630 milljónum úthlutað í geðheilbrigðisþjónustu

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti í gær hvernig 630 milljónum króna af fjárlögum ársins verður ráðstafað til að efla geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu. Fyrsta stigs þjónusta heilsugæslunnar verður efld með aukinni aðkomu sálfræðinga.

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra til­kynnti á blaða­manna­fundi í gær að 630 millj­ónum króna af fjár­lögum árs­ins verði ráð­stafað til að efla geð­heil­brigð­is­þjón­ustu á lands­vísu. Fénu verð­ur­ ann­ars veg­ar varið í að fjölga stöðu­gildum sál­fræð­inga í heilsu­gæslu og efla þannig fyrsta stigs þjón­ustu heilsu­gæsl­unn­ar. Og hins veg­ar að efla sér­hæfð­ari þjón­ustu á svið­i ­geð­heil­brigð­is­mála ­með áfram­hald­andi upp­bygg­ingu geð­heilsuteyma í öllum heil­brigð­is­um­dæmum lands­ins. Geð­heilsuteymi eru ætluð þeim sem þurfi meiri og sér­hæfð­ari þjón­ustu en veitt er á heilsu­gæslu­stöðv­um.

Hægt að fá með­ferð vegna algeng­ust­u ­geð­raskana í heilsu­gæsl­unni

Í frétta­til­kynn­ingu frá heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu segir að hlut­verk heilsu­gæsl­unnar sé að veita fyrsta stigs heil­brigð­is­þjón­ustu og því þurfi hún að vera í stakk búin til að takast á við þau heil­brigð­is­vanda­mál fólks sem algeng­ust eru, hvort sem þau vanda­mál eru af lík­am­legum eða geð­rænum toga. Því sé upp­bygg­ing sál­fræði­þjón­ustu innan heilsu­gæsl­unnar liður í því að efla heilsu­gæsl­una hvað þetta varð­ar. Í til­kynn­ing­unni segir að þannig eigi fólk að geta fengið með­ferð og stuðn­ing vegna al­geng­ustu geð­raskana, svo sem þung­lyndis og kvíð­arask­ana í heilsu­gæsl­unni.

„Góð heilsa snýst ekki ein­ungis um lík­am­legt heil­brigði, heldur einnig og ekki síður góða and­lega heilsu. Heil­brigð­is­þjón­ustan þarf að taka mið af þessu og byggj­ast upp í sam­ræmi við það,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Geð­heilsuteymin mæta flókn­ari vanda fólks

Geð­heilsuteymin eru síðan hugsuð sem ann­ars stigs heil­brigð­is­þjón­usta og þjón­usta þeirra er veitt á grund­velli til­vís­ana. Þar á að mæta vanda fólks þegar hann er flókn­ari en svo að hægt sé að mæta honum innan heilsu­gæsl­unn­ar. Tvö geð­heilsuteymi eru nú starf­andi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og verið er að und­ir­búa opnun þess þriðja sem mun þjóna íbúum Kópa­vogs, Garða­bæjar og Hafn­ar­fjarð­ar.

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni er skipu­lag og upp­bygg­ing geð­heilsuteyma á lands­byggð­inni komin mis­langt á veg en að und­ir­bún­ingur sé haf­inn í öllum heil­brigð­is­um­dæmum og vísir að teymum kom­inn á Aust­ur­landi og Suð­ur­nesj­um. Með þeirri fjár­veit­ingu sem heil­brigð­is­ráð­herra kynnti í gær og í sam­ræmi við geð­heil­brigð­is­á­ætlun er áformað að geð­heilsuteymi verði tekin til starfa í öllum heil­brigð­is­um­dæmum fyrir lok þessa árs.

Stór­auka mögu­leik­ann á að veita geð­heil­brigð­is­þjón­ustu í heima­byggð

Milljónirnar 630 skiptast á þennan veg. Mynd: Heilbrigðisráðuneytið

Jafn­framt kemur fram í til­kynn­ing­unni að snemmtæk íhlutun sé grund­vall­ar­at­riði og for­varnir eigi því að skipa ríkan sess. Sú upp­bygg­ing geð­heil­brigð­is­þjón­ustu á lands­vísu sem nú eigi sér stað stór­auki mögu­leik­ann á því að veita fólki þessa mik­il­vægu þjón­ustu í heima­byggð.

Við ákvörðun um skipt­ingu fjár­ins milli heil­brigð­is­um­dæma var tekið mið af áætl­unum heil­brigð­is­stofn­ana um upp­bygg­ingu og efl­ingu geð­heilsuteyma, íbúa­fjölda í við­kom­andi heil­brigð­is­um­dæmum og eins var horft til  lýð­heilsu­vísa Emb­ættis land­læknis

Samninganefnd SGS
Segir að samninganefnd SGS muni aldrei taka þátt í að semja um að rýra kjör
Samninganefnd SGS segir það miður að Framsýn hafi þurft að bera félaga sína þungum sökum í tengslum við ákvörðun félagsins um að afturkalla samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu.
Kjarninn 20. mars 2019
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Meirihluta skólastjórnenda þykir leyfisheimildir foreldra of rúmar
Rúmur helmingur skólastjórnenda segir að leyfisbeiðnum vegna ferðalaga hafi fjölgað mikið á síðustu árum í nýrri könnun. Mennta- og menningarmálaráðherra segist líta það mjög alvarlegum augum að slíkar fjarvistir komi niður á námi nemenda.
Kjarninn 20. mars 2019
Már Guðmundsson
Skýrsla um neyðarlánið til Kaupþings birt í lok apríl
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að skýrsla um neyðarlánið sem veitt var Kaupþingi haustið 2008 og söluferlið á FIH bankanum verði birt opinberlega þann 30. apríl næstkomandi.
Kjarninn 20. mars 2019
Seðlabanki Íslands
Vextir Seðlabankans enn óbreyttir
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum.
Kjarninn 20. mars 2019
WOW air óskaði eftir ríkisábyrgð á láni
Skúli Mogensen hefur leitað ásjár stjórnvalda og kannað möguleika á ríkisábyrgð á láni. Lánveitandi WOW air hefur sett ríkisábyrgð sem skilyrði fyrir lánveitingu þar sem ekki er talið að nægjanleg veð sé að hafa í rekstrarfjármunum flugfélagsins sjálf.
Kjarninn 20. mars 2019
Guðbrandur Einarsson
Segir af sér sem formaður Landsambands íslenskra verslunarmanna
Guðbrandur Einarsson hefur sagt af sér sem formaður LÍV. Ástæðan sem hann gefur er meiningarmunur á milli hans og forsvarsmanna VR með hvaða hætti skuli nálgast kjarasamningsgerð.
Kjarninn 20. mars 2019
Ingrid Kuhlman
Uppskrift að hamingju frá eldri borgurum
Kjarninn 20. mars 2019
Minkaræktun í Kína
Loðdýrabú rekin með tapi síðustu ár
Loðdýrabú hafa verið rekin með tapi hér á landi undanfarin fjögur ár og minkabændum fækkað. Greinin óskaði eftir fjárhagsaðstoð frá stjórnvöldum í fyrra og sett hefur verið á laggirnar nefnd til að greina vanda greinarinnar.
Kjarninn 19. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent