A.G. Sulzberger, útgefandi New York Times, segir í bréfi sem birt hefur verið á vef bandaríska stórblaðsins, að tala Bandaríkjaforseta, Donalds Trumps, um að blaðamenn og fjölmiðlar séu „óvinir fólksins“ sé ekki bara skaðlegt Bandaríkjunum og umheiminum, heldur beinlínis hættulegt.
The New York Times reporting is false. They are a true ENEMY OF THE PEOPLE!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 20, 2019Auglýsing
Hann segir að öryggi blaðamanna sé ógnað vegna þessa, og að áhrifin séu ekki bara bundin við Bandaríkin heldur heiminn allan, enda sé embætti Bandaríkjaforseta valdamikið embætti sem hafi mikil áhrif.
Fyrr í dag birti Trump á Twitter síðu sinni ásakanir um að umfjöllun New York Times væri röng og að miðillinn væri „óvinur fólksins“.
Coast Guard lieutenant amassed weapons and planned a mass terrorist attack targeting politicians and journalists, court records say https://t.co/xUYpMe0uaq
— The Washington Post (@washingtonpost) February 20, 2019
Ekki er langt síðan að upplýst var um það af bandarískum yfirvöldum, að Christopher P. Hasson, yfirmaður í landhelgisgæslu Bandaríkjanna, hafi lagt á ráðin um fjöldamorð, þar sem blaðamenn og stjórnmálamenn Demókrata voru helsta skotmarkið. Kom fram í yfirlýsingu yfirvalda að vopnasafnið hans hefði verið nær án fordæma, og að fyrirætlan mannsins hefði veriði að drepa sem flesta á sem skemmstum tíma.
Sulzberger segir í bréfi sínu, að New York Times hafið staðið vörð um frjálsa fjölmiðlun og tjáningarfrelsið í 167 ár, og í gegnum valdatíð 33 forseta. Það muni áfram leggja áherslu á að veita valdhöfum aðhald með frjálsri blaðamennsku.