Formennirnir fjórir komnir með umboð til að slíta viðræðum

Fulltrúar verkalýðsfélaganna fjögurra sem eru í samfloti í kjaraviðræðum hafa nú öll fengið umboð til að slíta viðræðunum við Samtök atvinnulífsins. Verði viðræðum slitið á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag hefst undirbúningur verkfallsaðgerða.

Ragnar Þór Ingólfsson, Sólveig Anna Jónsdóttir og Vilhjálmur Birgisson
Ragnar Þór Ingólfsson, Sólveig Anna Jónsdóttir og Vilhjálmur Birgisson
Auglýsing

For­menn verka­lýðs­fé­lag­anna fjög­urra sem eru í sam­floti í kjara­við­ræð­um, Efl­ing, VR, Verka­lýðs­fé­lag Grinda­víkur og Verka­lýðs­fé­lag Akra­ness hafa öll fengið umboð til að slíta við­ræðum við Sam­tök atvinnu­lífs­ins. For­menn­irnir funda með fram­kvæmda­stjóra SA hjá rík­is­sátta­semj­ara í dag en lík­legt þykir að við­ræð­unum verði form­lega slitið í dag nema SA komi til móts við kröfur verka­lýðs­fé­lag­anna. Verði við­ræðum slitið hefst und­ir­bún­ingur verk­falls­að­gerða, sem þarf þó sam­þykki félags­manna fyr­ir­.  

Sól­veig á ekki von á til­boði

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, sagði í við­tali í kvöld­fréttum RÚV í gær, að hún bygg­ist ekki við því að SA leggi fram nýtt til­boð á morg­un. „Nei, ég á ekki sér­stak­lega von á því en við bara sjáum hvað ger­ist á morg­un. Ég er þá í það minnsta komin með þessa heim­ild frá mínu fólki. Þetta var bara algjör­lega afdrátt­ar­laus nið­ur­staða,“ sagði Sól­veig Anna

Hún sagði jafn­framt að und­ir­bún­ingur fyrir næstu skref væru komin langt á leið og benti á að 80 pró­sent félags­manna hafi í könnun sagst vera hlynnt því að fara í verk­fall. „Við lítum svo á að við séum fólkið sem hefur svo sann­ar­lega búið til góð­ærið, búið til hag­vöxt­inn og ­með vinnu okkar komið Íslandi upp úr þeirri djúpu efna­hag­skreppu sem að landið var komið í sökum brjál­sem­i kap­ít­alista. Við lítum svo á að okkar tími sé ein­fald­lega kom­inn til þess að fá það sem við raun­veru­lega eigum inn­i,“ sagði formaðurinn.

Auglýsing

Segir að SA hafi lagt fram heild­stætt til­boð

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins, sagði í Morg­un­út­varpi Rásar 2 í morg­un, að komið væri að ein­hvers ­konar vatna­skilum í við­ræð­un­um. Hall­dór ítrek­aði að kjara­við­ræður snú­ist um upp­bygg­ingu lífs­kjara og þróun sam­fé­lags­ins. Enn frem­ur ­sagði hann að Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafi lagt fram heild­stætt til­boð þar sem þau meti hvað sam­fé­lagið geti borið án þess að farið verði í verð­hækk­an­ir, upp­sagnir og verð­bólga fari af stað. „Sam­tök atvinnu­lífs­ins munu ekki hleypa verð­bólg­unni af stað," sagði hann að lok­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir ofsagróða stórútgerða hafa ruðningsáhrif – „Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum“
Þingmaður Samfylkingarinnar spurði matvælaráðherra á þingi i dag hvort hún hygðist leggja fram frumvarp um breytingar á lögum sem vinna gegn samþjöppun í sjávarútveginum. Ráðherrann telur mikilvægt að grafast fyrir um þessi mál.
Kjarninn 16. maí 2022
Anna Sigríður Jóhannsdóttir
„Með hækkandi sól“
Kjarninn 16. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ítreka stuðning við ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar að sækja um aðild að NATO
Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að ríkin muni aðstoða Finnland og Svíþjóð með öllum ráðum verði öryggi þeirra ógnað áður en aðild að Atlantshafsbandalaginu gengur í gildi.
Kjarninn 16. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í svietarstjórnakosningum um helgina og er í lykilstöðu við myndun meirihluta.
Framsóknarflokkur sagður horfa til samstarfs með öðrum en Sjálfstæðisflokki í Mosfellsbæ
Samkvæmt heimildum Kjarnans telur Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ niðurstöður kosninganna ákall frá kjósendum um að binda enda á stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Þetta er í fyrsta sinn í rúm 50 ár sem flokkurinn er ekki sá stærsti í bænum.
Kjarninn 16. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa útilokar ekki meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsókn
Þótt þrír af flokkunum sem standa að fráfarandi meirihluta ætli að fylgjast að í komandi viðræðum útilokar oddviti Viðreisnar og eini borgarfulltrúi þess flokks ekki að mynda annars konar meirihluta. Það opnar glufu fyrir Sjálfstæðisflokkinn að völdum.
Kjarninn 16. maí 2022
BJörgunarmenn að störfum í Durban eftir gríðarleg flóð.
Hamfarir í Suður-Afríku tvöfalt líklegri vegna loftslagsbreytinga
Ef veðurfar væri svipað nú og það var fyrir iðnbyltingu myndu hamfarir á borð við þær sem kostuðu 435 manneskjur lífið í Suður-Afríku í apríl eiga sér stað á 40 ára fresti en ekki einu sinni á hverjum tuttugu árum.
Kjarninn 16. maí 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar undir umsögnina ásamt aðalhagfræðingi samtakanna.
Samtök iðnaðarins vilja framlengja milljarða króna endurgreiðslur vegna byggingavinnu
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á voru endurgreiðslur vegna „Allir vinna“ átaksins hækkaðar upp í 100 prósent. Á tæpum tveimur árum kostaði það ríkissjóð 16,5 milljarða króna í tekjum sem voru ekki innheimtar.
Kjarninn 16. maí 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – iPod lagður til grafar
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent