„Já ég átti von á mótframboði, allavega miðað við hvernig orðræðan hefur verið í kringum bæði mig og embættið. En svo var ekki og ég tek því þannig að sjálfsögðu að það séu ekki gerðar frekari athugasemdir við mín störf, allavega ekki af mínum félagsmönnum.“
Þetta sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í viðtali við Þórð Snæ Júlíusson, ritstjóra Kjarnans, í sjónvarpsþættinum 21 á Hringbraut í vikunni. Hægt er að sjá stiklu úr þættinum hér að neðan.
Ragnar sagðist þar vera tilbúinn til að setja stöff sín í dóm félagsmanna hvar og hvenær sem er. „Þessi tónn sem er að breytast í hreyfingunni er þessi tónn sem ég var að kalla eftir þegar ég var í stjórn VR. Það sýnist sig bara á þeim breytingum sem orðið hafa innan verkalýðshreyfingarinnar að það er verið að kalla eftir nýjum róttækari tón frá verkalýðshreyfingunni.“
Það sé nauðsynlegt að fólk finni að það hafi sterkan málsvara til að takast á við slíka stöðu. „Nú hefur verkalýðshreyfingin gríðarlega mikinn og öflugan fjárhagslegan slagkraft og mikla og sterka tengingu inn í lífeyrissjóðakerfið og við eigum að sjálfsögðu að láta til okkar taka þegar kemur að því að taka á málum sem snúa að hagsmunum sem vinna gegn okkur.“