Segir ríkasta hlutann kerfisbundið nýta sér glufur til að borga ekki skatta

Formaður VR segir að grunnstefið í baráttu verkalýðsfélaganna sé að laga stöðu þeirra sem nái ekki endum saman. Það þurfi kerfisbreytingar og hægt sé að búa til svigrúm til aðgerða með því að koma í veg fyrir 100 milljarða króna skattsvik.

Ragnar Þór Ingólfsson
Auglýsing

„Hér er talið að út af glu­fum í skatt­kerf­inu, hvernig rík­asti minni­hluti þjóð­ar­innar kemst hjá því að borga skatt, eða alla­vega sam­bæri­legt hlut­fall og allir hin­ir, að þetta sé ein­hvers staðar öðru hvoru megin við 100 millj­arða ári í svig­rúmi sem hægt væri að gera með því að stoppa í ákveðnar glufur og öðru skatta­svindli sem virð­ist vera stundað kerf­is­bundið í okkar sam­fé­lag­i.“

Þetta sagði Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, í við­tali við Þórð Snæ Júl­í­us­son, rit­stjóra Kjarn­ans, í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut í vik­unni. Hægt er að sjá stiklu úr þætt­inum hér að neð­an.

Auglýsing

Þar ræddi Ragnar einnig stöðu mála í yfir­stand­andi kjara­við­ræð­um, en þeim sú blokk sem Ragnar til­heyrir í þeim, og sam­anstendur af VR, Efl­ingu og Verka­lýðs­fé­lögum Akra­ness og Grinda­vík­ur, sleit slíkum við­ræðum á fimmtu­dag og und­ir­býr nú verk­falls­að­gerð­ir.

Ragnar sagði í þætt­inum að staðan liti ekki vel út og að líkur væru á því að til átaka kæmi á vinnu­mark­aði.

Slík átök verði þó aldrei nema með vilja félags­manna, og hann verði kann­aður næstu daga.

„Við teljum að mik­il­væg­ustu kjara­bæt­urnar náist í gegnum ann­ars vegar kerf­is­breyt­ing­ar, í gegnum þá sann­gjarn­ara skatt­kerfi, og þetta er þá er þetta kannski miklu mun stærra mál en þessi til­færsla sem við höfum verið að horfa á í gegnum árin. Þessi ójöfn­uður sem hefur skap­ast í gegnum skatt­kerf­ið. Heldur líka er það að hér eru allskyns glufur í okkar skatt­kerfi. Hér eru pen­ingar geymdir í skatta­skjólum án nokk­urra athuga­semda, koma hér til baka í íslenskt hag­kerfi án athuga­semda virð­ist ver­a.“

Grunn­stefið í bar­átt­unni hljóti að vera að laga stöðu þeirra sem nái ekki endum sam­an. „Þar sjáum við mjög mikla mögu­leika að bæta og byggja upp sann­gjarn­ara og sam­keppn­is­hæf­ara sam­fé­lag.“Samninganefnd SGS
Segir að samninganefnd SGS muni aldrei taka þátt í að semja um að rýra kjör
Samninganefnd SGS segir það miður að Framsýn hafi þurft að bera félaga sína þungum sökum í tengslum við ákvörðun félagsins um að afturkalla samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu.
Kjarninn 20. mars 2019
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Meirihluta skólastjórnenda þykir leyfisheimildir foreldra of rúmar
Rúmur helmingur skólastjórnenda segir að leyfisbeiðnum vegna ferðalaga hafi fjölgað mikið á síðustu árum í nýrri könnun. Mennta- og menningarmálaráðherra segist líta það mjög alvarlegum augum að slíkar fjarvistir komi niður á námi nemenda.
Kjarninn 20. mars 2019
Már Guðmundsson
Skýrsla um neyðarlánið til Kaupþings birt í lok apríl
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að skýrsla um neyðarlánið sem veitt var Kaupþingi haustið 2008 og söluferlið á FIH bankanum verði birt opinberlega þann 30. apríl næstkomandi.
Kjarninn 20. mars 2019
Seðlabanki Íslands
Vextir Seðlabankans enn óbreyttir
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum.
Kjarninn 20. mars 2019
WOW air óskaði eftir ríkisábyrgð á láni
Skúli Mogensen hefur leitað ásjár stjórnvalda og kannað möguleika á ríkisábyrgð á láni. Lánveitandi WOW air hefur sett ríkisábyrgð sem skilyrði fyrir lánveitingu þar sem ekki er talið að nægjanleg veð sé að hafa í rekstrarfjármunum flugfélagsins sjálf.
Kjarninn 20. mars 2019
Guðbrandur Einarsson
Segir af sér sem formaður Landsambands íslenskra verslunarmanna
Guðbrandur Einarsson hefur sagt af sér sem formaður LÍV. Ástæðan sem hann gefur er meiningarmunur á milli hans og forsvarsmanna VR með hvaða hætti skuli nálgast kjarasamningsgerð.
Kjarninn 20. mars 2019
Ingrid Kuhlman
Uppskrift að hamingju frá eldri borgurum
Kjarninn 20. mars 2019
Minkaræktun í Kína
Loðdýrabú rekin með tapi síðustu ár
Loðdýrabú hafa verið rekin með tapi hér á landi undanfarin fjögur ár og minkabændum fækkað. Greinin óskaði eftir fjárhagsaðstoð frá stjórnvöldum í fyrra og sett hefur verið á laggirnar nefnd til að greina vanda greinarinnar.
Kjarninn 19. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent