Búið að slíta viðræðum – Undirbúningur verkfallsaðgerða hefst

Fundur þeirra fjögurra stéttarfélaga sem leitt hafa kjaraviðræður með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara er lokið með viðræðuslitum. Nú hefst undirbúningur verkfalla.

Ragnar Þór Ingólfsson Sólveig Anna Jónsdóttir og Vilhjálmur Birgisson stýra þremur af þeim fjórum félögum sem nú hafa slitið viðræðum.
Ragnar Þór Ingólfsson Sólveig Anna Jónsdóttir og Vilhjálmur Birgisson stýra þremur af þeim fjórum félögum sem nú hafa slitið viðræðum.
Auglýsing

Efl­ing, VR, Verka­lýðs­fé­lag Akra­ness og Verka­lýðs­fé­lag Grinda­víkur hafa slitið kjara­við­ræðum sínum við Sam­tök atvinnu­lífs­ins. Aðilar máls hitt­ust á fundi hjá rík­is­sátta­semj­ara sem hófst í dag klukkan 14 og stóð til að hann yrði í um einn og hálfan tíma.

Tæpum 40 mín­útum eftir að fundur hófst var honum hins vegar lokið með ofan­greindri nið­ur­stöðu. Ekk­ert til­boð kom frá Sam­tökum atvinnu­lífs­ins á fund­in­um, sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans.

Á vef Efl­ingar hefur verið birt yfir­lýs­ing vegna þessa þar sem segir að „verka­fólk á Íslandi hefur of lengi þurft að þola lág­launa­stefnu og stjórn­lausan ójöfn­uð. Verka­fólk hefur skapað góð­æri síð­ustu ára með vinnu sinni. Atvinnu­rek­endur hafa þó neitað að ganga að sann­gjörnum kröfum Efl­ingar og sam­flots­fé­laga. Verk­fall er þaul­reynd og lögvarin aðferð stétt­ar­fé­laga til að jafna hlut vinn­andi fólks gagn­vart atvinnu­rek­end­um.“

Auglýsing

Ljóst að komið var að vatna­skilum

For­­menn verka­lýðs­­fé­lag­anna fjög­­urra sem eru í sam­­floti í kjara­við­ræð­um, fengu öll umboð til að slíta við­ræðum við Sam­tök atvinn­u­lífs­ins í gær.

Nú þegar búið er að slíta við­ræðum hefst und­ir­bún­ingur verk­falls­að­gerða en leita þarf sam­þykkis félags­manna hvers félags fyrir sig áður en í þær verður ráð­ist.

Sól­­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­­maður Efl­ing­­ar, sagði í við­tali í kvöld­fréttum RÚV í gær að und­ir­­bún­­ingur fyrir næstu skref væru komin langt á leið og benti á að 80 pró­­sent félags­­­manna hafi í könnun sagst vera hlynnt því að fara í verk­­fall. „Við lítum svo á að við séum fólkið sem hefur svo sann­­ar­­lega búið til góð­ærið, búið til hag­vöxt­inn og ­með vinnu okkar komið Íslandi upp úr þeirri djúpu efna­hag­skreppu sem að landið var komið í sökum brjál­­sem­i kap­ít­a­lista. Við lítum svo á að okkar tími sé ein­fald­­lega kom­inn til þess að fá það sem við raun­veru­­lega eigum inn­­i.“

Hall­­dór Benja­mín Þor­bergs­­son, fram­­kvæmda­­stjóri Sam­­taka atvinn­u­lífs­ins, sagði í Morg­un­út­­varpi Rásar 2 í morg­un, að komið væri að ein­hvers ­konar vatna­skilum í við­ræð­un­­um. Hall­­dór ítrek­aði að kjara­við­ræður snú­ist um upp­­­bygg­ingu lífs­kjara og þróun sam­­fé­lags­ins. Enn frem­ur ­sagði hann að Sam­tök atvinn­u­lífs­ins hafi lagt fram heild­­stætt til­­­boð þar sem þau meti hvað sam­­fé­lagið geti borið án þess að farið verði í verð­hækk­­an­ir, upp­­sagnir og verð­­bólga fari af stað.

Í takti við síð­ustu vend­ingar

Í síð­ustu viku lögðu Sam­tök atvinnu­lífs­ins fram til­boð sem hljóð­aði upp á að laun upp að 600 þús­und krónum á mán­uði myndu hækka um 20 þús­und krónur á mán­uði hvert ár samn­ings­ins, sem gert var ráð fyrir að gilti til þriggja ára. Hærri laun áttu að hækka um 2,5 pró­sent.

Efl­ing, VR og verka­lýðs­­fé­lög Akra­­ness og Grinda­vík­­ur sögðu til­boðið leiða til kaup­mátt­arrýrn­unar fyrir stóra hópa launa­fólks. Þau lögði fram gagntil­­boð á föstu­dag þar sem komið var „til móts við kaup­hækk­­­­un­­­­ar­­­­boð Sam­­­­taka atvinn­u­lífs­ins, með því skil­yrði að yfir­­­­völd setji fram og standi við skatt­­­­kerf­is­breyt­ing­­­­ar.“ Sam­tök atvinn­u­lífs­ins höfn­uðu gagntil­­boð­inu.

Á þriðju­dag kynnti rík­is­stjórnin svo ýmsar aðgerðir sem hún er til­búin að ráð­ast í til að liðka fyrir far­sælli nið­ur­stöðu kjara­samn­inga. Á meðal þeirra aðgerða voru skatt­kerf­is­breyt­ingar sem í fólst að bæta við nýju lægra skatt­þrepi og stuðla að skatta­lækkun upp á tæpar sjö þús­und krónur á mán­uði upp að 900 þús­und króna mán­að­ar­tekj­um.

Við­brögð verka­lýðs­for­yst­unnar við útspili rík­is­stjórn­ar­innar voru flest á einn veg: von­brigði og að líkur hefðu þar með auk­ist á að verk­föll myndu skella á í mars.

Telur að sjálvirknivæðingin verði góð fyrir Ísland
Lilja Alfreðsdóttir segir að þjóð eins og Ísland, sem skorti oftast vinnuafl, muni njóta góðs af því þegar tækniframfarir stuðli að aukinni sjálfvirkni.
Kjarninn 23. mars 2019
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Fæðingarorlof verði lengt í 12 mánuði
Félags- og barnamálaráðherra stefnir að því að lengja fæðingarorlof í 12 mánuði á næstu tveimur árum.
Kjarninn 23. mars 2019
Árni Már Jensson
Þjónslundin
Kjarninn 23. mars 2019
Vinsæl heilsusmáforrit deila persónuupplýsingum
Í nýlegri rannsókn voru skoðuð 24 heilsutengd smáforrit. Af þeim deildu 19 af 24 upplýsingum um notendur til alls 55 fyrirtækja sem fengu upplýsingarnar og meðhöndluðu gögnin á einhvern hátt.
Kjarninn 23. mars 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Sölva Tryggvason
Kjarninn 23. mars 2019
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Gerir ráð fyrir dýrum aðgerðum til að ná sátt á vinnumarkaði
Ríkisstjórnin hyggst fara í „kostnaðarsamar ráðstafanir“ til að stuðla að því að sátt náist í yfirstandandi kjaradeilum. Einnig býst hún við „myndarlegri aukningu“ í ríkisútgjöldum til að komast til móts við kólnandi hagkerfi.
Kjarninn 23. mars 2019
Lilja segir afsögn Sigríðar hafa verið rétta ákvörðun
Varaformaður Framsóknarflokksins ætlar ekki að taka endanlega afstöðu til þess hvort að það eigi að áfrýja niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu fyrr en að búið sé að framkvæma og fara yfir hagsmunamat.
Kjarninn 23. mars 2019
Már Guðmundsson Seðlabankastjóri við losun gjaldeyrishaftanna árið 2017.
Haftalosun til bjargar
Fjármagnshöftin eru svo gott sem úr sögunni með afléttingu bindiskyldunnar fyrr í mánuðinum. Aukið frelsi krónunnar eru góðar fréttir fyrir neytendur, en nú þegar hefur það stoppað af frekari vaxtahækkanir í bili.
Kjarninn 23. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent