Drífa Snædal: Mikil er ábyrgð þeirra sem hafa leyft misréttinu að aukast

Drífa Snædal, forseti ASÍ , segir að nú stefni í hörðustu átök á vinnumarkaði í áratugi og ábyrgðin sé þeirra sem hafi leyft misréttinu að aukast á síðustu árum þannig að hagsældin hér á landi hafi ekki skilað sér til allra.

Drífa Snædal,
Drífa Snædal,
Auglýsing

Drífa Snæ­dal. ­for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands, segir að það sé á ábyrgð þeirra sem hafi leyft mis­rétt­inu að aukast hér á landi á síð­ustu árum og ára­tugum að nú stefni í hörð­ustu átök á vinnu­mark­aði í ára­tugi. Hún segir jafn­framt að þó að sé rétt að kjara­deil­urnar séu á milli vinn­andi fólks og at­vinnu­rek­anda, þá sé ekki hægt að horfa fram­hjá að stjórn­völd hafi tæki í hönd­unum til jafna kjör og tryggja vel­ferð. Þetta kemur fram í viku­leg­um for­setapistli Drífu á vef ASÍ. 

Tími sann­girni runnin upp

Drífa segir í pistli sínum að deilum á vinnu­mark­aði megi rekja til þess að skatt­kerfið hafi fengið að þró­ast með þeim hætti að hinir rík­ari fái skatta­lækk­anir á meðan skatt­byrðin eykst hjá hinum tekju­lægst­u. „Það var því ekk­ert nema eðli­legt að verka­lýðs­hreyf­ingin gæfi stjórn­völdum tæki­færi til að afstýra átökum með því að laga skatt­kerf­ið. En hvað gerð­ist? Skatta­lækkun á alla, þar með talið banka­stjór­ana sem hafa fengið ríf­legar launa­hækk­anir und­an­far­ið, svo ekki sé minnst á kjörnu full­trú­ana sem kjara­ráð hefur verið svo rausn­ar­leg­t við,“ segir Drífa.

Hún bendir jafn­framt á í pistl­inum að skatta­lækkun stjórn­valda nemi tæp­lega sjö þús­und krónum sem eigi að koma til fram­kvæmda ein­hvern tím­ann á næstu þremur árum. „ Rétt­læt­is­kennd­inni er greini­lega ekki fyrir að fara við rík­is­stjórn­ar­borð­ið. En nú er ljóst að vinn­andi fólk þarf að ein­beita sér að atvinnu­rek­endum til að ná fram rétt­læti og sann­girn­i.“

Auglýsing

„Mikil er ábyrgð þeirra sem hafa leyft mis­rétt­inu að aukast síð­ustu ár og ára­tugi þannig að hag­sældin í okkar ríka landi hefur ekki skilað sér til allra. Þeirra er ábyrgðin á því að nú stefnir í hörð­ustu átök á vinnu­mark­aði í ára­tug­i,“ segir Drífa .

Hót­el­þernur í vinnu­stöðvun á bar­áttu­degi kvenna. 

Í gær var við­ræðum fjög­urra stétt­ar­fé­laga við atvinnu­rek­endur slitið og fleiri stétt­ar­fé­lög til við­bótar vís­uðu deil­unni til sátta­semj­ara. Drífa segir að ekki sé ólík­legt að fleiri félög vísi kjara­deilum til rík­is­sátta­semj­ara á næst­unni. „Tími sann­girni er runn­inn upp, vinn­andi fólk er til­búið að sækja það sem því ber; lífs­gæði, vel­ferð og rétt­látt kaup fyr­ir­ sína vinn­u.“ segir Drífa að lok­um.

Á mánu­dag­inn hefst atkvæða­greiðsla um vinnu­stöðvun hót­el­þerna en ráð­gert er að vinnu­stöðv­unin hefj­ist þann 8. mars á bar­áttu­degi kvenna. Í pistl­inum segir að það að vera þerna á hót­eli sé eitt erf­ið­asta starf sem hægt ­sé að vinna. „Lág­marks­laun í dag­vinnu fyrir slíkt starf er 300.000 krónur (eftir 6 mán­uð­i). Eftir skatt fær við­kom­andi 236.000 krónur í vas­ann sem dugir ekki fyrir leigu á þriggja her­bergja íbúð. “ Því segir í pistl­inum að nú kosið um vinnu­stöðvun til þess að knýja fram mann­sæm­andi laun. 

Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir vexti hafa verið orðna „óeðlilega“ lága
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segist það ekki samræmast skyldu sinni að taka hagsmuni 3.700 lántaka með breytileg verðtryggð lán fram yfir hagsmuni allra sjóðsfélaga. Hún segir yfirlýsingar um einvörðungu hækkun vaxta byggja á veikum grunni.
Kjarninn 19. júní 2019
FME minnir á kröfur sem gerðar eru til lífeyrissjóða
VR hyggst gera breytingar á skipan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Jafnréttisnefnd KÍ mótmælir málflutningi kennara
Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem málflutningi grunnskólakennara um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara er mótmælt.
Kjarninn 19. júní 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
Að breyta samfélagi
Kjarninn 19. júní 2019
Sarkozy ákærður fyrir spillingu og mútuþægni
Fyrrum forseti Frakklands er ákærður fyrir að hafa þegið fjármagn frá Gaddafi, fyrrum forseta Líbíu.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent