Aðgerðaáætlun sögð miða að verkföllum í ferðaþjónustu

Í fréttum RÚV kom fram að verkalýðshreyfingin sé að búa sig undir verkföll.

1-mai_14083414854_o.jpg
Auglýsing

Aðgerða­á­ætlun stétt­ar­fé­laga - sem sam­tals ná til um 53 þús­und félags­manna - miðar að því að félögin verði sam­stíga í öllum aðgerð­um, sem geti haf­ist með verk­falls­að­gerðum í ferða­þjón­ustu, ekki síst í veit­inga- og hót­el­geir­an­um.

Frá þessu var greint í fréttum RÚV í kvöld

Eins og greint var frá í dag hefur kjara­við­ræðum Efl­ing­ar, VR, Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness og Verka­lýðs­fé­lags Grinda­vík­ur, við Sam­tök atvinnu­lífs­ins, verið slit­ið. 

Auglýsing

Útspil stjórn­valda, um að lækka skatt­byrði lægstu launa, liðk­aði ekki fyrir kjara­við­ræðum og því fór sem fór. 

Efl­ing er með 18 þús­und félags­menn, VR tæp­lega 33 þús­und og hin tvö síð­ar­nefndu tæp­lega tvö þús­und sam­tals. 

Á vef Efl­ingar hefur verið birt yfir­­lýs­ing vegna þessa þar sem segir að „verka­­fólk á Íslandi hefur of lengi þurft að þola lág­­launa­­stefnu og stjórn­­­lausan ójöfn­uð. Verka­­fólk hefur skapað góð­æri síð­­­ustu ára með vinnu sinni. Atvinn­u­rek­endur hafa þó neitað að ganga að sann­­gjörnum kröfum Efl­ingar og sam­­flots­­fé­laga. Verk­­fall er þaul­­­reynd og lögvarin aðferð stétt­­ar­­fé­laga til að jafna hlut vinn­andi fólks gagn­vart atvinn­u­rek­end­­um.“

Í síð­­­ustu viku lögðu Sam­tök atvinn­u­lífs­ins fram til­­­boð sem hljóð­aði upp á að laun upp að 600 þús­und krónum á mán­uði myndu hækka um 20 þús­und krónur á mán­uði hvert ár samn­ings­ins, sem gert var ráð fyrir að gilti til þriggja ára. Hærri laun áttu að hækka um 2,5 pró­­sent.

Efl­ing, VR og verka­lýðs­­­fé­lög Akra­­­ness og Grinda­vík­­­ur sögðu til­­­boðið leiða til kaup­mátt­­arrýrn­unar fyrir stóra hópa launa­­fólks. Þau lögði fram gagntil­­­boð á föst­u­dag þar sem komið var „til móts við kaup­hækk­­­­­un­­­­­ar­­­­­boð Sam­­­­­taka atvinn­u­lífs­ins, með því skil­yrði að yfir­­­­­völd setji fram og standi við skatt­­­­­kerf­is­breyt­ing­­­­­ar.“ Sam­tök atvinn­u­lífs­ins höfn­uðu gagntil­­­boð­inu.

Á þriðju­dag kynnti rík­­is­­stjórnin svo ýmsar aðgerðir sem hún er til­­­búin að ráð­­ast í til að liðka fyrir far­­sælli nið­­ur­­stöðu kjara­­samn­inga. Á meðal þeirra aðgerða voru skatt­­kerf­is­breyt­ingar sem í fólst að bæta við nýju lægra skatt­­þrepi og stuðla að skatta­­lækkun upp á tæpar sjö þús­und krónur á mán­uði upp að 900 þús­und króna mán­að­­ar­­tekj­­um.

Við­brögð verka­lýðs­­for­yst­unnar við útspili rík­­is­­stjórn­­­ar­innar voru flest á einn veg: von­brigði og að líkur hefðu þar með auk­ist á að verk­­föll myndu skella á í mars.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Segir þyrlukast henta illa smærri myntsvæðum
Hagfræðingur skrifar um óhefðbundna peningastefnu á krísutímum í Vísbendingu vikunnar.
Kjarninn 6. apríl 2020
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson kominn á gjörgæsludeild
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hefur verið lagður inn á gjörgæsludeild, en hann var lagður inn á spítala í gær með „þrálát einkenni“ sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur.
Kjarninn 6. apríl 2020
Höfuðstöðvar EBA í París.
Allir bankar í Evrópu hvattir til að greiða ekki arð né kaupa eigin bréf
Evrópska bankaeftirlitsstofnunin vill að allir bankar innan EES-svæðisins sleppi því að greiða arð og að kaupa eigin bréf. Það aukna svigrúm sem bankar fá til að bregðast við COVID-19 eigi að fjármagna fyrirtæki og heimili, ekki greiðast til hluthafa.
Kjarninn 6. apríl 2020
Sóley Tómasdóttir
Kórónufaraldurinn og kynjasjónarmið
Kjarninn 6. apríl 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Dramatík og rusl
Kjarninn 6. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Síðasta helgi æfing fyrir þá næstu – „Er þetta ekki bara komið gott?“
Yfirlögregluþjónn stingur upp á því að Íslendingar slaki á heima og taki páskana bara í rólegheitunum í gegnum fjarfundi með vinum og stórfjölskyldu.
Kjarninn 6. apríl 2020
Alma Möller landlæknir.
„Róðurinn mun þyngjast næstu vikurnar“
Landlæknir segir það vera alveg ljóst að róðurinn muni þyngjast næstu vikurnar og að fleiri muni veikjast og látast. Þessi faraldur muni taka sífellt meira á okkur, andlega og tilfinningalega.
Kjarninn 6. apríl 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Endurskoða reglur er varða komu ferðamanna á skemmtiferðaskipum
Sóttvarnalæknir segir að verið sé að endurskoða reglur varðandi komu ferðamanna á skemmtiferðaskipum hingað til lands.
Kjarninn 6. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent