630 milljónum úthlutað í geðheilbrigðisþjónustu

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti í gær hvernig 630 milljónum króna af fjárlögum ársins verður ráðstafað til að efla geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu. Fyrsta stigs þjónusta heilsugæslunnar verður efld með aukinni aðkomu sálfræðinga.

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra til­kynnti á blaða­manna­fundi í gær að 630 millj­ónum króna af fjár­lögum árs­ins verði ráð­stafað til að efla geð­heil­brigð­is­þjón­ustu á lands­vísu. Fénu verð­ur­ ann­ars veg­ar varið í að fjölga stöðu­gildum sál­fræð­inga í heilsu­gæslu og efla þannig fyrsta stigs þjón­ustu heilsu­gæsl­unn­ar. Og hins veg­ar að efla sér­hæfð­ari þjón­ustu á svið­i ­geð­heil­brigð­is­mála ­með áfram­hald­andi upp­bygg­ingu geð­heilsuteyma í öllum heil­brigð­is­um­dæmum lands­ins. Geð­heilsuteymi eru ætluð þeim sem þurfi meiri og sér­hæfð­ari þjón­ustu en veitt er á heilsu­gæslu­stöðv­um.

Hægt að fá með­ferð vegna algeng­ust­u ­geð­raskana í heilsu­gæsl­unni

Í frétta­til­kynn­ingu frá heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu segir að hlut­verk heilsu­gæsl­unnar sé að veita fyrsta stigs heil­brigð­is­þjón­ustu og því þurfi hún að vera í stakk búin til að takast á við þau heil­brigð­is­vanda­mál fólks sem algeng­ust eru, hvort sem þau vanda­mál eru af lík­am­legum eða geð­rænum toga. Því sé upp­bygg­ing sál­fræði­þjón­ustu innan heilsu­gæsl­unnar liður í því að efla heilsu­gæsl­una hvað þetta varð­ar. Í til­kynn­ing­unni segir að þannig eigi fólk að geta fengið með­ferð og stuðn­ing vegna al­geng­ustu geð­raskana, svo sem þung­lyndis og kvíð­arask­ana í heilsu­gæsl­unni.

„Góð heilsa snýst ekki ein­ungis um lík­am­legt heil­brigði, heldur einnig og ekki síður góða and­lega heilsu. Heil­brigð­is­þjón­ustan þarf að taka mið af þessu og byggj­ast upp í sam­ræmi við það,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Geð­heilsuteymin mæta flókn­ari vanda fólks

Geð­heilsuteymin eru síðan hugsuð sem ann­ars stigs heil­brigð­is­þjón­usta og þjón­usta þeirra er veitt á grund­velli til­vís­ana. Þar á að mæta vanda fólks þegar hann er flókn­ari en svo að hægt sé að mæta honum innan heilsu­gæsl­unn­ar. Tvö geð­heilsuteymi eru nú starf­andi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og verið er að und­ir­búa opnun þess þriðja sem mun þjóna íbúum Kópa­vogs, Garða­bæjar og Hafn­ar­fjarð­ar.

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni er skipu­lag og upp­bygg­ing geð­heilsuteyma á lands­byggð­inni komin mis­langt á veg en að und­ir­bún­ingur sé haf­inn í öllum heil­brigð­is­um­dæmum og vísir að teymum kom­inn á Aust­ur­landi og Suð­ur­nesj­um. Með þeirri fjár­veit­ingu sem heil­brigð­is­ráð­herra kynnti í gær og í sam­ræmi við geð­heil­brigð­is­á­ætlun er áformað að geð­heilsuteymi verði tekin til starfa í öllum heil­brigð­is­um­dæmum fyrir lok þessa árs.

Stór­auka mögu­leik­ann á að veita geð­heil­brigð­is­þjón­ustu í heima­byggð

Milljónirnar 630 skiptast á þennan veg. Mynd: Heilbrigðisráðuneytið

Jafn­framt kemur fram í til­kynn­ing­unni að snemmtæk íhlutun sé grund­vall­ar­at­riði og for­varnir eigi því að skipa ríkan sess. Sú upp­bygg­ing geð­heil­brigð­is­þjón­ustu á lands­vísu sem nú eigi sér stað stór­auki mögu­leik­ann á því að veita fólki þessa mik­il­vægu þjón­ustu í heima­byggð.

Við ákvörðun um skipt­ingu fjár­ins milli heil­brigð­is­um­dæma var tekið mið af áætl­unum heil­brigð­is­stofn­ana um upp­bygg­ingu og efl­ingu geð­heilsuteyma, íbúa­fjölda í við­kom­andi heil­brigð­is­um­dæmum og eins var horft til  lýð­heilsu­vísa Emb­ættis land­læknis

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónaveiran breiðist út – Viðbúnaður aukinn í Bandaríkjunum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur lýst því yfir, að nauðsynlegt sé að auka viðbúnað til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Magnús Halldórsson
Ekki gleyma listinni í stjórnmálabröltinu
Kjarninn 21. febrúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra setti tvo dómara við Landsrétt í dag.
Sandra og Ása settar dómarar við Landsrétt
Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja tvö af þeim þremur umsækjendum sem metnir voru hæfastir til að gegna embætti dómara við Landsrétt í embætti við réttinn. Niðurstaða dómnefndar tók breytingum frá því að hún lá fyrir í drögum og þar til hún var birt.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 30. þáttur: Minning um helkrossa
Kjarninn 21. febrúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Allt um nýju Samsung símana
Kjarninn 21. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Greiða atkvæði um samúðarverkfall
Verkföll Eflingarfélaga hjá einkareknum skólum og nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar verða sett í atkvæðagreiðslu eftir helgi.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stöðu hverra þarf raunverulega að „leiðrétta“?
Kjarninn 21. febrúar 2020
Frosti hættur hjá ORF Líftækni
Forstjóri ORF Líftækni hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu, en mun sinna starfinu áfram þar til eftirmaður verður ráðinn. Vinna við að finna þann aðila er þegar hafin.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent