Segir ríkasta hlutann kerfisbundið nýta sér glufur til að borga ekki skatta

Formaður VR segir að grunnstefið í baráttu verkalýðsfélaganna sé að laga stöðu þeirra sem nái ekki endum saman. Það þurfi kerfisbreytingar og hægt sé að búa til svigrúm til aðgerða með því að koma í veg fyrir 100 milljarða króna skattsvik.

Ragnar Þór Ingólfsson
Auglýsing

„Hér er talið að út af glu­fum í skatt­kerf­inu, hvernig rík­asti minni­hluti þjóð­ar­innar kemst hjá því að borga skatt, eða alla­vega sam­bæri­legt hlut­fall og allir hin­ir, að þetta sé ein­hvers staðar öðru hvoru megin við 100 millj­arða ári í svig­rúmi sem hægt væri að gera með því að stoppa í ákveðnar glufur og öðru skatta­svindli sem virð­ist vera stundað kerf­is­bundið í okkar sam­fé­lag­i.“

Þetta sagði Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, í við­tali við Þórð Snæ Júl­í­us­son, rit­stjóra Kjarn­ans, í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut í vik­unni. Hægt er að sjá stiklu úr þætt­inum hér að neð­an.

Auglýsing

Þar ræddi Ragnar einnig stöðu mála í yfir­stand­andi kjara­við­ræð­um, en þeim sú blokk sem Ragnar til­heyrir í þeim, og sam­anstendur af VR, Efl­ingu og Verka­lýðs­fé­lögum Akra­ness og Grinda­vík­ur, sleit slíkum við­ræðum á fimmtu­dag og und­ir­býr nú verk­falls­að­gerð­ir.

Ragnar sagði í þætt­inum að staðan liti ekki vel út og að líkur væru á því að til átaka kæmi á vinnu­mark­aði.

Slík átök verði þó aldrei nema með vilja félags­manna, og hann verði kann­aður næstu daga.

„Við teljum að mik­il­væg­ustu kjara­bæt­urnar náist í gegnum ann­ars vegar kerf­is­breyt­ing­ar, í gegnum þá sann­gjarn­ara skatt­kerfi, og þetta er þá er þetta kannski miklu mun stærra mál en þessi til­færsla sem við höfum verið að horfa á í gegnum árin. Þessi ójöfn­uður sem hefur skap­ast í gegnum skatt­kerf­ið. Heldur líka er það að hér eru allskyns glufur í okkar skatt­kerfi. Hér eru pen­ingar geymdir í skatta­skjólum án nokk­urra athuga­semda, koma hér til baka í íslenskt hag­kerfi án athuga­semda virð­ist ver­a.“

Grunn­stefið í bar­átt­unni hljóti að vera að laga stöðu þeirra sem nái ekki endum sam­an. „Þar sjáum við mjög mikla mögu­leika að bæta og byggja upp sann­gjarn­ara og sam­keppn­is­hæf­ara sam­fé­lag.“Persónuvernd segir Báru hafa brotið gegn lögum með upptöku
Stjórn Persónuverndar hefur komist að því að Bára Halldórsdóttir hafi brotið gegn lögum um persónuvernd, með upptöku sinni á spjalli Alþingismanna á Klaustur bar.
Kjarninn 22. maí 2019
Kærkomin vaxtalækkun - Frekari vaxtalækkun í pípunum?
Það kom ekki á óvart að meginvextir Seðlabanka Íslands hafi lækkað í morgun. Nú er spurningin: verður gengið enn lengra?
Kjarninn 22. maí 2019
Tveir landsréttardómarar sækja um embætti landsréttardómara
Þrír þeirra sem sækja um stöðu Landsréttardómara eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen fjarlægði af lista sem hæfisnefnd hafði lagt fyrir. Tveir aðrir umsækjendur eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður bætti á listann.
Kjarninn 22. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur beita kennara ofbeldi
Kjarninn 22. maí 2019
Aðsókn í listkennsludeild LHÍ eykst um ríflega 120 prósent
Aðsókn í listkennsludeild Listaháskóla Íslands jókst um ríflega 120 prósent á milli áranna 2018 og 2019 en nú standa yfir inntökuviðtöl við deildina.
Kjarninn 22. maí 2019
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling kallar eftir ábendingum um vanefndir
Efling hefur fengið ábendingar um að fyrirtæki hafi brugðist við launahækkunum í nýjum kjarasamningi með því að taka af starfsfólki bónusa, aukagreiðslur og ýmis konar hlunnindi. Félagið kallar eftir frekari ábendingum frá félagsmönnum um slíkar aðgerðir.
Kjarninn 22. maí 2019
Katrín Jakobsdóttir
„Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Forsætisráðherra segir að líkamar kvenna séu dregnir inn í pólitíska umræðu með hætti sem ætti að heyra sögunni til og grafið sé undan fyrri sigrum í baráttu kvenna fyrir yfirráðum yfir sínum eigin líkama.
Kjarninn 22. maí 2019
Ástráður Haraldsson
Ástráður meðal umsækjenda um stöðu landsréttardómara
Ástráður Haraldsson, héraðsdómari, er á meðal þeirra sem sóttu um lausa stöðu landsréttardómara, en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn mánudag.
Kjarninn 22. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent