Segir ríkasta hlutann kerfisbundið nýta sér glufur til að borga ekki skatta

Formaður VR segir að grunnstefið í baráttu verkalýðsfélaganna sé að laga stöðu þeirra sem nái ekki endum saman. Það þurfi kerfisbreytingar og hægt sé að búa til svigrúm til aðgerða með því að koma í veg fyrir 100 milljarða króna skattsvik.

Ragnar Þór Ingólfsson
Auglýsing

„Hér er talið að út af glu­fum í skatt­kerf­inu, hvernig rík­asti minni­hluti þjóð­ar­innar kemst hjá því að borga skatt, eða alla­vega sam­bæri­legt hlut­fall og allir hin­ir, að þetta sé ein­hvers staðar öðru hvoru megin við 100 millj­arða ári í svig­rúmi sem hægt væri að gera með því að stoppa í ákveðnar glufur og öðru skatta­svindli sem virð­ist vera stundað kerf­is­bundið í okkar sam­fé­lag­i.“

Þetta sagði Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, í við­tali við Þórð Snæ Júl­í­us­son, rit­stjóra Kjarn­ans, í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut í vik­unni. Hægt er að sjá stiklu úr þætt­inum hér að neð­an.

Auglýsing

Þar ræddi Ragnar einnig stöðu mála í yfir­stand­andi kjara­við­ræð­um, en þeim sú blokk sem Ragnar til­heyrir í þeim, og sam­anstendur af VR, Efl­ingu og Verka­lýðs­fé­lögum Akra­ness og Grinda­vík­ur, sleit slíkum við­ræðum á fimmtu­dag og und­ir­býr nú verk­falls­að­gerð­ir.

Ragnar sagði í þætt­inum að staðan liti ekki vel út og að líkur væru á því að til átaka kæmi á vinnu­mark­aði.

Slík átök verði þó aldrei nema með vilja félags­manna, og hann verði kann­aður næstu daga.

„Við teljum að mik­il­væg­ustu kjara­bæt­urnar náist í gegnum ann­ars vegar kerf­is­breyt­ing­ar, í gegnum þá sann­gjarn­ara skatt­kerfi, og þetta er þá er þetta kannski miklu mun stærra mál en þessi til­færsla sem við höfum verið að horfa á í gegnum árin. Þessi ójöfn­uður sem hefur skap­ast í gegnum skatt­kerf­ið. Heldur líka er það að hér eru allskyns glufur í okkar skatt­kerfi. Hér eru pen­ingar geymdir í skatta­skjólum án nokk­urra athuga­semda, koma hér til baka í íslenskt hag­kerfi án athuga­semda virð­ist ver­a.“

Grunn­stefið í bar­átt­unni hljóti að vera að laga stöðu þeirra sem nái ekki endum sam­an. „Þar sjáum við mjög mikla mögu­leika að bæta og byggja upp sann­gjarn­ara og sam­keppn­is­hæf­ara sam­fé­lag.“Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Píratar greiddu gegn tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð flokksins
Birgitta Jónsdóttir mun ekki sitja í trúnaðarráði Pírata eftir að tilnefningu hennar í ráðið var hafnað í atkvæðagreiðslu á félagsfundi Pírata. Alls kusu 55 gegn og 13 með tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð Pírata.
Kjarninn 16. júlí 2019
Persónuvernd annar ekki eftirspurn
Eftir að ný persónuverndarlöggjöf tók gildi síðasta sumar hefur kvörtunum til Persónuverndar fjölgað um 70 prósent en löggjöfin gerir fólki kleift að stýra sínum persónuupplýsingum betur. Persónuvernd hefur ekki náð að sinna eftirspurn að öllu leyti.
Kjarninn 16. júlí 2019
Ástþór Ólafsson
Styrkjandi áhrif til eftirbreytni
Kjarninn 15. júlí 2019
Magnús Halldórsson
Lausnin er að draga tjöldin frá
Kjarninn 15. júlí 2019
Kristbjörg Mekkín Helgadóttir og Sigurður Einarsson Mäntylä flytja ávörp á ráðherrafundi um heimsmarkmiðin á morgun.
Trúa að rödd þeirra geti haft áhrif
Tveir fulltrúar frá ungmennaráði heimsmarksmiðanna munu ávarpa ráðherrafund um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í New York á morgun.
Kjarninn 15. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent