Segir ríkasta hlutann kerfisbundið nýta sér glufur til að borga ekki skatta

Formaður VR segir að grunnstefið í baráttu verkalýðsfélaganna sé að laga stöðu þeirra sem nái ekki endum saman. Það þurfi kerfisbreytingar og hægt sé að búa til svigrúm til aðgerða með því að koma í veg fyrir 100 milljarða króna skattsvik.

Ragnar Þór Ingólfsson
Auglýsing

„Hér er talið að út af glu­fum í skatt­kerf­inu, hvernig rík­asti minni­hluti þjóð­ar­innar kemst hjá því að borga skatt, eða alla­vega sam­bæri­legt hlut­fall og allir hin­ir, að þetta sé ein­hvers staðar öðru hvoru megin við 100 millj­arða ári í svig­rúmi sem hægt væri að gera með því að stoppa í ákveðnar glufur og öðru skatta­svindli sem virð­ist vera stundað kerf­is­bundið í okkar sam­fé­lag­i.“

Þetta sagði Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, í við­tali við Þórð Snæ Júl­í­us­son, rit­stjóra Kjarn­ans, í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut í vik­unni. Hægt er að sjá stiklu úr þætt­inum hér að neð­an.

Auglýsing

Þar ræddi Ragnar einnig stöðu mála í yfir­stand­andi kjara­við­ræð­um, en þeim sú blokk sem Ragnar til­heyrir í þeim, og sam­anstendur af VR, Efl­ingu og Verka­lýðs­fé­lögum Akra­ness og Grinda­vík­ur, sleit slíkum við­ræðum á fimmtu­dag og und­ir­býr nú verk­falls­að­gerð­ir.

Ragnar sagði í þætt­inum að staðan liti ekki vel út og að líkur væru á því að til átaka kæmi á vinnu­mark­aði.

Slík átök verði þó aldrei nema með vilja félags­manna, og hann verði kann­aður næstu daga.

„Við teljum að mik­il­væg­ustu kjara­bæt­urnar náist í gegnum ann­ars vegar kerf­is­breyt­ing­ar, í gegnum þá sann­gjarn­ara skatt­kerfi, og þetta er þá er þetta kannski miklu mun stærra mál en þessi til­færsla sem við höfum verið að horfa á í gegnum árin. Þessi ójöfn­uður sem hefur skap­ast í gegnum skatt­kerf­ið. Heldur líka er það að hér eru allskyns glufur í okkar skatt­kerfi. Hér eru pen­ingar geymdir í skatta­skjólum án nokk­urra athuga­semda, koma hér til baka í íslenskt hag­kerfi án athuga­semda virð­ist ver­a.“

Grunn­stefið í bar­átt­unni hljóti að vera að laga stöðu þeirra sem nái ekki endum sam­an. „Þar sjáum við mjög mikla mögu­leika að bæta og byggja upp sann­gjarn­ara og sam­keppn­is­hæf­ara sam­fé­lag.“Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent