Telja ólöglega staðið að atkvæðagreiðslu um verkfall

Samtök atvinnulífsins hafa skorað á Eflingu - stéttarfélag að stöðva nú þegar atkvæðagreiðslu um verkfall sem koma á til framkvæmda 8. mars næstkomandi.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Auglýsing

Sam­tök atvinnu­lífs­ins skora á Efl­ingu að stöðva nú þegar atkvæða­greiðslu um verk­fall sem koma á til fram­kvæmda 8. mars næst­kom­andi. SA telja ólög­lega staðið að atkvæða­greiðslu um verk­fall­ið.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá SA sem sam­tökin sendur frá sér í dag.

Í henni segir jafn­framt að verði Efl­ing ekki við áskorun Sam­taka atvinnu­lífs­ins munu SA höfða félags­dóms­mál gegn stétt­ar­fé­lag­inu. Nið­ur­staða dóms­ins muni liggja fyrir áður en verk­falli er ætlað að koma til fram­kvæmda.

Auglýsing

„Sam­kvæmt lögum um stétt­ar­fé­lög og vinnu­deilur er heim­ilt að láta vinnu­stöðvun ein­ungis ná til ákveð­ins hóps félags­manna en þá er ákvörðun tekin með atkvæðum þeirra sem vinnu­stöðvun er ætlað að taka til.

Sam­kvæmt fréttum áætlar Efl­ing að verk­fallið nái til 700 félags­manna en félagið hefur hins vegar boðið yfir 8000 félags­mönnum að taka þátt í atkvæða­greiðslu um verk­fall­ið. SA telja það fyr­ir­komu­lag ólög­mætt enda mætti með þeim hætti fá verk­fall sam­þykkt jafn­vel þótt allir þeir sem vinnu­stöðvun er ætlað að taka til greiði atkvæði gegn verk­fall­i,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Vinn­u­­stöðv­­un­in tekur til veit­inga- og hót­­el­­þjón­­ustu

Fundur samn­inga­­nefndar Efl­ingar sam­­þykkti þann 21. febr­úar síð­ast­lið­inn að láta fara fram almenna leyn­i­­lega raf­­ræna alls­herj­­­ar­at­­kvæða­greiðslu um boðun vinn­u­­stöðv­­unar meðal þeirra félags­­­manna Efl­ingar sem vinna sam­kvæmt kjara­­samn­ingi Sam­­taka atvinn­u­lífs­ins og Efl­ingar og Verka­lýðs- og sjó­­manna­­fé­lags Kefla­víkur og nágrennis vegna vinnu starfs­­fólks í veit­inga- og gist­i­húsum og hlið­­stæðri starf­­semi og sem rann út þann 31. des­em­ber 2018. 

„Vinn­u­­stöðv­­unin taki til allra þrifa, hrein­­gern­inga og frá­­­gangs her­bergja og ann­­arrar gist­i­að­­stöðu þ.m.t. á göng­um, sal­ernum og í sam­eig­in­­legu rými á öllum hót­­elum og gist­i­húsum á því félags­­­svæði Efl­ing­­ar-­­stétt­­ar­­fé­lags sem tekur til starfa á veit­inga- og gist­i­húsum sem nánar til­­­greint er lög­­­sagnar umdæmi Reykja­vík­­­ur, Kópa­vogs, Sel­tjarn­­ar­­ness, Mos­­fells­bæjar og Kjós­­­ar­­sýslu að Botnsá, Gríms­­nes og Grafn­ings­hrepps, Hvera­­gerð­is­bæjar og Sveit­­ar­­fé­lags­ins Ölfus auk Hafn­­ar­fjarðar og Garða­bæj­­­ar.

Vinn­u­­stöðvun ofan­­greindra félags­­­manna er tíma­bundin og hefst klukkan 10:00 að morgni 8. mars 2019 og lýkur klukkan 23:59 þann 8. mars 2019 ­nema kjara­­samn­ingar hafi tek­ist fyrir þann tíma. ­At­­kvæða­greiðsl­unni skal lokið eigi síðar en kl. 22:00, fimmt­u­dag­inn 28.2 2019,“ segir í sam­­þykkt samn­inga­­nefndar Efl­ing­­ar.

Atkvæða­greiðslan hófst í morgun

Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Efl­ingu sem send var út í dag hófst atkvæða­greiðsla um vinnu­stöðvun félags­manna Efl­ingar á hót­elum og gisti­húsum þann 8. mars – alþjóð­legur bar­áttu­dagur kvenna - klukkan 10:00 í morg­un.

Hér má sjá Drífu Snædal, forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, standa við kosningarútuna þegar hún lagði af stað. Mynd: Aðsend.

„Hægt verður að greiða atkvæði raf­rænt á vef Efl­ingar en einnig verður fólki gert kleift að greiða atkvæði í kosn­ing­ar­útu Efl­ingar sem lagði af stað klukkan 10.00 og keyrir næstu daga á milli vinnu­staða og safnar utan­kjör­fund­ar­at­kvæð­u­m,“ segir í til­kynn­ingu Efl­ing­ar. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hjúkrunarfræðingar fá áfram greiðslur sem þeir áttu að missa um síðustu mánaðarmót
Vaktaálagsaukinn sem leggst ofan á laun hjúkrunarfræðinga, en var aflagður um nýliðin mánaðarmót með þeim afleiðingum að laun þeirra lækkuðu umtalsvert, hefur verið framlengdur.
Kjarninn 3. apríl 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 33. þáttur: Harmdauði
Kjarninn 3. apríl 2020
Ólöf Ýrr Atladóttir
VIðspyrna ferðaþjónustunnar á erfiðum tíma
Kjarninn 3. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Um 75 þúsund Íslendingar náð í smitrakningarappið
Á miðnætti höfðu yfir fimmtíu þúsund manns hér á landi náð í smitrakningarappið, Rakning C-19. Í hádeginu höfðu 75 þúsund hlaðið appinu niður í símann sinn.
Kjarninn 3. apríl 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, var til svara á upplýsingafundinum í dag.
Gleðifréttir: Fyrsti sjúklingurinn sem var í öndunarvél á gjörgæslu útskrifaður
Núna liggja 45 á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins. Ellefu eru á gjörgæslu Landspítalans og einn á Akureyri. Á Landspítalanum eru átta í öndunarvél og einn á Akureyri.
Kjarninn 3. apríl 2020
Samkomubann framlengt til 4. maí
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja samkomubann til 4. maí að tillögu sóttvarnalæknis. Það veldur áhyggjum hversu margir hafa veikst alvarlega af COVID-19 hér á landi.
Kjarninn 3. apríl 2020
Dagur Hjartarson
Andað á ofurlaunum
Kjarninn 3. apríl 2020
Meira en 300 Íslendingar hafa náð sér af COVID-19
Staðfest ný smit í gær voru 45. Nú liggja 44 sjúklingar á sjúkrahúsi vegna COVID-19 sjúkdómsins, þar af tólf á gjörgæslu.
Kjarninn 3. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent