Telja ólöglega staðið að atkvæðagreiðslu um verkfall

Samtök atvinnulífsins hafa skorað á Eflingu - stéttarfélag að stöðva nú þegar atkvæðagreiðslu um verkfall sem koma á til framkvæmda 8. mars næstkomandi.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Auglýsing

Sam­tök atvinnu­lífs­ins skora á Efl­ingu að stöðva nú þegar atkvæða­greiðslu um verk­fall sem koma á til fram­kvæmda 8. mars næst­kom­andi. SA telja ólög­lega staðið að atkvæða­greiðslu um verk­fall­ið.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá SA sem sam­tökin sendur frá sér í dag.

Í henni segir jafn­framt að verði Efl­ing ekki við áskorun Sam­taka atvinnu­lífs­ins munu SA höfða félags­dóms­mál gegn stétt­ar­fé­lag­inu. Nið­ur­staða dóms­ins muni liggja fyrir áður en verk­falli er ætlað að koma til fram­kvæmda.

Auglýsing

„Sam­kvæmt lögum um stétt­ar­fé­lög og vinnu­deilur er heim­ilt að láta vinnu­stöðvun ein­ungis ná til ákveð­ins hóps félags­manna en þá er ákvörðun tekin með atkvæðum þeirra sem vinnu­stöðvun er ætlað að taka til.

Sam­kvæmt fréttum áætlar Efl­ing að verk­fallið nái til 700 félags­manna en félagið hefur hins vegar boðið yfir 8000 félags­mönnum að taka þátt í atkvæða­greiðslu um verk­fall­ið. SA telja það fyr­ir­komu­lag ólög­mætt enda mætti með þeim hætti fá verk­fall sam­þykkt jafn­vel þótt allir þeir sem vinnu­stöðvun er ætlað að taka til greiði atkvæði gegn verk­fall­i,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Vinn­u­­stöðv­­un­in tekur til veit­inga- og hót­­el­­þjón­­ustu

Fundur samn­inga­­nefndar Efl­ingar sam­­þykkti þann 21. febr­úar síð­ast­lið­inn að láta fara fram almenna leyn­i­­lega raf­­ræna alls­herj­­­ar­at­­kvæða­greiðslu um boðun vinn­u­­stöðv­­unar meðal þeirra félags­­­manna Efl­ingar sem vinna sam­kvæmt kjara­­samn­ingi Sam­­taka atvinn­u­lífs­ins og Efl­ingar og Verka­lýðs- og sjó­­manna­­fé­lags Kefla­víkur og nágrennis vegna vinnu starfs­­fólks í veit­inga- og gist­i­húsum og hlið­­stæðri starf­­semi og sem rann út þann 31. des­em­ber 2018. 

„Vinn­u­­stöðv­­unin taki til allra þrifa, hrein­­gern­inga og frá­­­gangs her­bergja og ann­­arrar gist­i­að­­stöðu þ.m.t. á göng­um, sal­ernum og í sam­eig­in­­legu rými á öllum hót­­elum og gist­i­húsum á því félags­­­svæði Efl­ing­­ar-­­stétt­­ar­­fé­lags sem tekur til starfa á veit­inga- og gist­i­húsum sem nánar til­­­greint er lög­­­sagnar umdæmi Reykja­vík­­­ur, Kópa­vogs, Sel­tjarn­­ar­­ness, Mos­­fells­bæjar og Kjós­­­ar­­sýslu að Botnsá, Gríms­­nes og Grafn­ings­hrepps, Hvera­­gerð­is­bæjar og Sveit­­ar­­fé­lags­ins Ölfus auk Hafn­­ar­fjarðar og Garða­bæj­­­ar.

Vinn­u­­stöðvun ofan­­greindra félags­­­manna er tíma­bundin og hefst klukkan 10:00 að morgni 8. mars 2019 og lýkur klukkan 23:59 þann 8. mars 2019 ­nema kjara­­samn­ingar hafi tek­ist fyrir þann tíma. ­At­­kvæða­greiðsl­unni skal lokið eigi síðar en kl. 22:00, fimmt­u­dag­inn 28.2 2019,“ segir í sam­­þykkt samn­inga­­nefndar Efl­ing­­ar.

Atkvæða­greiðslan hófst í morgun

Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Efl­ingu sem send var út í dag hófst atkvæða­greiðsla um vinnu­stöðvun félags­manna Efl­ingar á hót­elum og gisti­húsum þann 8. mars – alþjóð­legur bar­áttu­dagur kvenna - klukkan 10:00 í morg­un.

Hér má sjá Drífu Snædal, forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, standa við kosningarútuna þegar hún lagði af stað. Mynd: Aðsend.

„Hægt verður að greiða atkvæði raf­rænt á vef Efl­ingar en einnig verður fólki gert kleift að greiða atkvæði í kosn­ing­ar­útu Efl­ingar sem lagði af stað klukkan 10.00 og keyrir næstu daga á milli vinnu­staða og safnar utan­kjör­fund­ar­at­kvæð­u­m,“ segir í til­kynn­ingu Efl­ing­ar. 



Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent