Drífa Snædal: Mikil er ábyrgð þeirra sem hafa leyft misréttinu að aukast

Drífa Snædal, forseti ASÍ , segir að nú stefni í hörðustu átök á vinnumarkaði í áratugi og ábyrgðin sé þeirra sem hafi leyft misréttinu að aukast á síðustu árum þannig að hagsældin hér á landi hafi ekki skilað sér til allra.

Drífa Snædal,
Drífa Snædal,
Auglýsing

Drífa Snæ­dal. ­for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands, segir að það sé á ábyrgð þeirra sem hafi leyft mis­rétt­inu að aukast hér á landi á síð­ustu árum og ára­tugum að nú stefni í hörð­ustu átök á vinnu­mark­aði í ára­tugi. Hún segir jafn­framt að þó að sé rétt að kjara­deil­urnar séu á milli vinn­andi fólks og at­vinnu­rek­anda, þá sé ekki hægt að horfa fram­hjá að stjórn­völd hafi tæki í hönd­unum til jafna kjör og tryggja vel­ferð. Þetta kemur fram í viku­leg­um for­setapistli Drífu á vef ASÍ. 

Tími sann­girni runnin upp

Drífa segir í pistli sínum að deilum á vinnu­mark­aði megi rekja til þess að skatt­kerfið hafi fengið að þró­ast með þeim hætti að hinir rík­ari fái skatta­lækk­anir á meðan skatt­byrðin eykst hjá hinum tekju­lægst­u. „Það var því ekk­ert nema eðli­legt að verka­lýðs­hreyf­ingin gæfi stjórn­völdum tæki­færi til að afstýra átökum með því að laga skatt­kerf­ið. En hvað gerð­ist? Skatta­lækkun á alla, þar með talið banka­stjór­ana sem hafa fengið ríf­legar launa­hækk­anir und­an­far­ið, svo ekki sé minnst á kjörnu full­trú­ana sem kjara­ráð hefur verið svo rausn­ar­leg­t við,“ segir Drífa.

Hún bendir jafn­framt á í pistl­inum að skatta­lækkun stjórn­valda nemi tæp­lega sjö þús­und krónum sem eigi að koma til fram­kvæmda ein­hvern tím­ann á næstu þremur árum. „ Rétt­læt­is­kennd­inni er greini­lega ekki fyrir að fara við rík­is­stjórn­ar­borð­ið. En nú er ljóst að vinn­andi fólk þarf að ein­beita sér að atvinnu­rek­endum til að ná fram rétt­læti og sann­girn­i.“

Auglýsing

„Mikil er ábyrgð þeirra sem hafa leyft mis­rétt­inu að aukast síð­ustu ár og ára­tugi þannig að hag­sældin í okkar ríka landi hefur ekki skilað sér til allra. Þeirra er ábyrgðin á því að nú stefnir í hörð­ustu átök á vinnu­mark­aði í ára­tug­i,“ segir Drífa .

Hót­el­þernur í vinnu­stöðvun á bar­áttu­degi kvenna. 

Í gær var við­ræðum fjög­urra stétt­ar­fé­laga við atvinnu­rek­endur slitið og fleiri stétt­ar­fé­lög til við­bótar vís­uðu deil­unni til sátta­semj­ara. Drífa segir að ekki sé ólík­legt að fleiri félög vísi kjara­deilum til rík­is­sátta­semj­ara á næst­unni. „Tími sann­girni er runn­inn upp, vinn­andi fólk er til­búið að sækja það sem því ber; lífs­gæði, vel­ferð og rétt­látt kaup fyr­ir­ sína vinn­u.“ segir Drífa að lok­um.

Á mánu­dag­inn hefst atkvæða­greiðsla um vinnu­stöðvun hót­el­þerna en ráð­gert er að vinnu­stöðv­unin hefj­ist þann 8. mars á bar­áttu­degi kvenna. Í pistl­inum segir að það að vera þerna á hót­eli sé eitt erf­ið­asta starf sem hægt ­sé að vinna. „Lág­marks­laun í dag­vinnu fyrir slíkt starf er 300.000 krónur (eftir 6 mán­uð­i). Eftir skatt fær við­kom­andi 236.000 krónur í vas­ann sem dugir ekki fyrir leigu á þriggja her­bergja íbúð. “ Því segir í pistl­inum að nú kosið um vinnu­stöðvun til þess að knýja fram mann­sæm­andi laun. 

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent