Segir tal um blaðamenn sem „óvini fólksins“ hættulegt

Útgefandi New York Times segir í bréfi sem birt hefur verið á vef stórblaðsins að hann hafi ítrekað bent Bandaríkjaforseta á að hætta að tala niður frjálsa fjölmiðla og blaðamenn.

New York Times
Auglýsing

A.G. Sulz­berger, útgef­andi New York Times, segir í bréfi sem birt hefur verið á vef banda­ríska stór­blaðs­ins, að tala Banda­ríkja­for­seta, Don­alds Trumps, um að blaða­menn og fjöl­miðlar séu „óvinir fólks­ins“ sé ekki bara skað­legt Banda­ríkj­unum og umheim­in­um, heldur bein­línis hættu­leg­t. Hann segir að öryggi blaða­manna sé ógnað vegna þessa, og að áhrifin séu ekki bara bundin við Banda­ríkin heldur heim­inn allan, enda sé emb­ætti Banda­ríkja­for­seta valda­mikið emb­ætti sem hafi mikil áhrif. 

Fyrr í dag birti Trump á Twitter síðu sinni ásak­anir um að umfjöllun New York Times væri röng og að mið­ill­inn væri „óvinur fólks­ins“. Ekki er langt síðan að upp­lýst var um það af banda­rískum yfir­völd­um, að Christopher P. Has­son, yfir­maður í land­helg­is­gæslu Banda­ríkj­anna, hafi lagt á ráðin um fjöldamorð, þar sem blaða­menn og stjórn­mála­menn Demókrata voru helsta skot­mark­ið. Kom fram í yfir­lýs­ingu yfir­valda að vopna­safnið hans hefði verið nær án for­dæma, og að fyr­ir­ætlan manns­ins hefði ver­iði að drepa sem flesta á sem skemmstum tíma. 

Sulz­berger segir í bréfi sínu, að New York Times hafið staðið vörð um frjálsa fjöl­miðlun og tján­ing­ar­frelsið í 167 ár, og í gegnum valda­tíð 33 for­seta. Það muni áfram leggja áherslu á að veita vald­höfum aðhald með frjálsri blaða­mennsku.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent