bresks sjóðsstýringarfyrirtækis en seldi nýju félagi lífeyrissjóða fyrst 30 prósent hlut í Bláa lóninu á 15 milljarða.
Kjarninn 23. maí 2019
Aðkomu Ross Beaty, sem verið hefur stjórnarformaður HS Orku undanfarin ár, að fyrirtækinu fer senn að ljúka.
Lífeyrissjóðirnir búnir að kaupa Innergex út úr HS Orku
Félag í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða hefur keypt 53,9 prósent hlut í HS Orku á 37,3 milljarða króna. Það mun að öllum líkindum eignast allt hlutafé í HS Orku. Að minnsta kosti um stund.
Kjarninn 23. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent