Utanríkisráðherra skipar í nýtt útflutnings- og markaðsráð

Fjöldi fólks úr atvinnu- og stjórnmálalífi mun vinna að útflutnings- og markaðsmálum.

Guðlaugur Þór Þórðarson
Auglýsing

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra hefur skipað 31 full­trúa til setu í útflutn­ings- og mark­aðs­ráði til næstu fjög­urra ára. Tíu þeirra eru án til­nefn­ingar en 21 sam­kvæmt til­nefn­ingum sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, Sam­taka atvinnu­lífs­ins, Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga og sam­starfs­hóps Mark­aðs­stofu lands­hlut­anna. 

Í fyrra sam­þykkti Alþingi ný lög um Íslands­stofu þar sem er meðal ann­ars kveðið á um að útflutn­ings- og mark­aðs­ráð skuli starf­rækt. 

Sam­kvæmt lög­unum skipar utan­rík­is­ráð­herra 31 full­trúa í ráðið til fjög­urra ára í senn. Utan­rík­is­ráð­herra er sjálfur for­maður ráðs­ins, en auk hans skulu ráð­herrar sem fara með sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­mál,  ferða­mál og mál­efni iðn­aðar og nýsköp­un­ar, mennta- og menn­ing­ar­mál og umhverf­is- og auð­linda­mál ásamt full­trúum þing­flokka utan rík­is­stjórnar á hverjum tíma eiga sæti í ráð­in­u. 

Auglýsing

Hlut­verk ráðs­ins er að marka, sam­þykkja og fylgj­ast með fram­kvæmd á lang­tíma­stefnu­mótun stjórn­valda og atvinnu­lífs fyrir mark­aðs­setn­ingu og útflutn­ing. Ráðið skal taka til umfjöll­unar til­lögur að verk­efnum sem unnin eru í sam­vinnu atvinnu­lífs og stjórn­valda og tryggja að slík verk­efni falli að mark­aðri lang­tíma­stefnu. Ráðið getur skipað starfs­hópa úr ráð­inu um afmörkuð verk­efni og skal Íslands­stofa vera þeim til ráð­gjaf­ar.

Eft­ir­taldir skipa útflutn­ings- og mark­aðs­ráð næstu fjögur ár: 

Anna Björk Bjarna­dóttir

Arnar Þór­is­son

Ásta S. Fjeld­sted

Birna Haf­stein

Erla Ósk Ásgeirs­dóttir

Hlynur Guð­jóns­son

Þor­kell Sig­ur­laugs­son

Þór Sig­fús­son

Þórey Vil­hjálms­dóttir

Þór­lindur Kjart­ans­son

Ásta V. Roth Aðal­steins­dóttir (vara­m.)

Óli Örn Eiríks­son (vara­m.)

Sara Lind Þrúð­ar­dóttir (vara­m.)

Sig­tryggur Bald­urs­son (vara­m.)

Salóme Guð­munds­dóttir (vara­m.)

Niku­lás Hann­ingan (vara­m.)

Magnús Þór Torfa­son (vara­m.)

Fríða Björk Ingv­ars­dóttir (vara­m.)

Atli Krist­jáns­son (vara­m.)

Sól­rún Sverr­is­dóttir (vara­m.)

Til­nefnd af sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra: 

Tjörvi Bjarna­son

Viðar Eng­il­berts­son

S. Guð­rún Hauks­dóttir

Ása Þór­hildur Þórð­ar­dóttir (vara­m.)

Sig­ur­geir Þor­geirs­son (vara­m.)

Bryn­hildur Bene­dikts­dóttir (vara­m.)

Til­nefnd af ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra:

Halla Helga­dóttir

Bald­vin Jóns­son

Soffía Kristín Þórð­ar­dóttir

Sig­rún Brynja Ein­ars­dóttir (vara­m.)

Ingvi Már Páls­son (vara­m.)

Em­ilía Ottesen (vara­m.)

Til­efnd af mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra:

Hrannar Pét­urs­son

Að­al­steinn Haukur Sverr­is­son

Jó­hanna Olga Hreið­ars­dóttir

Laufey Kristín Skúla­dóttir (vara­m.)

Haf­þór Eide Haf­þórs­son (vara­m.)

Hjör­dís Guðný Guð­munds­dóttir (vara­m.)

Til­efnd af Sam­tökum atvinnu­lífs­ins: 

Birna Ósk Ein­ars­dóttir

Bjarney Harð­ar­dóttir

Ei­ríkur Magnús Jens­son

Gestur Pét­urs­son

Guð­björg Heiða Guð­munds­dóttir

Heiðrún Lind Mart­eins­dóttir

Hlynur Veig­ars­son

Krist­inn Þórð­ar­son

Pétur Ósk­ars­son

Stef­anía G. Hall­dórs­dóttir

Jón Þór Gunn­ars­son (vara­m.)

Karl Jóhann Jóhanns­son (vara­m.)

Anna Guð­munds­dóttir (vara­m.)

Katrín Pét­urs­dóttir (vara­m.)

Frosti Ólafs­son (vara­m.)

Helgi Anton Eiríks­son (vara­m.)

Laufey K. Skúla­dóttir (vara­m.)

Ta­tj­ana Latinovic (vara­m.)

Eva María Þór­ar­ins­dóttir (vara­m.)

Rík­harður Rík­harðs­son (vara­m.)

Til­nefnd af Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga:

Unnur Val­borg Hilm­ars­dóttir

Páll Snævar Brynjars­son (vara­m.)

Til­nefnd af Mark­aðs­stofu lands­hlut­anna:

Arn­heiður Jóhanns­dóttir

Díana Jóhanns­dóttir (vara­m.)

Full­trúar stjórn­mála­flokka: 

Inga Sæland Ást­valds­dóttir (Flokkur fólks­ins)

Atli Ásmunds­son (Mið­flokkn­um)

Jar­þrúður Ásmunds­dóttir (Við­reisn)

Al­bertína Frið­björg Elí­as­dóttir (Sam­fylk­ing­unni)

Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir (Píröt­um)

Ráð­herr­ar: 

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, utan­rík­is­ráð­herra (for­m.)

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra

Lilja Dögg Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra

Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Matthildur Björnsdóttir
Að vera útlendingur – Víðara hugtak en við höldum
Kjarninn 22. febrúar 2020
Sönnun þess að hægt er að skrifa um myndlist á lifandi og áhrifaríkan hátt
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir skrifar um bókina Vetrargulrætur.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Gylfi Sigurðsson er stærsta íslenska stjarnan í enska boltanum, sem Síminn keypti sýningarréttinn að í fyrra. Hann leikur með Everton.
Tekjur Símans af sjónvarpsþjónustu jukust um 818 milljónir í fyrra
Áhrif kaupanna á sýningarrétti enska boltans, og þeirra breytinga sem Síminn réðst í samhliða innleiðingu hans í sjónvarpsþjónustu sína, eru afar áberandi í uppgjöri félagsins fyrir síðasta ár.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Algjörlega tilbúinn í hið pólitíska at sem fylgir því að stýra RÚV
Stefán Eiríksson segist að sjálfsögðu hafa sínar pólitísku skoðanir og lífsviðhorf, en sé ekki tengdur neinum stjórnmálaflokkum og með góða reynslu af því að takast á við stjórnmálamenn.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Svandís Svavarsdóttir
Sjúklingar borga minna
Kjarninn 22. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður segir Samtök iðnaðarins í áróðursherferð gegn orkufyrirtækjum
Forstjóri Landsvirkjunar spyr hvort meirihluta aðildarfélaga Samtaka iðnaðarins sé samþykkur því að íslenska þjóðin gefi 20-30 milljarða króna til nokkurra alþjóðlegra stórfyrirtækja með því að hætta að selja upprunaábyrgðir.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Kórónaveiran breiðist út – Viðbúnaður aukinn í Bandaríkjunum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur lýst því yfir, að nauðsynlegt sé að auka viðbúnað til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Magnús Halldórsson
Ekki gleyma listinni í stjórnmálabröltinu
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent